Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra tók rækilega af skarið í viðtölum við báðar sjónvarpsstöðvarnar í fyrra- kvöld, um sölu sparisjóðanna á hlutabréfum þeirra í FjárfesU ingarbanka atvinnulífsins hf. í samtali við Ríkissjónvarpið sagði forsætisráðherra m.a.: „Það má vel vera, að staðan sé sú, að aðferð okkar að reyna að koma (hlutabréfum) út með dreifðum hætti haldi ekki til lengdar og þá þarf kannski að kanna, hvort aðrar lagafor- sendur þurfí að vera fyrir hendi, sem tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármálakerfinu í þessu landi sé dreifð. íslenzka þjóðríkið er þannig vaxið, að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum.“ í samtali við Stöð 2 sagði Davíð Oddsson m.a.: „Heimild- in er fyrir hendi að selja. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að selja, endanleg ákvörð- un, og þá ekki heldur um fyrir- komulagið. Auðvitað munu menn hafa hliðsjón af þessum atburðum, þegar menn ákveða það fyrirkomulag.“ Enginn vafí leikur á því, að það er mikill léttir fyrir allan almenning í landinu að heyra Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þessi viðbrögð forsætisráð- herra. Þau eru afdráttarlaus og ótvíræð. Yfirlýsing hans um það, að ekki sé hollt fyrir ís- lenzka þjóðríkið að vera fjár- hagslega í fárra höndum er eins og mælt af hennar eigin munni. Ákvörðun sparisjóðanna um sölu á hlutabréfum þeirra í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins hf. hefur sett ríkisstjórnina í mikinn vanda. Hún sýnir hvað getur gerzt við einkavæðingu ríkisbankanna. Hún hefur sett frekari sölu á hlutabréfum í FBA í uppnám. Ef haldið yrði áfram með þau söluáform óbreytt jafngilti það ákvörðun um alger yfirráð hins andlits- lausa og óskráða fyrirtækis í Lúxemborg yfir bankanum. Það var ekki tilgangurinn með einkavæðingu bankanna að svo færi. Þvert á móti var markmið ríkisstjórnarinnar og beggja stjórnarflokkanna að tryggja dreifða eignaraðild, samruna og aðra hagræðingu, sparnað í rekstri þessara fyrirtækja og þar með ódýrari þjónustu fyrir viðskiptavini þeirra. Engin ástæða er til að ætla annað en Samfylkingin, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn geti tekið undir þau markmið. Það er nánast óhugsandi að nokkur þingflokkanna vilji stuðla að því, að einkavæðing bankakerf- isins þýði eignarhald örfárra aðila á bönkunum. Þess vegna verður að ætla, að víðtæk samstaða geti tekizt á Alþingi um þær lagabreyting- ar, sem Davíð Oddsson talaði um í sjónvarpsstöðvunum að komi til greina til þess að tryggja að markmið ríkis- stjórnarinnar náist. Það er mikilvægt að flýta sér hægt í þessu máli. Mistök verða ekki aftur tekin og þau geta verið mjög afdrifarík. Þetta mál snýst ekki einungis um það, hverjir ráða bönkunum hér. Það snýst líka um það að bank- arnir njóti trausts í öðrum löndum og fái á grundvelli þess beztu fáanlegu kjör. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa að kanna gaumgæfilega hvern- ig staðið hefur verið að svipuð- um málum í nálægum löndum og hvernig þróunin hefur orðið þar í kjölfar einkavæðingar banka og annarra fjármála- stofnana. Sá misskilningur virðist vera mjög útbreiddur, að í öðrum löndum séu ekki til staðar nein- ar sérstakar reglur í viðskipta- lífinu og þ.