Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mannabreytingar hjá Konunglega leikhúsinu Nýr óperustjóri Islendingum kunnur KASPER Holten Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NYI óperustjórinn við Konung- lega leikhúsið er íslenskum óperu- unnendum að góðu kunnur. Hinn 26 ára gamli Kasper Holten, sem setti á svið Ástardrykkinn við Is- lensku óperuna sællar minningar, hefur verið ráðinn óperustjóri við Konunglega leikhúsið. Við hlið hans hefur verið skipaður nýr tón- listarstjóri við húsið, sem er Mich- ael Schönvandt, en ætlunin er að þeir tveir starfí náið saman. Sam- an stefna þeir að því að Konung- lega danska óperan verði sú besta á Norðurlöndum. Holten tekur við er núverandi óperustjóri, Elaine Padmóre, hættir næsta vor. Valið á Holten kom mjög á óvart, þar sem hann er ungur og óreynd- ur við stór hús, þó hann hafí sett á svið óperur við minni hús síðan hann var 21 árs. Hann hefur und- anfarin þrjú ár verið óperustjóri við sumaróperuna í Árósum, þar sem hann hefur sviðsett óperur, nú síðast Brúðkaup Fígarós, sem frumsýnt var í vikunni. Nýlega var frumsýnd útiuppsetning hans í Málmey á I Pagliacci. Hann hefur lifað og hrærst í óperum síðan hann uppgötvaði Carmen níu ára, þó það sé annars ekki tónlistarfólk í kringum hann. Móðir hans er Bodil Nyboe Andersen seðlabanka- stjóri Dana. Það er ekki aðeins á íslandi sem Holten hefur hrist upp í óperugest- um með nýstárlegum og nútíma- legum uppsetningum á klassískum óperum, því það sama hefur hann gert heima fyrir. Hann segist í samtali við Berlingske Tidende hlakka til að takast á við nýja starf- ið. Hann hafí hingað til unnið við að sviðsetja og þá venjulega haft til þess tvo mánuði. Nú hlakki hann til að takast á við stærra verkefni yfir lengri tíma. Það sé þreytandi að vinna svo ákaft og það gangi á kraftana. Holten tekur við af hinni írsku Elaine Padmore, sem verið hefur við húsið síðan 1991 að hún tók við eftir þýskan óperustjóra, sem að- eins náði að sitja í ár áður en hann var rekinn með brauki og bramli og eftirfylgjandi dómsmáli um ólöglega uppsögn. Padmore hefur tekist að skapa ró í óperunni og aðsóknin hefur farið hraðvax- andi. Padmore hefur þó ekki sloppið við gagn- rýni, meðal annars fyrir að koma með er- lenda söngvara, sem séu ekkert betri en danskir söngvarar, sem vilji gjarnan syngja heima fyrir. Það hefur einnig vak- ið óánægju að ýmsir danskir söngvarar, sem eru mjög eftir- sóttir erlendis, segj- ast ekki hafa tæki- færi til að syngja heima, því ekíri sé skipulagt nægilega langt fram í tímann og oft sé eins og óp- erustjórinn hafi eng- an áhuga á dönskum söngvurum. Það ríkir mikil eft- irvæning meðal danskra óperu- unnenda að sjá hvernig hinum unga óperustjóra takist að ná tök- um á jafn hefðþrunginni stofnun og danska óperan virðist oft á tíð- um vera. Það mun væntanlega koma í hlut nýja óperustjórans að fylgja eftir hálfgildings loforði stjórnmálamanna um nýtt óperu- hús, en gamla leikhúsið hýsir bæði ballett og leiklist, auk óperu. Þar er því þröng á þingi og starfs- fólk óperunnar lætur sig dreyma um nýtískulegt hús til óperuflutn- ings. ÞÁTTTAKENDUR í Ljóðleikhúsi Norræna hússins: Vladimir Shafranov, Rune Sandlund, Varste M. Berndtsson, Hans Tórgarð og Borgar Garðarsson. Ljóðleikhús í Norræna húsinu HAFIÐ er yfirskrift dagskrár sem haldin veður í fundarsal Norræna hússins á morgun, mánudag, kl. 20. Þar er teflt saman ljóðum og sög- um norrænna eyjaskálda. Skáldin eru frá Álandi, Islandi, Færeyjum og Grænlandi. Dagskráin er sam- vinnuverkefni norrænu stofnan- anna á Álandseyjum og Grænlandi og Norrænu húsanna í Færeyjum og á íslandi. Mikkjal Helmsdal for- stöðumaður norrænu stofnunarinn- ar á Álandseyjum átti hugmyndina að dagskránni og hefur skipulagt hana. Bókmenntafróðir menn frá hverju landi hafa valið textana en þeir sem flytja þá eru leikararnir Rune Sandlund frá Álandseyjum, Hans Tórgarð frá Færeyjum, Borg- ar Garðarsson frá íslandi og Varste M. Bemdtsson frá Grænlandi. Leik- stjóm annast Eyðun Johannessen frá Færeyjum, og Vladimir Shafra- nov píanóleikari sér um tónlistar- flutning. Meðal skálda sem lesið verður eftir eru færeysku skáldin Christian Matras, William Heinesen, J.H.O. Djurhuus, Gunnai’ Hoydal og Rói Patursson, Álendingamir Karl-Erik Bergman, Kiki Alberius-Forsman, Valdimar Nyman, Runar Salminen o.fl. íslensku höfundarnir eru Hall- dór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Hannes Pétursson, Jóhann Hjálm- arsson og Einar Már Guðmundsson. Grænlensku höfundarnir eru Villads Villadsen, Jens Rosing, Kristian Olsen Aaju og Moses 01- sen. Norræna ráðherranefndin stend- ur straum af ferð sýningarinnar um Vestur-Norðurlönd. Dagskráin er flutt á sænsku. 1800 cc, ii2 hestafla vél • Viðarinnrétting Álfelgur • Vindkljúfur • ABS • Loftpúðar Fjarstýrðar samlaesingar • Þjófavörn og margt fleira PEUCEOT 406 Gullna Ijónið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.