Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 42
$2 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRLAUG GUÐNÝ
BJÖRNSDÓTTIR
+ Þórlaug Björns-
dóttir fæddist í
Hrísey 31. mars
1907. Hún lést 23.
júli siðastliðinn á
dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri.
Foreldrar hennar
voru hjónin Signý
Margrét Sæmunds-
dóttir, f. 3.8. 1864,
d. 26.10. 1949, og
. Björn Bjartmars-
'son, f. 10.10. 1861,
d. 22.4. 1923 bóndi
og sjómaður á
Skriðulandi í Arn-
arneshreppi og víðar í Eyja-
firði. Systkini Þórlaugar, sem
öll eru látin, voru: Axel, Unnur,
Karl, Bjartmar og Júlíus hálf-
bróðir samfeðra. Fóstursystir
hennar var Ingibjörg Björns-
dóttir búsett á Akureyri.
Þórlaug giftist Mikael Ein-
Mig langar í örfáum orðum að
minnast ömmu minnar, Þórlaugar
Björnsdóttur.
Eftir því sem árunum fjölgar gerir
-ájpaður sér betur grein fyrir því hvað
hamingjurík og áhyggjulaus æska er
mikilvæg fyrir mótun hvers einstak-
lings og lífshamingju. Að eiga góðar
bernskuminningar er eitt dýr-
mætasta og mikilvægasta veganesti
fyrir lífið sjálft.
í nokkur skipti dvaldi ég hluta úr
arssyni, f. 2.9. 1914,
d. 19.1. 1996, frá
Jaðri í Glerárþorpi
á Akureyri og eru
dætur þeirra: 1)
Guðbjörg Margrét
Stella, gift Roland
Möiler og eiga þau
eina dóttur og fóst-
urson 2) Aðalheiður
Ingibjörg, en henn-
ar maður var
Trausti Jóhannsson.
Börn þeirra eru
tjögur. Dóttir Þór-
laugar og Ágústs
Kvaran, f. 16.8.
1894, d. 30.1. 1983, er Hjördís,
gift Gunnlaugi Briem og eiga
þau fjögur börn. Barnabörn
Þórlaugar eru tíu og barna-
barnabörn 23.
Þórlaug var jarðsett frá Gler-
árkirkju 5. ágúst og fór útförin
fram í kyrrþey að hennar ósk.
sumri á Akureyri hjá ömmu minni og
eiginmanni hennar, Mikael Einars-
syni, sem ég kallaði gjarnan afa.
Hann lést fyrir þremur og hálfu ári.
Frá þessum tíma á ég yndislegar
minningar. I huga mínum var veðrið
alltaf gott og sólin skein á litla húsið
þeirra sem bar nafnið Jaðar. Túnið
var stórt og þar voru margir blóm-
vendirnir tíndir sem enduðu á eld-
húsborðinu hennar ömmu. Við húsið
voru há tré sem gaman var að klifra í
DAGBJÖRT
„ GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Dagbjört Guð-
mundsdóttir
fæddist í Keflavík
20. febrúar 1908.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 2.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Guðmundsson sjó-
maður, f. 1886 á
Grímsstöðum
Landeyjum, d. 1907,
og Anna Sigríður
Sveinsdóttir, f. 2.
ágúst 1888 á Stóra
Hólmi í Leiru, d.
1918. Hinn 3. júli 1930 giftist
hún Þorleifi Jónssyni loftskeyta-
manni, f. 6. janúar 1909, d. 3.
júlí 1987. Foreldrar hans voru
Jón Þorleifsson,
kirkjugarðsvörður í
Hafnarfirði, og Guð-
laug Oddsdóttir.
Börn þeirra: Þóra
Eygló Þorleifsdóttir
hárgreiðslumeist-
ari, maki Páll S.
Jónsson rafvirki;
Jón Norðíjörð raf-
virki, maki Svava
Gunnarsdóttir hús-
móðir. Fóstursonur:
Jón Pálsson vél-
virki, maki Salome
Kristín Jakobsdóttir
húsmóðir.