á m. í sambandi við starfsemi banka. Því fer fjarri að svo sé. í Bandaríkjunum hafa t.d. ríkt mjög strangar reglur allt frá kreppuárunum um starfsemi fjármálastofnana þar í landi, sem að vísu hefur eitthvað verið breytt á síðari árum. Þær starfsreglur voru settar að fenginni reynslu. Ríkisstjórninni hefur verið í mun að hraða einkavæðingu bankanna m.a. til þess að nota söluandvirði þeirra í því skyni að styrkja almenna efnahags- stöðu þjóðarinnar. Staða þjóð- arbúskaparins er hins vegar svo sterk um þessar mundir og fjárhagur ríkissjóðs sömuleiðis, að af þeim sökum er engin ástæða til að flýta sér um of. Hér mega engin mistök verða. IJT ÚR Þ J ÓÐARH JARTANU GUNNLAUGUR Scheving hélt alla tíð mikið upp á það, sem var sterkt og karl- mannlegt. Það dró hann að sér. „Hvað er sterkt og karlmann- legt, ef ekki íslenzkur sjómaður?" spurði hann einhverju sinni. Honum þótti sterklega tekið á hlutunum hjá Picasso og Léger. Hann kvaðst hafa séð í samtali við Léger, að hann hafi gert sér far um að koma því á fram- færi, að hann væri Norðmaður, en ekki hefði hann þó getað séð neinn svip af norðrinu í myndum hans. Hann sagðist sjá fyrir sér stríð manneskjunnar í einangrun og kulda norðurhjarans, þegar hann virti fyrir sér myndir Munehs, jafn- vel þegar hann málaði skóga og sumamóttina. Myndir Légers minntu hann á manneskjuna, hrausta og sterka, fulla af sól og gróðri - og þessar manneskjur líkt- ust gömlu grísku guðunum, þó að það komi kannski einhverjum spánskt iyrir sjónir. Ég spurði Gunnlaug Scheving eitt sinn að því, hvað það væri, sem drægi hann einkum að íslenzkum al- þýðuskáldskap og öðru slíku efni frá fyrrí tímum. Hann svaraði: „Maður verður stundum leiður á heimslistinni. Alþýðulistin þróaðist á sínum tíma við önnur skilyrði en sú viðurkennda list, og þess vegna er eitthvað ósnortið og skemmtilegt við hana. í sambandi við alþýðulist- ina var ekkert það til, sem kallaðist heimsviðurkenning, engin frægð, enginn fínn smekkur, engin intellig- ensía, sem með nálaroddi tízkunnar potaði í hrygginn á fólki og varaði það við að gera vitleysur eða tala af sér. Nei fólkið fékk þá að vera í friði með sína drauma. ímyndunaraflið fékk að leika laust, barna- skapurinn var ekki fordæmdur. Listin fékk að vaxa í huga og sál manneskjunnar líkt og villt blóm í klettaskoru. Þessi list, kvæði, sögur, rímur, rímnalög og annað slíkt - allt er þetta skemmtilega hrjúft og hart, og mér fínnst inspírasjónin hrynja af þessu öllu saman líkt og sindur af jámi, sem dregið er úr aflinum. Það er oft meir á alþýðulistinni að græða en mörgu því, sem á loft er haldið af tízkunni nú á dögum. Mað- ur verður stundum leiður á nútíma- list og öllum þessum ósköpum, sem á ganga í kringum heimsviðurkenn- inguna. Gagnrýnendur ausa nú lof- inu á yfírséníin, svo maður sér ekk- ert gegnum elginn. Stundum orkar þessi ritlist á mann líkt og floga- veiki eða geðbilun. Það var hlé- drægni kringum list fólksins í gamla daga, og mér finnst enn, að þessi list sé aðlaðandi. Hún var hrjúf og björt og óhátíðleg og um- fram allt hressileg. Stundum eilítið kátleg. Hún minnir mig á þetta sigggróna handtak karlanna, þegar þeir heilsuðu, um leið og þeir gengu í bæinn. Rímnalögin með sínum skerandi són voru skemmtileg, vís- umar voru ortar um hetjudáðir, málið skemmtilegt eins og litríkt skraut á gamalli kirkjurúðu.