Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 50
%0 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999_ HUGVEKJA I DAG MORGUNBLAÐIÐ Þjóðarsáttá Jónsmessu skírara * Kristnitaka Islendinga er dagsett 24. júní ár- ið 1000. Stefán Friðbjarnarson rifjar upp hverjir fóru fyrir landslýðnum á þessum sögulegu tímamótum. Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði. Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll. (Jónas Hallgrímsson) í TÍMARITI Hins íslenzka bókmenntafélags, Skírni, árið 1930, er að finna stórmerka rit- gerð, „Alþingi árið 1000“, eftir virtan fræðimann, Einar Arn- órsson. Þar er fróðleikur fram settur, sem vert er að hafa í huga þegar þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi gengur í garð. Höfundi þessa pistils fannst það m.a. athyglisvert að Einar Arnórsson dagsetur kristnitökuna, merkustu löggjöf íslands sögu, 24. júní árið 1000. í ritgerð hans segir m.a. orð- rétt: „Það verður seint of mikið úr því ágætisverki gert, er þeir Hallur af Síðu og Þorgeir Ljós- vetningagoði komu í fram- kvæmd á Alþingi árið 1000, er þeir fengu kristna trú lögtekna að nafni til mánudag- inn 24. júní, á Jóns- messu skírara." A Jónsmessu skírara, segir Einar Amórsson. í því sambandi er rétt að hafa í huga að orðin Jón og Jóhannes eru tvö afbrigði af sama nafninu. Jóns- messa er því í raun Jóhannesarmessa, en 24. júní er talinn fæðingardagur Jó- hannesar skírara. Það fór vel á því að landsmenn gengju honum á hönd, sem er ljós heimsins, á þessum degi, þegar sól skín allan sólar- hringinn; á þessum tíma árs, þegar birtan hefur hrakið myrkrið út úr sól- arhringnum - þegar náttlaus voraldar veröld ríkir í umhverfi okkar. Það hefur áður verið rakið í þessum pistlum að nokkrir nor- rænna landnámsmanna vóru kristnir, þótt flestir væru heiðn- ir. Ófrjálst fólk, sem fylgdi nor- rænum landnámsmönnum úr Bretlandseyjum, var og kristið, sem og írskir einsetumenn er fyrir vóru í landinu við norrænt landnám. Einar Amórsson seg- ir í tilvitnaðri ritgerð að „fáeinir alírskir eða skozkir“ hafi verið „meðal landnámsmanna (Avangur, Kýlan, Kalman, Bek- an, Erpur og ef til vill fleiri). Þessir menn hafa sjálfsagt ver- ið kristnir...“ Kristnitakan átti og sinn að- draganda. Einar Amórsson getur þannig þriggja kristni- boðsferða hingað út, seint á 10. öld: 1) Þorvaldur Konráðsson frá Giljá í Vatnsdal kemur út hing- að árið 981, ásamt Friðreki biskupi, og dvöldu þeir hér í fimm ár: „Þeir fóm til Alþingis og boðuðu mönnum trú. Þor- valdur talaði fyrir þingheimi að Lögbergi. Þetta hefur verið á þinginu sumarið 984.“ - Þeir skírðu fólk, einkum í Norðlend- ingafjórðungi, m.a. Atla hinn ramma tengdaföður Guðmund- ar ríkaj Þoi-varð Spak-Böðvars- son í Asi í Hegranesi, Hlenna hinn gamla í Saurbæ í Eyja- firði, Önund Þorgilsson í Reykjadal o.fl. 2) Stefnir Þorgilsson, Eilífs- sonar, Helgasonar bjólu fer trú- boðsferð út hingað 995 eða 996. Hann gerði stuttan stanz og fara fáar sögur af árangri hans. 3) Þangbrandur, prestvígður maður, fer trúboðsferð til Is- lands 996 og dvelur hér til sum- ars 999, m.a. hjá Halli á Síðu, sem lét skírast. Vorið 997 reið Þangbrandur til þings og