Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 58
’^8 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ 300 viðbótarsæti á sértilboði Bókaðu til London með Heimsferðum og tryggðu þér lílTl afslátt fyrir manninn Glldir í ferðir frá mánud. fil fimmtud. ef bólrað er fyrir 20. ágúst Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og 300 afsláttarsætin seldust strax upp. Nú bætum við við 300 viðbótarsætum þar sem þú getur tryggt þér ferði.na til London á hreint frábærum kjör- um. Heimsferðir kynna nú fimmta árið í röð, bein leiguflug sín til London, þessarar vinsælustu höfuð- borgar Evrópu, og aldrei fyrr höfúm við boðið jafn hagstæð verð og nú kynnum við glæsilegt úrval hótela í hjarta borgarinnar. Glæsileg ný hótel í boði Thistle Charing Cross hótel Flugsæti til London Verðkr. 16*990 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Ferð frá mánuegi til fimmtudags, bókað fyrir 20. ágúst. Flug og hótel í 3 nætur Verð kr. 24*990 Ferð frá mánudegi til fimmtudags, bókað fyrir 20. ágúst, Bayswater Inn. íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér örugga þjónustu í heimsborginni. Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð Verð kr. 33*590 Ferð frá fimmtudegi til mánudags, Bayswater Inn hótelið. mtudaga og mánu- ■ og nóvember. t Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is FOLK I FRETTUM KWHOMHAN Marilyn 1 Mouroo cr cUKi oloynul. \ ■fk Minningu Monroe haldið á lofti ■ NOKKRIR vina og aðdáenda kyn- táknsins Marilyn Monroe komu sam- an á fimmtudag til að minnast þess að 37 ár voru liðin frá andláti hennar. Þetta var skrautleg samkunda þar sem rifjuð var upp átakanleg ævi hennar, skipst á kenningum um hvernig andlát hennar hafði borið að og skipst á að sitja fyrir á myndum við gröf hennar. „Stjarna sem skein svo skært hlaut að myrkvast skjótar en okkur líkaði, en við verðum ávallt í endur- skini hennar," sagði Mickey Song hátíðlega en hann er hárgreiðslu- maðurinn sem greiddi henni nóttina sem hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy Bandaríkjafor- seta. Mannsöfnuðurinn kom saman í Westwood Village Memorial Park, þar sem Monroe var jarðsett árið 1962, þremur dögum eftir að nakið lík hennar fannst í íbúð hennar í Los Angeles. 75 manns sóttu uppákom- una sem ætlað er að halda minningu hennar á lofti. B-myndastjarnan Jeanne Carmen hefur lítið breyst í fasi frá sjöunda áratugnum og lítur út eins og síðasta alvöru kvikmyndastjarnan. Hún tal- aði yfir leiði Monroe, sem er aðeins merkt með áletraðri jámplötu með nafni, fæðingar- og dánardægri, og sagðist hafa orðið góð vinkona Mon- roe eftir að þær hefðu kynnst á „sóðalegum" bar í New York. Þær voru þá báðar við nám í leiklistar- skóla Strasbergs. Hún sagði að Monroe hefði hringt í sig um nóttina 4. ágúst árið 1962 og beðið sig um svefntöflur. „Eg var bú- in að fá mér kampavín þannig að ég gat ekki komið þeim til hennar, ann- ars hefði ég líklega verið handtekin," sagði Carmen. „Þannig veit ég að hún framdi ekki sjálfsmorð; hún átti engar svefntöflur. Bæði það og hún var lífhrædd.“ Carmen, sem hafði áætlað að spila golf við Monroe daginn sem hún fannst látin, sagði að sér liði enn „hörmulega" yfir því að hún skyldi ekki hafa bjargað lífi vinkonu sinnar þessa nótt. En hún sagðist þó viss um að Monroe hefði verið myrt. „Ef til vill hefði ég ekki getað bjargað henni,“ sagði hún. „Kannski hefði ég líka fallið í valinn.