Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ StTRÍÐ eru því marki brennd að þau eru ætíð háð í nafni binhvers sem talið er æðra en einstaklinganna er fóma lífi sínu eða þeirra saklausu er falla. Barist er í nafni ríkja, þjóða, þjóð- ernishópa eða sameiginlegra hags- muna - auðkenna sem fólk samein- ast um. Oft viil þó brenna við að það gleymist að stríð, hvert svo sem til- efnið eða málstaðurinn er, bera glögg merki þeirra gilda, er hinir stríðandi aðilar standa fyrir. Hjól sögunnar snúast ekki í hugmynda- fræðilegu tómarúmi. Vélbúnaðurinn er knúinn áfram af lífsgildum þeirra er búa við nægan pólitískan vilja og getu til að halda þeim á loft. Og á grunni slíkra lífsgilda er afstaða tekin, stefna mótuð og aðgerðum hrint í framkvæmd. Þetta á einnig við um stríðsátökin á Balkanskaga - réttnefndri púðurtunnu Evrópu - a.m.k. hvað vesturveldin varðar. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) fordæmdu framferði Serba í Kosovo-héraði og gripu til beinnar hemaðaríhlutunar sem réttlætt var í Ijósi kúgunar á Kosovo-Albönum og síðar þjóðera- ishreinsunum. í ræðu og riti hvöttu vesturveldin til samstöðu með hem- aðaraðgerðunum sem framkvæmd- ar vom í nafni lýðræðis, frelsis og stöðugleika. Hatur og ofbeldisverk á náunganum í nafni þjóðemis- stefnu yrðu ekki liðin og harðstjóra og stríðsæsingamanni vom því sett- ir afarkostir sem hann hunsaði. Margir þreytast seint á því að skýra hvert eðli alþjóðakerfisins er. Hið alþjóðlega samfélag einkennist af stjómleysi í þeim skilningi að ekkert yfirvald sé fyrir hendi. Hinir sterku ríkja. Aðrir benda réttilega á hina miklu framrás alþjóðasamn- inga og sáttmála sem bindi hendur og athafnafrelsi ríkja, meginger- endanna í alþjóðakerfinu, sem í ljósi sameiginlegra hagsmuna felist í stöðugleika og friðsamlegri sambúð. Veröldin sé samfélag frjálsra og fullvalda ríkja sem að forminu til séu jafn rétthá. Enn aðrir líta á al- þjóðakerfið sem samfélag þar sem hugmyndir um réttlæti og siðferði hafi náð fram að ganga þrátt fyrir stjómleysið. Hnattrænt samfélag. Þá em þeir tii sem telja að stríðum eigi að ljúka án afskipta umheims- Að stríði loknu Af átökum, ábyrgð og alþjóðasamskiptum við aldarlok Hernaðaraðgerðum NATO í Júgóslavíu er nú lokið og upp- byggingarstarf hefur hafist. Aðdragandi og lyktir stríðsins hafa hrint af stað frjórri um- ræðu þar sem ýmissa grasa kennir. Telja sumir að með að- gerðum bandalagsins sé blað brotið í alþjóðamálum á meðan aðrir telja lítið hafa breyst. Andri Lúthersson kynnti sér álit sérfræðinga í alþjóðamálum og hugaði að því hvað framtíðin kann að bera í skauti sér ins. íhlutun flæki málin og breyti „eðlilegum" framgangi sögunnar. Menn skipa sér í raðir fylgjenda einhverra þeirra oft ósamrýman- legu heimsmynda sem hópar fólks deila með sér. Og taka afstöðu á grundvelli þeirra. Hvenær leyfist að lina þjáningar meðbræðra? Að stríði loknu fer óhjákvæmi- lega af stað umræða um völd, rétt- læti og framtíðarhorfur. Átökin á Balkanskaga era þar í engu undan- skilin. Á síðum tímarita og dag- blaða, á fundum fræðimanna og stjómmálamanna og meðal almenn- ings hefur að undanförnu skapast frjó umræða um það hver ábyrgð okkar sé gagnvart náunganum. Hvenær okkur leyfist að grípa til úrræða er linað geti þjáningar með- bræðra okkar og komið í veg fyrir enn meiri átök. Það er vel. Þó er einnig vert að huga að framtíðinni - aldrei betra en nú við aldarlok - og sjá fyrir sér hvemig nútíðin, í þessu tilfelli átökin á Balkanskaga, geti haft áhrif á þróun alþjóðakerfisins. Hinn 15. apríl sl. hélt Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræðu í San Francisco að viðstaddri samkomu ritstjóra bandarískra dagblaða. Ræðan var um margt sérstök og eftirtektarverð og drap Clinton þar á spumingar er í langan tíma hafa faliið í skugga valdapólitíkur kalda stríðsins og óvissutímabilsins sem á eftir fylgdi. Hann ræddi um að saga Bandaríkjanna hefði framan af ver- ið mörkuð af grandvallarforsend- unni um að ríkjum bæri ekki að hlutast til um málefni annarra ríkja jafnvel