skírir m.a. Gizur hvíta, Hjalta Skeggjason, Hall Þórarinsson í Haukadal, þá þrevetra, og ýmsa fleiri. A Alþingi því, er kristni var lögtekin, fóra þeir fyrir kristn- um mönnum Síðu-Hallur, Hjalti Skeggjason og Gizur hvíti. Ein- ar Amórsson segir í ritgerð sinni: „Menn góðviljaðir krist- inni trú vóra: Snorri goði, Brennu-Flosi (að líkindum), Ás- grímur EHiða-Grímsson, Skafti Þóroddsson, auk ýmsra stór- bænda, sem kunna að hafa átt í goðorði, svo sem Njáll á Berg- þórshvoli, Gestur Oddleifsson og ýmsir stórbændur í Skafta- fellsþingi, er Njála segir Þang- brand hafa kristnað, Þorvarður í Ási Spak-Böðvarsson o.fl.“ Það var Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, er forystu hafði fyrir heiðnum mönnum á þessu þingi, sem las upp þau lög - þá þjóðarsátt sem enn stendur - að landsmenn „hafi ahir ein lög og einn sið“ og „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður vora óskírðir á landi hér.“ - Það var rétt mat hjá Einari Arnórssyni í Skírnis- grein hans árið 1930, sem tíma- bært er að dusta rykið af og lesa af gaumgæfni, að „seint verði of mikið gert úr því ágæt- isverki, er þeir Hallur af Síðu og Þorgeir Ljósvetningagoði komu í framkvæmd á Alþingi árið þúsund... á Jónsmessu skírara". ÞJÓÐKIRKJAN VELVAKAJ\UI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aldraðir haldi störfum sínum ÞAÐ eru tilmæli mín að vinnufúsir Islendingar, sem eldast allra manna best, fái að halda sínum störfum meðan getan leyf- ir. Ekki sé miðað við ákveðið aldursmark, sjötíu ár. Hvað mig snertir er ég agndofa yfir því óréttlæti að íslendingar, sem alla sína ævi hafa verið á vinnumarkaði allt frá æskuárum 10-15 ára, en ekki 20-30 eins og miðað er við í dag, hafa unnið vel og samviskusamlega sín- um húsbændum, hvort sem var ríki, borg eða einkafyrirtæki, skuli vikið frá störfum við ákveðið aldursmark. Aidrei dytti þessari kynslóð, sem snautuð er burt, í hug að hafa skemmtanir fyrst og borga skuldir á eftir. Eg hygg líka að leitun sé að Islendingi af þessari heiðvirðu brennheitu kyn- slóð sem ekki vill deyja uppréttur. Margir þeirra búa einir og yfirgefnir, ailt uppí nírætt, í húsnæði sem þeir hafa unnið hörðum höndum fyrir. Og meira - engum af minni kynsióð, sem í dag er niðurlægð af æskudýrkun nútímans, hefði nokkru sinni dottið í hug að skíra bamið sitt Sataníu eða Lúsifer. Þetta eru nýjustu nafngiftirnar! Að lokum til afkomenda hinna „öldruðu". Sleppið fagurmælum í minningar- greinum um pabba og mömmu, afa eða ömmu. Virðið lífgjafann ykkar meðan hann er lifandi. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Þakklæti ÁSDÍS vildi koma á fram- færi þakklæti sínu til þess sem sendi henni kort og pappíra sem hún týndi úr veskinu sínu í júní. Tapað/fundið Svört budda týndist SVÖRT budda með rennilás og smellu týndist við Hlemm, Laugaveg eða á Rauðarárstíg. I budd- unni voru m.a. passamynd- ir. Skilvís finnandi hringi í síma 567 3456 eða 869 8901. Dýrahald Kettlingar fást gefíns TVEIR yndislegir fresskettlingar fást gefins. Annar er dökkbröndóttur og loðinn og hinn fallega steingrár. Þeir eru kassa- vanir. Upplýsingar í síma 565 6436, 552 3214 eða 896 3642. Kanarífugl týndist