Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN Ingimarsson, húsgagnasmiður og myndlistarmaður, einnig þekktur sem Nói í Valbjörk.
KÆRLEIKUR nefnist þetta listaverk eftir Jóhann sem
stendur við Akureyrarhöfn og sést víða að úr bænum.
Listin
hans
Nóa
Hér og hvar á Akureyri, innan dyra og
utan, má fínna listaverk eftir Jóhann
Ingimarsson, sem kannski er betur
-----------------
þekktur sem Nói 1 Valbjörk. A ófáum
heimilum landans má og vafalaust enn
líta húsgögn sem Jóhann hannaði og fram-
leiddi í fyrirtæki sínu, Valbjörk. Jón
Asgeir Sigurvinsson sótti Jóhann heim,
naut leiðsagnar hans um Akureyri og
fræddist um hann, kynni hans af Davið
Stefánssyni og daðrið við listagyðjuna.
JÓHANN fæddist á Þórs-
höfn á Langanesi 23. júlí
1926 og er því nýorðinn 73
ára. Faðir hans var Ingi-
mar Baldvinsson, sem
stundaði bæði búskap og sjó-
mennsku og var fulltrúi Pósts og
síma auk margs annars. Móðir hans
hét Oddný Arnadóttir. Hún var
organisti í Sauðaneskirkju frá 16
ára aldri fram á elliár.
Akureyri-Danmörk
18 ára gamall fór Jóhann í gagn-
fræðaskólann á Akureyri sem hann
lauk á tveimur árum. Hann hafði
ekki hug á langskólanámi; hugur
hans stóð fremur til iðnnáms og
hann valdi húsgagnasmíði. Hús-
gagnasmíði var hægt að læra á
Akureyri og Jóhann lauk náminu á
tilsettum tíma. Jóhann vildi fulina
sig í húsgagnasmíðinni og brátt lá
leiðin út til landa, nánar tiltekið til
Danmerkur. „Sveinbjörn heitinn
Jónsson í Ofnasmiðjunni kom mér í
kynni við mjög færan húsgagna-
framleiðanda," segir hann. „ Þar
var ég í nokkra mánuði en líkaði
ekki reglulega vistin hjá honum og
komst að í Soborg Möblefabrik og
vann þar með námi. Eg var í kvöld-
skóla Teknologiske Institut og
lærði þar póleringu og alls konar
smíðar. Ég man eftir því að ég var
látinn taka í gegn gamlan flygil,
pússa hann allan upp og pólera.
Það var óhemjuverk og maður átti
ekki að fá neitt fyrir þetta en það
var einhver kaupmaður sem átti
þennan flygil og hann var svo
ánægður með verkið að hann borg-
aði mér 2000 krónur danskar sem
var heljarmikil upphæð á þeim tíma
og ég lifði á því lengi.“ Auk þess að
vera í vinnu í Soborg, sem er út-
borg Kaupmannahafnar, og sækja
kvöldskóla hjá Tækniskólanum var
Jóhann á kvöldnámskeiðum í hönn-
un og byrjaði í húsgagnaarkitektúr.
Magaveiki setti þá strik í reikning-
inn. Hann var alltaf slappur svo að
á endanum fór hann heim til ís-
lands án þess að klára arkitektúr-
Smíðaði
húsgögn fyrir
Davíð
Stefánsson
firðinga á tanganum stórt og mikið
húsnæði. Við vorum þar í þrjú ár en
hófumst síðan handa við byggingu
nýs húsnæðis."
Þegar í upphafi unnu á milli 15
og 20 manns hjá Valbjörk eh 40-50
manns unnu á verkstæðinu þegar
best lét. Framleiðslan var að mestu
leyti seld til Reykjavíkur en hráefn-
ið flutti Valbjörk frá Skotlandi og
Finnlandi. Má gera ráð fyrir að
víða hafi húsgögn frá fyrirtækinu
prýtt íslensk heimiii; kveikti það
t.a.m. minningar í huga blaða-
manns þegar hann sá myndir af
þrífættum stól með lausri setu,
gæruklæddri öðru megin, sem
hægt var að snúa við og breyta
stólnum þannig í borð.
