Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 29 efni 3 og fékk gullverðlaun með öðr- um _sem náðu 43 stigum. „I landskeppninni í eðlisfræði í Rússlandi varð ég númer tvö en svo fengum við þjálfun í samtals 6 vikur hjá fararstjórunum og það hjálpaði mér við lausn verkefnanna á Olymp- íuleikunum," segir Konstantin hóg- vær. „Ég útskrifaðist frá Liseum- menntaskólan- um í Moskvu í vor og verð næsta vetur við nám í Eðlis- og tæknifræði- stofnun við rík- isháskólann í Moskvu þar sem fararstjór- ar rússneska liðsins kenna,“ segir Konstant- in með hjálp fé- laga síns, sem talar betri ensku en hann. „Ég ætla að læra eðlisfræði við eðlisfræði- og orkudeildina en ég hef engar ákveðnar hugmyndir um hvort ég muni starfa við rannsóknir, kennslu eða framleiðslu eða eitthvað enn ann- að.'“ Faðir Konstantins vinnur sem sér- fræðingur í eðlis- og stærðfræði við í rannsóknarstofu ríkisháskólans í Moskvu en móðir hans er heimavinn- andi. Þótt eðlisfræðin eigi hug hans allan á hann sér samt áhugamál. „Ég eyði miklum tíma i rafeindarásir og er þá að búa til hljóðkort. Svo spila ég fyrir sjálfan mig á gítar og stund- um spila ég borðtennis við félagana,“ segir þessi unglingslegi afreksmaður að lokum. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði 2001 verða í Tyrklandi Konstantin Kra- vtsov, 16 ára, er yngri en meiri- hluti keppenda. Samt varð hann langefstur með 49,8 stig af 50 mögulegum. STRÖHG FYRIRGJÖF í PADOVA segir Ibrahim Gunal, sem sæti á í framkvæmdanefndinni IBRAHIM Gúnal, varaforseti eðlis- fræðiskorar Mið-austur tækniháskól- ans í Ankara, er fararstjóri tyrk- neska liðsins. ,jSkipulag Olympíuleik- anna hér er mjög gott þó klukka Italanna sé ekki alveg rétt stillt, gangi skrykkjótt á stundum. En ég get tvímæla- laust mælt með Miðjarðarhafs- fæði,“ sagði Ibrahim. Hann sagði að verk- efnin hefðu í heild ekki verið eins þung og þau voru á 29. Olympíu- leikunum á Islandi og hefði það væntanlega valdið því að erfíðara hefði verið fyrir dómnefndina nú að gera upp á milli keppenda en ella, sérstaklega hvað tilraunaþáttinn varðar. „I bæði verklegu og kenni- legu fannst mér fyrirgjöf dómnefnd- arinnar vera ströng. Það var hart tekið á augljósum talnaritvillum og einnig á afleiðingarvillum, það er ef rangt tölulegt svar eins liðar var not- IBRAHIM Gunal undirbýr Ólymp- fuieikana af kappi sem verða í Tyrklandi eftir tvö ár. að síðar í öðrum liðum á réttan hátt fannst mér einkunnargjöfín ekki vera í samræmi við það, hegningin var of stór. En að þessu frátöldu er ég þó ánægður með fyrirgjöfína." Olympíuleikarnir í eðlisfræði árið 2001 verða haldnir i borginni Antalya í Tyrklandi, sem er þekktur ferða- mannastaður á suðurströndinni, og sagði Ibrahim að undirbúningur væri þegar hafinn. „En framkvæmda- nefndin, sem ég á sæti í, hefur einnig það hlutverk að undirbúa Ólympíu- leikana í tölvufræðum sem haldnir verða í Tyrklandi í haust, nánar til- tekið í október, og einnig Ólympíu- leikana í líffræði sem verða þar á næsta ári þannig að það eru annasöm ár framundan," sagði Ibrahim Gúnal. Halldór Póll Halldórsson, annar íslensku fararstjóranna FARARSTJÓRARNIR Viðar Ágústsson og Halldór Páll Hallddrsson þýddu verkefnin nóttina fyrir hvorn keppnisdag í tölvum sem inni- héidu íslenska stafrófið. GÓÐUR ÁRANGUR ÍSLENSKA LIÐSINS ÞETTA hefur verið mikil törn en ánægjuleg. Nú í lok samræmingar með dómnefnd, á áttunda degi ferð- ar, erum við orðnir ansi þreyttir enda hefur verið lítið um svefn vegna þýðinga á verkefnum á nóttunni og yfirferðar úrlausnanna,“ sagði Hall- dór Páll Halldórsson framhalds- skólakennari og deildarstjóri við Pjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi, annar fararstjóra íslenska Ólympíuliðsins. ,Árangur piltanna nú er góður en lausnir þeirra bera keim af því að þeir töldu verkefnin mun þyngri en þau voru í raun,“ sagði Halldór. „Ég er stoltur af því að Island skuli eiga svona verðuga fulltrúa sem þeir eru. Þeir munu búa lengi að þessari reynslu, undirbún- ingnum í HI í sex vikur fyrir keppn- ina og þátttökunni hér í Padóva. Sú reynsla þeirra mun opna þeim mörg hlið í framtíðinni og einnig létta þeim róðurinn í upphafi raunvísindanáms í háskóla.“ í alþjóðlegu samhengi, með hlið- sjón af Ólympíuleikunum í eðlis- fræði, eru íslenskir nemendur fyrir neðan meðallag en Halldór Páll sagði að með nýrri aðalnámskrá grunnskóla væri meiri áhersla lögð á kennslu og nám í náttúruvísindum. „Það er lykillinn að auknum áhuga nemenda á náttúruvísindum og bættri stöðu menntunar á íslandi að nemendur læri og þjálfíst í vísinda- legum hugsunarhætti og öguðum vinnubrögðum snemma á námsferli sínum. Ég nefni náttúruvísindanám í grunnskóla því grunnur nemenda í þeim fræðum hefur verið of lítill hingað til þegar í framhaldsskóla er komið. Ef grunnurinn er traustur getur byggingin orðið hærri og traustari en ella,“ sagði Halldór. Hann sagði nýja aðalnámskrá framhaldsskóla líka boða breytta tíma en gæta yrði þess þó að þeir nemendur sem verða með áherslu á eðlisfræði og stærðfræði á verðandi náttúrufræðibraut fái alls ekki minni kennslu í stærðfræði og eðlisfræði en nú er á eðlisfræðibraut. Halldór sagði að þegar í framhaldsskóla væri komið reyndi meira á námsaga og vinnubrögð en einn af vejkari hlekkj- um menntakerfisins á íslandi væri að margir nemendur hefðu ekki nægan aga í námi. „Einbeiting, skipulag og agi er styrkur þeirra sem í Olympíulið í eðlisfræði veljast. Nefna má líka að það hefur verið feimnismál á íslandi lengi vel að veita efnilegum nemendum í námi aukin tækifæri, aukna þjálfun og aukna kennslu í því sem þeir skara fram úr. Þeir sem hafa sérstaka hæfileika, á hvaða sviði sem er fá, að mínu mati, of sjaldan nægilega örv- un eða aðstoð. Hættan er sú að þeir séu látnir sjá um sig sjálfir. Þeir þarfnast oft á tíðum sérkennslu sem að sjálfsögðu kostar fjármuni. En þeim peningum yrði vel varið. Þeir skila því til baka til þjóðfélagsins, í einu formi eða öðru, þó síðar verði. Islendingar eru nefnilega einnig með afburðafólk á öðrum sviðum en íþróttum. Kastljós þjóðfélagsins og fjölmiðla hefur lengi vel verið of þröngt og það dofnar ekki þó það sé víkkað ef meiri straum er veitt í ljós- gjafann, svo ég noti eðlisfræðilegt líkingamál," sagði Halldór Páll. „Áhugi landsmanna og ekki síður fjölmiðla á því sem vel er gert í menntun og menntamálum og örvun til handa þeim sem á þeim vettvangi standa sig vel hefur mikil áhrif til framfaraáttar. Með viija, metnaði og faglega traustum grunni þeirra sem að menntamálum starfa eru okkur allir vegir færir. Brons, silfur og jafnvel gull á Ólympíuleikum í eðlis- fræði verður þá árlegt brauð,“ sagði Halldór Páll Halldórsson fararstjóri. Yngsti keppandinn á leikunum var bandarísk stúlka FJÓRTÁN ÁRA MEÐ SILFUR Innritast í MIT í haust YNGSTI keppandinn á Ól-leikunum í Padóva vai- Natalía Toro frá Colorado í Bandaríkjunum. Hún er fædd 1984 og er tæplega 15 ára gömul. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á stærðfræði í bamaskóla og í framhaldi af því vakn- aði áhugi hjá mér á eðlisfræði. Það var boðið upp á hraðferð í námi í skólan- um, sem ég tók, og þegar ég var komin í framhaldsskóla tólf ára tók ég jafn- hliða námskeið í stærðfræði al- gebrunnar og almennri eðlisfræði sem Stanford-háskóli bauð upp á en þau námskeið eru sérstaklega skipulögð fyrir hraðferðanemendur," sagði Na- talía. Hún hefur einnig samhliða námi sínu í fram- haldsskóla tekið nokkra kúrsa í stærðfræði og eðlisfræði fyrir nemendur Stan- ford-háskóla. „Þjálfun okkar fyrir Ól-leikana fór þannig ft’am að við í liðinu NATALÍA Toro vorum 1 vlk“- fer í háskóla í ÞJalfun hJá ha‘ haust og má því ekki taka aftur þátt. í Ólympíu- leikum þrátt fyr- ir ungan aldur. skólakennm’um og fengum síðan verkefni sem við unnum yfir mánaðartíma hvert fyrir sig heima hjá sér. Við vorum í sambandi innbyrðis þann tíma og höfðum einnig aðgang að þjálfurum okkar gegnum síma og Netið. Eftir þann mánuð var þjálfun í verklegu í nokkra daga.“ Natalía sagði að verkefnin á Ól-leik- unum í Padóva hefðu ekki verið eins þung og hún bjóst við. „En ég veit samt um nokkur mistök, sérstaklega í verklega þættinum,“ sagði hún. Natalía fer í eðlisfræði í Massachu- setts Instutute of Tecnology (MIT) í haust, 15 ára, en segist ekki vita enn á hvaða sviði eðlisfræðinnar hún ætlar að sérhæfa sig. „Það að taka þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði hér í Pa- dóva hefur verið mikil reynsla og af- skaplega skemmtilegt. En því miður má ég ekki taka þátt aftur því ég verð komin í háskóla í haust,“ sagði Natalía Toro, 14 ára. Nefna má að Natalía fékk silfur á Ól-leikunum með rúm 80% af bestu lausn. Páll Melsted var einn af íslensku keppendunum HEFÐI ÁTT AÐ VINNA MEIRA í FYRSTA DÆMINU „ÞETTA hefur verið góð reynsla, gott að kynnast landi og þjóð,“ sagði Páll Melsted einn af liðsmönnum íslenska Ólympíuliðsins. „Ég er að keppa í annað skiptið á Ólympíuleikum og því er ekki að neita að þetta er mjög góð æfing fyrir eðlisfræð- ina sem ég stefni beint á í háskóla.“ Páll sagðist hafa kynnst öðr- um keppendum nokkuð, þó sér- staklega^ keppn- isliði Ástralíu. „Þetta hefur verið mjög gaman og þá sérstaklega að koma til Feneyja og Dolomita-fjall- anna, en hitinn hefur verið óbærileg- EFTIR þriðja ár í menntaskóla er Páll Melsted, 19 ára, að taka þátt í Ólympíuleikumí annað sinn. Páll var mjög nálægt því að ná heið- ursviðurkenningu en hann vantaði ein- göngu 0,3 stig upp á. „En ég verð að taka því að ég gerði ákveðin mistök í kennilega þættinum. Ég einblíndi of mikið á dæmi þrjú og eyddi í það þremur tímum. Síðan tók ég þá ákvörðun að hella mér út í dæmi tvö sem voru mistök því ég notaði nálægt tveimur klukkustundum í það. Þannig að ég átti ekki nema nokkrar mínútur eftir í dæmi eitt en ég sá eftir á að þar hefði ég getað náð í mörg stig. En þetta er búið og gert og ég verð að sætta mig við það.“ Páll taldi að hjá þeim löndum sem stæðu sig best hæfist kennsla í eðlis- fræði mun fyrr en á Islandi. „Maður er að kynnast hlutunum oft í fyrsta sinn þegar í menntaskóla er komið en það er nauðsynlegt að hafa fengið smjör- þefinn af eðlisfræðinni áður,“ sagði Páll. Hann sagði að aðaláhugamál sín væru, fyrii- utan eðlisfræðina, tölvur og forritun. „Það hljómar auðvitað mjög illa að hafa eðlisfræði og tölvur sem aðaláhugamál en þetta er ekki svo slæmt. Auðvitað hef ég áhuga á þessu klassíska, tek í fótbolta, hlusta á tón- list og les bækur. Svo var ég fimm ár í frjálsum hjá Ármanni en ég fómaði þvi fyrir námið,“ sagði Páll Melsted. 31. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði verða í Englandi PÖNTUDUM FALLEGASTA ÁRTALIÐ Cyril Isenberg heldur leikana í ann- að sinná 14 árum 31. Ólympíuleikamir í eðlisfræði verða 8.