“ Gunnlaugur hafði aldrei gaman af myndum Thorvaldsens og frægð hans breytti þar engu um. En hann hafði verið mjög hrifínn af útkjálka- og einangrunarlist frá Páskaeyjun- um og list frumstæðra þjóða eða þjóðflokka, sem lifðu í einangrun. Blökkumenn í Afríku, Indíánar í af- skekktum byggðum víðs vegar í Ameríku, þetta fólk skapaði að hans mati list með sterkar kenndir. Hon- um þótti vera afl og rammur seiður í verkum þessa frumstæða fólks sem opnaði Matisse og fauvistunum nýjar leiðir. Margt í heimslistinni nú um stundir fannst honum ósköp borgaralegt við hlið þessara frum- stæðu og einangruðu þjóða. Á sama hátt féll íslenzk alþýðulist að smekk hans. Eitt sinn sagði Gunnlaugur: „Það veit enginn, hvar eða hvenær listin kann að fínna upp á að sýna sig, en mér finnst hún oft una sér vel, þar sem heimsmenningin með sínar premíur, manifestó og medalí- ur hefur ekki náð að festa rætur.“ Hann lagði oft á það áherzlu, að á vorum dögum væru „allar eigindir myndlistarinnar sorteraðar eða sigtaðar sundur og haldið út af fyrir sig. Á 19. öldinni var dýrkaður hreinn natúralismi, dauðhreinsaður, en út af fyrir sig. En síðan kom abstraktsjónin, klár og tandurhrein eins og expressjónismi, vel hreinn og klár súrrealismi, einangraður - þessi list kemiskt hrein og sorteruð, ef svo mætti segja, gerir hvert ein- stakt listaverk svo fátækt. Þess vegna held ég mest upp á þá lista- menn nútímans, sem binda sig ekki við neina sérstaka stefnu, en blanda þessu öllu saman eftir geðþótta og persónulegum þörfum.“ Gunnlaugur Scheving vildi ekki halda þessum skoðunum um of á loft, því að hann vildi engan mann særa og lagði mik- ið upp úr því að gleðja aðra, ekki sízt starfsfélaga sína og minnti að því leyti á Kjarval. Kemur þetta m.a. fram í samtalsgrein sem ég skrifaði um Gunnlaug og birtist í bókinni Steinar og sterkir litir, 1965. M. HELGI spjall IUPPHAFI ÞESSA ÁRATUGAR urðu nokkrar sviptingar í við- skiptalífinu, sem voru til marks um að nýir tímar hefðu gengið í garð. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, sem mikinn hluta aldarinnar hafði verið mesta við- skiptasamsteypa landsins var að falli komið. Eimskipafélag Islands hf. hafði eflzt mjög í kjölfar minnkandi samkeppni í skipaflutningum vegna gjaldþrots Hafskips hf., hlutabréfamarkaðurinn var að byija að taka á sig mynd og jafnvægið, sem segja má, að hafi þá ríkt áratugum saman á milli SIS og öflugustu einkaíyrirtækia hafði raskazt. Þessi þróun leiddi til þess, að ryskingar hófust á milli sterkustu einkafyrirtækja landsins. Þegar hér var komið sögu voru Sjóvá-Al- mennar hf. orðnar stærsti hluthafínn í Eim- skipafélaginu. Grunnurinn að þeirri hlutafjár- eign var kaup Sjóvátryggingafélags íslands hf. á eignarhlut ríkisins í Eimskip í fjármála- ráðherratíð Alberts Guðmundssonar. En síð- an hafði félagið bætt við hlut sinn. Hins vegar var ljóst, að félagið var áhrifalítið, ef ekki áhrifalaust, innan skipafélagsins. Þáverandi forráðamenn Eimskips voru ekki ýkja hrifnir af styrk tryggingafélagsins og fimmtudaginn 8. marz 1990 birtist írétt á forsíðu viðskipta- blaðs Morgunblaðsins, sem bar fyrirsögnina: „Eimskip kaupir öll fáanleg hlutabréf í Sjóvá- Almennum." I upphafi fréttar blaðsins sagði svo: „Hlutabréf í Sjóvá-Almennum hf. hafa hækkað um 50% frá síðustu áramótum en sölugengi bréfanna er nú sexfalt nafnverð. Eigendur hlutabréfa í fyrirtækinu geta þó fengið mun hærra verð eða allt að áttfalt nafnverð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sækist Eimskip eftir að kaupa þau bréf sem eru á lausu og er reiðubúið að greiða umrætt verð. Sjóvá-Almennar eru stærsti hluthafinn í