Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dr. Inga Þórsdóttir er ein af frum- herjum næringarfræðinnar hér á landi og ein örfárra kvenprófessora við Háskóla Islands. Hildur Friðriks- dóttir fann í samtali við Ingu að hún er full eldmóðs fyrir fagið, sem vekur vaxandi athygli nemenda og vilja fleiri komast að en hægt er að sinna. Næringarfræði hefur einnig hlotið aukinn áhuga innan atvinnulífsins og þá aðallega í tengslum við rannsóknir á innihaldi og hollustu matvæla. námi. Næringarráð- gjafar verða enn sem komið er að nema er- lendis. Muninum á matvæla- fræði, næringarfræði og næringarráðgjöf lýsir Inga í grófum dráttum þannig, að matvælafræðin sé meiri tæknigrein, þar sem áhersla er meðal ann- ars lögð á hráefni, vinnslu og geymsluþol. Næringarfræðin fjallar um áhrif matar og nær- ingarefna hans á lík- amsstarfsemina og í næringarráðgjöf liggur áherslan á mikilvægi góðs mataræðis við meðferð ýmissa kvilla og ráðgjöf í því sam- bandi. INGA ER ein þeirra skipulögðu sem koma ótrúlega miklu í verk og er fljót að skynja hvern- ig best er að hagræða hlutunum. Skal svo sem engan undra, því starfs- kröftum sínum deilir hún á milli margra verkefna eins og tíðkast um prófessora við Háskóla ísiands. Fyrir utan að vera formaður Manneldisráðs og forstöðumaður Næringarstofu Ríkisspítalanna hef- ur hún einnig byggt upp meistara- nám í næringarfræði innan matvæla- fræðiskorar og er leiðbeinandi nokk- urra meistaranema. I haust hefur deildin þurft að neita sex nemendum um inngöngu í meistaranámið vegna skorts á aðstöðu og kennurum. Frá og með næsta hausti verður hún leiðbeinandi fyrsta doktorsnem- andans í næringariræði hér á landi. Næg verkefni eru framundan á sviði Evrópusamstarfs og vinnur Inga meðal annars að samstarfs- verkefni, sem styrkt er af Evrópu- sambandinu, um að koma á fót sam- evrópsku meistaranámi í næringar- fræði. Verður lagt gæðamat á nám- skeiðin og verkefnin verða alþjóðleg. Þá er hún aðili að fjórum evrópskum samstarfsverkefnum, tvö þeirra eru í tengslum við hollustu grænmetis og ávaxta, en þar er ísland talið mjög áhugavert vegna lítillar neyslu þess- ara afurða. Þriðja verkefnið snýr að hollustuþáttum, lífsstfl og næringu unglinga, þar sem meðal annars á að skoða á járnbúskap, beinþéttni og hreyfmgu. Fjórða verkefnið, og það sem Inga leiðir, er upplýsingaverk- efni ætlað næringarfræðingum og blaðamönnum. Vinnan og áhugamálið Inga lætur í ljós ánægju með að viðtalið skuli fara fram að sumarlagi, því þá sé heldur rólegra en að vetrin- um. Þó kemur í ljós, að hún er nýkomin að utan þar sem hún sótti meðal annars ráðste&ur, fyrst í Noregi og síðan í París. Þar fiutti hún erindi um þá tilgátu að samsetning ís- lensku kúamjólkur- innar valdi því, að færri sykursýkistil- felli séu hér á landi en í nágrannalöndunum. Þessi rannsókn hefur vakið mikla athygli erlendis, meðal ann- ars fyrir hvað Islend- ingum hefur tekist að halda dýrastofnum hreinræktuðum. „Sem næringarfræð- ingur þótti mér hins vegar mjög forvitni- legt að uppgötva að mjólk er ekki sama og mjólk,“ segir hún. Eftir ráðstefnurnar vann hún um skeið að samstarfsverkefnum í Kaupmannahöfn. ,Ahir sem stunda rannsóknir vinna ákveðið fórnar- starf, bæði fyrir sjálfan sig og fagið. Ánægjan felst í því að sjá árangur- inn af verkinu en vinnutíminn eða launin skipta minna máli,“ segir hún og bætir við: „Ég held að ég vinni alltaf eitthvað á hverjum degi.