Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 25 UNGIR vi'sindainenn að störfum á Rannsóknarstofu í næringarfræði. F.v. Ingibjörg Gunnars- dóttir, Anna S. Ólafsdóttir, Bjöm S. Gunnarsson, Bryndís Eva Birgisdóttir og Inga Þórsdóttir. kvæðni. Ég fékk mikið ástríki og það voru aldrei lagðar á mig metnaðar- kröfur. Ég hef orðið vör við að marg- ir halda að foreldrar mínir hafi pumpað í okkur systkinin einhverj- um metnaði, en mér finnst það alls ekki.“ Þess má geta að foreldrar Ingu eru Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum alþingismaður og ráðherra, og Þór Vilhjálmsson, dómari við EFTA- dómstólinn. Þörf fyrir næringarfræðinga Inga segir að vaxandi þörf sé fyrir næringarfræðinga hér á landi, ekki síst innan matvælaiðnaðarins og heilbrigðisgeirans. „Sem betur fer er almenningur alltaf að verða upplýst- ari og fólk krefst þess að hollustu- og öryggiskröfum sé mætt, ekki síst í skyndibitamat. Ég fæ ekki betur séð en bændur, fiskframleiðendur, nið- ursuðuvöruiðnaðurinn og fleiri verði að taka tillit til þessa. Það þarf því stöðugt fleiri íslenskar rannsóknir. Ekki dugir alltaf að notast við þær erlendu því sérstaða íslenskra afurða skiptir máli. Næringarfræðingar starfa á stóru sjúkrahúsunum, en alltof fáir nær- ingarfræðingar og ráðgjafar eða læknar og hjúkrunarfræðingar, sem hafa lagt sig mjög eftir næringar- fræði, vinna á heilsugæslustöðvun- um. Þar hefur Manneldisráð aftur á móti gegnt mikilvægu hlutverki með fræðslustarfi sínu.“ Inga leggur áherslu á að samspil fæðunnar og nýting næringarefn- anna sé hárfínt, eigi það að virka fullkomlega. „Um tíma hafði fólk trú á að margir fengju of lítið zink. Þá var vinsælt að taka stóra skammta af því, en með því bindur maður flutn- ingskerfí fyrir önnur efni og getur fengið of lítið af þeim, eins og t.d. kopar. Við þurfum ofboðslega lítið magn af kopar, en sé það ekki nægi- legt verður blóðleysi. Ánnað dæmi er járnskortsblóðleysi. Til að bregðast við því tökum við inn járn. Gallinn er sá, að læknar hafa tilhneingu til að gefa lyfjafræðilega járnskammta sem eru mjög stórir, en um leið get- ur upptakan minnkað af öðru efni eins og zinki. Ef ójafnvægi er á mataræðinu, jafnvel þótt við höldum að við séum að gera eitthvað snjallt, getum við lent í svona aðstæðum. Þannig talar margt á móti rosaskömmtum efna, sem ýmsir hafa tilhneigingu til að taka.“ Þegar Inga er spurð hvort matur- inn sé alltaf rétt saman settur á hennar heimili skellir hún upp úr og segir að kosturinn við næringar- fræðina sé umburðarlyndið. „Maður verður að vera bæði sveigjanlegur og umburðarlyndur. Strangleikinn dugar ekki neitt. Ef breyta á matar- æði er til dæmis mjög mikilvægt að breytingin upplifíst sem lítil og góð því umbylting gengur yfirleitt ekki upp.“ Rannsóknir vekja athygli erlendra vísindamanna Skrifstofa Næringarstofu Ríkis- spítalanna er við Eiríksgötu, þar sem starfsemin skiptist í næringar- ráðgjöf innan spítalans og rannsókn- arstofu í næringarfræði við matvæla- fræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla íslands og Landspítala. Auk þess er rannsóknarstofan með svolitla aðstöðu í íþróttahúsi HÍ við Suðurgötu. Helstu rannsóknir sem Inga og Vaxandi þörf er fyrir næringar- fræðinga, ekki síst innan mat- vælaiðnaðarins og heilbrigðisgeirans Læknar hafa til- hneigingu til að gefa lyfjafræði- lega járnskammta sem eru mjög stórir, en um leið getur upptakan minnkað af öðru efni Ef breyta á matar- æði er mjög mikil- vægt að breyting- in upplifist sem lítil. Umbylting gengur yfirleitt ekki Þeir sem verst hafa farið út úr sýkingum eru börn sem höfðu litla fæðingar- þyngd vegna vannæringar móð- ur á meðgöngu samstarfsmenn hennar hafa stundað eni á íslensku kúamjólkinni, eins og áður segii-, áhrif þyngdaraukningar kvenna á meðgöngu, en þar var í fyrsta sinn á heimsvísu skoðaðar konur sem voru í kjörþyngd fyrir þungun og því hefur rannsóknin vak- ið mikla athygli erlendis. „Það