KANARÍFUGL, ljós- brúnn með gula bringu, týndist frá Víðimel 34 sl. fimmtudag. Þeir sem hafa orðið fuglsins varir hafi samband í síma 561 3282 eða 699 1916. SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í fyrstu umferðinni á heimsmeistaramóti FIDE í Las Veg- as sem nú stendur yfir. Einn yngsti keppandinn á mótinu, Ar- meninn Aronjan (2.518) hafði hvítt og átti leik gegn Litháanum Eduard Ros- entalis (2.586) 31. Hxg7! - De3 (Svartur hótar sjálfur máti fremur en að þiggja hróksfórn- ina. Eftir 31. - Kxg7 32. Df7+ - Kh8 33. DÍ6+ verður hann fljótlega mát) 32. Bh5 (32. Hh7+! var líklega sterkara) 32. - Hf2? (Besta vörnin var 32. - Be5! Og svartur teflir peði undir og á jafnteflismöguleika) 33. Hxf2 - Dxf2 34. Hg6! - Df5+ 35. Kg2 - Dxh5 36. Dd4+ - De5 37. Hxd6 - Dxd4 38. Hxd4 - He8 39. Hd6 og svartur gaf því hróksendataflið er gjörtapað. Þar með sló Aronjan and- stæðing sinn óvænt út úr mót- inu. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... IGEGNUM tíðina hefur sem bet- ur fer lítið farið hér fyrir hams- lausri dýrkun á frægu fólki, svo sem farið hefur út yfir allan þjófabálk í mörgum löndum heims hin síðari ár. Hér á Islandi hefur fremur verið litið svo á að þar fari ósköp venju- legar manneslq'ur, sem aðeins vegni vel af einhverjum orsökum - annað- hvort um lengri eða skemmri tíma. Þessar manneskjur eigi sinn rétt eins og aðrir á einkalífi og sjálfsagt sé að virða þann rétt. Er eins og Víkverja reki minni til þess að ís- lendingar hafi almennt t.d. leyft sér að hneykslast þegar ágengni breskra fjölmiðlamanna við Díönu prinsessu varð sem mest á sínum tíma. Þegar fram í sótti gekk það áreiti allt of langt og við ótímabært fráfall prinsessunar myndaðist eins konar tómarúm, uns næsta fómar- lamb var fundið og sett í fókus. Því er Víkverji að velta þessu fyr- ir sér, að í vikunni sem leið virtist sem sumir Islendingar gleymdu þessum einkennum þjóðarinnar og leyfðu sér að tapa dómgreindinni vegna komu tveggja erlendra karl- manna. Annars vegar mætti Kevin Kostner, þekktur bandarískur kvik- myndaleikari, hingað til lands í þeim tilgangi að gera heimildar- mynd um laxveiðar og dvaldi eink- um í nágrenni höfuðborgarinnar. Hins vegar sótti enski söngvarinn Mick Jagger Vestfirði heim, spáss- eraði þar um í Isafjarðarbæ og leyfði sér ásamt vinum sínum að sigla um hin bláu djúp. Sárasaklaus tilgangur í báðum tilfellum, en af einhverjum óstæðum fóra ákveðnir einstaklingar algerlega úr jafnvægi við komu þessara heiðursmanna og breyttu þannig út af venjunni góðu sem skapast hefur. Leikarinn Kostner naut mikillar athygli hér á landi. Víkverji gerir engar athugasemdir við fréttaflutn- ing af vera svo frægs leikara hér á landi, en þegar sumir fréttamenn vora komnir í annað eða þriðja sinn að bökkum láxárinnar tU að spyrja Kostner um hitt og annað þótti hon- um fulllangt gengið. Ung fréttakona á Stöð 2 fékk það m.a. af sér að spyrja leikarann hvort hann hygðist syngja fyrir bandaríska hermenn á Keflavíkurflugvelli. Leikarinn, sem ekki er vitað að haldi lagi sériega vel, leit á konuna með undranarsvip og spurði síðan: „Syngja! Hvaðan færðu eiginlega upplýsingamar þín- ar?