Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 3§ Jólasteikin vængstýfð GÆSIRNAR, sem Jón Örn Frið- rikssson og Sigþór Hallfreðsson hafa koniið á legg í Hvallátrum á Breiðafirði í sumar, mótmæltu margar kröftuglega þegar fóst- urfeður þeirra gripu til vopna á dögunum og vængstýfðu þær. Um fimmtíu gæsir er að ræða sem fengu mannlega hjálpar- hönd í upphafi en hafa síðan fengið að ráfa um eyjarnar og lifað á því sama og villigæsirnar sem víða hafa viðdvöl í firðinum. Nú var hins vegar svo komið að þær voru teknar að gerast held- ur ferðaglaðar og var því ákveð- ið að hafa af þeim flugfjaðrirn- ar, til að jólasteik þeirra sem kaupa af félögunum flygi ekki á brott. Gæsirnar halda að Jón Örn sé foreldri þeirra og þegar hann bregður sér í bláan vinnugalla sem þær hafa barið augum frá fyrstu tíð, elta þær hann hvert á land sem er. Þær voru hins vegar ekki alveg jafn- Morgunblaðið/SF Dagens Industri fjallar um íslenska bræður Hafa byggt upp at- vinnulíf í Backam SÆNSKA blaðið Dagens Industri, stærsta dagblað í Svíþjóð sem fjall- ar um viðskipti og atvinnulíf, birti í vikunni frétt um tvo íslenska bræð- ur sem hafa haft mikil áhrif í at- vinnulífí smábæjarins Backamo í Vestur-Svíþjóð. Bræðurnir heita Brynjar og Ægir Guðmundssynir og hafa undanfarin ár selt hjólhýsi og sýslað með fasteignir í bænum. Sala á hjólhýsum hefur verið að glæðast að nýju í Svíþjóð eftir að hafa legið niðri í því kreppuástandi sem ríkt hefur í landinu nær allan þennan áratug. Að sögn Dagens Industri reikna bræðurnir með að selja 150 hjólhýsi í ár fyrir um 11-12 milljónir sænskra króna, sem jafn- gildir um 96-106 milljónum ís- lenskra króna. Backamo byggðist upp í kringum umsvif sænska hersins og einnig voru í bænum flóttamannabúðir um skeið en athafnalíf í bænum lamað- ist nær alveg eftir að ný hraðbraut í nágrenninu beindi umferð frá hon- um. Árið 1995 keyptu þeir Brynjar og Ægir fyrrum húsakynni flótta- mannabúðanna og fleiri fasteignir í bænum og fengu þær á góðu verði þar sem eignir voru nær verðlausar vegna samdráttarins. Síðan hafa umsvif þeirra í atvinnulífi bæjarins vaxið og í kjölfarið hafa mörg ný fyrirtæki hafið starfsemi í bænum í húsakynnum sem bræðumir hafa gert upp. Eitt þeirra er til dæmis Jenving Technology sem framleiðir hljóðtæknibúnað. Athafnamenn ársins í Uddevalla Stjórnendur sveitarfélagsins Uddevalla, sem Backamo tilheyrir, vilja útnefna þá Brynjar og Ægi sem athafnamenn ársins í Udd- evalla en sjálfir segjast þeir hafa náð góðum árangri sínum með þrot; lausri vinnu að hætti Islendinga. I samtali við blaðið segist Ægir hafa verið vanur að vinna tvöfalda vinnu frá uppvaxtarárum sínum á Islandi og að það sem hafi rekið sig áfram sé þrá allra Islendinga eftir að eign- ast eigið konungsríki. ■j“ Guðlaug Matthí- ■ asdóttir fæddist í Skarði í Gnúpverja- hreppi 17. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- Iands 22. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hrunakirkju 29. júlí. Ég skrifa þessar lín- ur sem kveðjuorð til konu sem mér þótti af- ar vænt um. Amma og afi bjuggu lengst af á Bjargi með Guðjóni frænda og konu hans Guðlaugu. Þegar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa fór ég oft yfir til Guðjóns og Laugu og átti þar margar góðar stundir. Lauga og Guðjón tóku pabba mínum og hans systk- inum mjög vel og gerðu allt sem þau gátu fyrir þau. Eins er mér mjög minnisstætt hve góð þau voru mér alltaf. Ég sat hjá Laugu heilu stundirn- ar þar sem við spiluð- um, lásum, eða það sem var allra skemmtilegast, hún sagði mér sögur. Mér fannst frábært að ein- hver fullorðinn hefði tíma til að segja mér sögur og hlustaði ég endalaust á sömu sögurnar aftur og aftur. Sumar kunni ég næstum utanað. Söguna af henni Nýpu þekkti ég vel og þreyttist ég aldrei á að hlusta á hana. Stundum þegar ég hafði sótt póstinn út á veg fór ég með hann til Laugu og við sátum á móti hvor annarri við eldhúsborðið í gamla bænum á Bjargi og lásum Tímann; þ.e. ég las teiknimyndasögurnar og> borðaði súkkulaði. Lauga var líka dugleg að gera margt með mér. Þegar ég fékk óstöðvandi áhuga á hestum löbbuðum við stundum austur í Gildurholt og teymdum gamla hestinn hennar, Neista, heim