Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR RÉTT eftir áramótin birtist grein í Morgunblaðinu eftir Friðrik Han- sen Guðmundsson verkfræðing um flugvöll í Skerjafirði. Birti hann tii- lögu um staðsetningu hans og gat hann þess að hann hefði gert hana í samstarfi við Islenska aðalverk- taka. Síðan hefur hann og ýmsir aðrir ritað um málefnið. Hugsunin bak við þetta var að Islenskir aðal- verktakar fengju landsvæðið þar sem Reykjavíkurflugvöllur stendur til umráða sem byggingarland gegn því að fyrirtækið gerði nýjan flugvöll við Löngusker úti í Skerja- firði í staðinn. Greininni fylgdi mynd eða réttara sagt skissa af flugvallarhugmyndinni. Um skiss- una ætlar höfundur þessarar greinar ekki að ræða frekar þar sem henni hefur verið hafnað. I framhaldi af þessari grein var þátt- ur í sjónvarpinu um málið. Honum stjórnaði hinn góðkunni fréttamað- ur Ómar Ragnarsson. Sem viðmæl- . andi Friðriks valdi hann fuglafræð- ing Ólaf K. Nielsen. Ekki ætla ég að gera lítið úr frammistöðu hans, en hann er efalaust eins fær og fuglafræðingur verið getur. En það var annað sem sló mig. Nú er framtíð flugvallarins alvörumál bæði frá sjónarmiði samgangna og skipulags borgarinnar en þó kallar stjórnandinn fuglafræðing til að ræða málin. Þetta eitt sýnir algert dómgreindarleysi stjórnandans. Fyrst útskýrði höfundurinn hug- , myndina og síðan romsaði stjóm- andinn einhverjum tölum um fjar- lægðir sem ferðafólk þarf að leggja á sig ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur (en gleymdi auðvitað slysahættunni á leiðinni) og undir lokin sneri hann sér að fuglafræð- ingnum og spurði þeirrar spurn- ingar sem orðin er klassísk: Hvaða áhrif hefur mannvirkið á fuglalífið? Nú, hinn svaraði að margt væri um æðarfulg á firðinum en jaðrar fyll- inganna yrðu gerðir úr stórgrýti sem ætti afar illa við æðarfuglinn. Þar með datt andlitið af stjómand- anum og viðtalinu lauk skömmu síðar. Blaðaskrif um framtíð flugvall- ■. arins hafa til þessa snúist að vem- legu leyti um fuglalífið í Skerjafirð- inum. Spurningin: Hvað segir fugl- inn heyrist oft líka þegar rætt eru um virkjanalónin væntanlegu uppi á hálendinu og víðar. Hvernig var til dæmis um Þjórsárverin? Heið- argæsin í hættu! Samt flæðir hún víða og er komin langt norður á Jökuldalsheiði. Mikill skaðvaldur á gróðri. Úrtölufólkið lætur hátt ef sést til gröfu uppi á öræfum. En hverjir hafa hugleitt það hvort lón langt inni á öræfum geti síð- ar með tímanum orðið yndisstaður fyrir menn og jafnvel fugla? Þeir sem alast upp í sjávarplássum verða gjarna sjómenn. Eins verður það að þeir sem í æsku hafa flugvélar fyrir augunum fá áhuga á fluginu og af vellinum hafa þeir fyrst lyft sér upp í heiðloftið bláa. Segja má því með nokkram rétti að lega vallarins við bæjardyrnar hérna hafi stuðlað að því að flugið er orðið svo veiga- mikið í þjóðlífinu sem það er. Hér hefur sannarlega verið vagga þess og þá má spyrja hvernig væri því háttað ef við hefðum ekki eignast einmitt þennan flugvöll? Annað er að Reykjavík sem höf- uðborg landsins ber beinlínis skylda til að sjá til þess að sam- göngur við aðra landahluta séu greiðar og taki ekki of langan tíma. Raunar má segja að hún hafi líka skyldur gagnvart nágrannabæjar- félögunum sem hún hefur stutt að ýmsu leyti, þrátt fyrir að þau hafi ekki kunnað að þakka fyrir sig. Þeir agnúar sem helst hafa farið fyrir brjóstið á mönnum vegna legu vallarins era þeir að hann hindrar stækkun miðborgarinnar í suðurátt og að háreysti frá flugum- ferðinni traflar ró manna. Lang- mest er ónæðið frá smávélunum vegna þess hve oft þær era á ferð- inni og þá