-16. júlí á næsta ári í Leicester á Englandi. Undirbúningur er langt kominn en það var ekki fyrr en í síð- asta mánuði að Ijóst var að fjármagn væri tryggt þegar breska mennta- málaráðuneytið lýsti því yfir að það tæki þátt í helmingi kostnaðar sem áætlaður er 700 þúsund dollarar. Cyril gerir ráð fyrir að þátttökugjöld standi undir 25% af kostnaði og að síðustu 25% komi frá fyrirtækjum og stofnun- um sem ýmist leggja fram fé eða fría aðstoð. „Þátttakendur verða hýstir í stúdentagörðum og margt er til dægradvalar milli keppnisdaga," segir Cyril Isenberg, sem er prófessor við háskólann í Kent, Canterbury. „Skoð- unarferðir verða famar til Oxford, Cambridge, Stratford upon Avon og London. Keppendur munu sækja fyr- irlestra um athyglisverð eðlisfræðifyr- irbæri og við vonumst til að heims- fræðingurinn Stephen Hawking geti ávarpað þátttakendur." Englendingar héldu Ólympíuleik- ana 1986 og hlupu þá í skarðið fyrir Frakka sem guggnuðu á þátttöku í leikunum og á gestgjafahlutverkinu. Þá var Cyril framkvæmdastjóri leik- anna eins og hann mun verða á næsta ári en einnig verkefnahöfundur og fyr- irlesari eins og þá. En af hverju að halda leikana svo fljótt aftur þegar mögulega áttu 100 þjóðir tilkall til að halda leikana áður en aftur kæmi að Englendingum? „Fyrir átta ámm voru þátttökuþjóð- irnar í leikunum tregar til að skrifa sig fyrir gestgjafahlutverkinu á næstu öld. Mér datt í hug að sækja um falleg- asta ártalið sem laust var á næstunni og skapa eftirspum eftir ártölum á næstu öld. Þetta gekk eftir og nú er öllum ámm til 2015 ráðstafað til landa sem áköf vilja halda Ólympíuleikana í eðlisfræði. Það fer vel á því að Eng- lendingar skuli halda Ólympíuleikana á eftir Itölum af því að Newton fædd- ist árið sem Galíleó dó,“ segir Cyril að lokum og hlær við. Þrjú lönd í viðbót hafa óskað eftir aö fá að taka þátt BRASILIA hefur hug á að taka þátt í næstu Ólympíuleikum. O/.imar Pereira fylgdist með framkvæmdinni á Italíu til að undirbúa þátt- tökuna. OLYMPIULEIK- ARNIR ERU GÍFURLEGA HVETJANDI BRASILÍA, Pakistan og Úzbekistan hafa ekki tekið þátt í Ólympíuleikun- um í eðlisfræði hingað til en þessi lönd sendu áheyrnar- fulltrúa á 30. Ólympíuleikana í eðlisfræði til að undirbúa það að senda keppn- islið á næstu Ólympíuleika. Ozimar Per- eira er prófess- or við Eðlis- fræðistofnunina í Háskólanum í St. Paul og hann telur mjög mik- ilvægt að Brasil- ía fari að taka þátt í Ólympíu- leiknum. „Dokt- orsritgerð mín fjallaði meðal annars um gildi keppni í námi og þá hvatningu sem hún veitir inn í skólana,“ sagði Ozimar um ástæðu þess að hann væri áheym- arfulltrúi í Padova. „Við höfum í skóla- stefnu okkar lagt mikið upp úr sam- vinnu nemenda til að þeir efldust í námi en mín niðurstaða er að keppni sé ekki síður góð til að stuðla að fram- förum einstaklinganna. Okkur vantar þá hvatningu inn í eðlisfræðikennsluna í Brasilíu sem þátttaka í Ólympíuleik- unum í eðlisfræði gefm’.“ Ozimar Pereira hélt landskeppni í eðlisfræði í fyrsta sinn í Brasilíu í fyrra með þátttöku 40 þúsund nem- enda að fyrirmynd Landskeppni i stærðfræði sem haldin hefur verið þai- í landi í 20 ár. Brasilía tekm- árlega þátt í Ólympíuleikunum í stærðfræði og einn brasilísku keppendanna í ár fékk gullverðlaun fyi-ir frammistöðu sína. „Við erum reiðubúnir að axla gest- giafahlutverldð ef við fáum inngöngu á lympíuleikana í eðlisfræði. Eðlis- fræðifélag Brasilíu og einkaskólamir sem nemendumir koma frá munu skipta á milli sín kostnaðinum. Við eig- um góða eðlisfræðiprófessara í 27 sýsl- um Brasilíu sem samið geta krefjandi verkefni. Með hæfilegri bjartsýni vona ég að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Brasilíu árið 2016, sem er næsta lausa ár,“ segir Ozimar Pereira brosandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.