að bæ og svo teymdi hún und- ir mér á hlaðinu. Hún gladdist mjög yfir áhuga mínum á hestum og seinna gaf hún mér svo hnakk- inn sinn sem hún hafði fengið í af- mælisgjöf. Þau eru nú orðin þó nokkur vett- linga- og sokkapörin sem Lauga^ hefur prjónað handa mér í gegnum tíðina. Sum hver fékk ég í afmælis- gjöf, en við áttum sama afmælisdag- inn. Margs er að minnast um góða konu nú að leiðarlokum. Ég vil þakka fyrir allar stundimar okkar saman sem eru mér ómetanlegar í endurminningjmni. Daldís Yr Guðmundsdóttir. MINNINGAR GUÐLAUG MA TTHÍASDÓTTIR 1 GUNNAR HELGI EINARSSON + Gunnar Helgi Einarsson, múrarameistari, fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1936. Hann lést á heimili sínu 25. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. ágúst. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, það sýndi sig þegar Gunnar Helgi var kallaður á brott svo skyndilega og fyrirvaralaust og við minnt á það að enginn ræður sínum næturstað. Ljúfar minningar um góðan dreng sitja hins vegar eftir. Við starfsmenn Flutningsmiðlun- arinnai’ Jóna hf. kynntumst Gunn- ari Helga er hann hóf störf í fjöl- skyldufyrirtækinu, „Heildverslun J.S. Gunnarsson hf.“, og var þessi heiðursmaður eftir það tíður gestur hjá okkur í Hafnarfirði. Létt lund og góðlegt fas ein- kenndi komur Gunnars Helga til okkar, enda einstaklega fróður um menn og málefni og urðu umræð- urnar þá oft fjörlegar, einkum voru JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR + Jóhanna Jóhannesdóttir hjúkrunarkona fæddist á Heiðarbæ í Þingvallasveit 8. aprfl 1944. Hún lést á Landspítalanum 22. júlí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensáskirkju 30. júlí. Það var á 25 ára afmæli íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík 30. maí s.l. sem ég hitti Jóhönnu í síðasta sinn. Við fögnuðum hvor annarri því við höfðum ekki sést í langan tíma. Ég hafði heyrt að Jóhanna væri bú- in að vera veik, en hún myndi senni- lega komast yfir veikindin. Ég hafði á orði hve hún liti vel út og spurði hvemig gengi í veikindunum. Jó- hanna þagði litla stund og horfði á mig. „Það er nú ekki gott,“ sagði hún. „Krabbinn er kominn upp í höfuð, svo það er nú lítið hægt að gera.“ Jóhanna sagði þetta með svo miklu æðmleysi að ég átti ekki orð. Við töluðum saman góða stund. Hún sagði mér hvað allir væru góð- ir við sig og vildu allt fyrir sig gera. Þegar hún gekk frá mér fylltist ég svo mikilli reiði út í himnaföðurinn sem öllu ræður. Hvers vegna Jó- hanna? Hún sem var búin að eyða mestum tíma sínum í að hugsa um tvo mikið fatlaða drengi sem hún átti, ásamt manni sínum, Gesti. Nú eru þeir orðnir stórir og komnir á sambýli fyrir fatlaða. Jóhanna og Gestur hugsuðu svo vel um Sigur- jón og Svenna að eftir var tekið og um var talað. Ég trúi því nú að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Gestur minn, Sigurjón, Svenni og Andri, hugur minn er hjá ykkur. Guð blessi minningu um yndislega konu sem Jóhanna Jóhannesdóttir var. Andrea Þórðardóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er tO að þessar upplýsingai’ komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. íþróttimar honum hugleiknar, enda synimir báðir landsþekktir á því sviði, hvor á sinn mátann. Við munum sakna Gunnars Helga og vottum eftirlifandi móður, eigin- konu, Jóhanni Inga, Steindóri og Aðalheiði samúð okkar allra. Ljósið í myrkrinu á þessari sorg- arstund er hins vegar að minningin um góðan dreng, Gunnar Helga, lif- ir að eilífu. Hvíl í friði, kæri vinur. F.h. starfsfólks Jóna hf. í Hafnar- firði, Magnús og Kristinn Kjærnested. Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Otsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands OSwALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN VOAUSTM'TI 4B • 101 REYKJAVIK David Ingcr Olaftir Ihfartmtj. Utnsjóu Otfimtmj. LÍICKISTUVIN N USTOF A EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 Blómabwðm (MauSskom v/ PossvogsUiFkjwgaFð Sími: 554 0500 Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 50LSTEINAK 564 3555 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AtúSleg þjánusta sem byggir á tangrí reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.