Eimskip." Morgunblaðið hafði í áratugi barizt fyrir því, að hér yrðu til almenningshlutafélög. í Reykjavíkurbréfi, sem birtist hér í blaðinu nokkrum dögum síðar var lýst áhyggjum yfir þeirri þróun, sem virtist vera að verða á hlutabréfamarkaðnum, sem var í fæðingu pg þar sagði m.a.: „Hlutabréfamarkaðurinn á Is- landi er ungur og viðkvæmur. Þess vegna sldptir afar miklu máli, hvernig til tekst í upphafi og að allur almenningur öðlist traust á þessum viðskiptaháttum. Engir eiga meira undir því en forystumenn í atvinnulífi að þetta traust skapist. Það er forsendan fyrir því, að hlutabréfamarkaðurinn eflist. Það gæti gjörbreytt allri aðstöðu fyrirtækja í framtíðinni og veitt auknu fjármagni í nýja uppbyggingu." I framhaldi af þessum ummælum gagn- rýndi Morgunblaðið Eimskipafélagið fyrir hlutabréfakaupin í Sjóvá-Almennum, taldi að þar lægi annað að baki en fjárfestingarsjón- armið og síðan sagði í umræddu Reykjavíkur- bréfi: „Þessar sviptingar á hlutabréfamark- aðnum að undanfömu þýða því í raun, að þeir sem stjóma Eimskipafélaginu em að bjóða í hlutabréf í fyrirtæki, sem er stærsti hluthafi skipafélagsins til þess að veita hinum sama ráðningu fyrir að hafa keypt hlutabréf í fyrsta almenningshlutafélagi landsmanna." Þá vakti blaðið athygli á því, að nýbirtar upplýsingar um stærstu hluthafa í Eimskip, sem þá var orðið skylt samkvæmt lögum, sýndu að mikil samþjöppun hefði orðið á eign- araðild að félaginu og minnti jafnframt á at- hugasemdir, sem blaðið hefði áður gert við stóran hlut félagsins í Flugleiðum hf. Síðan sagði í Reykjavíkurbréfinu: „Stjómendur stórra einkafyrirtækja verða hins vegar að gæta þess, að auðhringur eða einokunaríyrir- tæki er ekkert betra frá sjónarhomi samfé- lagsins, þótt reksturinn fari fram í hlutafé- lagsformi. Þetta er sagt hér vegna þess að kaup Eimskipafélags Islands á hlutabréfum í allmörgum fyrirtækjum á undanfómum árum gefa tilefni til að spyija, hvort útþensla fyrir- tækisins sé að verða of mikil fyrir þetta fá- menna samfélag. Slík útþensla eykur ekki samúð almennings, heldur þvert á móti eins og forráðamenn SÍS hafa kynnzt." Og loks sagði í þessu Reykjavíkurbréfi: „Morgunblaðið hefur í 77 ár barizt fyrir einkaframtakið og verið málsvari þess. Það mun blaðið verða áfram. En það mun ekki gagnrýna Samband ísl. samvinnufélaga í öðm orðinu fyrir útþenslu og einokunartilhneig- ingu en horfa fram hjá því, ef hið sama gerist í einkarekstrinum.“ Þessum sjónarmiðum var fylgt eftir í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 18., marz 1990. Þar vora skrif blaðsins frá árinu 1914, þegar Eimskipafélag Islands var stofn- að rifjuð upp en þá sagði m.a. á síðum Morg- unblaðsins: „Þjóðin sjálf hefur kosið sér þetta fyrirtæki, sem óskabam og það á það að vera framvegis." Síðan sagði í umræddu Reykjavíkurbréfi: „Og hver var þá þessi þjóð? Morgunblaðið lýsir henni svo, að stofnfundardaginn hafi götur Reykjavíkur fyllzt af sparibúnu fólki, sem var að halda daginn hátíðlegan og taka þátt í fundarstörfum. „Skólar flestir höfðu gefið neméndum brottfararleyfi úr kennslu- stundum, aðrir skólar höfðu „frídag" frá há- degi, bankamir lokuðu og búðir og skrifstofur vom tómar...AUir gengu í eina og sömu átt - niður í Iðnó, þar sem stofnfundur Eimskipa- félags Islands átti að hefjast. Margir vom í þeirri fylkingu, sem eigi em því vanir að koma til opinberra funda. Búðarstúlkur og vinnumenn, höfðingjar og