Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÞAÐ er enginn drungi og alvara í verkunum sem Atonal Future frumflytur í Iðnó á þriðjudaginn. Frumsamin tón- list í Iðnó Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs Þrettán tónleikar á kom- andi Tíbrártónleikum VLADIMIR Ashkenazy dvaldi í Salnum við æfingar í lok júlimánaðar. TÓNLISTARHÓPURINN Atonal Future heldur tónleika í Iðnó á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Verkin eiu sérsamin fyrir tónleikana af þremur tónskáldum hópsins, en einnig verður frumflutt Rapp 7 eftir Atla Heimi Sveinsson. Atonal Future er hópur ungra ís- lenskra tónlistarmanna sem sérhæf- ir sig í flutningi nýrrar íslenskrar tónlistar. „Það kom ekkert annað en íslensk tónlist til greina,“ segir Áki Ásgeirsson, eitt tónskáldanna. „Við erum nú einu sinni íslensk og lifum í nútímanum þannig að það segir sig sjálft.“ Hópurinn var stofnaður í fyrra og starfaði þá á vegum Reykjavíkur- borgar. Tónleikar hópsins í fyrra sumar voru vel sóttir, en þá var markmiðið að leika sem fjölbreyttast úrval af íslenskri tónlist, allt frá Sveinbirni Sveinbjarnarsyni til nú- tímans. „Núna eru þetta bara ný verk samin á þessu ári,“ segir Áki. Meðlimir Átonal Future eru tíu talsins og stunda margir hverjir LISTAHÓPURINN Artemisia opn- ar málverkasýning í Japis, Lauga- vegi 13, í dag, sunnudag, kl. 15. I Artemisia eru þær Anna Jóna, Dodda Maggý, Eva Engilráð og Margrét Rós sem ekki verður með í þetta sinn. Þetta er önnur sýning hópsins og er þemað að þessu sinni „Fólk“. Sýningin samanstendur af þremur stórum málverkum með sama litavali og af sömu stærð en er sjálfstæð túlkun listakvennanna þriggja. I fréttatilkynningu segir að þem- að tengist m.a. fjölbreytileika fólks- ins sem verslar í plötubúðum. Sýn- ingin er sérstaklega gerð með sýn- framhaldsnám í tónlist víðs vegar um Evrópu. Þau þekktust hins vegar öll frá námi sínu í Tónlistarskólanum í Reykjavík, þaðan sem þau útskrif- uðust flest í fyrra. „Verkin eru nútímaleg og það er mikill léttleiki yfir þeim,“ segir Hlynur Aðils Vilmarsson sem einnig semur verk fyrir hópinn. Hann bætir við að tónskáldin hafi líka öll smá bakgrunn í poppinu. „Reyndar er Atli einna mest poppaður af okkur,“ bætir Áki við, en báðir eru þeir sam- mála um að verkin einkennist hvorki af drunga né alvarleika. „Þetta er ekki alvarleg nútímatónlist," segir Áki og heldur áfram; „það er allt í lagi að það komi fram, fólk þarf ekki að vera mjög hrætt Jiess vegna.“ Þeir Hlynur segja verkin ólík og að erfitt sé að skilgreina þau. „Fólk þarf eiginlega bara að mæta á tón- leikana og heyra verkin,“ bætir Áki við. „En það er náttúrulega merki- Iegt að vera með tónleika þar sem öll verkin eni sérstaklega samin fyrir tónleikana." ingarvegginn í huga og er þetta önnur sýningin sem sett er upp á listaveggnum. Ennfremur segú' að sýningarað- staðan sé einn rauður veggur í plötubúðinni og sé ætlaður ungum, óþekktum listamönnum. Sýningar- rýmið bjóði einungis upp á tvívíð myndverk. Fyrirhugað er að sýningar verði á Rauða veggnum fram að jólum og mun hver sýning standa yfír í mán- uð. Þær hefjast á öðrum sunnudegi mánaðarins. Sýningin Fólk er opin alla daga eftir afgreiðslutíma verslunarinnar og stendur til 5. september. SÍÐARI áfangi byggingar Tónlist- arhúss Kópavogs er nú á lokastigi og Tónlistarskóli Kópavogs í þann mund að flytja aðsetur sitt í Tónlist- arhúsið í Hamraborg 6. „Þrátt fyrir mikið vinnuálag og fjölmörg verkefni sem hafa beðið úrlausnar, tókst samvinnufúsum iðnaðarmönnum að hafa hljótt um sig í nokkra daga í lok júlímánaðar, á meðan hinn virti píanóleikari, Vla- dimir Ashkenazy, dvaldi í Salnum við æfingar," segir Vigdís Esradótt- ir framkvæmdastjóri hússins. Hvað innra starf Salarins