Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 11 Sum erindi eru þess efnis að þau þurfa lengri úrlausnartíma. Viti sjúklingur af því fyrirfram þarf hann að bóka tvöfaldan tíma. wmmmmtummamm. mmmmmmamm Við höfum ákveðinn takmarkaðan tíma og teljum honum betur varið í að fólk komi á stofu þar sem læknirinn á auð- veldara með að átta sig á ástandinu. Með aukinni teymisvinnu hefur aukist að sjúklingi sé vísað á hjúkrunarfræðing hringi hann vegna aðkallandi vandamála. Morgunblaðið/Golli LÆKNAVAKTIN er varaskeifan þegar ekki er hægt að fá fastan heimilislækni. tölvupóst að einhverju leyti til að notkun hans fari ekki úr böndunum. Sigurður segir að þessi þáttur muni örugglega vaxa en fínna þurfi leið til að gera samskiptin örugg. Með tilkomu sjúkraskráningar- kerfísins Sögu, sem fjöldi heilsu- gæslustöðva hefur tekið upp og nokkrir spítalar hefur öryggið aukist íyrir sjúklingana, að sögn Katrínar Fjeldsted, yfirlæknis Heilsugæslu- stöðvarinnar í Fossvogi, en sú stöð var sú fyrsta á höfuðborgarsvæðinu til að taka upp þetta skráningarkerfi. Hún segir að kerfið auðveldi eftirlit með lyfseðlum og dragi úr mistökum við útgáfu þeiira. Hins vegar séu ýmsir ágallar eins og að skortur sé á að þjóðskrá og sérlyfjaskrá séu upp- færð nægilega oft. Á Húsavík hafa heilbrigðisstofnan- imar tekið upp sameiginlegt skrán- ingakerfi. Ingimar Hjálmarsson læknir segir að vinna við skráningu hafí ekki minnkað eftir að það var tekið í notkun þar, enda hafi ágætis skráningarkerfi verið þar fyrir. „Þeg- ar kerfið er alveg komið á ætti það að flýta fyrir afgreiðslu pappíra. Hins vegar veit ég ekki hvort sjúklingurinn sjálfur finnur mikið hagræði af þessu. Meginkosturinn er að geymsla sjúkraskránna er öruggari en var og upplýsingarnar liggja fyrir á einum stað. Þetta flýth- fyrir leit að gögnum, sem eru einnig mun umíángsmeiri en við höfðum áður. Kannski má segja að það spari einhvem tíma í viðtals- tímanum hjá þeim sem vora ekki með gott skráningakerfi fyrii’. Við voram búnir að vera lengi með sameiginlegt skráningarkerfi með spítalanum, en slíkt samtengt skráningarkerfi auð- veldar einnig læknum að grípa inn í verk annarra því þeir hafa þá allar upplýsingar fyrir framan sig á auga- bragði. Geta menn valið sér lækni? Fólk sem hefur byggt upp gott samband við heimilislækni sinn er líklegra til að vera ánægt með sína þjónustu en hinir sem þurfa sjaldan á lækni að halda. Þeir sem eru óheppnari, eins og eftirfarandi dæmi sýnir, hafa aftur á móti lítið val. Sjúklingur sem þurfti á nýjum heimilislækni að halda leitaði til heilsugæslustöðvarinnar í hverfi sínu, en var vísað frá þar sem ekki var tekið við fleiri sjúklingum. Fyrir klíku komst hann að hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni, þar sem mjög mikið er að gera. Til að þurfa ekki að eyða mikum tíma frá vinnu pantaði sjúklingurinn fyrsta tíma dagsins. Þegar hann mætti biðu eftir sem áður nokkrir sjúklingar og hann fékk að vita að biðtíminn yrði nokk- ur. Hann ákvað því að panta nýjan tíma, þar sem hann yrði öragglega fyrsti sjúklingur dagsins. Til að vera við öllu búinn mætti hann fyrir pant- aðan tíma, en læknirinn mætti 15 mínútum of seint og mátti ekki vera að því, að mati sjúklingsins, að hlusta á hvað hann hafði fram að færa. Þarna skín lítilsvirðing við tíma og þarfir sjúklinganna í gegn, sem getur verið fátítt, en er eigi að síður fyrir hendi. Sagt er