Utför Dagbjartar fer fram frá
Garðakirkju mánudaginn 9.
ágúst og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Það verður enginn héraðsbrestur
þótt háöldruð kona kveðji þennan
heim, samt hugsa ættingjar og vinir
með trega til þeirra sem horfnir eru.
Svo lengi sem ég man kynni okkar
konu minnar Þóru, minnist ég móður
hennar Dagbjartar sem nú er kvödd
hinstu kveðju. Mér var tekið þar opn-
um örmum af þeim báðum tengdafor-
eldrunum. Eg kynntist þeim fyrst á
Hringbraut 105 þar sem þau bjuggu.
Það var mitt lán að eiga samleið
igieð Dagbjörtu nær því í hálfa öld.
Eg eignaðíst heimili hjá þeim fyrst
og var það notalegt. Ég hafði verið í
námi við lítil efni eins og títt var um
unga menn utan af landi á þeim tíma.
Seinna byggðum við hlið við hlið í
Garðabænum. Þar bjuggu fjölskyld-
urnar í nánu sambandi sem ein væri.
Þau Dagbjört og Þorleifur ólu upp
elsta son okkar Þóru, og reyndust
honum sem bestu foreldrar, sem og
hinum börnum okkar afi og amma.
Dagbjört var glæsileg kona og
dugleg svo af bar allt fram á efri ár.
Þessi fáu kveðjuorð mín eiga að vera
þakklæti mitt til hennar, hún reynd-
ist mér ávallt sem önnur móðir, um
leið þakka ég Dagbjörtu fyrir alla
tryggð og kærleika við mig og mína.
Guð blessi minningu Dagbjartar
Guðmundsdóttur.
Páll S. Jónsson.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
og í litlum reit leyfði amma okkur
bömunum að rækta ýmsar plöntur
og búa til skreytingar. Á bak við hús
var afi með hesta og höfðu þeir mikið
aðdráttarafl.
Amma mín var hlý og yndisleg
kona og hugsaði einstaklega vel um
okkur bamabörnin. Hún var mjög
trúrækin og kenndi mér margar bæn-
ir og vers er hún sat hjá mér þegar ég
var háttuð í tandurhreint og ilmandi
rúmið. Þegar ég átti að vera sofnuð
heyrði ég hana sjálfa fara með bæn-
irnar sínar. Á morgnana vaknaði ég
við að amma var að sýsla í eldhúsinu
en þar vora ávallt miklar kræsingar á
borðum. Bar ég þess merki þegar ég
kom aftur suður, bústin og sælleg.
Amma gaf sér líka góðan tíma til að
ræða við okkur um lífið og tilverana í
eldhúsinu sínu en hún var fremur al-
vöragefin kona sem lét sér annt um
bæði menn og málefni og hafði á
hvora tveggja ákveðnar skoðanir.
Eftir að ég komst á unglingsárin
fór ég sjaldnar norður og hitti ömmu
mína því ekki eins oft en í hvert
skipti sem ég kom var það jafn nota-
legt og alltaf fékk ég þær yndisleg-
ustu móttökur sem hægt er að hugsa
sér. Amma flutti á dvalarheimilið
Hlíð fyrir nokkram áram og bjó þar
við gott atlæti til dauðadags. Þar var
hún mjög dugleg að mála á lín og eig-
um við eftir hana fallega dúka og
svuntur, auk þess eiga dætur mínar
boli sem þær era afskaplega stoltar
af að vera í, af því að langamma mál-
aði á þá fallegar myndir.
Ég kveð þig nú, amma mín, hafðu
hjartans þökk fyrir allt. Minningarn-
ar sem ég á um þig og með þér era
mér dýrmætar og munu lifa um
ókomna tíð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Áslaug Briem.
