Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 60

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 60
* 60 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM -Hvernig fékkstu hugmyndina að myndinni? „Þetta er spurningin sem ég fæ oftast og ég veit ekki ennþá svarið því eiginlega fékk ég aldrei þessa hugmynd. Ég byrjaði á allt öðru- vísi sögu þar sem tvær systur eru aukapersónur í upphafi en verða aðalpersónurnai- smám saman. Eins og í Fucking Ámál byrjaði sú saga á því að systurnar sitja inni í herbergi og eru að tala saman, og ég fór að ímynda mér hvað hefði gerst í lífi þeirra fram að þessu. Þannig þróaðist handritið.“ - Það er ekki þannig að þér liggi sérstaklega á hjarta að gera ung- lingamyndir eða fjalla um samkyn- hneigð? „Nei, ekki endilega. Handritið sem ég er að vinna að núna fjallar um fólk á þrítugsaldri. Það er nú reyndar eitthvað af samkynhneigð þar, en það er ekki aðalmálið. Mér finnst áhugaverðast að kynnast ■ ólíkum heimum og gera þeim skil. Unglingaheimurinn er vissulega áhugaverður, en það eru margir aðrir heimar líka.“ - Er þá svo að skilja að raunsæ efnistök séu mikilvæg fyrir þig? „Já, ég hef mikinn áhuga á raun- sæi og vil hafa hlutina þannig. Ég á mér draum um að gera bíómynd sem er nákvæmlega eins og heim- ildarmynd en er einber skáldskap- ur. Eins og er held ég mikið upp á leikstjóra eins og Mike Leigh og Ken Loach, en smekkurinn er Jtalltaf að breytast, þannig að ef ég geri tíu kvikmyndir veit ég ekki hvort þær verða allar raunsæjar, þótt ég hafi áhuga á því núna.“ - Var erfitt að vinna með öllum þessum ungu reynslulausu krökk- um? „Nei, það var mjög auðvelt. Ég er sjálfur mjög óreyndur leikstjóri, ^svo það fór vel saman. Það hentar mér mun betur að skrifa, ég er REBECCA (t.h.) nýtur sín ekki fyr en hún hittir Ehnu. bara miðlungsgóður leikstjóri. í næstu mynd þarf ég að nota alvöru leikara, og ég er svolítið smeykur við það. Eg veit ekki hvað ég á að segja við þá.“ - En hvernig fannstu aðal- leikkonumar, Rebeccu og Alexöndru? „Þær höfðu báðar leikið í kvik- mynd áður; Rebecca í stuttmynd og Alexandra lítið hlutverk í bíó- mynd. Mér fannst þær mjög góðar, en við prófuðum samt marga í hlut- verkin og eyddum miklum kröftum í að velja réttu leikarana. Að skrifa handritið og finna réttu leikarana er mikilvægast fyrir mig. Ef ég hef góða leikara og gott handrit finnst mér ég ekki þurfa að leikstýra.“ Skrítin tilfinning - Hvað ertu búinn að fá mörg verðlaun fyrir Fucking Ámál? „Ég held að þau séu fimmtán." -Bæði sænsk verðlaun og er- lend? „Já, það kom mér mjög á óvart. Ég gat alltaf vonað að myndin yrði vinsæl í Svíþjóð, en mér datt aldrei í hug að fólk kynni að meta hana erlendis. Við fengum t.d. áhorf- endaverðlaunin á kvikmyndahátíð í Tékklandi, það fannst mér frábært. Svo var myndin sýnd unglingum í úthverfum Moskvu og þeim fannst hún skemmtileg, og það er svolítið skrítin tilfinning fyrir mig.“ - Hvað er það í myndinni sem fólki líkar svo vel? „Ég hélt lengi vel að ástarsagan væri svo hrífandi. En í gær fór ég í leigubíl, og bílstjóranum fannst myndin góð, en kunni ekki við sam- kynhneigðina. Þannig að sumum finnst myndin góð, þótt þeim líki ekki ástarsagan í henni. Kannski er það afturhvarfið til unglingsár- anna. Hommum og lesbíum finnst hún yfirleitt mjög skemmtileg, þar sem efnið snertir þau beint. Ástæð- umar eru því margar, og auðvitað finnst sumum hún ekki skemmti- leg. Hvað fannst þér?