“ Var von að hann spyrði. Sem myndskreyting við þessa umfjöUun í fréttatímanum var síðan sýnt hvar Kostner brá fréttakonunni ungu á loft og sveiflaði henni um nágrenni Laxár hinnar fögra í Kjós. Eflaust hefur fréttakonunni þótt þetta bráð- fyndið, en Víkverji leyfír sér hins vegar að efast um að sama hefði verið uppi á teningnum ef tU að mynda Eggert Skúlason, annar liðs- maður Stöðvarinnar, hefði annast fréttina og verið gripinn á loft með slíkum glæsibrag. Allténd hefði hann viijað gefa mikið fyrir þá tU- burði! Ekki einasta fengu landsmenn þó greinargóðar lýsingar á högum Kostners hér á landi og uppátækj- um hans, heldur sá þula ríkissjón- varpsins ástæðu til að greina frá stuttum kynnum sínum af leikaran- um í vikutímariti skömmu síðar. Það viðtal vakti nokkra athygli, ekki aðeins meðal lesenda, heldur greini- lega einnig meðal starfssystra þul- unnar. Þannig kynnti önnur þula, sem raunar hefur verið valin kyn- þokkafyllst kvenna hér á landi, vestra með Kostner nokkrum dög- um seinna á þá leið að „þuluvinur- inn“ færi þar með helsta hlutverkið. Hlakkar Víkverji til að sjá hvemig aðrir leikarar verða nú kynntir í framtíðinni og fá um leið gagngóðar upplýsingar um helstu vini þeirra. Koma Jaggers hingað til lands varð tilefni jafnvel ennþá meira íra- fárs. Fréttaritari ríkisútvarpsins á Vestfjörðum fór fyrstur með frétt- ina í loftið, að sjálfur Mick Jagger væri að spígspora um Isafjarðarbæ. Varð uppi fótur og fit, forvitið fólk flykktist á staðinn og í stuttri frétt á Textavarpinu var skýrt frá því að „Jaggeræði" hefði gripið um sig fyr- ir vestan. Allt vegna þess að eriend- ur maður, manneskja eins og við hin - hafði ákveðið að breyta út af van- anum, skella sér til Islands og njóta ósnortinnar náttúra. Víkverji telur að þeir sem áreittu söngvarann hvað mest fyrir vestan geri almennt lítið út á einkalíf fólks, en svo mikið er víst að í þessu tilfelli breyttu þeir út af vananum. Meira að segja lagð- ist ríkissjónvarpið svo lágt að láta fréttamann sinn taka viðtal við fyrr- nefndan fréttaritara þar sem hann útskýrði á ítarlegan hátt hvemig hann hefði orðið fyrstur með frétt- ina og hvemig söngvarinn hefði komið sér fyrir sjónir. Því miður telur Víkveiji ekki að um skemmti- atriði hafi verið að ræða, en svo mikið er víst að hann hló að frétt- inni og þótti umræddur fréttaritari sýnu hlægilegastur. Víkverji tekur skýrt fram, að eitt er að sinna fréttaþörfinni með al- mennri frétt um veru frægs fólks hér á landi og hitt er að áreita það ítrekað eins og hann telur að gert hafi verið í þessum tilvikum. Vík- veiji minnist þess að Damon Al- bam, hinn þekkti enski söngvari Bl- ur hafi hælt Islendingum fyrir að láta sér fátt um finnast í nágrenni við frægt fólki. Annars staðar sagði írski söngvarinn Bono, forsprakki rokksveitarinnar U2, að honum hefði tekist að labba niður allan Laugaveginn í Reykjavík án þess að eftir væri tekið. Sagði söngvarinn að einmitt þetta væri heillandi við Reykjavík, en spumingin er hvort þeir félagar, Kostner og Jagger, geta tekið undir þetta. Víkverji von- ar að svo sé, þrátt fyrir allan hama- ganginn kringum komu þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.