Elsku Þórlaug. Mig langar í örfá-
um orðum að þakka þér fyrir þær
stundir sem ég átti með þér. Þær
vora langflestar á Akureyri, á Jaðri,
litla húsinu ykkar Mikka sem alltaf
var gott að heimsækja. Ég var svo
heppin að kynnast þér sem lítil stelpa
þar sem ég var þorpari, húsin þar
ekki mörg, svo allir þekktu alla. Þeg-
ar ég fór að vinna í kjörbúðinni í
Höfðahlíð komst þú yfirleitt á hverj-
um morgni og keyptir fisk til að sjóða
í hádeginu, spjallaðir á þinn yfirveg-
aða hátt og hjálpaðir mér að fínna
besta hráefnið í fiskbakkanum. Þá
vissi ég ekki að ég ætti eftir að tengj-
ast inn í þína fjölskyldu en þegar sú
stund kom, tókst þú þétt utan um
mig og lýstir ánægju þinni með ráða-
haginn.
Þér fannst gott að dóttursonurinn
næði í Akm-eyring og ekki verra að
hún var úr þorpinu.
Við áttum mörg góð samtöl í eld-
húsinu á Jaðri, þar sem þú lýstir
skoðunum þínum á mönnum og mál-
efnum á mjög fordómalausan hátt.
Þú sást alltaf það besta í öllum.
Fjölskyldan skipti þig mikli máli
og varðst þú að fá upplýsingar um
alla, sérstaklega sunnanfólkið sem þú
sást sjaldan. Inga og fjölskylda vora
alltaf stór hluti af þínu lífi og veit ég
að þú mast mikils hvað þau gerðu
fyrir þig og Mikka.
Ég veit, Þórlaug mín, að þú varst
tilbúin að kveðja þetta líf, sátt við
Guð og menn.
Við Gulli, Aníta og Katrín kveðjum
þig og hugsum til fjölskyldunnar þar
sem við getum ekki verið við jarðar-
förina, en vitum að það verður vel
tekið á móti þér þar sem þú ert núna.
Erna Þórarinsdóttir.
Elsku amma. Síðast þegar ég sá
þig vissi ég að ég væri að kveðja og
það var eitt það erfiðasta sem ég hef
þurft að gera. Ég gat ekki ímyndað
mér að fá aldrei að sjá þig aftur, en
nú veit ég og ég fann það strax að þú
ert með mér, þú og Mikki. Ég veit að
þér líður vel núna, loksins fékkstu
hvíldina og getur dreift allri þinni
hlýju, ást og góðmennsku til allra
þama uppi.
Ég sakna þín, amma mín.
Aníta Briem.
JÓNÍNA
ÞÓRÐARDÓTTIR
MATTHÍAS
EINARSSON
+ Jónína Þórðar-
dóttir fæddist í
Hæðargarði hinn
3. júní 1911. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 24.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Víkur-
kirkju 7. ágúst.
Matthías Einars-
son fæddist í
Þórisholti í Mýrdal
24. maí 1904.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Iljalla-
túni 3. janúar siðastliðinn og fór
útför hans fram frá Víkurkirkju
9. janúar.
Mig langar að minnast ömmu og
afa í Vík og þakka þeim allar góðu
stundimar í gegnum árin.
Það era ekki miklar vegalengdir á
milli húsa í Vík og þess nutum við
bræðumir, og síðar bömin mín, að
geta oft heimsótt ömmu og afa í
Nausthamri. Þar var alltaf gott að
koma og vel tekið á móti öllum.
Amma átti alltaf eitthvað gott handa
smáfólkinu og passaði vel upp á að
enginn færi svangur út, hún eldaði
og bakaði þann besta mat sem til
var. Gönguferðirnar hans afa niður
að sjó vora margar og ævintýri lík-
ast að fara með honum. Afi hafði líka
mjög gaman af að tefla og var ólatur
við að kenna okkur mannganginn.
I Nausthamri hafði afi sitt smíða-
herbergi sem alltaf var kallað uppi í
Everest og kenndi þar margra
grasa, þar naut afí sín vel við að
smíða og lagfæra ýmsa hluti úr tré.