sveitamenn gengu þar sömu leið með sama áform - að vera við- staddir þá þýðingarmestu stund, sem þessi þjóð hefur lifað síðasta aldarfjórðunginn." Fundurinn var svo fjölmennur að hann var fluttur yfir í Fríkirkjuna með sérstöku leyfi séra Ólafs Fríkirkjuprests, sem kvað „hvem stað vera helgaðan, sem þetta mál væri rætt á“. Hvorki meira né minna(!) Engan ofjarl(!) Á stofnfundinum sagði Jakob Möller, síðar fjármálaráðherra, að enginn ætti að hafa meira en 1/40 atkvæða og Jón Þorláksson verkfræðingur gat þess meðal annars að eng- inn úr stjóm félagsins mætti fara með umboð annarra nema Vestur-íslendingar og enginn ætti að hafa ráð á meiru en 500 atkvæðum og væri það gert til þess, að enginn skyldi verða ofjarl í félaginu eins og þessi verðandi borg- arstjóri og upprennandi forsætisráðhema komst að orði. Én fulltrúi Vestur-íslendinga bætti við, að þeir hefðu ekki lagt fram fé til fyrirtækisins í því skyni að græða á því, „en okkur langar til að leggja ykkur lið, hjálpa ykkur í framsóknarbaráttu ykkar, að svo miklu leyti, sem í okkar valdi stendur“.“ Reykjavíkurbréfinu lauk með þessum orð- um: „Svo mörg vom þau orð. Og orð skulu standa.“ ÞESSI SKRIF Að ffefnu Morgunblaðsins frá ,m . því fyrir tæpum ára- Tlieini tug em rifjuð upp að gefnu tilefni. Þau vom upphafið að því, að fyrirtækjasamsteypa sú, sem Eimskipafélagið hefur lengi verið kjaminn í hlaut viðumefnið „kolkrabbinn". Raunar var skrifuð og gefin út bók um það efni og í upphafi bókarinnar er höfundur óspar á að geta þess, að hugmyndin að hug- takinu „kolkrabbinn“ eigi rætur í þessum Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins. Allan þennan áratug hefur þetta hugtak verið notað í átökum í viðskiptalífinu og í umræðum á vettvangi stjómmálanna til þess að skapa tor- tryggni í garð þessara fyrirtækja og þá jafn- framt til þess að réttlæta gerðir annarra í við- skiptastyrjöldum líðandi stundar. Nýjast í þeim efnum er að ein af ástæðunum fyrir þeim viðskiptum með hlutabréf í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins hf., sem mest hafa ver- ið til umræðu síðustu daga, hafi verið sú, að ella mundi „kolkrabbinn" ná tökum á bankan- um. Þá hafa heyrzt raddir um að „kolkrabb- inn“ ætli að ná tökum á Landssímanum og svo mætti lengi telja. Af þessum sökum er tímabært að kveða upp úr með það, að þær áhyggjur, sem Morg- unblaðið lýsti vegna yfirburðastöðu Eim- skipafélagsins í viðskiptalífinu í upphafi þessa áratugar em liðin tíð. Allar aðstæður hafa gjörbreytzt og nú era allt önnur viðhorf uppi. Þessu veldur tvennt: I fyrsta lagi hefur hlutabréfamarkaðurinn þróazt á þann veg, að margt af því, sem Morgunblaðið taldi gagnrýnisvert fyrir ára- tug er ekki lengur til staðar. Þá voru nánast engar leikreglur fyrir hendi og hálfgert fram- skógarlögmál ríkti í viðskiptum með hluta- bréf. Innheijaviðskipti, sem nú mundu talin ólögmæt vora nánast daglegt brauð og við- skiptin að veralegu leyti ósýndeg. Smátt og smátt hefur Verðbréfaþing íslands verið byggt upp á þann veg, að viðskipti með hluta- bréf era í eðlilegri farvegi en áður og aðstaða hluthafa jafnari. í megindráttum era þær leikreglur, sem settar hafa verið á hlutabréfa- markaðnum viðunandi, þótt þar sé enn að REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. ágúst finna ýmsa veika punkta eins og atburðarás síðustu daga hefur glögglega leitt í Ijós. Fyrir skömmu lýstu menn áhyggjum yfir því, hvað