Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Cö •QJC CD "O cr) xO O < uí 'D Z »8 ec inni Bankástræti 9 • Sími 551 1088 Stúlkan í skóginum ERLENDAR BÆKUR Spennusaga STÚLKAN SEM ELSKAÐI TOM GORDON „THE GIRL WHO LOVED TOM GORDON eftir Stephen King. Hodder og Staughton 1999. 213 síður METSÖLUHÖFUNDUR heims- ins, Stephen King, hefur sent frá sér enn eina bókin sem farið hefur beint á metsölulistana. Hún heitir Stúlkan sem elskaði Tom Gordon eða „The Girl Who Loved Tom Gor- don“ og er að sumu leyti óvenjuleg frá hendi höfundarins. Fyrir það fyrsta er hún stutt, aðeins rúmar tvö hundruð síður, en venjulegast lyftir hann ekki fingri fyrir minna en flmm hundruð síður. I öðru lagi segir hún í rauninni aðeins frá einni persónu, níu ára gamalli stúlku sem villist í skógarferðalagi frá móður sinni og bróður; sagan lýsir nær al- farið hugsunum stúlkunnar. I þriðja lagi er hún laus við allt það sem má heita yfimáttúrlegt og óraunsætt og ofhlaðið. King er bestur þegar hann sleppir slíku og Stúlkan sem elskaði Tom Gordon virkar sem fín- asta spennusaga frá höfundi í stöðugri leit að betrun. Einskonar Rauðhettusaga Hið agaða tvö hundruð síðna form á vel við King. Hann heldur sér við efnið og tekst giska vel að lýsa með fáum orðum og knöppum stíl (eins og hann getur orðið í hönd- um Kings) þeirri skelfílegu reynslu sem stúlkan verður fyrir þegar hún kemst að því að hún er týnd í skóg- inum, stendur allt í einu frammi fyr- ir nær óyfirstíganlegum erfiðleikum og ótta og á fyrir höndum lífshættu- lega ferð 1 gegnum ógnvekjandi skóginn. Stúlkan sem elskaði Tom Gordon er auðvitað einskonar Rauðhettusaga, þroskasaga stúlkunnar þar sem stóri ljóti úlfur- inn er aldrei langt undan, og sést best á upphafsorðum sögunnar: „Veröldin hafði tennur og gat bitið þig með þeim hvenær sem henni sýndist. Trisha McFarland komst að því þegar hún var níu ára. Týnd í skóginum.“ Trisha litla hefur á einhvem hátt orðið útundan í fjölskyldunni eftir skilnað. Hún er þæga, rólega stelp- an sem engum finnst að þurfi að sinna sérstaklega. Stóri bróðir hennar, Pétur, fær alla orkuna, enda leiðindaþurs með allt á hom- um sér, sífellt að rífast við lang- þreytta móður sína. Og það er einmitt á meðan á einu slíku rifrildi stendur þegar móðir þeirra fer með systkinin í skógarferð, að Trisha beygir af skógarstígnum tii þess að pissa. Hún ætlar ekki að vera lengi og er viss um að geta snúið til baka en áður en hún veit af er hún týnd og eins og sagt er, tröllum gefin. Li'fið er hafnabolti King skortir ekki hugmyndaflug svosem kunnugt er og innsæi hans er gott. Hann virðist eiga í litlum erfiðleikum með að setja sig inn í hugarheim níu ára stúlku og láta það líta út sæmilega sannfærandi. Stundum reyndar er eins og stúlkan sé fullþroskuð fyrir sinn aldur, eins og hún sé of mikið með á nótunum, skilningur hennar of þroskaður, en í heildina tekið vinnur King ágætlega úr efniviðnum og þeirri lífsreynslu sem stúlkan verður fyrir. King byggir söguna upp eins og hafnaboltaleik, sem er uppáhaldsí- þróttagrein Trishu og sá heimur sem hún hverfur til í raunum sínum. Kaflaheitin vísa til kaflaskiptinga í hafnabolta og hafnaboltakappinn Tom Gordon, sem titillinn vísar til, verður hennar leiðarljós í gegnum skóginn (King getur þess sérstak- lega í eftirmála að Gordon sé til og spili með Boston Red Sox). Hann er frægur fyrir að landa sigrum og það verður hennar markmið einnig, að landa sigri. Ferð Trishu í gegnum skóginn verður að einskonar hafna- boltaleik en í leiðinni fjallar King um hlutverk átrúnaðargoðsins í lífi stúlkunnar (og lífi okkar allra) og áhrif íþróttarinnar á lífsýn hennar, einkum sambandið við föðurinn. Á endanum vill King að við stönd- um upp og hrópum á litlu hetjuna að klára leikinn. Eflaust nær hann þeim áhrifum hjá einhverjum les- andanum. Það er fengur að þessari „litlu“ sögu fyrir alla aðdáendur Stephens Kings. Arnaldur Indriðason Söngdagskrá með léttu ívafi í Sigurjónssafni Á TÓNLEIKUM í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar á þriðjudag kl. 20.30 koma fram þær Gerður Bolladóttir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanó- leikari. Efnisskráin er Qölbreytt og með léttu ívafi en þær munu flytja verk eftir Claude Debussy, Robert Schumann, Richard Wagner, Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Edvard Grieg. Einnig munu þær flytja aríur úr þremur óperum; Fást eftir Charles Gounod, Adriana Lecou- vreur eftir Francesco Cilea og loks Osteria eftir Giuseppe Lillo. Gerður Bolladóttir hefur sung- ið með óperukór háskólans í Indiana, Bloomington, þar sem hún hefur stundað nám undan- farin fjögur ár og tekið þátt í uppfærslum á hans vegum. Hún hefur auk þess komið fram sem einsöngvari í ýmsum kirkjum hér heima og haldið einsöngstónleika í Hóladómkirkju og í Listasafni ASÍ í Reykjavík. Júlíana Rún hefur haldið tón- leika víða um land og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Árið 1995 hlaut hún Tón- vakaverðlaun Rikisútvarpsins. ÞÆR stöllur, Gerður BoIIadóttir og Júliana Rún Indriðadóttir koma víða við á tónleikum sínum í Siguijónssafni á þriðjudag. Verkjameðferð Wittgensteins BÆKUR Fræðirit Bláa bókin eftir Ludwig Wittgen- stein. 1998. Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag. 250 bls. Þýtt hefúr Þórbergur Þórsson. ÞAÐ var löngu kominn tími til að gefa út bók eftir Ludwig Wittgen- stein á íslenzku. Ég held að það leiki ekki á tveimur tungum að Wittgenstein er sennilega merkasti heimspekingur þessai-ar aldar og um leið að líkindum sá sérkennileg- asti. Þótt honum hafi ekki tekist að koma frá sér nema einni bók meðan hann var á dögum þá hefur komið út eftir hans dag hver bókin á fætur annarri sem nemendur hans og vin- ir hafa sett saman úr handritum og seðlasöfnum sem hann skildi eftir sig. Hann hafði þó fullunnið eina bók þegar hann lézt árið 1951, Heimspekilegar rannsóknir. Bláa bókin sem er helmingur af Bláu og brúnu bókunum en þær eru venju- lega gefnar út saman var þó handrit sem Wittgenstein hafði látið frá sér fara til nemenda sinna en hann las hana fyrir í kennslustundum vetur- inn 1933-34. Bláa bókin er prýðileg byijun á útgáfu á verkum Wittgen- steins en í henni orðar hann fjölda- margar af þeim kenningum sem hann hefur orðið frægur fyrir þótt þær séu þar ekki í sinni lokamynd. Hafi einhver kenning hans einhvem tíma fengið á sig endanlega mynd þá hlýtur það að vera í Heimspeki- legum rannsóknum. Þorsteinn Gylfason ritar góðan og skemmtilegan formála að bókinni þar sem hann fléttar saman ævisögu Wittgensteins og kenningar og túlk- un sína á einu lykilatriðinu í því að skilja Wittgenstein: er til fyrri og síðari Wittgenstein? Það sem átt er við með þessari spumingu er hvort Wittgenstein hafi skipt um skoðun í veigamiklum atriðum þeirra kenn- inga sem hann setti fram í einu bók sinni sem kom út meðan hann var á dögum, Rökfræðilegri ritgerð um heimspeki. Til að komast að niður- stöðu um það efni þarf Þorsteinn að rekja ýmsar af mildlvægustu kenn- ingum Wittgensteins, lýsa hvemig þær birtast í fyrstu bókinni og bera þær saman við það sem kemur fram í síðari verkunum. Það má heita að það hafi verið