Morgunblaðið - 08.08.1999, Page 4
4 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 7/6 -13/6
► ÍSLENSKIR keppendur
og gestir á heirasmeistara-
móti íslenskra hesta í Þýska-
landi hafa verið yfirheyrðir
af þýskum tollyflrvöldum
vegna rannsóknar á meintu
skatta- og tollasvindli í
tengslum við útflutning á ís-
lenskum hestum. Rannsókn-
inni á að ljúka fyrir árslok.
► MICK Jagger, söngvari
Rolling Stones, hafði viðdvöl
á Vestfjörðum frá seinasta
laugardegi fram á þriðjudag.
Milli þess sem hann skoðaði
Vestfirði hafðist hann við í
snekkju i eigu ítalsks auð-
kýfings, sem er nú á ferð um
landið.
► ORCA S.A., eignarhalds-
fyrirtækið í Lúxemborg sem
keypti í vikunni 26,5% í FBA
er ekki enn skráð í Lúxem-
borg. Þetta kom á daginn við
eftirgrennslan blaðamanns
Morgunblaðsins i Lúxem-
borg í fyrradag.
► HAGNAÐUR FBA fyrstu
sex mánuði ársins nam 973
milljónum króna fyrir
skatta, sem er 173% aukning
milli ára. Þetta er mun betri
afkoma en áætlanir gerðu
ráð fyrir.
► NYIR sigkatlar hafa
myndast i Mýrdalsjökli sið-
ustu daga. Jökullinn er mjög
sprunginn og erfiður yfir-
ferðar. Talið er hugsanlegt
að þessi aukna jarðhita-
virkni sé fyrirboði Kötlu-
goss.
Orca S.A. kaupir
ÍFBA
EIGNARHALDSFYRIRTÆKIÐ Orca
S.A. í Lúxemborg keypti í vikunni dótt-
urfyrirtæki Scandinavian Holding S.A.,
sem á 22,1% hlutafjár í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins, auk um 4% til við-
bótar. Viðskipti með hlutabréf FBA á
Verðbréfaþingi Islands voru stöðvuð á
miðvikudag þar sem ekki höfðu borist
upplýsingar um hverjir eigendurnir
væru. Þau voru opnuð aftur á fimmtu-
dag, þó svo að þessar upplýsingar lægju
ekki fyrir. Söluhagnaður Kaupþings,
Sparisjóðabankans og sparisjóðanna,
vegna sölunnar á hlutnum í FBA er tal-
inn nema um 1.300 milljónum króna
skv. heimildum Morgunblaðsins.
Forsætisráðherra
telur lagabreytingar
koma til greina
Davíð Oddsson forsætisráðherra telur
koma til greina að gera breytingar á
lögum til þess að tryggja dreifða eign-
araðild að fjármálakerfinu. Hsnn segir
jafnframt að það sem virðist vera að
gerast varandi Fjárfestingabanka at-
vinnulífsins hljóti að hafa áhrif á fram-
tíðarhugmynd ríkisstjórnarinnar varð-
andi sölu á öðrum bönkum.
Stálsmiðjan og Slipp-
stöðin sameinast
AKVEÐIÐ hefur verið að sameina
Stálsmiðjuna hf. í Reykjavík og Slipp-
stöðina hf. á Akureyri í nýju hlutafé-
lagi frá og með 31. ágúst nk. Hið nýja
félag verður stærsta málmiðnaðarfyr-
irtæki landsins, með um 280 starfs-
menn og samanlagða veltu upp á um
1.600 miiljónir króna.
MICK Jagger, söngvari Rolling Sto-
nes, hafði viðdvöl á Vestfjörðum frá
seinasta laugardegi fram á þriðjudag.
Milli þess sem hann skoðaði Vestfirði
hafðist hann við í snekkju í eigu ítalsks
auðkýfings, sem er nú á ferð um land-
ið.
Mannskæð
monsúnflóð í Asíu
FLÓÐ af völdum óvenjumikilla
monsúnrigninga ollu íbúum nokkurra
Austur-Asíulanda miklum búsifjum í
vikunni. Fellibylurinn Olga gekk yfir
Kóreuskagann og á Filippseyjum fór-
ust í kringum 100 manns í flóðum og
aurskriðum sem steypiregn kom af
stað. í Suður-Kóreu fórust að minnsta
kosti 43 og 21 er saknað eftir mikið
skýfall á því landsvæði sem næst ligg-
ur landamærunum við Norður-Kóreu.