mikið af viðskiptum með hlutabréf fer fram utan Verðbréfaþings. Nýjasta dæm- ið um það er sala hlutabréfa Kaupþings, sparisjóðanna og Sparisjóðabankans í FBA Það er stundum talað um að handstýring rík- isins á margvíslegum þáttum í samfélagi okk- ar eigi að heyra fortíðinni til. En er sú tegund af „handstýringu“, sem fram fór við sölu hlutabréfa ofangreindra aðila eitthvað betri? Er handstýring, sem fram fer í lokuðum her- bergum verðbréfafyrirtækjanna eitthvað betri en opinber handstýring? Auðvitað ekki. Það var ekki markaðurinn, sem réð verði hlutabréfanna í FBA eða hverjir keyptu. Verðið var ákveðið í samningum örfáma aðila og sömuleiðis hverjir skyldu fá bréfin keypt. Þessir viðskiptahættir sýna, að enn er að finna veikleika í þessu kerfi, sem ráða verður bót á. Fyrir áratug sagði stjómarformaður eins stærsta fyrirtækis landsmanna við forráða- menn Morgunblaðsins, nokkram vikum fyrir aðalfund fyrirtækis síns, að hann hefði ekki hugmynd um hverjir væra stærstu hluthafar í því eftir sviptingar, sem orðið höfðu með hlutabréf í fyrirtækinu. Þetta virðist ekki hafa breytzt. Enn liggja ekki fyrir staðfestar, formlegar upplýsingar um það hveijum sparisjóðimir og dótturfyrirtæki þeirra seldu hlutabréfin í FBA þótt þær upplýsingar, sem Morgunblaðið hefur birt um málið séu aug- ljóslega réttar. Fyrirtækið, sem tilkynning var send um til Verðbréfaþings að hefði keypt hlutabréfin af dótturfyrirtæki sparisjóðanna hafði ekki verið skráð með formlegum hætti í Lúxemborg við lokun skrifstofu þar í gær, föstudag, eftir því, sem fram kom við eftir- grennslan blaðamanns Morgunblaðsins. Geta sparisjóðimir verið þekktir fyrir þessi vinnu- brögð? Hvers vegna hafa forráðamenn þeirra ekki komið fram opinberlega og skýrt stöðu málsins? Þetta er líka augljós veikleiki í því kerfi, sem byggt hefur verið upp í kringum hlutabréfaviðskipti, sem ráða verður bót á. Og þar dugar ekki að fara eins hægt í sakim- ar og Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra virðist af einhverjum ástæðum vilja, ef marka má orð hans í Morgunblaðinu í dag, laugar- dag, þegar hann segir að lögum verði ekki breytt í „snarhasti“. Dæmin sýna, að Alþingi getur einmitt breytt lögum í snarhasti ef þörf krefur! En í öðra lagi og það er aðalatriði þessa máls: á þessum áratug hafa orðið svo miklar breytingar í viðskipta- og atvinnulífi okkar Is- lendinga og svo margir nýir og öflugir aðilar komnir til sögunnar, að það er ekki nokkur ástæða til að einblína sí og æ á Eimskipafélag íslands hf., eignarhaldsfélag þess eða önnur tengd fyrirtæki og sjá þar „kolkrabba" í hverju homi. í áratugi ríkti jafnvægi í atvinnulífinu á milli viðskiptasamsteypu Sambands ísl. sam- vinnufélaga og einkafyrirtækjanna. Þetta jafnvægi raskaðist eins og áður sagði við fall Sambandsins og um skeið var ástæða til þess að hafa áhyggjur af því, að ein viðskiptasam- steypa innan einkarekstursins yrði alls ráð- andi. Á þessum áratug hefur smátt og smátt skapazt nýtt jafnvægi á milli einkafyrirtækj- anna. Fyrirtækjasamsteypa Eimskipafélags- ins er ekki lengur allsráðandi. Hún er einung- is ein af mörgum sterkum viðskiptasamsteyp- um, sem hafa komið til sögunnar. Hún t)ýr vissulega yfir miklum styrk en heldur ekkert umfram það. Það er augljóst, að valddreifingin í við- skiptalífinu er orðin mikil. Lífeyrissjóðimir skipta þar að sjálfsögðu miklu máli. Fjár- hagslegur styrkur þeirra er