alloft fram eftir kvöldi. Borgarstjórninni er sérstaklega annt um miðborgina og vill gera veg hennar sem mestan en það eru takmörk fyrir hvað má þétta byggðina þar frá því sem hún er í dag. Byggð á flugvallarsvæðinu gæti bætt þar allmikið úr, en ekki má heldur gleyma því að langflest- ir borgararnir búa annars staðar. Helst safnast fólk saman í mið- borginni á hátíðar- og gleðistund- um. Segja má að flugvöllurinn sé bam síns tíma sem hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki á sínu sviði. Á liðnum árum hefur starf- semin þar veitt hundruðum manna vinnu og bætt við tekjur borgar- innar. Verði flugvöllurinn fluttur flyst sú starfsemi frá borginni að veralegu leyti. Á honum eru ýmis mannvirki sem fellur líklega í hlut borgarinnar að bæta fyrir ef hann verður lagður niður og hér er vafa- laust um milljarða króna verðmæti að ræða. En hvað er hægt að reikna með mikilli búsetu á flug- vallarsvæðinu? Varla væi'i um að ræða meira en 3.000 til 5.000 manna byggð. Sá bæjarhluti sem þar gæti risið kæmi ekki til með að tengjast beint miðborginni vegna Tjarnarinnar. Það var ekki ætlun höfundar að tíunda kosti og galla stað- setningar flugvallarins en vegna margra misvísandi greina lætur hann það sem hefur komið fram fljóta með. En með þessum orðum vill hann koma fram með hugmynd hvernig draga má stór- lega úr háreystinni frá flugumferð- inni. Hávaði * A suður- og austur- hluta Reykjavíkurflug- vallar er engin byggð, sefflr Olafur Pálsson. Hann leggur til, að þar verði afmarkað at- hafnasvæði fyrir eins- hreyfíls- og léttar tveggj ahreyflavélar. Eins og fram hefur komið valda smávélarnar mesta ónæðinu, í þeim hópi era kennsluvélar, aðrar einshreyfilsvélar og léttar tveggja- hreyflavélar og verður hér fjallað sérstaklega um þær. Mest hefur verið kvartað undan kennsluvélun- um þegar þær æfa lendingar á brautunum. Þurfa mjög stutta braut, snerta rétt brautina og fljúga hring og snerta aftur, endur- taka það mörgum sinnum. Nú hafa samgönguráðherrann og borgar- stjórinn komið sér saman um að beina þessum æfingum frá vellin- um með því að í nánustu framtíð verði gerð snertiflugbraut hér í ná- grenninu. Við þetta er það að at- huga að vegna ríkjandi vindátta þarf að hafa tvær brautir en ekki eina vegna þess að léttar vélar þola lítinn hliðarvind. Þá má gera ráð fyrir að á slíkum flugvelli þurfi að halda uppi einhverri lágmarks- þjónustu. Þrátt fyrir þetta má bú- ast við að vélarnar verði viðloðandi að talsverðu leyti á Reykjavíkur- flugvelli eftir sem áður, vegna þess að lendingar eru aðeins einn þáttur flugnámsins. Og ekki má gleyma því að fleiri smávélar eru á vellin- umen kennsluvélarnar. Á suður- og austurhluta Reykja- víkurflugvallar er engin byggð a.m.k. ennþá. Til að minnka ónæðið enn frekar, er hugmynd mín sú að á því svæði mætti afmarka at- hafnasvæði fyrir allar þær minni vélar sem minnst er á hér að fram- an, fyrir allar einshreyfilsvélar og léttar tveggjahreyflavélar. Þær fá skemmri brautarlengd til að at- hafna sig á en fljúga jafnframt hærra yfir hin byggðu svæði borg- arinnar og valda þar með minna ónæði. I reglum Alþjóðaflugmálastjórn- arinnar um flugvöll er gerður greinarmunur á blindlendingar- flugbrautum og flugbrautum til sjónlendinga. Umræddar flugvélar falla undir síðari flokkinn nema þá í alveg sérstökum tilfellum. Hver flugvélargerð krefst ákveðinnar lengdar flugbrautar til að athafna sig á. Lítil vél þarf stutta braut en stór að jafnaði langa. Segja fram- leiðendur þeirra til hvaða kröfur era gerðar til brautarlengdar fyrir hverja tegund. Til að gera málið einfalt skal því hér slegið föstu