Morgunblaðið - 15.08.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 35
sem völ er á hverju sinni, enda er
kveðið á um slíkt í heilbrigðislögum
þjóðarinnar samanber 3. grein laga
um réttindi sjúklinga frá 1997 undir
fyrirsögninni gæði heilbrigðisþjón-
ustu. Petta nær að sjálfsögðu til
hvers kyns rannsókna og ákvarðana
sem teknar eru fyrir þeirra hönd,
þar með töldu mati á fötlun og ör-
orku. I þessu hlýtur að felast að ís-
lenskir sjúklingar og slysaþolar njóti
sérþekkingar lækna og annarra
starfsmanna heilbrigðiskerfisins eft-
ir því sem tök eru á.
Það ætti að hafa komið skýrt fram
í þessari grein að ég tel að tauga-
læknar, geðlæknar og taugasálfræð-
ingar einir eigi að standa að mati á
hugsanlegum heilaskaða og/eða öðr-
um ágöllum í miðtaugakerfi. Þegar
endurskoða þarf matsgerðir þeirra
ætti slíkt eingöngu að vera í höndum
starfsbræðra þeirra eða starfs-
systra.
Eg vil sem taugasálfræðingur
benda á að þrátt fyrir þau tæki sem
nútímavísindin hafa yfir að ráða til
að skoða heilann er taugasálfræðileg
greining best þekktra aðferða sem
við höfum yfir að ráða til að meta
hvernig viðkomandi einstaklingur
bregst við heilaskaða sínum eða
hvernig áhrif hans birtast í hugar-
starfi hans og vitrænni getu. Það er
vissulega hægt að skyggnast inn fyr-
ir höfuðkúpuna og sjá hvemig heil-
inn lítirn út með ákveðnum mynd-
greiningartækjum eins og tölvu-
sneiðmynd og segulómun. Það er
líka hægt að fylgjast með starfi eða
virkni heilans með tækjum eins og
heila- og hrifriti, PET og SPECT
ísótóparannsóknum og starfrænni
segulómun, en þessi tæki mæla raf-
boð, blóðflæði og efnaskipti á mis-
munandi stöðum í heila. En útlit
heilans og vefrænt ástand hans og
jafnvel vitneskja um efnaskipti hans
og virkni geta aldrei gefið fullnægj-
andi svör hvað skynjun, vitræna
getu, og hugarstarf viðkomandi ein-
staklings varðar.
Hér á landi eru margir íslenskir
læknar, sálfræðingar, félagsráðgjaf-
ar, sjúkraþjálfarar og talmeinafræð-
ingar sem hafa lagt alúð og vand-
virkni í greiningar- og meðferðar-
vinnu sína með einstaklingum sem
hlotið hafa vægan heilaskaða eða eft-
irslysaheilkenni. Til þess að vinna
þessa fagfólks megi nýtast og það
geti haldið áfram að bera hag hins
vansæla minnihluta fyrir brjósti með
því að missa ekki sjónir á fagvitund
sinni og sjálfsvirðingu er nauðsyn-
legt að það fái vinnufrið til að iðka
starfsgrein sína án niðurrifsafla nú-
gildandi örorkumatsfyrirkomulags.
Ég tel að grundvallaratriði í ör-
orkumatsmálum á íslandi sé að vel
skilgreindar og ítarlegar starfsregl-
ur verði settar varðandi skoðun,
rannsóknir og mat á einstaklingum
sem verða fyrir slysum svo að heil-
brigðislögum og skaðabótalögum
verði framfylgt. Þetta felur að sjálf-
sögðu í sér að mismunandi sérfræð-
ingar séu tilnefndir í mismunandi til-
vikum, hvort sem þeir eru í lækna-
stétt aða annaiTÍ heilbrigðisstétt.
HeimUdir
Alexander, M.P. (1998). In the pursuit of
proof of brain damage after whiplash injury.
Neurology, 511: 336-3440.
Barth, J.T. og Macciocehi, S.N. (1993).
Mild Traumatic Brain Injury. Journal of
Head Trauma Rehabilitation, 8 (3): 1-19.
Busch, C.R. og Alpem, H.P. (1998).
Depression After Mild Traumatic Brain Inj-
ury: A Review of Current Research, Ne-
urology Review, 8 (2): 95-108.
Guilmette, T.J. (1991). Cognitive and
behavioral symptoms of mild head injury:
Considerations for brain damage litigation.
Rhode Island Bar Journal, 39, 91-96.
Mild Traumatic Brain Ipjury Committee
of the Head Injury Interdisciplinary Special
Interest Group of the American Congress of
Rehabilitation Medicine (1993). Defmition of
Mild Traumatic Brain Ipjury. Joumal of
Head Trauma Rehabilitation, 8 (3); 86-87.
Reitan, R.M. og Wolfson, D. (1999). The
Two Faces of Mild Head Injury. Archives of
Clinical Neuropsychology, 14,191-202.
Ruff, R.M., Wylie, T. og Tennant, W.
(1993). Malingering and malingering-like
aspects of mild closed head ipjury. Journal
of Head Trauma Rehabilitation, 8: 60-73.
Stein, S.C. (1996). Classification of Head
Injury, í R.K. Narayan, J.B. Wilberger, J.T.
Povlishock og J.E. Wilberger (ritstj.) Ne-
urotrauma, McGraw Hill: New York.
Vamey, N.R. og Menefee, L. (1993).
Psychosocial and executive deficits foll-
owing closed head ipjury: Implications for
orbital frontal cortex. Joumal of Head
Trauma Rehabilitation, 8: 32-44.
•%
'sl£'AISKFt/i
^Bítstofa
Verödæmi: 2 vikur
m u / a Hnnta Arenn
Beint leiguflug
Verödæmi: 2 nætur
i Kuala Lumpur
(gist á The Federal)
og 8 nætur
á Penang
(gist á Golden Sands)
105.120 kr.
Verö frá
38.400
Borgarbragtir
á mann í tvíbýli
í 3 nætur
Framandi feröir
Æ á framandi slóöir
Frábært verð!
a mann m.v. tvo
Helgarferöir í allt haust
Halifax - Vín - Edinborg
■V
Hringdu í síma 585 4040
og viö sendum þér nýja bæklinginn um hæl
0HRVAL-ÚTSÝN
Lágmúla 4: clmi 585 4000, gr»nt númer: 800 6300,
Hafnarflrðl: slmi 565 2366, K.flavlk: clmf 421 1353
Salloci: tlml 482 1666, Akurayri: ilml 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
www.urvalutsyn.is
SkíðaferðTr
Til Veróna á frábæra skíðastaði
í beinu leiguflugi á laugardagsmorgnum
VISA
'' ' »
'
Höfundur er yfirtaugasálfræðingur
á geðdeild Landspítalans.