slíkur, að bæði Burðarás og aðrir era dvergar samanborið við þá. Vandinn við lífeyrissjóðina er hins vegar sá, að þeir era ólýðræðislega upp- byggðir. I stað þess að eigendur þeirra, fé- lagsmenn lífeyrissjóðanna, kjósi yfirstjóm þeirra í frjálsri kosningu er stjómarsætum ráðstafað af atvinnurekendum og stjómum verkalýðsfélaga, sem er auðvitað fáránlegt. Þau fyiTrtæki Sambands ísl. samvinnufé- laga, sem lifðu fall þess af hafa smátt og smátt verið að eflast á nýjan leik. Olíufélagið er enn leiðandi aðili í olíuviðskiptum í landinu. Vátryggingafélag íslands hf. sem að hluta til var byggt upp á granni Samvinnutryginga er eitt af tveimur sterkustu tryggingarfyrir- tækjum landsmanna. Samskip, sem reis á rústum skipadeildar SÍS hefur náð að festa JÖKULSÁ á Fjöllum Morgunblaðið/Arni Sæberg sig í sessi, sem raunveralegur keppinautur Eimskipafélagsins í skipaflutningum og land- flutningum. Nýtt flugfélag hefur risið upp, þar sem er Atlanta, sem senn fer á markað og veldur því, að ekki er lengur hægt að tala um einokun Flugleiða, þótt Atlanta stundi ekki áætlunarflug. Raunar er velgengni Atlanta eftirtektarverð á sama tíma og skiptzt hafa á skin og skúrir í starfsemi Flugleiða. Trygg- ingamiðstöðin hefur smátt og smátt verið að eflast þannig að nú er ekki lengur hægt að tala um tvö aðal tryggingarfélög heldur era þau að verða þrjú. Á þessum áratug hafa orðið til tvær öflugar smásölukeðjur, þar sem er Baugur, sem er byggður á granni Hagkaups og Bónuss og Kaupás, sem er byggður á granni Nóatúns og Kaupfélags Arnesinga. Jafnframt hafa orðið til öflug eignarhaldsfyiTrtæki á borð við Eign- arhaldsfélag Alþýðubankans og Hof hf., sem er eignarhaldsfélag Hagkaupsfjölskyldunnar. Á fjölmiðlamarkaðnum hafa orðið til tvö umsvifamikil fjölmiðlafyrirtæki auk Árvakurs hf. útgefanda Morgunblaðsins, þar sem era Fijáls fjölmiðlun hf., sem gefiir út tvö dag- blöð, og Norðurljós hf., sem er orðið kjaminn í viðskiptasamsteypu Jóns Ólafssonar. I útgerð og fiskvinnslu hafa kraftmiklir einstaklingar byggt upp öflug fyrirtæki eins og Samherja hf., Þormóð ramma - Sæberg hf. og Isfélag Vestmannaeyja hf. Islenzk erfðagreining undir forystu Kára Stefánssonar er að verða afl í viðskiptalífinu. Margt bendir til að þegar það fyrirtæki fer á markað verði Eimskipafélag íslands ekki lengur það fyrirtæki, sem er hæst að mark- aðsvirði á hlutabréfamarkaðnum hér. Og fyr- ir viku kynnti Morgunblaðið þjóðinni í fyrsta sinn þann íslending, sem haft hefur meiri við- skiptaumsvif á alþjóðavísu en nokkur annar, Gunnar Björgvinsson, sem hefur um langt skeið keypt og selt flugvélar í stóram stíl og hefur um nokkurn tíma stundað fjárfestingar hér á landi. Þegar á allt þetta er litið fer ekki á milli mála, að sú mynd, sem Morgunblaðið dró upp veturinn 1990 og vitnað var til hér að framan er gjörbreytt. Þeir tímar eru liðnir. Nýir tím- ar era gengnir í garð. Ný andlit, ný nöfn, nýr kraftur, nýtt blóð, era komin til sögunnar. Valddreifingin í viðskiptalífinu blasir við - en henni og kvótakerfinu fylgja ný vandamál. „ÍSLENZKA ÞJÓÐRÍKIÐ íslenzka a*ð Þ*að er 'A 'l 'A °kki hollt fyrir það að vera PJOOriKlO í höndunum á mjög fáum aðilum,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra í samtali við frétta- mann ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, föstu- dagskvöld. Þetta era orð að sönnu. Um leið og Ijóst er að valddreifingin í við- skiptalífinu er orðin