“ - Mér fannst gaman að þessar stelpur skyldu berjast fyrir því að fá að vera það sem þær eru. „Já, ég vildi endilega að þær væru hetjur. Ég elska hetjur, og góðar hetjur eru of sjaldséðar í nú- tímalist. Ágnes og Élín eru báðar hetjur, en sérstaklega Elín, því hún þorir að standa á rétti sínum til að vera hún sjálf. Hún er hetjan mín.“ Langar að hitta íslenska áhorfendur - Er handritið sem þú ert að skrifa líkt þessu að einhverju leyti? „Nei, ekki nema að því leyti að mig langar að gera mynd sem er bæði hrífandi og fyndin, þannig að fólk bæði hlæi og gráti samtímis. Ég er ekki viss um að það takist, en það er markmiðið." - Verður ekki erfítt að fylgja Fucking Ámál eftir? „Að vissu leyti, en það er hálf- gerður lúxusvandi, því ef ég hefði gert mynd sem hefði alls ekki gengið, þá hefði orðið mun erfiðara að gera næstu mynd. Ég er mjög glaður yfir því að fólk skuli kunna að meta fyrstu myndina mína. Það er auðvitað erfiðara að því leytinu til að fólk fylgist nánar með mér. Sumir óska þess að mér mistakist og aðrir vilja að ég geri aðra ná- kvæmlega eins mynd, og verða þá örugglega fyrir vonbrigðum." - Ber „Fucking Ámál“ með sér ferska strauma inn í sænska kvik- myndagerð? „Ah... ég held að ég sé ekki Unglingaheimurinn áh Fyrsta kvikmynd sænska leikstjórans Lukas Moodysson Fucking Ámál hefur LUKAS Moodysson hefur fengið fimmtán verðlaun fyrir fyrstu kvikmyndina sína, „Fucking Ámál“. rétti aðilinn til að svara þessu. Nei, ég get það ekki. Heyrðu, er byrjað að sýna myndina á Islandi?“ -Já. „Vá, en spennandi. Heldurðu að íslenskir unglingar munu fara að sjá hana?“ -Já, ég vona það að minnsta kosti. Myndin hefur fengið fína dóma, og ég sá myndina með full- um sal af unglingum sem fannst mjög gaman." „Er það? Ég vildi að ég gæti komið til Islands og hitt áhorfend- ur. Málið er bara að ég á konu og tvö börn, og reyni að ferðast eins lítið og ég get með myndinni, en mig langar rosalega til íslands. “ - Komdu með næstu mynd. „Já, éggeri það.“ > slegið í gegn á Norður- löndum. Hann sagði Hildi Loftsdóttur að hann vissi ekki alveg af hverju fólki líkaði myndin. Háskólabíó sýnir þessa dagana Fucking Ámál, en hún hefur vakið mikla at- hygli hvarvetna í heiminum, slegið í gegn á Norðurlöndunum og er ásamt Titanic aðsóknarmesta kvik- mynd sögunnar í Svíþjóð. Og gam- an er til þess að vita að bæði kvik- myndagerðarfólk og leikarar myndarinnar voru flestir að vinna vkI sína fyrstu kvikmynd. í Fucking Ám&I segir frá tveim- ur stúlkum, Agnesi og Elínu, sem Rebecca Liljeberg og Alexandra Dahlström leika, sem báðum leiðist lífið í smábænum Ámál, en líf þeirra tekur miklum breytingum þegar þær kynnast. Lukas lýsir á mjög raunsæjan hátt samkyn- J* hneigð, lífemi og viðhorfum ung- linga, ástum þeirra og vonum. Hann situr nú heima alla daga, önnum kafinn við að skrifa handrit- ið að næstu kvikmynd, en gaf sér samt tíma til að veita Morgunblað- inu viðtal. Leikararnir og handritið mikilvægast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.