í orði að sjúklingurinn hafi frjálst val um að leita sér að nýjum lækni, á sama hátt og menn leita nýrra þjónustufyrirtækja séu þeir óánægðir með fyrri viðskipti. Málið er bara ekki svona einfalt. Hjá Tryggingastofnun fengust þær upplýsingar að einungis þrír af 17 sjálfstætt starfandi heimilislækn- um (þ.e. þeim sem starfa utan heilsu- gæslustöðva) tækju við nýjum sjúk- lingum. Þessir læknar era allir um og yfir sjötugt. Vilji fólk ekki skrá sig hjá þeim hafa starfsmenn engin önnur úrræði en að vísa á Lækna- vaktina, sem starfar kl. 17-08. Sama á við þegar sjúklingur leitar til yfir- fullrar heilsugæslustöðvar til að fá nýjan lækni til frambúðar. Starfs- mennirnir eru hins vegar á einu máli um að þetta sé einungis neyðarúr- ræði, þar sem mun dýrara sé að leita til Læknavaktarinnar, ekki hægt að panta tíma og menn hafi ekki „sinn“ lækni. Þá sögðu starfsmenn Trygginga- stofnunar, að töluvert væri hringt og kvartað yfir hversu marga daga tæki að komast til heimilislæknis og vildi fólk kanna hvort hægt væri að skipta um lækni. „Fólk hringir í heimilis- lækninn af því að það þarf á honum að halda þá stundina en ekki í næstu viku,“ sagði einn þeirra. í kjölfar breytts kjarasamnings lækna hafa margir heilsugæslulækn- ar tekið upp 20 mínútna viðtöl í stað 15 mínútna áður, enda fara laun læknanna ekki lengur eftir því hversu marga sjúklinga þeir tala við. Áður lögðu menn fremur á sig að vinna lengur fram á kvöld eða um helgar til að ganga frá pappírsvinnu. Þetta hefur orðið til þess að færri komast að á hverjum degi og lengri tíma tekur að komast til læknisins en áður. Á móti kemur að sjúklingar fá tíma til að tala við lækninn án tíma- hraks. Töluverð breyting hefur orðið á þjónustu lækna á undanförnum ár- um, að mati Sigurðar Guðmundsson- ar. „Ef við beram okkur saman við löndin í kringum okkur er tiltölulega gott aðgengi að læknum og þá á ég við þegar um bráðatilfelli er að ræða, en það er oft notað sem viðrnið." Lokað fyrir skráningu nýrra sjúklinga Á tveimur heilsugæslustöðvum, í Fossvogi og efra Breiðholti, hefur verið lokað fyrir skráningar nýrra sjúklinga vegna þess að stöðvarnar eru yfirfullar. Biðstaða er á heilsu- gæslustöðinni í Árbæ, en þar er fólk skráð á biðlista og fær þjónustu, á meðan beðið er eftir heimild um að fimmti læknirinn hefji þar störf. Stöðin í Fossvogi hefur verið yfirfull um langt skeið, en stækkun hennar stendur yfir og er reiknað með að hún taki til starfa á næstu mánuðum. Ekki verður þó ráðinn nýr læknir til starfa samhliða þar sem fjárveitingu skortir, en reiknað er með að það gangi eftir innan fárra mánaða frá opnun. Stöðin í efra Breiðholti er nægilega stór til að sinna hverfinu, en þar era margir skráðir, sem era brottfluttir, og er verið að vinna í því máli, að sögn Guðmundar Einars- sonar, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík. Hann segir að ekki sé mælt með því að fólk skrái sig á heilsugæslu- stöð utan síns hverfis vegna þess að eftir að kjaranefnd fór að fjalla um laun læknanna miðast laun þeirra við fjölda íbúa í hverfinu. í tilfellum þar sem stöðvarnar era yfirfullar sé litið framhjá þessum tilmælum. Of fáir heimilislæknar? Þeir sem Morgunblaðið ræddi við voru flestir sammála um að of fáir heimilislæknar væru starfandi á höfuðborgarsvæðinu miðað við fólksfjölda og þar af leiðandi hefðu þeir a'.ltof mikið að gera. 1.500 sjúk- lingar er talinn hæfilegur