Fyrst í stað seldi Valbjörk hús-
gögn sín í verslanir í Reykjavík en
setti síðan á stofn eigin verslun í
Brunabótafélagshúsinu við Hlemm.
Að auki voru útibú á ísafirði og
Vestmannaeyjum. Fjöldafram-
leiðslan var auðvitað uppistaðan í
SKÚLPTÚRINN er af Helgu, dóttur Jóhanns, og börnunum
hennar. Myndin á veggnum er máluð af Garúnu, listakonu
frá Ólafsfirði, á hurð úr kirkjunni á Ólafsfirði sem var fjar-
lægð þegar kirkjan var endurnýjuð.
inn, ætlaði að snúa aftur til Dan-
merkur en ílentist í heimahögum.
Heim kominn fór hann að vinna á
síldarplani á Þórshöfn og lagaðist í
maganum, enda í góðu fæði hjá
móður sinni.
-Fór danski maturinn svona illa í
þig?
„Ja, þegar ég var í Kaupmanna-
höfn fyrstu mánuðina lenti ég hjá
kerlingu í Hellerup og var hjá
henni í fæði og það var eitthvað það
versta fæði sem ég hef fengið um
dagana því hún eldaði gjarnan
þannig að ef það voru baunir eða
baunasúpa, þá var ég látinn éta það
út vikuna og þetta var orðið súrt og
nánast óætt.“
Valbjörk ræktuð
Þegar Nói var að vinna á síldar-
planinu á Þórshöfn sá hann auglýs-
ingu í Morgunblaðinu þar sem tré-
smíðavélar voru auglýstar til sölu á
Blönduósi. Hann var ekki að
tvínóna við hlutina heldur fór vest-
ur að skoða vélarnar. Guðbrandur
Magnússon ísberg sýslumaður
hafði með vélarnar að gera og tjáði
Jóhann honum að hann ætti enga
peninga. Kom það ekki að sök;
sýslumanninum leist svo vel á hinn
unga mann að hann sagði honum að
fara bara með vélarnar og borga
sér síðar þegar hann gæti. Urðu
enda ekki vanefndir á því. Með
þennan vélakost, sem var langtum
síðri en Jóhann átti að venjast í
Danmörku, hóf hann rekstur hús-
gagnasmiðjunnar Valbjarkar 1952.
Hinar frumstæðu vélar komu þó
ekki í veg fyrir að reksturinn gengi
vel. „Ég hannaði ný húsgögn," seg-
ir Jóhann, „sem fóru á fyrstu iðn-
sýninguna í Reykjavík 1952 og þau
slógu í gegn þannig að það bárust
til okkar miklar pantanir. Ég tók
þá tvo félaga strax inn í Valbjörk,
Benjamín Jósepsson og Torfa Le-
ósson. Nú, þetta vafði upp á sig
þannig að við höfðum alltaf yfirfullt
að gera, vorum í litlu húsnæði sem
Kristján Kristjánsson átti en feng-
um síðan leigt hjá Kaupfélagi Ey-
EFLAUST muna margir
eftir þessum þrífættu koll-
um sem Jóhann hannaði og
framlciddi í Valbjörk. Set-
an er laus, klædd gæru
öðrum megin en ber hinum
megin. Hægt var að breyta
kollinum í borð með því að
snúa setunni við.
rekstrinum en þar fyrir utan sá
Valbjörk um innréttingar ýmissa
stofnana og fyrirtælga, t.d. fjöl-
margra pósthúsa víða um land,
sjúkrahúsa, sundlaugarinnar á
Ákureyri, Glaumbæjar og Loft-
leiðahótelsins. Svo heppilega vildi
til að ófært var til Reykjavíkur
landleiðina þegar flytja átti hús-
gögnin í Hótel Loftleiðir þótt
furðulegt kunni að virðast að það
teljist happ þar sem flug var auð-
vitað miklu dýrara en flutningur í
bifreiðum. En tilfellið var að Val-
björk þurfti ekki að borga krónu
fyrir flutninginn. í samninginn
hafði nefnilega verið sett ákvæði