Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
f
AUNDANFÖRNUM árum
hafa sífellt fleiri fyrirtæki
lengt afgreiðslutíma sinn,
nema ef vera skyldu fyrir-
tæki í opinberri þjónustu,
auðveldað viðskiptavinun-
um að gera viðskipti sín í
gegnum tölvu og fleira í
þeim dúr, allt til þess að koma til
móts við þarfir almennings, sem
metur tíma sinn æ meir. Og alls
staðar er krafan sú að fá fljóta og
góða þjónustu.
I umræðum manna á meðal hefur
fólk kvartað yilr því að svo virðist
sem hluti læknastéttarinnar hafi set-
ið eftir hvað þetta varðar. Þeir hörð-
ustu spyrja jafnvel hvort skort á
þjónustu megi rekja til þess að enn
eimi eftir að þeirri ímynd í huga
læknanna sjálfra að þeir séu ein-
hvers konar hálfguðir.
Hér verður ekki farið inn á þjón-
ustu sjúkrahúsa en horft til heimilis-
lækna og annarra sérfræðinga.
Helst er deilt á hversu erfitt er að ná
símasambandi við heimilislækna,
hversu mikið vafstur er að fá endur-
nýjuð lyf, sem menn taka að stað-
aldri og hversu langan tíma getur
tekið að komast að hjá sérfræðing-
um.
Erfitt að ná símasambandi
Þeir heilsugæslulæknar sem
Morgunblaðið ræddi við sögðu skilj-
anlegt að fólk væri óánægt með að
sitja langtímum saman, jafnvel í
vinnutíma, og reyna að ná sambandi
við heimilislækni sinn. Aftur á móti
sáu þeir ekki auðveldlega neina leið
til að leysa það vandamál.
Sigurður Guðmundsson landlækn-
ir segir að þessi vandi hafi lítillega
verið ræddur við heilsugæslulækna
og ein af hugmyndunum sé að hafa
símsvörunarkerfi, þar sem fólk lesi
inn skilaboð og læknirinn hringir síð-
an þegar vel standi á. Tregðulögmál-
ið hafi stjórnað því að ekki hafi verið
úr bætt, enda kerfið bæði flókið og
þungt.
Hann segir að landlæknisembætt-
inu hafi einungis borist örfáar kvart-
anir um skort á þjónustu eða að-
gengi hjá heimilislæknum á þeim sex
mánuðum sem hann hefur starfað
hjá embættinu. Einn sjúklingur
kvartaði yfir því að komast ekki að í
símatíma og tvisvar var kvartað und-
an margra daga bið hjá heimilis-
lækni. Utan af landi berast ekki
kvartanir á veittri þjónustu heldur
um skort á læknum.
Hjá flestum heimilislæknum er
ákveðinn símatími daglega. Hjá
sumum er þó sá háttur hafður á að
móttökuritararnir taka niður skila-
boð og síðan hringir læknirinn þegar
vel stendur á. Katrín Fjeldsted, for-
maður Félags íslenskra heimilis-
lækna, telur að almennt hringi lækn-
ar til baka þegar slíkt fyrirkomulag
er. Hún tekur fram að móttökuritar-
ar séu upp til hópa samviskusamt
fólk, sem sinni starfi sínu af mikilli
kostgæfni og langt umfram það sem
á þá sé leggjandi. Hún segir þó að
mannleg mistök geti alltaf átt sér
stað og kveðst ekki geta tekið fyrir
að mikil yfirhleðsla geti orsakað að
hringingar farist fyrir. Koma sjúk-
linga á heilsugæslustöð hafi forgang
fram yfir símann.
Björn Guðmundsson, yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar í Kópa-
vogi, segir að sama kerfi hafi verið
hjá þeim um tíma, en það hafi ekki
reynst vel. Þegar sjúklingamóttöku
var lokið undir klukkan fimm sátu
læknarnir stundum eftir með 20
skilaboð. Hann segir að hvert símtal
geti tekið allt að tíu mínútur og þá
ekki vegna samtalsins sjálfs heldur
vegna þess hversu erfitt getur verið
að ná í sjúklinginn. Sem dæmi nefnir
hann að símtalið geti þurft að fara í
gegnum skiptiborð fyrirtækis, þegar
samband næst hafi viðkomandi
kannski skroppið frá, það geti verið
á tali og því þurft að marghringja og
svo framvegis. Þeir hafi því gefist
upp á þessu fyrirkomulagi.
