Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ JOHN Mulvaney framkværadastjóri Brunna hf. með sýnishorn af fljótandi ís. Morgunblaðið/Ásdís FLJOTANDIIS TRYGGIR FERSKARIVÖRU eftir Soffíu Haraldsdóttur BRUNNAR hf. hafa þróað nýja kælitækni þar sem sérstakar ísvélar fram- leiða ískristalla í míkron- stærðum. Smæð kristallanna gerir það að verkum að ísinn er fljótandi og afar auðveldur í notkun. Fyrr á þessu ári fóru forsvars- menn Brunna þess á leit við John P. Mulvaney að hann stýrði fyrir- tækinu í hertri sókn á erlenda markaði. En hvað rekur stjórn- anda, sem hefur farsælan feril að baki hjá stórfyrirtækjum í Banda- ríkjunum, til að taka við litlu fyrir- tæki á íslandi? „Ég hef verið 25-30 ár í mat- vælaframleiðslu. Starfsferill minn hefur einkennst af því að snúa rekstri til betri vegar, skipuleggja verksmiðjur og sameina rekstur. I 20 ár starfaði ég hjá Nabisco í Bandaríkjunurh, meðal annars sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og um tíma sá ég um rekstur á 10 verksmiðjum þar sem störfuðu um 2.000 manns. Þegar samþjöppun og hagræðingarferli innan fyrir- tækisins lauk þá fór ég. Þá hafði verksmiðjum fækkað úr 22 talsins niður í 7. Ég sá því betri tækifæri í að færa mig til og fór yfir til Drake Bakeries en þegar það fyrirtæki var selt þá hætti ég. Þá var haft samband við mig vegna þessa starfs á Islandi og þar sem mig hefur alltaf langað til að stýra fyrirtæki erlendis þá vakti þetta áhuga minn. Ég byrj- aði á að heimsækja viðskiptavini fyrirtækisins í Bandaríkjunum til að skoða vélar sem Brunnar fram- leiða og heyra hvað viðskiptavin- irnir höfðu um þær að segja. Eftir það kom ég til íslands og ræddi við Tómas Þorvaldsson stjórnar- formann fyrirtækisins og Kjartan Ragnarsson, stofnanda þess. Ég sá þá eldmóð þeirra sem að þessu standa auk þekkingar á tækninni VIÐSKffTI ÆVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ► John P. Mulvaney lauk námi í viðskiptafræðum frá ríkishá- skólanum í New York og hefur meira og minna starfað í mat- vælaiðnaði eftir það. Á árunum 1966-1974 sinnti hann ýmsum ábyrgðarstörfum hjá Central Soya Company. Þaðan flutti hann sig til stórfyrirtækisins Nabisco og gegndi, á þeim 20 ár- um sem hann starfaði þar, ýmsum stjórnunarstörfum. Árið 1994 sagði hann skiiið við Nabisco og gekk til liðs við Drake Bakeries, 200 milljóna dollara bökunarfyrirtæki, sem aðstoð- arforstjóri. Nú er hann kominn til íslands og starfar sem framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Brunna hf. Mul- vaney er fráskilinn og á fjögur börn. sjálfri. Áskorunin vakti áhuga minn og hér er ég,“ segir John Mulvaney. Fljótandi ís kælir hraðar „Megináherslan í rekstri Brunna er á það sem við köllum fijótandi ís. Við framleiðum vélar sem búa hann til, en það er töluverður mun- ur á honum og öðrum ís. ísinn hef- ur silkimjúka áferð og smæð krist- allanna í ísnum gerir það að verk- um að hægt er að umlykja, til dæmis, fisk alveg og kæla hann 10 sinnum hraðar en með venjulegum ís. Því fyrr sem fiskurinn er kæld- ur niður í það hitastig sem sóst er eftir, því betur halda ferskleikinn og gæðin sér. Það hafa verið gerð- ar á þessu rannsóknir hér á landi og munurinn er mikill á þeim fiski sem kældur er í íljótandi ís og þeim fiski sem er kældur í venju- legum ís. Hinn fyrmefndi heldur ferskleika sínum mun betur. Við erum því að bjóða mjög lífvænlega tækni sem getur gefið viðskipta- vinum okkar forskot í samkeppni. Við teljum okkur vera að framleiða betri vöru en helstu keppinautar okkar, enda erum við ekki einungis að vinna nýja markaði með þessum vélum heldur hafa fyrirtæki fjar- lægt vélar keppinautanna til að taka inn okkar vélar. Ég fullyrði því að við séum með gæðavöru í höndunum sem gefur ekki einungis forskot í vinnslu og veiðum á fiski heldur líka í ýmissi annarri notk- un.“ Ýmsir notkunarmöguleikar Mulvaney segir Brunna vera á byrjunarstigi og stefni á alþjóða- markað í meira mæli. Hann segir að nú sé markvisst unnið að því að leggja mat á markaði fyrirtækisins og vaxtarmöguleika. „Það er fremur auðvelt að selja vöruna hér á íslandi því að smæð markaðarins gerir að verkum að menn frétta af vörunni með því að tala um hana sín á milli. Á erlend- um markaði þurfum við hins vegar að markaðssetja vöruna mun betur en hefur verið gert hér. Við höfum þegar selt ísvélarnar til ýmissar notkunar í nokkrum löndum, s.s. á Spáni, Hollandi, Bandaríkjunum, Hjaltlandseyjum og auðvitað hér á íslandi. Auk þess er verið er að ganga frá samningum um sölu til Irlands og E1 Salvador. Notkunarmöguleikar fljótandi íss eru miklir í alls kyns kælingu og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fyrst og fremst einbeitt sér að sölu í fiskiðnaði þá hafa jafnframt verið gerðar tilraunir með aðra mat- vælamarkaði. Til dæmis er stærsta bakarí á Spáni með vélar frá okkur og það gengur vel. Við vorum líka að framleiða og senda vél til Sviss sem nota á til kælingar eða fryst- ingar á matvörum í stórmarkaði. Það er gert með því að pumpa fljótandi ís inn í pípurnar í kælun- um. Einnig má nota fljótandi ís við loftkælingu og í kjúklingaiðnaði, svo eitthvað sé nefnt.