Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaður Skallagríms kinnbeins- og handarbrotnaði í leik gegn FH Lán að ekki fór verr HILMAR Þór Hákonarson, leikmaður 1. deildar liðs Skallagríms, kinnbeins- og handarbrotnaði, hruflaðist á öxl og hægri augn- botn hans brotnaði í leik gegn FH fyrir skömmu. Hann er nýlega kominn úr aðgerð þar sem tvær stálplötur voru festar inn undir hægri kinn og þær þarf hann að bera alla ævi. Hilmar kveðst þrátt fyrir allt heppinn að ekki fór verr og segir að ekki komi til greina að hætta í boltanum. Atvikið þegar Hilmar Þór slasað- ist átti sér stað í 3:0-sigurleik Skallagríms gegn FH 27. júlí. Hilm- ar kvaðst hafa fengið Gísli sendingu úti á kanti Þorsleirisson rétt fyrir leikhlé og hugðist skalla bolt- ann framhjá leikmanni FH, sem kom aðvífandi, og hlaupa framhjá honum. „Það vildi ekki betur til en svo að FH-ingurinn sparkaði í átt að knettinum en lenti með gras- takkana í andlitinu á mér.“ Hilmar Þór var fluttur með hraði á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann dvaldi yfir nótt. Hann segist að mörgu leyti heppinn því verr hefði farið ef leikmaðurinn hefði sparkað aðeins neðar eða ofar. Þá hefði hann fengið grastakka annað hvort í augað eða tennur. „Sem bet- ur fer brotnuðu engar tennur og læknar tjá mér að hægra augað hafi ekki beðið skaða.“ Leikmaður FH-inga fékk gult spjald fyrir brotið og tók áfram þátt í leiknum á meðan Hilmar var fluttur burt með sjúkrabíl. „Ég vil taka það fram að um slys var að ræða en mér finnst vægast sagt furðulegt að leikmaðurinn skuli að- eins hafa fengið gult spjald fyrir vikið, enda um háskaleik að ræða. Dómarinn stóð í þeirri meiningu að leikmaðurinn hefði ekki séð mig í tæka tíð en mér finnst það vafa- samt. Engu að síður ber ég engan kala til leikmannsins sem hafði samband við mig er ég lá á spítal- anum og baðst afsökunar. Sjálfsagt líður honum jafn illa og mér yfir þessu atviki." Tvær stálpiötur festar undir kinn Hilmar Þór gekkst undir aðgerð á þriðjudag þar sem festar voru tvær stálplötur inn undir hægra kinn- beinið. Hann segir að aðgerðin hafi gengið vel og kveðst einnig bjart- sýnn á að handarbrotið grói rétt. „Mér skiist að ég þurfi að hafa stál- plötumar í andliti það sem eftir er ævinnar. Ég kippi mér ekkert upp við það, enda á ég ekkert að finna fyrir plötunum sem eiga að hjálpa kinnbeininu að gróa á réttan hátt. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af doða sem ég er með hægra megin í andlitinu." Hilmar segist vera með stans- lausan doða og litla tilfinningu í nefi, efri vör, kinn og tönnum hægra megin. Ekki er ljóst hvort um varanlegan skaða er að ræða. „Mér skilst á læknum að annað hvort sé doðinn til kominn vegna þrýstings á taugina eða það sem verra er að um taugaskemmd sé að ræða. Þetta kemur betur í ljós þeg- ar bólgan í andlitinu hjaðnar en ég er hálf smeykur. Ég vona bara að ég nái mér fullkomlega." Hilmar Þór er úr leik með liði sínu það sem eftir lifir tímabilsins en kveðst ætla að snúa aftur næsta sumar. „Ég spila ekki öllu meira það sem eftir lifir sumars, enda verð ég að fara mér hægt. Það þýð- ir ekki einu sinni fyrir mig að fara á útsölur í bænum enda getur mað- ur ætíð átt von á kjaftshöggi frá kaupglöðum landanum. Ég er ekki hættur í boltanum, enda þekki ég ekkert annað. Vonandi get ég svar- að fyrir mig á næsta sumri með því að „klobba" viðkomandi leikmann.“ Óvinnufær vikum saman Hilmar, sem er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, kveðst óvinnufær næstu fímm vikur. Hann segir slys- ið koma sér illa fjárhagslega því hann sé fyrirvinna heimilisins. „Ég hugðist taka mér tveggja vikna frí í sumar en það verður eitthvað lengra. Því miður virðist sem sjúkratryggingin sé ekki í lagi og ég stend því í stappi við trygginga- félögin um hvort ég fái einhverjar bætur. Leikmannatrygging Knatt- spyrnusambands Islands, rúmlega sjö þúsund krónur á viku, dugar skammt fyrir leikmann með tvö börn á framfæri. Ég skil ekki til hvers KSÍ er að halda úti slíkri tryggingu. Ég finn hins vegar ein- hver ráð og lít bjartsýnn fram á við, annað dugar ekki.