Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 43 MINNINGAR HELGI BJARNASON + Helgi Bjarnason fæddist á Prest- hólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráð- kvaddur á Húsavík 28. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavík- urkirkju 6. ágúst. * Elsku afi minn, nú hef ég kvatt þig í hinsta sinn. Eg sit á Laxamýri, horfi á ána þína og finnst svo ótrú- legt að eiga aldrei eftir að sjá hvíta, litla jeppann þinn standa niðri við bjargbrún. Þú hafði það oft á orði síðastliðna mánuði að það væri nú ekkert víst að þú lifðir til að vera við þetta eða hitt sem til stóð. Eins og mér fannst þessi orð þín fárán- leg, finnst mér það jafn ótrúlegt að nú sértu horfinn á braut og ég sjái þig aldrei framar. En það var svo sem þér líkt að kveðja með þessum hætti, fyrir neðan Bakkann, eins og þú kallaðir það, þar sem lífæð bæj- arins væri! Mér finnst sem Húsavík verði ekki söm eftir fráfall þitt. Þú varst engum líkur, svo mikið nátt- úmbarn um leið og þú varst lfkt og hraundrangi upp úr miðju hafi. Þegar ég fór að koma til Húsavíkur sem unglingur, kynntist ég mörgu ungu fólki sem hafði unnið með þér og sagði mér að ég ætti stórkostleg- an afa. Þú værir „flottasti karl á Is- landi“. Ég skildi ekki ýkja mikið þá hvað krakkarnir voru að tala um, í mínum augum varstu bara venju- legur afi Helgi. Það er svo ekki fyrr en á fullorðinsárum mínum að ég uppgötva hversu stórmerkilegur og sérstakur maður þú varst. Lífs- hlaup þitt var líkt og lífshlaup margra annarra í megindráttum, en það sem var sérstakt við þig voru lífsskoðanir þínar. Þú ólst upp við bláfátækt, fórst snemma til sjós og hafðir aðeins 22 ára gamall reist þetta hús, Grafarbakka, sem þú bjóst í til æviloka. Þú varst dæmi- gerður baráttujaxl sem lést ekki bara þína hluti skipa þig máli, held- ur líka annarra. Þú kenndir mér svo ótal margt án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Ég bar óttablandna virðingu fyrir þér og ein af mínum elstu minningum um áhrif þín á líf mitt var þegar ég horfði á þig í hlut- verki Skuggasveins á leiksviðinu. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öl! kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Ég hef sjaldan á æv- inni verið jafn hrædd og þá, eða þegar þú settir hnefann í borðið í Grafarbakka og skammaðir mig fyrir lélega frammistöðu á stærðfræðiprófi þegar ég var í menntaskóla. Það var merkilegt hvað þér var það mikið í mun að allir krakk- arnir menntuðu sig og kæmust til manns. Elsku afi minn, ég mun sakna þess að sjá þig ekki framar á ferðinni í jeppanum, í bláu Geysisúlpunni með rauðu prjónahúfuna og þessar gríðai-lega stóru hendur á stýrinu. Labbandi svo skemmtilega hjól- beinóttur og brosandi allan hring- inn. Þú varst svo litríkur og húmor- ískur karakter. Hafðir snilldarlega frásagnargáfu og í eyrum mínum hljóma orðin: „Það var svo rosa- legt“ og svo skellihlóstu með öllu þessu stórskoma en fallega andliti. Andlit þitt og hendur lýstu hrein- lega sögu íslensks verkafólks sem svo alltof fáir þekkja. Ég er ótrú- lega stolt af þér fyrir það hver þú varst og hvernig þú varst. Mér finnst ég hafa verið einstaklega lánsöm að hafa fengið að búa svo nálægt þér og hitta þig á hverjum degi sl. 4 ár. Ekki síður að hafa orð- ið þess aðnjótandi að börnin mín skyldu kynnast ykkur ömmu. Að þið væmð í Grafarbakka var jafn fastur punktur í tilvera minni og Æðarfossarnir i þinni. Grafarbakki verður tómlegur án þín, en sú menning sem þar ríkti verður fólki í minni um alla tíð og þótt tilvera mín verði kannski ekki söm eftir að þú ert horfinn finnst mér ég ótrúlega rík af samfylgd þinni. Ég þakka þér, elsku afi, fyrir allt og allt. Ég þakka þér fyrir að hafa kennt mér allt þetta um lífið, sög- una og verðmæti landsins, fyrir að hafa haldið bömum mínum í fangi þér, sungið og elskað. Guð þig geymi, elsku