Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 41 JOSEPH PATRICK WALSH + Joseph Patrick Walsh fæddist í Leeds í Englandi 10. nóvember 1907. Hann lést í Adelaide í Ástralíu 23. febrúar síðastliðiun og fór útför hans fram í Adelaide. Látinn er Joseph Patrick Walsh, 91 árs að aldri. Joseph Walsh eða „Joe“, eins og hann var nefndur af hinum mörgu vinum sínum, kom fyrst hingað til lands sem her- maður á stríðsárunum og bast ævarandi tryggðaböndum við land og þjóð. Frá árinu 1981 til 1997 kom hann nær árlega til Islands frá heimili sínu í Eyjaálfunni og lét hvorki aldur né fjarlægðir aftra sér. Joe Walsh átti einstaklega litríka og viðburðaríka ævi og lágu til þess þær ástæður að hann var maður gæddur miklum lífsþrótti og fjöl- þættum hæfileikum. Verður hér stuttlega getið nokkurra þátta ævi hans. Joseph Walsh gekk í skóla Jesúíta í Leeds en hóf ungur tón- listarnám og var hljómsveitarstjóri á því sögufræga skipi Mauretaníu 1929-1935. Um skemmri tíma á þessu skeiði lék hann og í hljóm- sveitum í Þýskalandi, Egyptalandi og Vestur-Indíum en hann var mjög góður saxófónleikari. Skal þess get- ið hér að hann var í hljómsveit þeirri er frumflutti hið víðfræga lag Irving Berlin, „Easter Parade“, en það var á Bermúdaeyjum og stjóm- aði höfundurinn. Er þessum þætti ævi hans lauk setti hann á stofn hljóðfæraverslun í Bretlandi sem gekk vel og hafði hann opnað átta verslanir er stríðið hófst. Joseph Walsh gekk í sjóherinn og hlaut þjálfun sem loftskeytamaður. Hann kom til Islands árið 1940, skömmu eftir hernámið. Starfaði hann í gömlu loftskeytastöðinni á Melun- um og stjómaði þar allra handa fjarskiptum. Meðal annars minntist hann mjög vel viðureignar Bis- marcks og Hoods. Sem liðsmanni flotans bar honum að inna af hendi tilskilinn siglingatíma og honum varði hann við lagningu tundurdufla í vetrarveðrum á hafinu milli ís- lands og Grænlands. Var ævintýra- legt að heyra hann segja frá þeim dögum. Joe Walsh var afburða málamað- ur, lagði áherslu á að læra íslensku og þýddi greinar úr hérlendum blöðum fyrir yfirboð- ara sína og ritaði grein á íslensku í Morgun- blaðið 1941 sem nefnd- ist „Sjóliði lýsir skoðun sinni á íslandi". Hér á landi eignaðist hann marga ágæta vini og skal hér getið um Eyjólf Jónsson, síðar kunnan fyrh- sundafrek sín, og fjölskyldu 'hans. Einnig Einar Jónsson hafnsögumann og hans fjölskyldu. Á stríðsár- unum var og Hendrik Ottósson fréttamaður góður vinur hans. Þessa vináttu rækti Joe til dauðadags og þær mætur sem hann fékk á Islandi og Islendingum voru vissulega ein- stæðar og hann leit á landið sem þriðju ættjörð sína - auk Englands og Ástralíu. Eftir þjálfun á skóla sjóhersins í Dartmouth 1941 var hann sendur á Casa Blanca-ráðstefnuna og var það vegna rússneskukunnáttu hans, en rússnesku hafði hann ungur tekið að læra og hélt þeirri kunnáttu vel við. Því var hann haustið 1941 send- ur til Moskvu og var þar er þýski herinn komst hvað næst borginni. Ætlunin var að hann færi til Sochi við Svartahaf en af því varð ekki þar sem innrásarliðið tók Seva- stopol um þær mundir. Því var hann gerður að foringja í fjarskiptadeild og hafði það starf með höndum að gefa Rússum upplýsingar um þær vörur er væntanlegar voru með skipalestum til Hvítahafs. Minntist hann oft á hve örðug viðskiptin við rússneska yfirmenn hefðu verið en bar almenningi mjög gott orð. í Rússlandi var Joe Walsh til 1944 en þá var hann sendur til flotastöðvar Breta á eyjunni Manus norðan Nýju-Gíneu. Þar og víðar á Kyrra- hafi var hann til stríðsloka. Er átök- unum lauk lögðu Bretar áherslu á að verða fyrstir til að endurheimta Hong Kong og var Joe einn sex for- ingja sem fyrstir fóru í land og tóku við uppgjöf