að tvær flugbrautir séu á flugvellinum sem skerast nærri miðju hans. Lengd NS- brautar verður hér talin 1.800 m en AV-brautar 1.450 m. I reglum Alþjóðaflugmálastjórn- arinnar um flugvelli er flugbraut- um skipt í fjóra flokka: Flug- Minnsti Minnsti brautar- bratti halii lengd í flugtaki í lendingu l.fl. Styttri en 800 m 5% 5% 2. fl. 800-1.200 m 4% 4% 3. fl. 1.200-1.800 m 2% 3,33% 4. fl. yfir 1.800 m 2% 2,5% Umræddar flugvélar falla undir fyrsta flokkinn. Sumar hverjar geta jafnvel lent á mun styttri braut en þessum 800 m. En hér á flugvellinum hefja þær nú flugið oft á brautarenda og hafa þá full- langa brautina fyi'ir framan sig. Til skýringar vill undirritaður nefna nokkur dæmi. Flugvél stendur á norðurenda NS-brautarinnar og undirbýr flug- tak með þeim gný sem hún orkar. Framan við sig hefur hún 1.800 m langa braut en þarf aðeins 800 m. Ólafur Pálsson Með því að athafna sig inni á brautinni hefði hún getað hlíft ná- grenninu við hávaðanum. - Sama má segja um aðra sem snertir brautina nærri endanum. - Ef endi 800 m langrar brautar væri til dæmis ákveðinn um 300 m frá suð- urenda NS-brautar hefur flugvél í flugtaki 800 m og 700 m þar að auki framundan. - Hliðstætt má segja um AV-brautina, flugtak til austurs getur vel hafist 5-600 m austar en það gerir nú og þar með minnkað ónæðið. - Við lendingu er þá líka óþarfi að vélar skríði rétt yfir umferðina á Suðurgötunni eins og oft kemur fyrir. Eins og hér er greint frá að framan er hér aðeins átt við litlar vélar sem mestu trufluninni valda. Á það skal líka bent að í töflunni sést að vélarnar geta komið hærra að og stigið brattar en aðrar í hærri flokkunum og þar með látið minna í sér heyra. Fyrir vélar af stærri gerðinni og vélar í blind- lendingu eru flugbrautirnar síst of langar. En hvað þarf til þessara breyt- inga? I fyrsta lagi viljann, þá þarf að mála hin nýju takmörk á braut- irnar og bæta nokkram lendingar- ljósum við og að lokum ákveða lendingarreglur fyrir hinar stuttu brautir og í framhaldi af því að halda námskeið fyrir flugstjórnar- mennina og flugkennara. Það er allt og sumt og kostar sáralítið. Þá er það Tjörnin. Vatnasvæði hennar takmarkast í stórum drátt- um af Hringbraut, þaðan í Öskju- hlíð, að Loftleiðahótelinu, í norð- vestur við AV-flugbrautina og norður eftir við Suðurgötuna. Drjúgan skerf vatnsins til Tjarnar- innai- leggja hin víðáttumiklu mal- bikuðu svæði flugvallarins. Nú er augljóst að vatnsrennsli til hennar hefur minnkað talsvert á undan- förnum árum og eru þær ástæður helstar að lögð hefur verið holræs- islögn meðfram flugvallarsvæðinu að norðanverðu, byggingar reistar á svæðinu, mýrarsvæði ræktuð svo jarðvegurinn geymir ekki eins vel vatn. Merki þessa sýnir hið grugguga vatn Tjarnarinnar. Að öllu óbreyttu kemur einhverntíma að því að lögð verður sérstök vatnslögn að henni til að bæta vatnið. Reyndar hefur hinn ágæti fuglafræðingur skýrt frá því að Tjarnarvatnið endurnýi sig 24 til 25 sinnum á ári, en það getur hver maður séð að það getur ekki átt sér stað, því þá væri vatnið ekki svona sóðalegt. Verði flugvallarsvæðið nýtt undir íbúðabyggð, þá mun enn minna vatnsmagn renna að Tjörn- inni og verður að taka það með í dæmið. Satt að segja er Tjörnin nú í dag hálfgerður drallupollur (a.m.k. að haustlagi) og er það varla ánægjuefni fyrir okkar ágæta borgarstjóra þegar hann kemur galvaskur til vinnunnar að morgni og speglar sig í honum. Höfundur er verkfræðingur. Heimur viðskiptanna er á mbl.is Fylgstu með viðskiptalífinu á Viðskiptavef mbl.is |§)mbl.is ^ALL.TAf= GITTH\SAÐ IMÝTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.