Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVAÐ er orðið af pillunum, hefurðu verið að halda fram hjá mér, naglinn þinn? TILBOÐS I»7:1 15% afsláttur af öllum AEG, Indesit, TEFAL og Husqvarna heimilistækjum l’niik'Uoiin vrv LEIRVÖRUR OG ELDFÖST MÓT: &aon&&r HLJÓMTÆKJASTÆÐA STRAUBORB 3 HEIMILIS OG RAFTÆKI ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRAÐSUÐUKÖNNUR OG MARGT FLEIRA TEFAL AEG Kaffivélar Brauðristar Hraðsuðukönnur Matvinnsluvélar Örbylgjuofnar Handþeytarar Gufustraujárn SHAJRR verðfrákr. 2.990.- - - 2.290.- - - 1.990,- - - 9.900.- - - 12.900,- - - 1.990.- - - 2.490.- HLJÓMFLUTNINGSTÆKI /*aon&&r Tilboðs verð Heimabio magnari VSX708 35.900 Heimabio magnari VSX806 39.900 Geislaspilari PD107 12.900 MiniDisk MJD707 28.900 Hátalarar CS3070 15.900 Hátalarar CS5070 19.900 Hljómtækjastæða N300 26.900 Bíltæki með kassettu KEHP2800 16.900 Bílamagnari GM222 13.900 Bílamagnari GMX424 19.900 Bílamagnari GMX624 29.600 BnahátalararTSA6956 6x9 150w 7.900 SHARR Myndbandstæki VCM29 18.900 Myndbandstæki VCMH711 29.900 Mini Disk MDR2 28.900 Mini Disk MDMS702 27.900 Hljómtækjastæða CDC421 24.900 IMOKIA Sjónvarp N07177 59.900 Sjónvarp N07198 100Hz 79.900 SHARP. SJÓNVARP 28“ 100 Hz /UlasCopcc HANDVERKFÆRI AEG ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 62310 1200 SNUNINGA ÞEYTIVINDUHRAÐI. ATH. EKKI ER VEITTUR AUKAAFSLÁTTUR AF TILBOÐSVÖRUM AEG Piooeer SHARR GAMEBOf ifil mnrrENDO.64 OYAMAHfl jamg ) 2800 ([) inDesu Nikon nokia LOEWE. FlHUUX Q Husqvarna ONKYO Ný bók um ökukennslu „V arnarakstur “ æskilegur Arnaldur Árnason NÝLEGA kom út bók til öku- kennslu, Akstur og umferð - B réttindi, og er hún ætluð þeim sem taka almennt öku- próf. Höfundur bókarinn- ar er Amaldur Árnason ökukennari. Hann var spurður hvort þessi bók fæli í sér breytingar frá fyrri kennslubókum um þetta efni? Hún felur í sér umtals; verðar breytingar. I fyrsta lagi er framsetn- ing mjög breytt. Myndir eru látnar tala meira en orð. Áhersluþættir eru breyttir, mun meira lagt upp úr samskiptum veg- farenda en áður var og því að nemandinn skynji þetta félagslega ferli sem umferðin er. -Heldur þú að myndir geti frekar komið námsefninu til skila en útskýríngar? Tvímælalaust, krafa viðskipta- vina okkar er texti í lágmarki en myndir í hámarki. Ég er kennari og þekki úr skólastarfí að því miður á vaxandi hópur nemenda í vandræðum með að tileinka sér ritaðan texta. Ég er höfundur eldri bókar um sama efni; Um- ferðin og ég, í þeirri bók lagði ég mig fram um að koma til móts við kröfur um ítarlegar útskýr- ingar - sem mest skyldi sagt í texta. Til að auðvelda fólki námið lét útgefandi lesa á snældu alla bókina. Snældunotkunin varð mikil og fór ört vaxandi. Við vit- um ekki hvort þessi notkun á snældunni var til marks um að fólki réði ekki við ritaðan texta eða hvort því þætti einfaldlega þægilegra að tileinka sér efnið með hlustun. - Verður nýja bókin lesin inn á snældu líka? Já, ég reikna með því. En það verður auðvitað að hafa bókina með þegar hlustað er því mynd- imar eru veigamikill þáttur í út- skýringunum á námsefninu. - Talsverð gagnrýni hefur komið fram á ökukennslu hér, á hún við rök að styðjast að þínu mati? Gagnrýni á ökukennslu