Japana þar „með skammbyssur, litla sendistöð og merkjaflögg ein að vopni“, eins og hann sagði. Á leið sinni til Islands frá Ástralíu 1981 kom hann við í flotastöð Breta í borginni og hlaut höfðinglegar móttökur en þá voru liðin 35 ár frá þessum atburði. Að styrjöldinni lokinni hafði Joe Walsh viðkomu í Ástralíu og leist vel á land og þjóð. Varð úr að hann settist þar að og fékk konu sína og barn til sín en hann kvæntist nokkru eftir Islandsdvölina á stríðs- ERLA HARALDSDÓTTIR + Erla Haralds- dóttir fæddist í Reykjavík 8. janúar 1919. Hún lést á Landspítalanum 1. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 9. júlí. Hún Erla frænka mín, litla systir hans pabba, er látin, langt fyrir aldur fram. 011 hennar vegferð var dá- samleg, fallega brosið, tindrandi augun glettin og brún. Elskuleg öllum sem hana þekktu. I raun var Erla eins og fallegasta blómið í garðinum, það sjáum við best þegar það er farið, garðurinn er alls ekki samur og hennar er sárt saknað. Eins langt og ég man var alltaf sérstakur blær á því sem hún kom nálægt, hógværðin yfir eigin verk- um, sem einkum tengdust heimilinu hennar, Gísla og bömum þeirra, var algjör og víst var alltaf gott í hennar rann að sækja og á vís- an vin að róa. Erla átti margt góðra vina og naut sín vel á mannamótum, glæsileg, teinrétt og kankvís í fasi enda heimsmanneskja í hví- vetna, heimsborgari fram í fingurgóma. Víst var hún glettin á stundum, og átti til að reka vildarvinum sín- um olnbogaskot til áréttingar, en fallegri framkomu minnist ég varla hjá nokkurri manneskju sem ég hef þekkt. Á engan var hallað, enginn var lastað- ur, hvað sem á gekk. Þykist ég vita að hún hafi fengið nægt og gott veganesti úr foreldrahúsum og miðlað því vel til niðja sinna. Það má því með sanni segja að Erla Haraldsdóttir hafi skilað sínu ævi- starfi með farsæld, verið trú yfir stóru og smáu, og vissulega lofa verkin meistarann sem sjá má á samheldni fjölskyldu hennar. Þrátt fyrir að hafa náð 80 ára árunum. Þar hóf hann störf við tón- listarkénnslu og sinnti þeim störf- um fram á síðustu ár. Er það til marks um fjölhæfni hans að hann kenndi á alls tólf hljóðfæri. Tónlist- argáfan hefur gengið í erfðir og er dóttir hans konsertmeistari við sin- fóníuhljómsveitina í Queensland. Af öðrum börnum hans er það að segja að Damian er hag- fræðingur, Peter opinber starfs- maður, Valerie enskukennari við háskólann í Melbourne og Stephen hæstaréttarlögmaður. Stephen kom hingað til lands árið 1981. Joe Walsh var þó vanur að segja að kona sín Winifred væri fremst fjöl- skyldumeðlimanna en hún kenndi löngum stúdentum sem hugðu á há- skólanám ensku og undirbjó þá í fagmáli námsgi’eina þeirra. Hún lést árið 1994. Sem fyrr segir voru bönd Joe Walsh við Island afar náin. Oll þau ár er hann heimsótti Island dvaldi hann hjá Eyjólfi Jónssyni og konu hans, Katrínu D. Einarsdóttur, iðu- lega þrjá mánuði í senn. Þessar vinaheimsóknir endurgalt Eyjólfur síðar og var hann í Adelaide er Joe Walsh lést í febrúar sl. Er hann staddur ytra hjá vinafólki Joe þegar þetta er skrifað. Þá var vinátta hans við syni Einars Jóhannssonar og Karólínu Guðmundsdóttur, þá Guð- mund verkfræðing á Gimli við Álftanesveg og Jóhannes Einars- son, fyrrum forstjóra Cargolux, ná- in. Fleiri góða vini mætti nefna, svo sem Svövu Kristjánsdóttur, Þor- bjöm Jónsson, bróður Eyjólfs, og séra Robert Jack. Af ofansögðu má sjá að Joe Walsh var óvenjulegur hæfileika- maður og líf hans viðburðaríkt. Hef- ur hann ritað æviminningar sínar sem enn eru þó ókomnar á prent. Ber að vona að úr því rætist áður en langt um líður því höfundurinn var afburða sögumaður og sem nærri má geta skorti ekki frásagnarefnið. Átti sá sem þetta