“ Lækkar kostnað í fiskútfiutningi „Þá takmarkast notkun fljót- andi íss í fiskiðnaði ekki aðeins við skip og fiskvinnslu heldur má líka nota hann í útflutningi á fiski. Við stefnum að því að gera frekari til- raunir til að sýna fram á að hægt sé að flytja fisk í fljótandi ís og auka þannig líftímann. Kostnaður útflytjenda gæti þannig lækkað verulega því að hægt væri að flytja fiskinn með skipum í stað þess að flytja hann með flugi, sem er mjög dýrt. Hann er þá kannski 3-4 dögum lengur í flutningi en ef ferskleikinn helst þá sparast pen- ingar. Það hefur líka sýnt sig að hærra verð fæst fyrir fiskinn á markaði þegar fljótandi ís er notaður við kælingu. í Hollandi segjast við- skiptavinir okkar fá 5-8% hærra verð en ef notaðar eru hefðbundn- ar kælingaraðferðir. Á Spáni segja menn að verðið sem þeir fá fyrir fiskinn sé 25-30% hærra. Við viljum ná að vaxa í fískiðnaði og leitum meðal annars umboðsað- ila í Noregi og að sjálfsögðu höld- um við áfram að leggja rækt við ís- lenska markaðinn. Þegar reynsla er komin á stórmarkaðskerfið þá vonumst við einnig eftir að ná ár- angri þar. Sem og í bökunariðnaði, allar rannsóknir og reynsla sýnir að það gengur mjög vel. Auk þess er ég nú þegar farinn að ræða við menn í kjúklingaiðnaði hér á landi og sá iðnaður er mjög stór á öðrum svæðum, til dæmis í Bandaríkjun- um og Evrópu." Mikill vöxtur næstu 5 árin Mulvaney segir mögulegt að fyr- irtækið fari á hlutabréfamarkað á einhverjum tímapunkti en ákvörð- un um það sé í höndum helstu hlut- hafa, sem eru bæði bandarískir og íslenskir fjárfestar. „Núna erum við að reyna að auka hlutaféð í fyrirtækinu og sjá til þess að hluthafar okkar fái mjög góða ávöxtun af fjárfestingum sín- um, en fyrirtækið er samt sem áð- ur á byrjunarstigi. Nýlega gátum við selt hluti í fyrirtækinu en erum samt sem áður alltaf að leita að sterkum fjárfestum til að stækka fyrirtækið enn meira. Gerð hefur verið viðskiptaáætl- un og við erum að vinna með fjár- festum í áætlunum okkar um markaðssókn, hverjir umboðsaðil- ar okkar eiga að vera og á hvaða svæðum við ætlum að vaxa. Við höfum gert áætlun um vöxt fyrir- tækisins og á næstu 3-5 árum mun það vaxa umtalsvert. Megináhersla okkar hefur verið á Island en með sýningum erlendis og öðrum atburðum mun fyrirtæk- ið verða betur þekkt. Þess konar atburðir hjálpa til við að breiða fréttirnar út hraðar, en við teljum að við getum leyst málin hvar sem kæling er notuð. Við seljum heild- arlausnir í kælingu. Til dæmis selj- um við kerfi sem heldur ísnum góð- um í 4-5 daga án þess að hann tapi nokkru af eiginleikum sínum. Þeir sem hafa aðgang að sjó, s.s. skip, nota hann til að framleiða ísinn en ef sjór er ekki til staðar þá seljum við viðskiptavininum kerfi sem framleiðir saltið sem þarf í ísinn. Við útvegum sem sagt þá tækni sem hentar þörfum viðskiptavinar- ins best.“ Samstarf við erlend fyrirtæki Mulvaney telur að staðsetning Brunna sé ekki vandamál því að ekki standi til að framleiða allar vélar á íslandi og flytja út. Áhersla sé lögð á að nota tæknina, sem Brunnar hafa yfir að ráða, í sam- starfi við framleiðendur í öðrum löndum. „Ég ímynda mér að heildaráætl- anir hluthafa lúti að því að halda sérstakri tækni eða hluta hennar hér á Islandi og að vöxtur á erlend- um mörkuðum verði í gegnum sér- leyfi eða samstarf við önnur fyrir- tæki. Þetta gæti jafnvel endað með mörgum mismunandi deildum, s.s. einni fyrir stórmarkaðslausnir, annarri fyrir bökunarlausnir, enn annarri fyrir kjúklingalausnir og svo framvegis.“ Aðspurður um galdurinn sem Mulvaney beitir við að snúa fyrir- tækjum til betri vegar og ná viðlíka árangri og hann spáir Brunnum, segir hann að hvert fyrirtæki sé sérstakt. ,ÁUtaf þarf að móta stefnu, ná hópnum saman og setja rétt fólk á rétta staði. Það er einnig alltaf nauðsynlegt að fá þann stuðning sem þarf. Við höfum tæknina og mitt starf felst í að skipuleggja hvernig við getum best notað þessa tækni. Styrkja þarf innra skipulag fyrirtækis og við höfum gert það með því að fá til liðs við okkur sterkt og nýtt fólk.“ Farsæld byggist á löngun til að ná árangri „Við hjá Brunnum höfum yfir tækninni að ráða og nú þurfum við að einbeita okkur að því að mark- aðssetja hana. Farsæld okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.