hefur farið minnkandi á síðari árum. Áður fyrr var ófullnægjandi öku- kennslu kennt um flest það sem aflaga fór í umferðinni. Ég tel að ökukennarar á Islandi vinni þeg- ar á heildina er litið ágætt starf. Stærsta vandamálið sem ég þurfti að glíma við við samningu bókarinnar var að yfirvöld hafa ekki enn sett fram fullnægjandi námsskrá varðandi þennan rétt- indaflokk. Fullnægjandi náms- skrár eru hins vegar til um t.d. bifhjólanám og aukin ökuréttindi (meirapróf). Eftir þessari náms- skrá hefur verið beðið í bráðum tvö ár og enn í dag er allt á huldu hvort eða hvenær hún muni birt- ast. Þeir sem semja kennslubækur þurfa að hafa einhvem ramma til að vinna eft- ir - hvaða markmið nemandinn skuli tiieinka sér. - Ert þú þeirrar skoðunar að lækka eigi hámarkshraða úti á vegum eins og Norðmenn eru að hugsa um að gera núna? Lækkun hámarkshraða er í sjálfu sér gagnslítil framkvæmd ef ekki tekst að fylgja þeirri breytingu eftir með þeirri lög- gæslu sem til þarf. Sem dæmi um kröfu sem erfítt er að fylgja ►Amaldur Ámason fæddist í Mývatnssveit árið 1941. Hann lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum á Akureyri 1962 og námi í íslenskum fræðum 1966 frá Háskóla íslands. Hann hef- ur kennt við Flensborgarskóla í Hafnarfirði frá 1965 fram á þennan dag en jafnframt hefur hann stundað ökukennslu frá 1980. Amaldur er kvæntur Ólúiu Halldórsdóttur starfs- manni hjá Pharmaco og eiga þau tvö böm. má nefna kröfu um bann við notkun farsíma í akstri. Menn geta verið sammála um að notk- un farsíma í akstri sé óheppileg en erfítt er hins vegar að sjá hvemig framfylgja ætti slíku banni. - Hvaða nýmæli í bókinni Akstur og umferð - B réttindi firmst þér sjáifum veigamest? Ég tel veigamest vera það nýja hugtak „vamarakstur", (Defensive Driving) þar sem reynt er að innleiða breyttan hugsunarhátt við akstur. Með því er átt við að aka á þann veg að hættu á slysi eða óhappi sé haldið í lágmarki og það haft að meginmarkmiði að aldrei þurfi að grípa til neyðarúrræða í akstri eða að reyna að „redda sér“ á síðasta augnablild. í bók- inni eru gefin tíu góð ráð fyrir þá sem vilja tileinka sér slíkan akst- ur. Þar er líka að finna áminn- ingu um það að liprum og jöfn- um akstri fylgi ýmsir kostir en hröðum og glannalegum akstri fylgja hins vegar ýmsir ókostir að ógleymdri aukinni tauga- spennu ökumanns og hræðslu hjá öðrum vegafarendum. - Er eitthvað sérstakt sem þú vilt segja við þá sem hyggja á ökunám og aðstandendur þeirra? Þegar kemur að því að taka bílpróf er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þama er um réttindi að ræða sem þarf að vinna fyrir en koma ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er því að hafa góðan tíma í öku- námið, hugsa um að læra sem mest og best en ekki að metast um það eftir á hver hafi nú tekið fæsta tímana. Slíkt virð- ist vera einhvers konar „mann- dómsmerki", að gorta sig af því eftir á að hafa ekki tekið nema svo og svo marga tíma hjá öku- kennara fyrir próf. Slíkar frá- sagnir kannast allir ökukennarar við og þeir kannast líka við að í langflestum tilvikum er þar farið mjög rangt með staðreyndir. Ökukennsla almennt góð hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.