Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 27 MÁLARALISTIN á tryggl sæti í hjarta Jóhanns. Hér sjást verk sem eru til sýnis á kránni Græna hattinum sem er til húsa þar sem bólsturverkstæði Valbjarkar var til að byrja með. þar að lútandi að ef ófært yrði land- leiðina á þessum tíma sæju Loft- leiðir um flutninginn. Hafði ekki verið ófært á þessum árstíma um tíu ára skeið en það sparaði Val- björk mikið í pökkun og flutningi að Loftleiðir fiugu með húsgögnin suð- ur. Flugvélin renndi einfaldlega upp að hótelinu og síðan voru hús- gagnaeiningarnar hífðar upp á hverja hæð fyrir sig og settar þar saman. Smíðað fyrir skáldið Jóhann fékk líka beiðnir um sér- smíði á húsgögnum frá einstakling- um og einn þeirra sem hann smíð- aði fyrir var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hann var beðinn um að segja frá kynnum sínum við Da- víð. „Þau voru þannig að Stefán Stefánsson, bróðursonur hans, sem er verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, kynnti okkur; Davíð hafði beðið hann um að hafa samband við mig. Ég fór heim til hans með Stefáni og kom þar nokkrum sinnum í sam- bandi við húsgögn sem hann vant- aði, það voru aðallega bókahillur og skápar. Seinna meir átti hann von á gesti frá Noregi og við smíðuðum þá fyrir hann rúm, náttborð og snyrtiborð úr hnotu. Ég teiknaði þetta á staðnum því hann vildi hafa hönd í bagga með því sem hann var að kaupa og hann var ákaflega smekklegur og kröfuharður. Hann féllst svo á þessar skissur sem ég gerði með ýmsum breytingum sem hann lagði til, þannig að hann var mjög ánægður með þetta í lokin. Eftir þetta hitti ég Davíð oft á förn- um vegi og við tókum tal saman, hann stoppaði gjarnan ef hann sá mig, var nú farinn að sjá fremur illa síðustu árin.“ Holskefla erlendrar samkeppni ríður yflr íslenskur húsgagnaiðnaður blómstraði að sögn Jóhanns þar til ísland gekk í EFTA. Þá voru tollar á innfluttum húsgögnum lækkaðir en þeir voru 90%. Islensk stjóm- völd hétu innlendu húsgagnafram- leiðendunum aðstoð við að bregðast við hinni erlendu samkeppni en stóðu ekki við fyrirheitin að sögn Jóhanns. „Það var loforð frá ríkis- stjórninni að þeim fyrirtækjum, sem vildu gjarnan halda sínu striki, yrði hjálpað fjárhagslega til að end- urnýja vélakost og skipuleggja og mig minnir að það hafi verið loforð líka að við ættum jafnvel að fá er- lenda skipuleggjendur til að að- stoða okkur. En það bara gekk ekki eftir. Ég var búinn að fara fleiri ferðir suður ásamt Guðmundi Skaptasyni lögfræðingi, sem var okkar endurskoðandi og lögfræð- ingur í gegnum tíðina, og ég sagði honum einu sinni í vélinni eftir slíka ferð suður að nú gæfist ég bara upp því við fengum bókstaflega engin vilyrði fyrir aðstoð til þess að end- umýja vélakostinn. Þannig að ég sagði honum að nú myndi ég selja hlut minn í fyrirtækinu og bað hann að sjá um það fyrir mig. „Ja, ég er nú ekki hissa á því, Nói minn, eftir allt þetta vesen,“ sagði hann.“ Þannig kom það til að Jóhann dró sig út úr Valbjörk og stofnaði ásamt konu sinni, Guðrúnu Helga- dóttur, sem nú er látin, húsgagna- verslunina Örkina hans Nóa sem þau ráku til 1990. Listagyðjan heillar Þrátt fyrir að vera orðinn 73 ára er Jóhann langt frá því að leggja árar í bát. Eftir að hann lauk fyrir- tækjarekstri hefur hann sinnt meg- ináhugamáli sínu sem er listsköp- un, bæði höggmyndalist og málara- list. Hefur hann notið hvatningar konu sinnar, Sigríðar P. Erlings- dóttur, sem hefur ýtt undir sköpun- argleði hans, sem og hvatningar dætra sinna fjögurra af fyrra hjónabandi. Jóhann hefur gert höggmyndir úr tré og járni, ýmiss konar þema- myndir með því að líma hluti á spjald og ramma inn, sem og málað olíumyndir. Þegar olíumálverkin eru skoðuð kemur það ekki á óvart þegar Jóhann segir Kristján Da- víðsson vera uppáhaldsmálarann sinn ásamt Gunnlaugi Scheving. Gunnlaugur var reyndar frændi Jóhanns og bjó oft hjá honum á sumrin þegar hann dvaldi á Akur- eyri. Jóhann hlaut viðurkenningu árið 1997 fyrir störf sín í þágu menningarmála á Akureyri. Hann tók þátt í samsýningu myndlistar- manna í sumar í tengslum við Listasumar 99 á Akureyri þar sem þemað var matur. Verk Jóhanns samanstóð af tveimur pitsum sem hann límdi á plötu ásamt ýmislegu meðlæti, rammaði inn og strengdi hænsnanet yfir. En hvenær skyldi Jóhann hafa byrjað á þessu list- brölti? „Ja, þetta hefur nú blundað í mér nokkuð lengi. Ég hef alltaf verið að grípa í eitthvað svona, þó aðallega í tréverkinu, gerði styttur úr tré. Ég hef haft geypimikinn áhuga á myndlist, keypt töluvert af tímaritum, sérstaklega á meðan ég var í hönnun, ég fylgdist mjög vel með. Það er eins í myndlistinni, ég hef verið iðinn við að fara á sýning- ar, hef alltaf haft mjög gaman af því. En svo hafði ég bara aldrei tíma til að gera neitt í því, maður var alltaf á kafi í þessu sífellda brauðstriti.“ Jóhann hefur ekki slegið slöku við listsköpunina hin síðari ár. Hann er sífellt að, smíðandi eða rissandi hugmyndir niður á blað. Þegar hann er að vinna hugmynda- vinnuna situr hann oftast heima, hvaðan hann sér yfir alla Akureyri, og hlustar á klassíska tónlist, gjarnan Beethoven, Verdi 'eða Vi- valdi. Og öruggt er að einhver hug- mynd hefur verið farin að gerjast í huga hans þegar hann ók inn í bæ eftir að hafa ekið blaðamanni út á flugvöll í veðurblíðunni þennan föstudag fyrir verslunarmanna- helgi og lögregluhundur tekinn til við að þefa af farangri flugfarþega sem voru byrjaðir að streyma til Akureyrar til að taka þátt í hátíða- höldum helgarinnar. Blaðamanni fannst þó verst að þurfa að yfirgefa höfuðborg Norðurlands í slíku veðri en víst þarf að gera fleira en gott þykir. Málfrelsi. BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir einnig hver er að reyna að ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturðu tengt 5 önnur símtól við sömu línuna og haft þína eigin símstöð á heimilinu. Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvað til að tala um. BANG & OLUFSEN Síöumúla 21 ■ Sími 581 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.