Síminn ofnotaður
Viðmælendur blaðsins töldu al-
mennt, að símatímarnir væri ofnot-
aðir og andstaða þeirra gagnvart
„símalækningum" er mikil. Þeir telja
það ekki vera fagleg vinnubrögð. Þar
fyrir utan hafi komið tilmæli frá
landlækni um að takmarka slíkar
lækningar. Símatíma eigi fremur að
ÞJÓNUSTAN EYKST HRÖÐUM SKREFUM í ÞJÓÐFÉIAGINU
LÆKNAR
dregist
aftur úr?
Almenningur kvartar yfír að erfítt sé að
ná í heimilislækna og of löng bið sé eftir
sérfræðingum. Hildur Friðriksdóttir leit-
aði álits nokkurra lækna á þessu og öðr-
um umkvörtunum almennings á læknis-
þjónustunni. Margvíslegar og flóknar
ástæður liggja hér að baki, þar sem
heilsupólitík stjórnvalda skiptir máli,
skortur á læknum, uppbygging launakerf-
is sérfræðinga svo og skipulagning hverr-
ar heilsugæslustöðvar og sérhvers læknis,
sem og viðmót starfsfólks.
nota til að fá almennar upplýsingar
og niðurstöður úr blóðprufum og
slíku en ekki til greiningar á sjúk-
dómum. Katrín Fjeldsted var þó
fremur á móti því að símatímar væru
notaðir til að fara yfir niðurstöður úr
rannsóknum en sagði að það færi
eftir eðli málsins hvemig það væri
gert. Stundum vildi læknirinn
hringja í sjúklinginn en í sumum til-
vikum væri betra að sjúklingur
kæmi á stofu, þar sem þeir gætu far-
ið saman yfir niðurstöðurnar og
ákveðið framhaldið.
Mjög stór hluti símtala virðist
tengjast endumýjun lyfseðla, en að
því verður vikið hér á eftir.
I þjónustukönnun, sem gerð var á
heilsugæslustöðinni í Kópavogi í
fyrra, var almenn ánægja með stöð-
ina. Björn Guðmundsson yfirlæknir
segir að það sem skorið hafi sig úr
og fólk var óánægt með var símatím-
inn, sem er hálftími á dag hjá hverj-
um lækni. „Við vitum að fólk gerir
orðið meiri kröfur, þar sem allir em
að flýta sér og oft fær fólk ekki frí úr
vinnu til að fara til læknis. Því er
ákveðinn þrýstingur á okkur að vera
með lengri símatíma. Hitt er annað
mál að við höfum ákveðinn takmark-
aðan tíma úr að spila. Við teljum
honum betur varið í að fólk komi á
stofu þar sem læknirinn á auðveld-
ara með að átta sig á ástandinu. Sé
fólk með hósta þá teljum við ekki
rétt að meðhöndla slíkt með því að
skrifa upp á pensilín í gegnum síma
né að ákveða eftir lýsingu á útbrot-
um hvernig meðhöndla eigi þau.
Einnig hringir fólk út af vottorðum,
en í þeim tilfellum er til dæmis ætl-
ast til þess að læknir hafi skoðað við-
komandi," sagði Björn.
Þá má reikna með að hluti fólks
noti símann í stað þess að koma á
heilsugæslustöð til að spara peninga.
I Gallup-könnun, sem gerð var vorið
1998 frestuðu tæplega 15% eða
hættu við að fara til læknis á síðustu
12 mánuðum fyrir könnunina vegna
fjárskorts. Þetta átti einkum við um
konur, yngra fólk og þá tekjulægstu.
Fjárhagslega skiptir það lækninn
hins vegar ekki máli hvort hann fær
sjúkling á stofu eða afgreiðir mál
hans í gegnum síma. „Við gætum
þess vegna verið í símanum allan
daginn,“ sagði einn þeirra.
Með aukinni teymisvinnu starfs-
fólks heilsugæslustöðvanna hefur æ
meira rutt sér til rúms að sjúklingi
sé vísað á hjúkrunarfræðing hringi
hann vegna aðkallandi vandamála.
Sigurður Guðmundsson segir að með
auknu sérnámi heilsugæsluhjúkrun-
arfræðinga, sem menntaðir eru til að
greiða úr og meðhöndla tiltekin heil-
brigðisvandamál muni þetta aukast
enn meir. Einn slíkur hjúkrunar-
fræðingur er starfandi á Vopnafirði
og segir Sigurður að mikil ánægja sé
með starf hennar þar. „Þetta er ein
þeirra lausna sem við viljum horfa til
vegna vaxandi uggs manna af
minnkandi mannafla innan heilsu-
gæslunnar á landinu öllu,“ sagði
hann.