Var þess vænzt að annar fellibylur
gengi yfir landið nú um helgina. Ríkis-
fjölmiðlar kommúnistaríkisins í norðri,
þar sem hungursneyð hefur vofað yfir,
upplýstu að „þónokkurt manntjón"
hefði orðið og talsvert ræktarland eyði-
lagzt. Kínversk stjórnvöld greindu frá
því að 725 manns hefðu það sem af er
sumri farizt í árvissum flóðum í land-
inu, aðallega við Jangtse-fljót, og 5,5
milljónir manna hefðu verið fluttar frá
heimilum sínum. Þykir þetta framför,
þar sem í fyrra fórust yfir 4.100 manns
í flóðum á sama svæði, og er hún þökk-
uð bættum flóðavömum. I Kambódíu
stefndi í að Mekong-áin flæddi yfir
bakka sína, í Víetnam fórust tugir í
flóðum í landbúnaðarhéraðinu Binh
Thuan og í Taílandi fóru tugþúsundir
hektara ræktarlands á kaf.
282 farast í
lestarslysi á Indlandi
MIKIÐ lestarslys varð á Indlandi að-
faranótt mánudags, skammt frá lestar-
stöðinni í Gaisal, um 500 km frá
Kalkútta í Vestur-Bengal. Að minnsta
kosti 282 létu lífið i slysinu, sem varð
þegar tvær farþegalestir, hvor með yf-
ir 1.000 farþega innanborðs, skullu
saman á teinunum. Nitish Kumar, ráð-
herra járnbrautarmála í indversku rík-
isstjórninni, sagði af sér embætti í kjöl-
far slyssins, sem er það mannskæðasta
sem orðið hefur á Indlandi í áraraðir,
þótt lestarslys séu þar tíð.
► GEORGE Robertson, varn-
armálaráðherra Bretlands,
var á miðvikudag útnefndur
næsti framkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins,
NATO. Hann tekur í október
nk. við embætti af Spánverj-
anum Javier Solana, sem þá
tekur við nýju embætti æðsta
talsmanns utanríkis- og ör-
yggismála Evrópusambands-
ins.
► SKÆRULIÐAR sjálfstæðis-
hreyfingar Kúrda í Tyrk-
landi lýstu því yfir á fimmtu-
dag að þeir myndu verða við
tilmælum Agdullahs Öcalans,
leiðtoga Verkamannaflokks
Kúrdistans (PKK), um að
binda enda á fjórtán ára
vopnaða baráttu. Öcalan,
sem tyrkneskur dómstóll
dæmdi nýlega til dauða, setti
tilmælin fram fyrr í vikunni.
►HILLARY Clinton, forseta-
frú Bandaríkjanna, sagði í
viðtali í nýju bandarísku
tímariti i vikunni að hún
teldi ástæðna framhjáhalds
eiginmanns sins m.a. að leita
í því að hann hefði sætt sál-
rænu ofbeldi i æsku. í nýrri
bók sem út kom í vikunni er
fullyrt að Hillary Clinton
hafi átt í löngu ástarsam-
bandi við Vincent Foster sem
starfaði sem lögfræðiráð-
gjafi í Hvíta húsinu en svipti
sig lífi árið 1995.
►KRÖFUGÖNGURí
serbneskum borgum þar sem
krafist er afsagnar Slobod-
ans Milosevics forseta héldu
áfram í vikunni, en hann sýn-
ir ekki á sér neitt fararsnið.
Zoran Djindjic, einn leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, spáði
því þó á fimmtudag að Milos-
evic myndi senn hrökklast
frá völdum, jafnvel strax í
haust.
Mynd um sögu Kleppsspítala
Brautry ðj endum
verður seint þakkað
GAMLI Kleppsspitalinn sem byggður var 1907. Nýja byggingin var
tekin í notkun tuttugu og tveimur árum síðar.
