Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skekkjur í GSM-reikningi frá Landssímanum Greitt fimm sinnum fyrir sama símtal GSM-símnotandi fékk um síðustu mánaðamót sendan rúmlega 121 þúsund króna sundurliðaðan reikn- ing frá Landssímanum þar sem krafíst er greiðslu fyrir mörg símtöl sem hefjast á sömu mínútu, og fyrir símtöl sem standa lengur en fram að upphafí næsta símtals. Eigandi símans, Lars H. Ander- sen, var staddur í Frakklandi í júní, og segist meðal annars hafa sent áfram símtöl úr heimilissímanum í GSM-símann, og jafnframt notaði hann GSM-símann til gagnasend- inga. Hann segist hafa búist við að fá 16-20 þúsund króna reikning, en í stað þess var hann krafinn um 120.274,56 krónur. „Mér finnst ótækt að ég þurfí að lúslesa símareikningana til að geta verið viss um að þeir séu réttir; að það sé ekki eitthvert eftirlit með þessu hjá Landssímanum," segir Lars. „Mér finnst líka ótrúlegt að það sé ekki einhver rauður lampi sem lýsir hjá þeim, þegar símnotandi sem að jafnaði hefur verið með um 6-8 þúsund króna reikninga, fær allt í einu reikning upp á 120 þúsund." Sjö símtöl verða að tuttugu og þremur Reikningurinn er fyrir notkun í júní 1999, og mánaðargjöld í júlí. Samtals eru skráð 316 símtöl úr símanum, þar af eru 75 móttekin er- lendis með símtalsflutningi, og 163 eru símtöl frá útlöndum. Við lauslega athugun koma í ljós tvenns konar villur í reikningnum. Annars vegar eru sjö símtöl, sem færð voru úr heimilissímanum og hófust milli 10:52 og 12:37 21. júní sl., færð tO reiknings 2-5 sinnum hvert. Þannig er tö dæmis skráð að kl. 11:07 hafi fimm símtöl hafist, og að þau hafi öll staðið í 1 klst. 41 mín- útu og 41 sekúndu. Fyrir hvert þeirra eru innheimtar 3.863 krónur. Tvö símtöl eru tvítekin á þennan hátt, tvö þrítekin, tvö símtöl eru færð tö reiknings fjórum sinnum og eitt fimm sinnum. Hins vegar er ósamræmi í skrán- ingu símtala sem hefjast um hádegi 20. júní. Þar er einnig um að ræða símtöl sem eru færð úr heimöis- síma. Símtal sem hófst kl. 11:48 er sagt hafa staðið í eina klst. sjö mín- útur og 29 sekúndur. Klukkan 12:50, eða einni klst. og tveimur mínútum eftir upphaf hins fyrra og um fimm mínútum fyrir lok þess, er annað símtal sagt hefjast. Sams konar skekkja verður varðandi sím- tal sem sagt er hefjast klukkan 13:50 og standa í 13 mínútur og 46 sekúndur. Klukkan 13:58, átta mín- útum eftir upphaf hins, er skráð að annað símtal hafi hafist. Dregur allar upplýsingar í reikningnum í efa Lars segist ekki munu taka mark á afsökunum sem byggist á því að þetta sé miköl fjöldi símtala, þau séu erlendis frá eða að völan sé tæknibúnaði að kenna. „Kerfið á ekki að klikka svona án þess að það sé einhver búnaður sem gerir við- vart.“ Lars segist draga í efa allar upp- lýsingar sem fram koma á reikn- ingnum, ekki bara þær sem eru augljósar skekkjur. „Eg sé ekki hvernig Landssíminn ætlar að inn- heimta símgjöld hjá mér, því hvernig á ég að taka trúanlegar upplýsingar þeirra um að ákveðin símtöl hafi átt sér stað og staðið í ákveðinn tíma, eftir að þessi rugl- reikningur hefur borist, nema að þeir geti með vísan til einhvers eft- irlitskerfis sýnt fram á hvað það var sem gerðist?“ Haft var samband við Landssím- ann vegna málsins, en talsmenn fyr- irtækisins segja að ekki verði hægt að komast að orsökum skekkjunnar fyrr en á mánudag. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir SKÁLINN á Eiríksstöðum er hlaðinn með klömbru. Maður frá Tríni- dad og Tóbakó vinnur við hleðsluna, auk íslendinga af Ströndum. EIRÍKSSTAÐANEFND stendur fyrir framkvæmdum í Haukadal. Hér er formaður nefndarinnar, Friðjón Þórðarson, með skálann í baksýn. Víkingaskáli hlaðinn á Eiríksstöðum í Haukadal Líkt eftir skála Eiríks rauða HM í hestaíþróttum Sigurbjörn tryggði fyrstu gullin Kreuth. Morgunblaðið. SIGURBJÖRN Bárðarson tryggði Islandi fyrstu tvö gullin á heimsmeistaramótinu í Kreuth í Þýskalandi með frábærum ár- angri í 250 m skeiði á Gordoni þar sem hann fór tvisvar sinnum undir gildandi heimsmet sem er 21,4 sek. Hann setti sem kunn- ugt er nýtt heimsmet á föstudag, 21,16 sek., og í gærmorgun skeiðaði Gordon vegalengdina á 21,28 sek. Með þessum góða ár- angri tryggði hann sér jafnframt sigur í stigasöfnun. Annar í skeiðinu varð Lothar Schenzel, Þýskalandi, á Gammi frá Hvít- hóli á 22,24 sek. Verðandi brúður á batavegi UNGA stúlkan, sem slasaðist talsvert þegar ekið var á hliðarvagn mótorhjóls sem hún var farþegi í sl. fóstudagskvöld, er á batavegi. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur hlaut hún beinbrot á fæti og upphandlegg, en engin frekari meiðsl komu í Ijós við rannsókn. Stúlkunni heilsast vel eftir atvikum og var hún flutt af gjörgæsludeild í gær. UNNIÐ er að hleðslu skála Ei- ríks rauða á Eiríksstöðum í Haukadal. Við framkvæmdina er byggt á niðurstöðum rann- sókna fornleifafræðinga á forn- um rústum Eiríksstaða. Einnig er unnið að gerð bílastæða, snyrtiaðstöðu og göngustíga. Framkvæmdum á að vera að fullu lokið fyrir mitt næsta ár en þá ætla Dalamenn að minnast Grænlandsferða Eiríks rauða og Vínlandsferða Leifs Eiríkssonar, meðal annars með Leifshátíð á Eiríksstöðum. Undanfarin sumur hefur Guð- mundur Ólafsson fornleifafræð- ingur stjórnað rannsóknum á friðlýstum rústum Eiríksstaða. Aldursgreining bendir til búsetu í kringum árið 900, eða 860-980, en í Sturlubók landnámu kemur einmitt fram að Eiríkur hafi fengið Þjóðhildar frá Vatni í Haukadal og rutt land í Hauka- dal. Dalamenn og ýmsir fræði- menn halda því einnig fram að líklegast sé að Leifur heppni, sonur þeirra, hafi fæðst á Ei- ríksstöðum og þá væntanlega í þeim skála sem rannsakaður hefur verið í sumar og byrjað er að endurbyggja. Byggt á fornleifarannsóknum Niðurstöður rannsóknanna á Eiríksstöðum eru notaðar við hönnun og byggingu skála Ei- ríks rauða, en hann stendur í landi Stóra-Vatnshorns, skammt vestan við hinar friðlýstu mipj- ar. Gamlhús annast byggingu hússins en hleðslumeistari er Guðjón Stefán Kristinsson frá Dröngum. Menn á hans vegum unnu að klömbruhleðslu í gær og miðaði vel. Verkinu á að Ijúka fyrir veturinn. Eiríksstaða- nefnd annast framkvæmdirnar en hún starfar á vegum hrepps- nefndar Dalabyggðar. Friðjón Þórðarson, formaður Eiríksstaðanefndar, segir ekki ákveðið hvernig húsið verður nýtt. Þar verði langeldur á miðju gólfi, eins og í skálanum á Eiríksstöðum. „Þarna verður eitthvert líf, tekið á móti gestum og skálinn sýndur,“ segir Frið- jón. Auk skálans er unnið að gerð bflastæða við Eiríksstaði og snyrtingar fyrir ferðafólk. Útbú- in verða kynningarskilti og göngustígur frá bflastæðum að útsýnispalli við rústirnar á Ei- ríksstöðum, þaðan að tilgátu- skálanum