þótt réttlætinu væri stefnt í voða. Tuttugasta öldin hefði hins vegar breytt þessu og nú væri svo komið að Bandaríkin beittu sér í málum er vörðuðu frið, frelsi og ör- yggi víðs vegar um heim. Kalda stríðið hefði kennt mönnum að með einstrengingshætti í hugsun yrðu mönnum oftar en ekki á mistök. í aldarlok væri svo komið að við mönnum blöstu umfangsmikil átök milli afla er vildu sameina og þeirra er vildu sundra; hnattvæðingar og ættbálkasamfélags, kúgunar og valdveitingar. Sameiningaröflum og öryggi fólks væri nú ógnað af fomri ófreskju sem væri varnarleysi okk- ar gagnvart hatri á náunganum, þeirra sem ekki væra eins og „Við“. Víst er að öryggishugtakið hefur breyst í seinni tíð. Athyglinni hefur í auknum mæli verið beint að hinu „mjúka öryggi“, þ.á m. ógninni við náungann í formi hugmyndafræði þar sem ofstækisfull þjóðemis- stefna og valdníðsla era mægð sterkum böndum. Aðgerða var þörf - fullveldi varpað fyrir róða í upphafi stríðs ályktuðu hinir nítján leiðtogar NATO að siðferðis- legar spumingar væra, í tilfelli Kosovo, alþjóðalagabókstafnum mikilvægari. Fullveldi Júgóslavíu var virt að vettugi og hemaður haf- inn - án umboðs Sameinuðu þjóð- anna - þar eð þjóðemishreinsanir Slobodans Milosevics í Kosovo, jafn- gildi Helfararinnar á okkar tímum, mættu ekki líðast. Trúverðugleiki bandalagsins var ennfremur að veði. NATO hafði beitt sér í málefnum Kosovo og of seint var að snúa baki við yfirlýsingum. Aðgerða var þörf. Eins og Charles Dick, greinar- höfundur Jane’s Intelligence Revi- ew, sagði fyrir skömmu þá er ljóst að ágæti hemaðaraðgerða NATO er álitamál. Hitt er mikilvægara að með hernaðaríhlutun sinni gæfi NATO fordæmi til framtíðar. Hefð- bundnum venjum um fullveldi var ýtt til hliðar og „aðrir [gerendur] geta og munu nota aðgerðir banda- lagsins sem afsökun fyrir íhlutun annars staðar". í annan stað hafi NATO með aðgerðum sínum tekið sér völd SÞ og annarra alþjóðasam- taka og þar með tekið þá ábyrgð að ákvarða hvenær, hvar og undir hvaða kringumstæðum hemaðarað- gerðir séu réttlætanlegar. Þetta geti þjónað tilgangi gagnrýnisradda þeirra er sakað hafa Vesturlönd um árásargimi og að vera málsvarar heimsvaldastefnu. Líkt og Dick kemst að orði: „Slíkur [ótti] mun flækja alþjóðasamskipti. Enn er ekki ljóst á hvem hátt, en víst er að hann mun ekki reynast gagnlegur." Mervin Frost er prófessor í al- þjóðasamskiptum við háskólann í Kent í Bretlandi og hefur í ritverk- um sínum velt fyrir sér spumingum um siðferði og alþjóðamál. f samtali við Morgunblaðið kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að aðgerðir NATO hafi gefið mikið fordæmi fyr- ir alþjóðasamskipti framtíðarinnar þar eð í hemaðinum hafi endur- speglast hin nýja áhersla á mann- réttindi og „réttmæt stríð“. Taldi Frost að í alþjóðasamskipt- um væri nú unnt að greina nýjar venjur sem alþjóðasamfélagið allt hafi tekið upp á sína arma, í stað þess að þær vora bundnar við Vest- urlönd áður. Og ein meginforsendna þessara nýju venja sé virðing fyrir mannréttindum. „Venjur sem njóta stuðnings fjölmargra ríkja“ „Ég tel það ekki vera réttmætt að segja, eins og sumir hafa viljað halda fram, að Vesturlönd hafi - í Kosovo og annars staðar - þröngvað skoðunum sínum og gild- um upp á aðra. Hitt er réttara, að við höfum séð hnattrænar venjur í mótun um langt skeið og þessar venjur njóta stuðnings fjölmargra ríkja.“ Telur Frost mikilvægt að undirstrika að venjur þessar sé ekki hægt að eigna neinum ákveðnum aðila og þær fara út fyrir hefð- bundnar skiptingar í austur, vestur, norður og suður. Frost taldi að hægt væri að líta á aðgerðir NATO í Kosovo sem ákveðinn prófstein. Bæði hvað varði þau gildi sem muni ríkja í alþjóða- samskiptum næstu aldar en ekki síður hve langt alþjóðasamfélagið er reiðubúið að ganga í þá átt að halda þessum gildum á lofti. Mannréttindi hafa nú öðlast fulla hlutgervingu á alþjóðavettvangi og þaðan verði ekki aftur snúið. „Enginn valdhafi getur nú brotið á réttindum þegna sinna og kúgað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.