“ Hún sagði að hún og Monroe hefðu verið saman löngum stundum eins og venjulegar vinkonur sem „spjalla um stráka og drekka kampavín.“ Fleiri voru við minningarathöfnina sem þekktu til Monroe en sumir höfðu aldrei hitt hana. Einn þeirra var Dennis Smith sem eitt sinn stóð fyrir leiðsögumannaferðum um slóðir Monroe í Los Angeles og sýndi þátt- takendum krufningarskýrsluna og lyfseðilinn sem varð henni að fjör- tjóni. Stutt Afall er hún missti þann stóra KOKKUR sem sestur er í helgan stein fékk hjartaáfall þegar hann missti af lottóvinningi upp á rúmar 100 milljónir króna í Bretlandi vegna þess að hann keypti ávaxta- safa handa bamabami sínu í stað þess að kaupa lottómiða. Maisie Rogers, sem er 61 árs, eyðir þremur pundum [300 krónum] á hverri viku í lottómiða. Hún sleppti því þó síðast þegar átta ára bamabam hennar, Christ'opher, bað um eitthvað að drekka í búðinni þar sem hún keypti miðana. Rogers, sem er að jafna sig á spítala eftir vægt hjartaáfall, sagði við fréttamenn: „Fjölskylda mín heldur því statt og stöðugt fram að henni sé umhugaðra um heilsu mína en peningana. Ef til vill er ég ekki svo óheppin eftir allt saman.“ Glæpir borga sig ekki FANGAR í Tremembe-fangelsinu í Sao Paulo vom minntir óþyrmilega á að glæpir borga sig ekki þegar þjófar hlupu á brott með fjármuni sem þeir höfðu safnað. Fjórir menn með vélbyssur yfir- buguðu verði og bmtust inn í fang- elsið til að stela peningum sem fangamir ætluðu að senda heim til sín á feðradaginn, að sögn fangelsis- stjórans. „Þjófar sem ræna fanga em hræðilegir; þeir hafa enga sið- ferðiskennd,“ bætti hann við hneykslaður. Súkkulaði fyrir heilsuna MEÐ samviskubit yfir súkkulaðiát- inu? Gleymdu því. Á föstudaginn barst sú frétt úr herbúðum rannsak- enda súkkulaðis að súkkulaði sé ágætis fóður fyrir líkamann. Hollenskir vísindamenn hafa komist að því að í súkkulaði finnst öflug efnasambönd sem geta unnið gegn efnasamböndum sem eyðileggja fmmur. Sama efni og er í súkkulaði finnst einnig í tei og í læknaritinu Lancet var haft eftir aðstandendum rannsóknarinnar að bolli af tei með súkkulaðimola gæti unnið gegn hættu á hjartaáfalli. Hvort skyldi svo vera betra dökkt eða ljóst súkkulaði? Rannsakendumir segja að meira af þessum góðu efnasamböndum sé í dökka súkkulaðinu og því ekkert að því að birgja sig upp af suðusúkkulaði og fá sér öðmvísi heilsurétti. Sparaði ekki stóru orðin BRÓÐIR Fidel Castro, Raul sem er væntanlegur arftaki Fidels, er ekki þekktur fyrir að skreyta mál sitt fag- urgala. Þrátt fyrir það orðspor vom samt blaðamenn á Kúbu orðlausir þegar Raul talaði um erlenda blaða- menn sem fjölluðu um frammistöðu Kúbveija í Pan American leikunum í Winnipeg í Kanada sem „tíkarsyni" sem hefðu gert gott gengi Kúbveija að engu í umfjöllun sinni. Þegar Raul gerði sér grein fyrir að ummæli hans væm í beinni út- sendingu sagði hann aðeins að Kommúnistaflokkurinn gæti bara atyrt hann síðar, en fréttaskýrend- ur telja litlar líkur á því þar sem Raul hafi aðeins orðað heldur mddalega hugmyndir sem margir Kúbveijar deila með honum. Raul sagði að annað sæti Kúbu í keppn- inni og sigur hafnaboltaliðs Kúbu yfir bandaríska liðinu sé besta and- svar við þessum neikvæða frétta- flutningi erlendu blaðamannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.