“ Morgunblaðið/Theódór HILMAR Þór Hákonarson knattspyrnumaður og sjúkraþjálfari ásamt dóttur sinni, Valdísi Björgu. Feldkamp verður að hætta KARL Heinz Feldkamp, sem kom til Besiktas Istanbul á siðasta ári og gerði frábæra hluti, hefur óvænt tilkynnt stjórn Besiktas að hann verði að hætt þjálfun liðsins. Feld- kamp, sem er 62 ára, fókk óvænt verk fyrir hjarta og flaug þegar til Þýskalands þar sem hann fór í rannsókn. Nið- urstaða lækna var að hann væri undir alltof miklu álagi og yrði að minnka stressið ef ekki ætti illa að fara. Feld- kamp hefur boðið sljórn liðs- ins að vera áfram hjá liðinu sem ráðgjafí og að aðstoðar- maður hans, Hans Peter Bri- egel, taki við liðinu. Óvíst er um niðurstöðu þessa máls en Ijóst er að þjálfaraferli Feld- kamps er lokið. Dortmund eyðir mestu egar aðeins vika er þar til keppni hefst á ný í þýsku 1. deildinni í knattspymu ríkir gífúrleg spenna innan félaganna sem í henni keppa enda miklar væntingar eftir gríðarlegar fjárfestingar þeirra. Framkvæmdastjórar Schalke og Bi- elefeld eru sammála um að það verða nýir meistarar krýndir í vor, Borussia Dortmund. Bayem Múnchen takist ekki að verja titilinn. Ekkert lið hefur varið eins miklum peningum til leikmannakaupa og Dortmund og kemur ekkert annað til greina hjá liðinu en toppsætið og tryggt sæti í Meistaradeild Evrópu er lágmark. Eftirfarandi listi sýnir hvað félögin í þýsku 1. deildinni hafa varið mildu fé til leikmannakaupa fyrir leiktíðina. Ðortmund ...........1.900 miUjónir króna Bayem M...................1.300 milijónir króna Schalke 04 .........1.100 milijónir króna Leverkusen..................900 milljónir króna Hertha Berlín...............720 milljónir króna Frankfurt...................660 milljónir króna Stuttgart...................620 milljónir króna Wolfsburg...................360 milljónir króna 1860 Munchen .........190 miHjónir króna Kaiserslautem ........160 milljónir króna Rostock..............140 milljónir króna Hamburger............130 milljónir króna Bielefeld.............90 milljónir króna Duisburg..............80 miiljónir króna Ulm....................50 miUjónir króna Freiburg..............45 milljónir króna Werder Bremen.........30 milljónir króna Unterhaching..........30 milljónir króna Athyglisvert er að sjá hversu var- lega nýliðar Ulm og Unterhaching fara í kaup á nýjum leikmönnum, samt eru bæði lið án stjama og enda spáð falli að vori. Þá er athygl- isvert að sjá hversu lítilli upphæð bikarmeistarar Werder Bremen eyða, en liðið barðist við fall nær allt síðasta tímabil og skipti tvisvar um þjálfara. Ef skoðaður er topp tíu listi dýr- ustu leikmanna sem koma til nýrra liða á þessu tímabili lítur hann svona út. Allar upphæðir eru í krón- um. Ikpeba (Dortmund)......................700 milljónir Sergio (Bayem).........................520 mUljónir Wöms (Dortmund)........................500 milljónir Bobic (Dortmund).......................460 milljónir Sand (Schalke) ..............420 mUljónir Santa Cruz (Lev.)......................400 milljómr Neuville (Lev.) .............360 milljónir Ballack (Lev.) ..............350 milljónir Salou (Frankfurt).........280 milljónir Kamphuis (Schalke) ........260 milljónir Hér er auðvitað aðeins verið að tala um félagaskiptagjald og ljóst að þegar launakostnaður þessar leikmanna er tekinn með, er um gríðarlegar upphæðir að ræða. Dýrasti leikmaðurinn er Victor Ik- peba, 26 ára Nigeríubúi, og hefur hann leikið 24 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann kemur frá AS Mónakó. Ein athyglisverðustu kaupin, eru kaup Bayem Múnchen á unglingn- um Rouqe Santa Cmz frá Paraguay sem kostaði Bayem 400 milljónir króna, en hann er aðeins 16 ára gam- all en þykir hafa stórkostlega hæfi- leika og hefur hann þegar sannað hæfileika sína í æfingaleikjum með Bæjumm. Þá er athyglisvert að flestir þeir ungu og efnilegu Þjóð- verjar sem orðaðir vom við erlend lið á Englandi og Ítalíu verða áfram í Þýskalandi, leikmenn eins og Michel Ballack (Leverkusen), Sebastian Deisler (Berlín), eða Kai Michalke (Berlín) allt leikmenn sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíð- inni og þýsk blöð óttuðust að væm á leið úr þýsku knattspymunni. Hverfi vændiskvenna lokað HUN var heldur óvenjuleg auglýsingin sem íþróttavöruframleið- andinn Puma. notaði til að auglýsa nýja búninga Hamborgar-Iiðs- ins, St Pauli. Vændiskvennahverfinu í Herbertstrasse var lokað einn morgun og leikmenn liðsins settir út í glugga kvennanna sem þar eru alia jafna. Þar voru teknar auglýsingamyndir af knattspyrnumönnunum í nýjum búningum liðsins. Ekki tilgreindi Puma hvað uppátækið hefði kostað en flestir bíða spenntir eftir myndbæklingi liðsins sem væntanlegur er fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.