afi, minning þín lifir um alla tíð. Þín Jóhamia. Alltaf rífandi sala! Vesturgata 54A, hæð Opið hús í dag Glæsileg og sjarmerandi 130 fm hæð ó þessum vinsæla stað. Þessi hæð er í sérflokki með marmaraflísum á gólf- um, gifslistum í lofti, mikilli lofthæð, þremur glæsilegum samliggjandi stof- um, tveimur stórum svefnherbergjum og stórum garði. Verð 14,9 millj. (995) Sverrir og Lára bjóða gesti velkomna í dag milli kl. 14 og 17. Teikningar á staðnum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Alltaf rífandi sala! Alafossvegur Mosfellsbæ g 100 90 '05510090-1« 5*29091 SVJpholli 50 b - 2 hcð tv Vorum að fá 475 fm húsnæði á þessum frábæra stað. Miklir mögu- leikar. Skiptist í samþ. íb. tilb. undir trév. 122,2 fm og ósamþ. íb. 214,8 fm, einnig ósamþ. iðnaðarh. 112,2 fm og vinnuherb. 25 fm. Möguleiki á gistiheimili eða að selja í sitthvoru lagi. Verð 27 millj. fyrir allt húsið. (1084) ' EIGNAMIDUjNIN ___________________________ Slarfsmenn: Sveriir Krístinsson lögg. fasletgnasali, sölustjóri, Þoríeifur St Guðmundsson.B.Sc., sölum., Guðmundur Sigurjónsson Iðgfr. og lögg fasteignasali, skjalagerö. Stefán Hrafn Stofánsson lögfr., sölum., Magnea S. Svemsdóttir, lögg. fasleignasali, sölumaöur, Stefán Ami AuöóHsson, sólumaöur, Jóhanna VakJimarsdóttir, auglýsingar, gjaldkerí, Inga Hannesdóttir, símavarsla og ritari, Ótðf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Ragnheiöur D. Agnarsdóttir.skrifstofustörf. K ■Sími 58« 9090 • Fax 588 9095 • SÍAmiuila 2 1 2ja herb. íbúð óskast - staðgreiðsla í boði. Við leitum að 2ja herb. íbúð (helst í lyftuhúsi) eða á 1. hæð fyrir roskinn mann sem búinn er að selja. Staðgreiðsla í boði. 520 7500 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 LOKAÐ UM HELGAR 5-7 herb. og sérh. Setbergsland - Hf. - sérh. Nýkomið í einkas. nýl. stórglæsil. einb/tvíb. m. innb. bílskúr, samtals 280 fm. Um er að ræða annars vegar efri hæð og bílskúr, samtals 210 fm. Verð 17,5 millj. Hins vegar neðri sérhæð, 70 fm (samþykkt íb.), 2ja-3ja herb. Allt sér. Verð 8,5 millj. Frábært útsýni og staðs. Fullbúin eign í sérfl. Selst í einu eða tvennu lagi. 55488 Einbýli/raðhVparhús Bakkasmári - Kóp. - parh. Nýkomið í einkas. stórglæsil. pallabyggt parh. m. innb. bílskúr, samtals 180 fm. Vandaðar innr. og gólfefni. Suður garður, stórar svalir (terras). Fullbúin eign í sérflokki. Verð 19,8 millj. 62624 3 herbergja Funalind - Kóp. Nýkomin í einkas. glæsil. 87 fm, 3ja herb. íb. í vönduðu lyftuhúsi. Fullb. eign í sérflokki. Þvherb. í íb. Suðursv. og sérgarður m. verönd. Verð 10,5 millj. 51787 Lindarberg - Hf. Nýkomin í einkas. 80 fm neðri sérh. í glæsil. tvib. Til afh. fljótl. Tilb. undir trév. að innan, fullb. að utan, málað og gróin lóð. Frábær staðs., útsýni. Verð 8,1 millj. 5593 , 4 herbergja Álfaskeið - Hf. - 4ra Nýkomin í einkas. björt, skemmtil. 112 fm endaíb. á efstu hæð í góðu fjölb. Tvennar svalir. Bílskúrssökklar. Hagst. ián. Verð 9,5 millj. 48026 2 herbergja Meistaravellir - Rvk. - laus Nýkomin mjög falleg ca 70 fm endaíb. á 3. hæð í fjölb. Suðursv. Þvottaherb. á hæðinni. Frábær staðs. í Vesturbænum. Laus strax. Verð 7,3 millj. Hraunbær - Rvk Nýkomin í einkas. ca 55 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. Nýl. eldhús, góð staðs. Verð 5,9 millj. 62494 Miðleiti 1 - Rvk. Nýkomin í einkas. glæsil. ca 60 fm íb. í lúxus-lyftuh. auk sérbílastæðis í bílskýli. Vandaðar innr. og gólfefni. Mjög góð sameign. Frábær staðs. Verð 8,7 millj. 61407 Hvaleyrarbraut - Hf. Verslunar-, iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði á besta stað við sundahöfn- ina. Til sölu í heilu lagi eða í minni ein- ingum, þetta húsnæði er sérlega vandað á allan hátt. Langtíma leigu- samningur getur fylgt. Verð 50 millj. ■4L FASTEIG N ASALA REYKJAVÍKURVEGI 62 SÍMI 565 1122 c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.