áhrær- ir, er allt kapp lagt á lokafrágang Tíbrár - tónleikaraðar Kópavogs. „Þau nýmæli verða tekin upp á nýju starfsári að nú er unnt að gerast áskrifandi að tónleikaröð Tíbrárinn- ar og geta tónleikagestir valið ákveðinn fjölda af þeim þrettán tón- leikum sem í boði eru á starfsárinu. Nýtt miðasölukerfi verður tekið í notkun og verða númeruð sæti. Eft- irlaunaþegar, námsmenn og öryrkj- ar fá afslátt af miðaverði og börn 12 ára og yngri fá ókeypis í fylgd með fullorðnum," segir Vigdís. Söngtónleikar marka upphaf Tí- brár á komandi vetri. Þar koma KVIKMYIVDIR Regnboginn VÍRUS „VIRUS“ ★% Leikstjóri: John Bruno. Handrit: Chuck Pfarrer og Dennis Feldman. Kvikmyndatökustjóri: David Eggby. Tónlist: Joel McNeely. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Jamie Lee Curtis og William Baldwin. 1999. EINN af fyrrverandi samstarfs- mönnum James Camerons, Gale Ann Hurd, framleiðir þennan vís- indaskáldskap og hefði vel mátt vera frumlegri. Vírus er næstum því nákvæmlega eins og önnur gersamlega andlaus nýleg B-mynd sem heitir „Deep Rising" en báðar gerast á rúmsjó og segja frá furðu- legum atburðum um borð í stórum, vélarvana skipum. I tilfelli Vírusar hefur vera utan úr geimnum tekið sér bólfestu í rússnesku rannsókn- arskipi og drepið allt sem hrærist og eiga sjómenn sem koma að skipinu mannlausu fótum fjör á launa. Myndin er að öllu leyti gerð fram söngvaramir Kristinn Sig- mundsson bassbaríton og Gunnar Guðbjörnsson tenór, ásamt Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur sópran, Signýju Sæmundsdóttur sópran, Ingveldi Ýr Jónsdóttur mezzósópr- an og Jónasi Ingimundarsyni píanó- leikara. Þau munu m.a. flytja sígild- eftir gjörnýttri formúlunni þar sem fámennur hópur í einangr- uðu og hættulegu rými tekst á við ókunn og banvæn öfl. Spurningin er aðeins hvernig tekst að vinna úr klisjunni og í Vírusi tekst það ekki sérlega vel. Það er heilmikið um læti og djöfulgang en spennan er hverfandi og skemmtigildið eftir því; flestallt í þessari mynd hefur maður séð áður og betur gert. Geimveran, sem tekið hefur sér bólstað í rannsóknarskipinu, notar mannsbúka og rafmagnstæki til þess að sjóða saman eins konar varðmenn í kringum sig og býður það upp á furðutól ýmiskonar en virkar aldrei ógnvekjandi. Donald Sutherland er hálfvitalegur skip- stjóri sem gerir ekki annað en að taka rangar ákvarðanir. Jamie Lee Curtis er í Sigourney Weaver hlut- verkinu sem hið ósigrandi hasarkvendi myndarinnar. Vírus er dæmigerð formúlu- mynd sem kemur í engu á óvart. Arnaldur Indriðason ar aríur, dúetta, tríó og kvartetta úr Perluköfunmum, Rigoletto, Töfraflautunni, Öskubusku og Ævintýrum Hoffmanns. Tónleikarnir eru í Salnum þriðju- dagskvöldið 17. ágúst kl. 20:30 og fimmtudagskvöldið 19. ágúst kl. 20:30. Hlutur feg- urðarinnar á Mokka NÚ stendur yfir sýning Söru Björnsdóttur á Mokka. Sýn- ingin hefur yfirskriftina Hlut- ur fegurðar og gefst gestum kaffihússins kostur á að velja fegursta hlutinn. Verkið sam- anstendur af 19 litlum tré- skúlptúrum. Sýningin stendur til 5. sept- ember og mun þá hlutur feg- urðarinnar koma í Ijós, segir í fréttatilkynningu. Ritgerða- samkeppni TMM SKILAFRESTUR í ritgerða- samkeppni Tímarits Máls og menningar, „Islensk menning í aldarlok" rennur út 1. sept- ember. Samkeppnin er haldin í tilefni sextugsafmælis TMM. Artemisia í Japis Geimvera tekur yf- ir rannsóknarskip Vestfjarðaleið Ferðaskrifstofa Skógarhlíð 10 ^atÍarlæM/ st. o.9! st. John's er 100 g Brottför frá Keflavik: 8.nóv.kl.6.40og heim 10. nov.kl. 23.50 Brottíörfrá Keflavík: 29.nóv. kl. 6.40 og heim1.des.kl. 23.50 28.900,- ^Pa fslætttt fcókamr W. ’n"rta’ið úVÍrr a Ho.id av fyrir 15. septn.k. Simi 562-9950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.