“ Áhugi Ingu fyrir næringarfræði vaknaði þegar hún var í hjúkrunar- fræði, sem var að stíga sín fyrstu spor innan HI. „Námið var mjög akademískt og nemendum fannst skorta námskeið sem fjölluðu um heilsu eða lífsstfl. Á þessum árum var matvælafræðin að byrja í háskól- anum og þá barðist ég sem formaður Félags hjúkrunarfræðinema mikið fyrir því að losa okkur við einn kúrs í sálfræði en fá næringarfræði í stað- inn. Næringarfræðin varð mér ein- hvem veginn hugsjón eftir það.“ Matvælafræði, næringarfræði og næringarráðgjöf Inga lauk hjúkmnarfræðinámi 1980 og flutti þá strax um haustið ásamt eiginmanninum, Stefáni Ein- arssyni efnafræðingi, og dótturinni Ástu til Gautaborgar. Rúmu ári síðar hóf hún nám í næringarfræði og næringarráðgjöf og lauk doktors- prófi 1989 frá læknadeild Gauta- borgarháskóla. Verkefni hennar fjallaði um sykursýki, þ.e. tengsl glúkósahækkunar og mataræðis. Matvælafræði hefur verið kennd í HÍ undanfarna tvo áratugi, en nær- ingarfræði aðeins sem námskeið inn- an matvælafræðiskorar, auk nám- skeiðs innan hjúkrunarfræðinnar. Frá 1998 hafa næringarfræðingar geta útskrifast með meistarapróf eftir að hafa lokið BS-prófi í mat- vælafræði eða öðm viðurkenndu Her jað á Landspítalann Ekki gekk þrautalaust fyrir Ingu að fá starf að námi loknu, þar sem sérgrein hennar á sviði sykursýki nýttist að fullu. Hún hafði leitað víða fyrir sér áður en hún fékk tíma- bundna ráðningu sem næringarráð- gjafi í 75% starfi við eldhús Land- spítalans. Hún segir að flestir há- skólamenn gangi í gegnum svipaða reynslu; þeir verði að hafa nægt framkvæði til að berjast og koma sér á framfæri hafi þeir á annað borð trú á því að þeir hafi eitthvað fram að færa. „Verkefnin eru yfirleitt næg en það eru bara stöðurnar sem bíða ekki,“ segir hún. „Ég hafði aðeins leitað fyrir mér innan háskólans, en viðbrögðin voru þannig, að ég bjóst ekki við að fara þangað, enda átti ég von inni á Ríkis- spítulunum. Þar ætlaði ég að hamra,“ segir hún kankvís. „Eg sá að verkefnin vora næg og þau eru reyndar allt um kring ennþá.“ Svo fór þó að strax um haustið var leitað til Ingu um að kenna næring- arfræði í háskólanum. „Síðan var staða lektors auglýst og henni skipt á milli matvælafræði og hjúkrunar- fræði. Þannig er staðan enn í dag,“ segir Inga, sem er eini prófessorinn í tveimur deildum innan HÍ. Háskólinn kariavígi? Inga kveðst fínna mun á afstöðu karla innan Háskóla íslands og Landspítalans til kvenna í fræði- og stjórnunarstöðum. Innan háskólans séu þeir mun afturhaldssamari. „Þegar starfstími minn var orðinn það langur að tímabundin staða átti að breytast í ótímabundna ráðningu stóðu ýmsir karlar gegn því og vildu fresta breytingunni vegna tveggja bamsburðarleyfa sem ég hafði tekið. Hins vegar stóð Félag háskólakenn- ara sem klettur að baki mér, enda var frestunin kolólögleg.“ Sömuleiðis kveðst hún hafa fundið fyrir mótbyr meðal nokkurra karl- anna þegar hún sótti um prófessors- stöðuna 1997. ,Ástæðurnar voru nokkrar, held ég. Að kona var um- sækjandi var eitt. Sumir virðast líka hafa fordóma fyrir vísindum sem leitast við að vera hagnýt og jarð- bundin. Næringarfræðin er þannig, en hún byggist þó á grunnrannsókn- um og er í hæsta máta þverfagleg, þar sem hún nýtir þekkingu, bæði úr raunvísindum og hugvísindum. Þetta hefur þó allt gengið upp og þeim er ekki alls varnað, því sumir þeirra sem vora með einhverjar at- hugasemdir hafa dregið þær til baka,“ segir hún. „Maður er ekkert að erfa þetta, skárra væri það nú!“ „Þú ert greinilega ekki manneskja sem gefst upp?“ „Nei,“ svarar hún og hlær dátt. „Ég er alveg pottþétt ekki sú mann- gerð. Ég var alin upp í ofboðslegri bjartsýni, skátaanda og mikilli já-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.