er þekkt að fæðingarþyngd íslenskra barna er há og að íslenskar konur þyngjast mun meira en hinar al- mennu viðmiðanir sýna. Við rann- sökuðum tvo hópa kvenna, annars vegar þær sem þyngdust um 18-24 kg og hins vegar þær sem bættu við sig 9-15 kg. Við gáfum þeim góðan tíma til að ná sér og þá sáum við að konum í kjörþyngd er óhætt að þyngjast meira á meðgöngunni en menn höfðu áður haldið. Hér á landi skiptir þetta ekki sköpum, en öllu alvarlegri eru tengsl milli fæðingarþyngdar og lífslíka í löndum, þar sem næringarskortur og magn af mat er breytilegt eftir árferði. Rannsóknir hafa verið gerð- ar í Gambíu frá miðri öldinni og fram á þennan dag. Línurit sýnir skýra íylgni á milli uppskerubrests, lítillar þyngdaraukningar mæðra á með- göngu og tíðni sýkinga og dánaror- saka af þeirra völdum milli árganga. Þeir sem verst hafa farið út úr þessu eru börn sem höfðu litla fæðingar- þyngd vegna vannæringar móður- innar á meðgöngunni. Þá standa yfir rannsóknir í sam- starfí við Hjartavemd um hvaða áhrif fæðingarþyngd barna hefur á heilsu þeirra síðar meir. Erlendar rannsóknir sýna, að böra sem eru 3.500-4.000 grömm við fæðingu fá síður æðasjúkdóma, háþrýsting eða fullorðinssykursýki heldur en böm sem fæðast mjög smá.“ Járnbúskapur ungra barna Samhliða þessum rannsóknum hefur verið unnið að rannsókn á járnbúskap barna við eins og tveggja ára aldur. Kom í ljós að nokkuð stór hópur eins árs barna hefur lélegan járnbúskap, en það mun ekki vera séríslenskt fyrirbæri. „Þess vegna er mikilvægt að gera kostinn frá níu mánaða aldri fjölbreyttan og gæta þess að mjólkurþambið fari ekki yfír hálfan lítra á dag, meðal annars vegna þess að þá er kalkið farið að hamla upptöku járnsins. Einnig þarf að sjá til þess að bömin fái svolítið af kjöti, fiski og öðmm járnríkum mat, því það skiptir máli þótt einungis sé um að ræða 30-40 grömm á dag. Við sjáum fylgni á milli góðs jámbú- skaps og þess að nota járnbætt morgunkorn," segir Inga. Niðurstöður era ekki enn komnar um járnbúskap tveggja ára bama, en vísbendingar era um að hann sé ekki heldur nægilega góður. Fyrir skömmu komu fram í frétt- um efasemdir um að brjóstamjólkin væri eins holl og hún hefði verið áður talin, þar sem hún væri uppfull af mengunarefnum af ýmsu tagi. Inga segir að fituleysin mengunarefni safnist í fítuvefí mæðranna og því lengra tímabil sem barnið sé á brjósti þeim mun meira af þessum efnum losni út í mjólkina. „Fyrir nokkram árum var PCB mælt í brjóstamjólk íslenskra kvenna á veg- um rannsóknarstofu í lyfjafræði við HI en magnið var ekki yfir hættu- mörkum. Við höfum einnig tekið blóðsýni úr bömum og eigum eftir að mæla PCB-magnið í þeim. Það er ekki spurning að svo fremi sem fjár- magn fæst þá skortir ekki verkefni fyrir næringarfræðinga," segir hún. Streð að fá fjármagn Spurð hvemig gangi að afla fjár til rannsókna segist Inga ekki vilja kvarta en að hennar mati fari alltof mikill tími í að „reyna að snapa pen- inga“. „Sum fyrirtæki hafa tekið okkur vel og við höfum til dæmis fengið styrk frá mjólkuriðnaðinum og einnig höfum við fengið töluverða styrki frá RANNÍS. Samt vildi ég sjá miklu kröftugri svöran, þar sem landið okkar byggist mikið á mat- vælaframleiðslu. Víða í heiminum er sjálfsagður hlutur að fyrirtæki styrki starfsemi sem þessa. Nýjasta dæmið er frá Kaupmannahöfn, þar sem danskur landbúnaður hefur byggt upp fullkomna rannsóknar- stofnun í næringarfræði við Land- búnaðarháskólann, þar sem mat- vælafræði er kennd,“ segir Inga. „Markmiðið er að koma greininni vel fyrir í íslensku samfélagi. Ég held að það hafi mikinn tilgang fyrir heilsu okkar en einnig fyrir þekk- ingu á íslenskum mat og matvælum. Tilgangurinn er einnig að búa til góða vísindamenn, sem bæði geta stundað vísindi og komið þekking- unni til erlendra kollega og almenn- ings. Það fólk er ég raunar að byggja upp núna og það er mitt nánasta samstarfsfólk."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.