Hann talaði oft um Kötlugosið 1918
og hamfarirnar sem urðu þá og hefði
öragglega fylgst vel með því sem nú
er að gerast í Mýrdalsjökli ef hann
væri á lífi.
Amma bjó yfir endalausri þolin-
mæði en stundum þegar brenndar
voru næfrar í stofunni var henni nóg
boðið og vorum við vinsamlega beðin
að gera þetta annarsstaðar.
Þær vora óteljandi allar góðu sam-
verastundirnar með ömmu og afa og
getum við aldrei þakkað þær nógu
vel.
Það er ómetanlegt fyrir börn að
alast upp í nánu sambandi við ömm-
ur og afa og þess nutum við í mörg
ár þar til amma og afi létust með
nokkurra mánaða millibili, hann í
janúar og hún í júlí.
Elsku amma og afi, takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an.
Legg ég nú bæði Iíf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðastþegarégsofnafer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Matthías Jón Björnsson
og fjölskylda.
Elsku amma og afí, margs er að
minnast á liðnum áram, umhyggja
og ást ykkar á okkur bræðranum er
ómetanleg og erfitt að kveðja ykkur
bæði og einnig Sæmund afa, á þeim
sjö mánuðum sem liðnir era af þessu
ári. Mamma og pabbi bjuggu sín
fyrstu ár heima hjá ykkur og þar
fæddist Matti bróðir. Ömmu fannst
sjálfsagt að passa hann svo mamma
gæti unnið úti á meðan þau vora að
byggja sér hús hér í Vík.
Við bræðumir voram alltaf með
annan fótinn á ykkar heimili enda
stutt að fara vesturúr, eins og við
kölluðum það, því gott var til ykkar
að leita ef eitthvað vantaði, hvort
sem það var til að fá eitthvað í
svanginn eða ef okkur vantaði pen-
inga fyrir nammi, flugeldum eða
öðra slíku, þá var það auðsótt mál.
Amma prjónaði á okkur margan
sokkinn og vettlinginn þegar við vor-
um litlir og ef þurfti að stoppa í
sokka eða gera við föt vissum við
alltaf hvert átti að fara.
Mörg vora matarboðin hjá henni
ömmu og þótti sumum nágrönnum
nóg um „átroðninginn hjá henni
Jónu“ en þessi átroðningur, sem
sumum fannst, var það sem hún
bauð upp á því alltaf vildi hún vera
að bjóða okkur til sín. Það þótti
sjálfsögðu skylda að koma við hjá
þeim og kveðja og fá kannski fullt
box af pönnukökum í nesti þegar far-
ið var í sumarbústaðinn þegar við
voram litlir, og eins þegar komið var
heim, þá var kíkt inn og látið vita að
drengirnir væra komnir.
Afí var góður smiður og vel og
traustlega gert það sem hann smíð-
aði. Við bræður byggðum nokki’ar
göngubrýr með öðram strákum yfir
Víkurá því þær tók stundum af í
vatnavöxtum. Að verki loknu var afi
fenginn á staðinn til að taka verkið
út og vígja brúna með því að klippa á
borða.
Það var ömmu og afa mikið áfall
þegar Sæmi bróðir lést af slysföram
fyrir fimm áram en það gladdi ömmu
mjög að hann hafði verið í matarboði
hjá henni daginn sem hann lést. Sól-
argeisli í lífi þeirra varð svo Sædís
Birna, dóttir hans, sem fæddist 6
mánuðum eftir lát hans.
Það vora líka börn Matta bróður,
Kolla Magga, Þorvaldur og Ingi-
björg. Þess var beðið með óþreyju á
aðfangadagskvöld að þau kæmu í
heimsókn til mömmu og pabba en afi
og amma vora alltaf hjá okkur þá.
Okkur var svo öllum boðið til þeirra
á jóladag.
Elsku afi og amma, hafið þökk fyr-
ir allar góðu samverustundirnar.
Ingi Már Björnsson.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tlvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.