viðtekin skoðun lengi vel að Wittgenstein hafi skipt um skoðun í höfuðatriðum frá Rökfræði- legu ritgerðinni og í Heimspekileg- um rannsóknum. Það er ekki undar- legt að menn hafi lengi vel hneigst að því að halda það. Bækumar eru gerólíkar og ýmsar skoðanir sem haldið er fram í seinni bókinni virð- ast stangast á við það sem sagt er í þeirri fyrri. I síðari bókinni til dæmis er rökstudd sú hugmynd að merking orðs sé beiting þess en í þeirri fyrri heldur Wittgenstein því fram að setning sé mynd sem hefur verið nefnd myndakenningin um merk- ingu setninga. Það virðist við fyrstu sýn a.m.k. ekki auðvelt að samræma þessar kenningar. En Þorsteinn leið- ir fram sannfærandi rök fyrir því að líta beri svo á að í grundvallaratrið- um hafi Wittgenstein ekki skipt um skoðun á merkingu. Það gerir hann meðal annars með því að fara yfir þverstæðu Wittgensteins sem bandaríski heimspekingurinn Saul Kripke hefur rökrætt um af umtals- verðri snilld og mér virðist Þorsteinn hafa rétt fyrir sér í því að þverstæð- an sem Kripke telur sig geta lesið út úr verki Wittgensteins sé ekki þar. Eins og kemur fram í fyrstu setn- Ludwig Wittgenstein. Teikning eftir Levine. ingu bókarinnar „Hvað er merking orðs?“ þá er merking helzta við- fangsefni Bláu bókarinnar. Wittg- enstein skoðar vandlega hvað felst í því að skilja ólíkar gerðir af setn- ingum eins og staðhæfingar og skipanir og hann skoðar líka merk- ingu ólíkra tegunda af orðum, sagna eins og að vita, túlka og hugsa, litar- orða eins og rauður. Það má orða það svo að Wittgeinstein takist að finna í hverju dæminu á fætur öðru heimspekileg vandamál eða mis- skilning sem virðist óhjákvæmileg- ur við skilning orðanna og setning- anna þar sem þær koma fyrir. Það má jafnvel orða það svo að Wittgen- stein sé sífellt að berjast við eðlileg- an skilning orðanna. Honum verður tíðrætt nokkuð um verki, sérstaklega tannpínu. Ef ég man rétt þá voru nemendur Wittgensteins uppnefndir tannpínu- klúbburinn vegna stöðugra rök- ræðna um heimspekilegt eðli tann- pínu. En af því að heimspeki var stöðug glíma við tjáningarmáta tungumálsins í því skyni að losa sig við þær óhjákvæmilegu blekkingar sem tungumálið kom inn hjá okkur þá má kannski segja að heimspeki hafi verið eins konar verkjameðferð fyrir Wittgenstein. En í þeim athugunum sem hér má sjá á orðum um sálarlíf er að finna upphafið að umbyltingu Witt- gensteins á skilningi á sálarlífi, upp- götvun á þeim rökum sem eru að gerbreyta þeim skilningi á sálarlífi sem hefur verið viðtekinn frá Descartes á 17. öld. Það er ekkert endilega útséð um það að skoðun Wittgensteins verði ríkjandi en rök hans, tilgátur og ályktanir eru mjög glæsileg glíma við þennan lykilþátt í mannlegu eðli sem sálarlífið er. Til að gefa til kynna hve róttæk hug- myndin er þá má kannski líta til þess að við trúum því venjulega að við vitum að aðrir finni til með því að draga ályktun af breytni þeirra eða útliti. Hugmynd Wittgensteins er sú að við höfum beinan aðgang að sársauka annars í þeim skilningi að við þurfum ekki að draga ályktun um hann. Þetta er bæði spjöll og ótrúleg hugmynd. Mér virðist þýðingin hafa tekizt vel, er á eðlilegu máli eins og hæfir frumtextanum. En það koma fyrir setningar eins og: Ég óskaði mér eplis en ég er fullnægður af perunni (bls. 111). En það er sjaldan og truflar ekki. Textanum fylgja prýð- isgóðar útskýringar og atriðisorða- skrá sem er umtalsvert hjálpartæki. Útgáfan á þessari bók telst til tíð- inda á íslenzkum bókamarkaði. Guðmundur Heiðar Frímannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.