skrifar marga góða stund á spjalli við Joe Walsh á heimili þeirra Eyjólfs Jónssonar og Katrínar Einarsdóttur, móðursyst- ur minnar. Því er skylt og ljúft að minnast hans nokkrum orðum, þótt fáu einu verði komið að í svo stuttu máli. Einnig vegna tryggðar Joe Walsh við ísland, sem varð honum svo kært, fer vel á að minnast hans hér að leiðarlokum. Við útför hans fórust presti hans svo orð að á Is- land hefði hann „alltaf litið sem and- leg heimkynni sín, þann stað sem hann sótti mesta hugamæringu til og hann sneri sífellt til að nýju, ávallt aufúsgestur og í hávegum hafður“. Þarna er ekkert ofmælt. Blessuð sé minning þessa heið- ursmanns sem kunni að lifa lífinu í svo ríkum mæli og hressti og gladdi alla þá sem kynntust honum. Atli Magnússon. aldri dó Erla ung, hún hlaut þá gæfu að vera elskuð af foreldrum, eiginmanni, bömum, barnabömum og vinum. Fráfall hennar kom snöggt og óvænt, Erla frænka fór á fyrsta farrými yfir móðuna miklu til fundar við Gísla sinn og ástvinina sem þar bíða. Elsku Arndís, Hildur, Ólafur Ágúst óg fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, þið hafið misst mikið en eigið jafn- framt mikils og góðs að minnast. Megi góður Guð blessa minningu Erlu Haraldsdóttur. Bjarni Ingvar og fjölskylda. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálfum. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Þinghólsbraut 43, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 11. ágúst kl. 15.00. Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Rakel Svandís Sigurðardóttir, Ástvaldur Guðmundsson, Sigurður Þórisson, Hólmfríður S. Jónsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir, Friðleifur Kristjánsson, Vilhjálmur Þór Þórisson, Diljá Tegeder, Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Michael Jourdan, Þyri Berglind Ástvaldsdóttir, John Lettow, Júlíana Ýr Ástvaldsdóttir, André Sikavica og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, sambýlis- kona, amma, langamma, og langalangamma, DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR, Kirkjulundi 6, Garðabæ, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin að Görðum í Garðakirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Jón Norðfjörð, Svava Gunnarsdóttir, Þóra E. Þorleifsdóttir, Páll S. Jónsson, Jón V. Pálsson, Salóme K. Jakobsdóttir, Kristján J. Sigurðsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Lambanesi, sem lést á Sankti Fransiskusspítala, Stykkis- hólmi, laugardaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 14.00. Ingibjörg Ellertsdóttir, Magnús Jónsson, Finnbogi Ólafsson, Ólafur A. Ellertsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingimar Hólm Ellertsson, Sigurrós Berg Sigurðardóttir, Ólöf Þórey Ellertsdóttir, Páll Guðmundsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu ok- kur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SNÆBJÖRNS JÓNASSONAR fyrrv. vegamálastjóra, Laugarásvegi 61. Sérstakar þakkir sendum við öllu því starfs- fólki á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem komu að meðferð hans og umönnun í veikindum hans. Bryndís Jónsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jónas Snæbjörnsson, Þórdis Magnúsdóttir, Herdís Snæbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum hlýhug og samúð vegna fráfalls eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR skósmíðameistara, Sævangi 8, Hafnarfirði. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Barbro Glad, Kristján Sigurðsson, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Rúnar Sigurðsson, María Ýr Valsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Bjarki Bjarnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.