og loks til baka að bflastæðunum. Einnig er fyrir- hugað að reisa minnisvarða um Leif Eiríksson en Friðjón segir ekki ákveðið hvernig hann verði. Framkvæmdirnar í Haukadal munu kosta 60-65 milljónir kr. og eru þær íjármagnaðar að verulegu leyti úr ríkissjóði en fleiri aðilar koma einnig þar að. „Hér verður að taka myndar- lega á því hér byrjuðu allar vest- urferðirnar og hér fæddist Leif- ur. Keðjan sem hér hefst liggur út á Hvammsfjörð, til Grænlands og síðan til Norður-Ameríku,“ segir Friðjón. Leifshátíð eftir ár Ekki verður aftur snúið því Dalamenn hafa ákveðið að halda Leifshátíð á Eiríksstöðum og í Búðardal aðra helgina í ágúst árið 2000, það er að segja eftir nákvæmlega ár. Ekki hefúr ver- ið gengið frá dagskrá hátíðar- innar en búist er við mörgum gestum, innlendum og erlend- um. Mikill áhugi er á því í Búðar- dal að koma upp landafunda- safni og hafa ýmsar hugmyndir verið skoðaðar í því efni. Nú hallast menn helst að þvi að gera upp gamla kaupfélags- pakkhúsið og nota það til kynn- ingar á Dalabyggð, sögu héraðs- ins og landafundum og sigling- um, auk aðstöðu til að taka á móti ferðafólki. Pakkhúsið er niðri í fjöru- borðinu í Búðardal og þar fyrir framan eru hafnar framkvæmd- ir við smábátakró. Friðjón segir að Gunnar Marel hyggist sigla þaðan á Jónsmessunni í Vín- landssiglingu sína og segir hann það vel til fundið. A ► l-64 Hafa læknar dregist aftur úr? ►Almenningur kvartar yfir að erfitt sé að ná í heimilislækna og of löng bið sé eftir sérfræðingum. /10 Fordæmi til framtíðar að stríði loknu ►Af átökum, ábyrgð og alþjóða- samskiptum við aldarlokyi4 Ólympíuleikar f eðlisfræði ► íslendingar sepdu 5 manna keppnislið á 30. Ólympíuleikana í eðlisfræði á Italíuy28 Fljótandi ís tryggir ferskari vöru ►Viðskiptaviðtalið er við John P. Mulvaney, framkvæmdastjóra Brunna hf./30 ► l-20 Hjónin í Árbót og ræktunin þeirra ► Snæfríður Njálsdóttir og Há- kon Gunnarsson eru með sérstak- an búskap. Þau stunda m.a. naut- griparækt og mannræktyi&2&4-5 Mead-vatnið f Miklagljúfri ► Mead-vatn er uppistöðulón hinnar geysistóru Hoover-stíflu í Nevada í Bandaríkjunumy6 í Amtmannshúsinu á Arnarstapa ► Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Sigrún Eldjárn myndlistar- maður sótt heimyiO Milljónamæringarnir eru ríkir af hugmynd- um og hæfileikum ►Viðtal við Steingrím Guðmunds- son, trommuleikara og umboðs- mann Milljónamæringanna/14 FERÐALÖG ► l-4 Haust- og vetrarferðir íslendinga ► Balí og Prag eru meðal áfanga- staða í vetur./l Ævintýraheimur barna og fuilorðinna ►Disneyland í París er ævintýra- heimur fyrir börn á öllum aldri. /2 D BÍLAR ► l-4 Klassískur eins og kókflaskan ►Porsche 911 Carrera 4 er kom- inn til að vera á Islandi./2 Reynsluakstur ►BMW Compact 316i með gamla laginu./4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-16 Fimm milljónir til skógræktar ► Stjórn Skógarsjóðsins úthlutaði styrkþegum úr öllum iandsfjórð- ungum samtals 5 milljónum til skógræktar. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir lÆW&'bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Hugvekja 50 Skoðun 36 Fólk í fréttum 54 Minningar 38 Útv/sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Mannlífsst. 17b ídag 50 Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2/4/8/BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.