svo mikil, að ekki er lengur ástæða til að hafa áhyggjur af yfir- burðastöðu eins aðila á borð við Éimskipafé- lagið-Burðarás og tengd fyrirtæki, gætir augljósrar tilhneigingar hjá nýjum aðilum til þess að taka höndum saman og stuðla þar með á ný að þeirri stöðu í viðskipta- og at- vinnulífi, sem Morgunblaðið lýsti áhyggjum yfir í byrjun þessa áratugar. Þetta kemur skýrt fram í þeim viðskiptum, sem fram hafa farið með hlutabréfin í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Yfirlýst markmið ríkisstjómarinnar var og er að stuðla að dreifðri eignaraðild að banka- kerfinu við einkavæðingu þess. Það era sömu markmið og þeir Jakob Möller og Jón Þor- láksson lýstu á stofnfundi Eimskipafélagsins árið 1914. Fyrsta skrefið í átt til þeirrar einkavæðingar var sala á 49% hlut í FBA á síðasta ári. Þegar í ljós var komið, að spari- sjóðfrnir og tengdir aðOar höfðu eignazt um fjórðung í bankanum eftir þá hlutabréfasölu höfðu menn ekki miklar áhyggjur af því fyrst og fremst vegna þess hvers konar fyrirtæki sparisjóðirnir era. Að vísu má fjalla í löngu máli um það hveijir eigi sparisjóðina en það er annað mál. Sú ákvörðun sparisjóðanna að selja hlutabréfin með þeim hætti, sem gert var kom hins vegar almenningi í opna skjöldu og sýnir svo ekki verður um villzt, að nú gætir á ný tilhneigingar hjá aðilum í við- skiptalífinu til þess að taka höndum saman og mynda fámennar viðskiptablokkir, sem gera tilraun til að kaupa allt, sem hönd á festir, hvort sem það er falt eða ekki. Sú mynd, sem nú blasir við eftir sölu spari- sjóðanna hefur hleypt öllum áformum ríkis- stjórnarinnar um einkavæðingu bankakerfis- ins í uppnám. Þjóðin mun einfaldlega ekki sætta sig við að það gerist í bankakerfinu öllu, sem virðist vera að gerast í FBA, að ör- fáir aðilar í viðskiptalífinu nái að ráða bank- anum í krafti fjórðungs hlutafjár vegna þess að hlutabréfin að öðra leyti dreifast á margra hendur og þá skiptir engu máli hverjir þeir aðilar era. Ábyrgð forráðamanna sparisjóð- anna er því mikil og ákvarðanir þeirra óskilj- anlegar. Þessi framvinda mála kemur í kjölfarið á þeirri þróun, sem orðið hefur í sjávarútvegi í skjóli kvótakerfisins. Það er augljóst, að kvótinn er að færast á æ færri hendur. Það geta verið rök fyrir því vegna hagræðingar í útgerðinni. En alger forsenda þess, að þjóðin geti sætt sig við þá niðurstöðu, er að greiðsla komi í almannasjóði fyrir aðgang að auðlind- inni, þ.e. að menn ráðskist ekki með þjóðar- auðlindina eins og hún sé þeirra eign. Það er hún ekki og verður vonandi aldrei. En þeir eiga að nýta hana gegn gjaldi sem bezt kunna til verka. Ef nú stefnir í það vegna óbreytts kvóta- kerfis og nýrrar þróunar til valdasamþjöpp- unar í viðskiptalífinu eftir valddreifingu und- anfarinna ára að þjóðarauðurinn komist á fárra hendur er kominn tími til að Alþingi og ríkisstjóm taki í taumana og geri ráðstafanir til þess að beina þessari atburðarás í annan farveg. „Islenzka þjóðríldð er þannig vaxið, að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum." „Á þessum áratug hefur smátt og smátt skapazt nýtt jafnvægi á milli einkafy rirtækj - anna. Fyrirtækja- samsteypa Eim- skipafélagsins er ekki lengur alls- ráðandi. Hún er einungis ein af mörgum sterkum viðskiptasam- steypum, sem hafa komið til sögunnar. Hún býr vissulega yfir miklum styrk en heldur ekkert um- fram það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.