fjöldi fyr- ir hvern lækni, þannig að hann geti sinnt þeim á fullnægjandi hátt, en miðað er við 1.000 úti á landi. Aftur á móti hafa flestir heimilislæknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu í kringum 2.000 sjúklinga á skrá. „Frá faglegu sjónarmiði vilj- um við ekki hafa fleiri en 1.500 sjúk- linga hver, svo að við getum sinnt skjólstæðingunum, en þá lækka launin umtalsvert og verða nánast óviðunandi," sagði Björn Guð- mundsson, sem telur þetta vera ókost launakerfís heilsugæslulækn- anna. Guðmundur Einarsson segir að í Reykjavík hafi tekist að halda uppi þeim starfsanda innan heilsugæslu- stöðvanna, að menn reyni að sinna starfi sínu eins og vel og þeir geta. „Menn hafa ekki farið út í stífa túlk- un á því hversu mikla vinnu þeir fá greidda og að þeir eigi ekki að sinna læknisstörfum umfram það. Heilsu- gæslulæknar fá fost laun og þeim reiknast svokallaðar yfirvinnueining- ar miðað við þann fjölda sjúklinga, sem þeir era með á sínu svæði. Það er ljóst, að þar sem álagið er mest, eru læknarnir að inna af hendi meiri vinnu en þeir fá greitt fyrir sam- kvæmt úrskurði kjaranefndar." Það sem menn óttast einnig er að yrði heimlislæknum á höfuðborgar- svæðinu skyndilega fjölgað myndu læknar úti á landi stökkva á stöð- urnar og læknaskorturinn þar yrði enn meiri. Bent var á að varaforði lækna hefði fram til þessa verið í Svíþjóð og Noregi, en nú væri hann á þrotum. Rætt er um að núverandi íbúa- fjölda Reykjavík vanti að minnsta kosti tíu heimilislækna sé gengið út frá 1.500 manna viðmiðinu. Séu af- leysingar vegna sumarfría og fastra námsleyfa tekin með í reikninginn þarf einn fastan afleysingalækni fyr- ir hverja 5-6 lækna. Björn Guð- mundsson, yfirlækir heilsugæslu- stöðvarinnar í Kópavogi, segir að miðað við þessa útreikninga þyrftu 17 læknar að vera starfandi þar en þeir era tíu. „Það hlýtur því einhvers staðar að skorta upp á þjónustuna,“ segir hann. Þá má geta þess, að engin heilsu- gæslustöð er í Vogahverfi og stækk- unar er þörf á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi til að sinna vaxandi íbúa- fjölda þar. Hvort tveggja er í undir- búningi en engar áætlanir um hvenær framkvæmdir hefjast. Sigurður Guðmundsson bendir á að allt tal um fjölgun heimilislækna sé pólitískt og byggist á því hversu mikla fjármuni þjóðfélagið vilji leggja í heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst almenningur stundum gleyma því hversu mikil áhrif hann getur haft á ákvarðanir af þessu tagi með þrýstingi. Eg minnist þess til dæmis ekki að heilbrigðismál hafi verið kosningamál hér á landi.“ Fjölgun sjálfstætt starfandi heimilislækna Menn hafa velt fyrir sér, hvort ekki mætti fjölga sjálfstætt starfandi heimilislæknum, þótt starfsemi þeirra sé ekki eins víðtæk og innan heilsugæslustöðvanna, sem sjá um ýmiss konar forvarnarstarf, svo sem ungbarna- og mæðravernd, heima- hjúkrun og fleira. Katrín Fjeldsted segir að Félag íslenskra heimilislækna hafi beitt sér fyrir því að auka fjölbreytni á rekstr- arformi innan heilsugæslunnar og vilji stuðla að því að farnar séu aðrar leiðir en að ríkið reki heilsugæslu- stöðvamar. „Mér fyndist til dæmis æskilegt að nokkrir læknar fengju sjálfir að stofna heilsugæslustöð í Vogahverfi. Það er ekki náttúrulög- mál að heilsugæslustöð sé rekin af ríki og sveitarfélögum.