Þeir sem blaðið ræddi við töldu al-
mennt að of fáir sjúklingar nýttu sér
viðtöl við hjúkrunarfræðingana.
Töldu menn að skýringin gæti verið
sú, að menn vildu fremur tala við
lækninn, en í fleiri tilfellum virðist
sem ókunnugleiki á starfsemi stöðv-
arinnar sé ástæðan. „Hjúkrunar-
fræðingar geta leyst úr mjög mörg-
um málum og það er gott fyrir okkur
að svolítið sé búið að aðgreina það
sem við fáum í hendumar," sagði
Bjöm Guðmundsson.
Á heilsugæslustöðinni á Seltjam-
arnesi og víðar hafa menn tekið til
þess ráðs að senda út fréttabréf um
starfsemi stöðvarinnar.
Endurnýjun lyfseðla
Á heilsugæslustöðinni í Fossvogi
var gert átak 1997 markvisst til að
fækka innhringinum á stöðina, en
þar getur fólk ennþá hringt milli kl.
8 og 17 og fengið samband við lækni
eða hjúkrunarfræðing eða skilið eftir
skilaboð um að hringt sé í viðkom-
andi. Þar sem mikill hluti símtalanna
var beiðni um endumýjun lyfseðla
var fjölnota lyfseðlum fjölgað og
Morgunblaðið/Ásdís
STUNDUM getur þurft mikla
þolinmæði til að bíða eftir því
að komast að hjá læknum.
gildir lyfseðilinn í þann tíma sem
læknirinn telur eðlilegt að líði á milli
þess að sjúklingurinn komi í eftirlit.
Þegar endumýja á lyfseðlana vilja
læknarnir fá fólkið í skoðun til að at-
huga hvort breyta þurfi lyfja-
skömmtum, hætta lyfjagjöf og al-
mennt til að fylgjst með heilsu og
ástandi sjúklingsins.
Þómnn Ólafsdóttir hjúkrunarfor-
stjóri og rekstrarstjóri Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Seltjamamesi leggur
áherslu á mikilvægi eftirlitsins í sam-
bandi við fjölnota lyfseðla. „Við mun-
um í framtíðinni reyna að stuðla að
notkun þeirra og þannig halda fólki í
eftirliti. Það er áríðandi að fólki átti
sig á mikilvægi þess að koma í reglu-
legt eftirlit í stað þess að líta svo á að
það geti bara látið endumýja lyf-
seðlinn með einu símtali."
Víða tekur hjúkranarfræðingur
niður beiðni um nýjan lyfseðil sem
læknirinn hringir í viðkomandi apó-
tek. Víðast þarf að hringja fyrir há-
degi vilji fólk fá lyfseðilinn afgreidd-
an samdægurs.
Bið á biðstofu
Ein af umkvörtunum sjúklinga
snýr að biðtíma á biðstofu. Önnum
köfnu fólki þykir sér misboðið þegar
það er látið bíða lengi umfram pant-
aðan tíma. Þar koma ýmsar ástæður
til, eins og ef læknar veita sjúkling-
um of knappan viðtalstíma eða sjúk-
lingar virða ekki tímamörk, en hvort
tveggja veldur seinkandi keðjuverk-
un. Sum erindi eru þess efnis að þau
þurfa lengri úrlausnartíma. Viti
sjúklingur af því fyrirfram þarf hann
að bóka tvöfaldan tíma, en almennt
virðist fólk ekki hafa hugmynd um
að þessi möguleiki er fyrir hendi. Þá
getur komið fyrir að læknir verði að
sinna bráðatilfelli eða fara í bráða-
vitjun, en að öllu jöfnu er vitjunum
sinnt eftir vinnutíma séu veikindin
ekki þeim mun meir aðkallandi.
Tölvupóstur
Sigurður Guðmundsson landlækn-
ir er hlynntur notkun tölvupósts og
segist hafa notað hann töluvert sjálf-
ur í samskiptum við sjúklinga sína
áður en hann tók við embætti land-
læknis. Skoðanir annarra lækna eru
líklega jafn mismunandi og þeir eru
margir. Sumir benda á að það taki
líka tíma að svara tölvupósti og það
sé hrein viðbót við símatímann. Og
þá kemur aftur að því sem Björn
Guðmundsson benti á, að læknar
hafa ekki nema ákveðinn tíma til að
spila úr og því verði að takmarka