„ÞETTA var stórhuga fólk sem
stóð í brautryðjendastarfi í umönn-
un geðsjúkra hér á landi og því
fólki verður seint eða aldrei full-
þakkað,“ segir Þórunn Pálsdóttir
hjúkrunarforstjóri geðdeildar
Landspítalans. Tilefni samtals Þór-
unnar og Sigríðar B. Tómasdóttur
er að gerð heimildarmyndar um 90
ára sögu Kleppsspítala er nýlokið.
Kleppsspítali tók til starfa árið
1907 og varð því 90 ára fyrir tveim-
ur árum. Af því tilefni var ráðist í
gerð myndarinnar og var það Kvik-
myndagerð Valdimars Leifssonar
sem gerði myndina. I henni er
stiklað á stóru í sögu spítalans og
þróunar í geðheilbrigðismálum hér
á landi, meðferð og aðbúnaði geð-
sjúkra.
„Það var óskaplega mikil þörf
fyrir spítalann á sínum tíma,“ segir
Þórunn. „Það sést m.a. á því að
fljótlega voru sjúklingar orðnir 118
en spítalinn var upphaflega byggð-
ur fyrir 50 sjúklinga.“ Skilningur á
geðheilbrigðismálum var takmark-
aður á þessum tíma. Þórunn segir
þessa viðhorfs jafnvel gæta enn
þrátt fyrir að aðstæður hafi breyst
mikið.
Fordómar gagnvart vinnu
með geðsjúkum
Sem dæmi um það nefnir hún að
í könnun sem hún gerði meðal
starfsfólks á geðdeildum Landspít-
alans í fyrra, sögðu rúmlega 40%
hjúkrunarfræðinga að þeir yrðu
oft eða stundum varir við fordóma
gagnvart vinnu sinni á geðdeild.
Meðal sjúkraliða var þessi tala yfir
60% og hafði aukist verulega síðan
1988. Sjálf segist Þórunn oft hafa
fengið þá spurningu hvort hún sé
ekki orðin hálf skrítin eftir allt
þetta starf með geðsjúkum.
Þórunn hóf störf á geðdeild árið
1964. Þá var tími umbóta í umönn-
un geðsjúkra hafinn, en þær um-
bætur byggðust á því að loks var
farið að veita fjármagn til þessara
málefna sem höfðu búið við mikinn
fjárskort. „Með tilkomu lyfja við
meðferð geðsjúkra á árunum 1950-
1960 breyttist mjög möguleiki
starfsfólk á að vinna með sjúkling-
unum. Á sjöunda áratugnum var
farið að vinna í því að rjúfa ein-
angrun sjúklinga, t.d. með því að
fara með þá í leikhús og bæinn.“
Þessa vinnu segir Þórunn hafa
verið unna í sjálfboðavinnu lengi
vel. „Það er merkilegt hve allir
sem vinna að málefnum geðsjúkra
hafa lagst á eitt í gegnum tíðina.
Frá upphafi hefur verið mikið af
hugsjónafólki í starfinu."
MYND teiknuð af Hauki Hall-
dórssyni fyrir gerð heimilda-
myndarinnar. Myndin er teikn-
uð eftir ársskýrslu Þorgríms
Johnsen héraðslæknis 1871 en
þar segir: „Eg leyfi mér við
þetta tækifæri að geta þess að
engir sjúklingar hér á landi eru
svo illa settir sem hinir geð-
sjúku þar sem ekki er að finna
eitt einasta geðveikrahæli hér á
landi og ég þekki mörg dæmi
þess að vegna þessara aðstæðna
og til þess að gera þannig sjúk-
linga hættulausa hafa menn
neyðst til að grípa til þeirra
villimannlegu aðgerða að loka
sjúklingana inni í þröngum
kössum með litlu opi fyrir fram-
an andlitið. Þessir kassar eru
si'ðan settir í eitthvert útihús til
þess að sjúklingarnir trufli ekki
ró annarra."
Þó að starfsfólk geðheilbrigðis-
mála hafi átt nóg af hugsjónum í
gegnum tíðina þá hafa draumar
þess ekki ætíð ræst. „Þegar maður
skoðar t.d. teikningar af Klepps-
spítalanum 1907 þá sér maður að
starfsfólkið var mjög stórhuga,
fjárskortur stóð hins vegar í vegi
fyrir að áætlanir sem það hafði
næðu fram að ganga.“
Sú er raunin enn í dag, segir
Þórunn, sem á sér þann draum að
allir geðsjúkir búi í einbýli,
geðjúkir eigi einmitt oft í vand-
ræðum með samskipti við aðra
þannig að þetta sé mikilvægt mál.