“ Spurð hvort Félag íslenskra heim- ilislækna sé mótfallið því að sjálf- stætt starfandi heimilislæknar opni hver um sig stofu, segir Katrín að sóknin frá ungum sérmenntuðum heimilislæknum hafi ekki beint verið í þá átt. „Ég tel að starfsskilyrði þeirra geti verið miklu betri faglega á stöðvunum. Það hefur sýnt sig að þeir vilja helst starfa við svipuð skil- yrði og era almennt í heilsugæsl- unni, en þeir vilja samt gjarnan vera sjálfstæðir. Þess vegna þarf að rýma fyrirkomulagið um reksturinn, tengja þetta tvennt til að allir geti unað sáttir við sitt. Og þá verður jafnframt fjölgun á sjálfstætt starf- andi heimilislæknum." Katrín bendir ennfremur á að meiri skorður séu á því að fjölga heimilislæknum en öðram sérfræð- ingum af hendi ráðuneytisins. Orð ráðherra dregin í efa I Morgunblaðinu 23. júlí síðast- liðnum sagði Ingibjörg Pálmadóttir að ekki væri ætlun heilbrigðisráðu- neytisins að stöðva fjölgun sjálfstætt starfandi heimilislækna. Heldur hafi ráðuneytið þvert á móti áhuga á því að viðhalda því rekstrarformi sem heimilislæknar hafi valið sér. Þessari staðhæfingu andmælti Olafur F. Magnússon, formaður Félags sjálf- stætt starfandi heimilislækna í Morgunblaðinu 25. júlí síðastliðnum. Lára Hansdóttir þjónustufulltrúi Tryggingastofnunar, sem hefur vegna starfa sinna fylgst lengi með vandræðum sjúklinga að útvega sér heimilislækni, kveðst undrast þessi orð Ingibjargar. Hún segist vita til þess að læknar hafi verið tilbúnir að opna einkareknar stofur en ráðu- neytið hefði ekki heimilað það. I sama streng tekur Sigm’ður Björnsson, formaður Sérfræðingafé- lags íslenskra lækna, sem segist oft hafa rætt við Ingibjörgu um þessi mál. „Margir ungir duglegir sér- fræðingar í heimilislækningum vilja opna eigin stofur, en þeir fá það ekki fyrir kerfinu, þ.e. heilbrigðisráðu- neytinu og landlæknisembættinu. Alls staðar er verið að hlaða undir frjálsa atvinnustarfsemi nema í heil- brigðisgeiranum, þar sem amast er við því. Kerfið finnur alltaf einhver gagnrök fyrir því að þetta unga, dug- lega fólk geti sett upp sína frjálsu at- vinnustarfsemi. Ég hef barist fyrir því að heimilis- læknar geti fengið að opna stofur, en þá talar kerfið alltaf um gæðastaðla sem það hefur sjálft sett; að allir verði að vera með ungbarnaeftirlit, mæðraeftirlit og slíkt. Læknafélagið hefur einnig barist fyrir þessum málum. Skýr stefna þess er að stuðla að mismunandi rekstrarformum og því að læknar geti haft sjálfstæðan atvinnurekstur. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar hafa þurft að vera í varnarbaráttu á undanförnum árum og þurfa enn að einhverju leyti. Sú hugsun, að stóri bróðir geri allt best og þurfi að passa þetta allt, er því miður ekki alveg horfin. Mín afstaða og hugmynda- fræði er hins vegar mjög skýr. Ég tel að eftir því sem flutt er meira yfir á læknana sjálfa frá ríkinu verði þjónustan betri. Ég tel að læknarnir eigi sjálfir að koma upp læknastöðv- um og þá jafnt heimilislæknar sem hinir. Þjónustan verður persónulegri og menn standa betur á tánum, en þetta er viðkvæmt mál og margir era ekki endilega á sömu skoðun.“ Þegar Katrín Fjeldsted er spurð hvort hún telji að þjónustan muni batna með með aukinni ábyrgð lækna segist hún vilja taka fram, að hún telji þjónustuna víðast afar góða og af háum gæðaflokki. „Ég held að meiri starfsánægja yrði hjá læknum við það að bera sjálfir meiri ábyrgð á rekstrinum." Aðgengi að sérfræðingum Sjúklingur sem þurfti að ná í kvensjúkdómalækni fékk það svar þegar hann hringdi og ætlaði að panta tíma, að ekki væri tekið við pöntunum fyrr en tiltekinn dag í næsta mánuði. Ef svo slyslega vildi til að hann hefði gleymt að hringja þann daginn hefði liðið annar mán- uður áður en hann hefði getað pant- að tíma. Þetta finnst sjúklingum lé- leg þjónusta. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir rétt, að langan tíma geti tekið að komast til tiltekinna sérfræðinga, til dæmis í húð- og kvensjúdómum. „Sérstaklega á þetta við, ef fólk fer að leita eftir einstökum tilteknum persónum, en það munum við auðvitað aldrei geta bætt. Við getum ekki klónað þá,“ segir hann. Aftur á móti segir hann að ekki berist margar kvartanir um að útilokað sé að ná í lækni í ákveð- inni sérgrein. Það sé þó helst meðal kvensjúkdóma-, húðsjúkdóma og augnlækna. Talið er líklegt að síðasti kjara- samningur við sjúkrahúslækna í þessum og fleiri greinum hafi haft þau áhrif að einhverjir læknar hafi lokað stofum sínum og snúið sér al- farið að spítulunum eða „helgað“ sig þeim eins og það er kallað. Fyrir það fá þeir hærri laun en á móti mega þeir ekki starfa á stofu. Því bítast fleiri sjúklingar um færri lækna. Blaðamaður hringdi síðastliðinn þriðjudag á Húðlæknastöðina á Smáratorgi, þar sem fimm húðsjúk- dómalæknar hafa sameinast um að- stöðu. Fjórir þeirra skrá ekki fleiri nýja sjúklinga eins og nú er ástatt og hjá þeim fimmta var fyrst laus tími í byrjun september. Ekki gat mót- tökuritari bent á neinn stað þar sem hægt væri að komast að með bráða- tilfelli nema ef vera skyldi hjá heim- ilislækni, Læknavaktinni eða húð- og kynsjúkdómadeild. Þá prófaði blaðamaður að panta tíma hjá háls-, nef- og eyrnalækni og leitaði nú fyrir sér á göngudeildinni á Borgarspítalanum. Þar var hægt að komast að samdægurs. Annað dæmi þessu líkt heyrði hann af sjúk- lingi sem leitaði til heimilislæknis vegna veikinda í hálsi. Á sama gangi var háls-, nef- og eymalæknir, sem gat tekið sjúklinginn beint úr hönd- um heimilislæknisins. Gömul viðhorf eða ný? Sigurður Björnsson, krabba- meinslæknir og formaður Sérfræð- ingafélags íslenskra lækna, bendir á að félagið sé einungis regnhlífarsam- tök. Innan þess starfi mismunandi sérgreinafélög og hvert félag verði að tryggja að þjónusta sé fyrir hendi einhvers staðar á hverjum tíma. Til dæmis verði að gæta þess, að ekki séu allar stofur lokaðar í einu yfir sumartímann. Hann segir að ekki sé verjandi að sjúklingar geti ekki pantað tíma hjá lækni nema einu sinni í mánuði. Hann tekur fram að auðvitað séu sjúklingahópar mismunandi, sumir sinni mjög veiku fólki sem þurfi þjónustu allan sólarhringinn en aðrir geti hugsanlega látið sér nægja að vinna einungis dagvinnutíma. „Eg er dálítið gamaldags að því leyti, að mér finnst að læknar eigi að hafa númerið sitt og heimanúmer í síma- skránni þannig að sjúklingar í erfið- leikum geti náð til þeirra. Ég tel, að séu menn í þessu starfi verði þeir að vera aðgengilegir og sinna sjúkling- unum á þeim stundum þegar þeir þurfa á því að halda en ekki þegar það hentar læknunum. Mér finnst líka ófært að fólki sé sagt þegar það hringir í heimilis- lækni sinn að það geti fengið tíma eftir nokkra daga. Ef fólk þarf að fara til læknis þá þarf það þess, svo einfalt er það. Við eram með alveg nægilega marga lækna hér á landi í öllum greinum til þess að geta þjón- að fólkinu vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.