Það er þó ekki svo langt síðan
ástandið var allt annað. í upphafi
sjöunda áratugarins voru sjúkling-
ar á Kleppsspítala 328 þegar flest
var en eru nú 63-64.
Dæmum ekki fortíðina
út frá samtíðinni
Þórunn segir þó mikilvægt að
muna að dæma ekki fortíðina út
frá samtíðinni. „Það hafa margar
goðsögur verið í gangi um meðferð
geðsjúkra fyrr á öldinni, t.d. að
þeir hafi ekki losnað út af spítalan-
um einu sinni þegar þeir voru
komnir inn. Það er ekki rétt, alltaf
hefur verið stefnt að því að út-
skrifa þá sem hægt er að útskrifa.
Aðstæður voru oft þannig að fólk
gat eða treysti sér ekki til að hafa
geðsjúka heima við og því bætti
Kleppsspítali úr brýnni þörf. Sum-
ir sjúklinga fóru þó heim öðru
hvoru til að hjálpa til við heyskap
eða annað ef fólk treysti sér til.“
Saga geðheilbrigðismála er Þór-
unni áhugaefni, hún viðaði að sér
ýmsum heimildum þegar hún
kenndi sögu geðhjúkrunar í
Hjúkrunarskólanum og finnst þörf
á að saga þessara mála verði skrif-
uð, myndin nái ekki að segja allt.
„Ekki var t.d. unnt að segja frá öll-
um sem unnið hafa að þessum mál-
um í stuttri mynd sem þessari."
Gífurlegar framfarir í
umönnun geðsjúkra
Fólkið sem hefur unnið að lækn-
ingu og hjúkrun geðsjúkra er Þór-
unni mjög hugleikið og segir hún
mikla þörf á að auka fjárveitingu
til starfsfólks. „Það hefur oft verið
gengið framhjá geðdeild við fjár-
veitingar, vegna þess að fjárveit-
ingar til tækjakaupa hafa gengið
fyrir öðrum, hjá okkur kemur
starfsfólkið í stað tækja en lítill
skilningur hefur verið á því.“
Annað sem Þórunni liggur á
hjarta eru húsnæðismál geðdeild-
arinnar. „Við erum uggandi hvað
gerist í húsnæðismálum geðdeildar
þegar hún missir húsnæðið að
Kleppi er leigusamningur um það
rennur út eftir fimm ár.“
Þrátt fyrir þessi orð leggur Þór-
unn áherslu á að málefni geðsjúkra
standi ágætlega hér á landi. „Það
hafa orðið gífurlegar framfarir í
umönnun geðsjúkra á öldinni. Það
kemur berlega í ljós í myndband-
inu. En það tekur svo langan tíma
að byggja upp og stuttan að rífa
niður og því er mikilvægt að vel sé
á málum haldið."
Þórunn segir stefnt á að mynd-
bandið verði sýnt í sjónvarpi og
hún vonast til að það fari sem víð-
ast. „Oll fræðsla er af hinu góða og
ég vona að sem flestir sjái þetta
myndband.“
Þú hefur aldrei kynnst öðru eins:
9áaJ’ma - ‘BALI - Simamre
TÖFRAR1001NÆTUR Á DEGISEMNOTTU
5 stjörnu gæði allt í gegn og fararstjórn Ingólfs.
Örfá viðbótarsæti á GJAFVERÐI17. okt. 18 d.
ef staðfest er núna!
UNDUR MALASÍU - SUMARAUKINN 29. ág. 6 sæti
TÖFRAR THAILANDS - SUMARAUK. 2. sept.- UPPSELT!
STÓRA THAILANDSFERÐIN 16. sept.-upplifun! 8 sæti
Þú gerir ekki (]^ lj^P PRJMAP Sími
betri kaup! j)[| HEIMSKLÚBBUR INGÓIFS 562 0400
Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCEIN TRAVEL