Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 37 FRÉTTIR Reynsla og rannsóknir um trúfræðslu metnar NORRÆN ráðstefna trúaruppeld- isfræðinga fór nýverið fram að Varmalandi og er það í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin hér á landi. Sú fyrsta var haldin 1977 í Danmörku og síðan þá hefur hún verið haldin á tveggja til fjögurra ára fresti. Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði, segir ís- lenskt samfélag óðum vera að nálg- ast það að verða fjölmenningarlegt og íslenskt menntakerfi þurfi að takast á við þann veruleika. Pétur hefur unnið að undirbúningi ráð- stefnunnar ásamt Sigurði Pálssyni, presti í Hallgrímskirkju, Gunnari J. Gunnarssyni og Gunnari Finnboga- syni, sem báðir eru lektorar við Kennaraháskólann. Auk þeirra taka Kristín Þórunn Tómasdóttir, hér- aðsprestur í Kjalamesprófastdæmi, og Ingólfur Guðmundsson, prestur og fv. námsstjóri í kristnum fræð- um, þátt í ráðstefnunni. Hlutverk trúaruppeldisfræðinnar hefur verið skilgreint þannig, að það væri „að safna og leggja gagn- rýnið fræðilegt mat á upplýsingar, reynslu og rannsóknarniðurstöður um trúfræðslu og trúarlegt upp- eldi“. Einnig hefur hún verið skil- greind sem uppeldis- og kennslu- fræði kristinna fræða sem náms- greinar í skólum og heyrir þá til rannsóknum á skólastaríl, uppeld- is— og kennslufræði kirkjulegrar fræðslu. Er hún þá hluti af kenni- mannlegri guðfræði eða að hún fæst almennt við trúarlega fræðslu og uppeldi, heyrandi þar með ýmist til guðfræði eða uppeldisfræðum. Það er Ijóst að samfélagsgerð og andleg- ir og menningarlegir straumar sam- tímans hljóta að stjóma því út frá hvaða skilgreiningu á trúaruppeld- isfræði er gengið í skólastarfi. Síðustu áratugi hefur athygli trú- amppeldisfræðinga í Evrópu eink- um beinst að kristindóms- og trúar- bragðafræðslu í opinberum skólum. Kemur þar einkum þrennt til: í fyrsta lagi breytt staða greinarinn- ar í skólunum sem orsakast af skarpari skilum milli skóla og kirkju en áður var. I öðm lagi spumingar sem vaknað hafa um inntak og aðferðir, bæði við kennslu kristinna fræða og fræðslu um önn- ur trúarbrögð, og í þriðja lagi auk- inn innflutningur fólks til Evrópu frá löndum þar sem önnur trúar- brögð og menning ríkir. íslenski Hugbúnaöarsjóöurinn í tilefnl hlutafjárútboðs íslenska hugbúnaðarsjóösins hf. verður efnt tll kynnlngarfundar í Þlngsal 1 á Hótel Loftleiðum mánudaglnn 16. ágúst 1999, kl. 15.00. Á fundinum verður hiutafjárútboðið kynnt fjárfestum auk þess sem helstu fyrirtækin sem sjóðurinn á í kynna starfsemi sína. Helstu dagskrárliðir fundar: • Gestir boðnir velkomnir Halldðr J. Kristjánsson, bankastjóri LÍ • Útboð sjóðsins kynnt Björn Snær Guöbrandsson, forstöðumaður veröbréfamiðlunar LÍ • Starfsemi íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. Gunnar V. Engilbertsson, sjóðsstjóri ÍH • íslenskur hugbúnaðariðnaður, framtíðarsýn Ólafur Daðason, sjórnarformaður ÍH Eftirfarandi fyrirtæki kynna starfsemi sína: Gagarín ehf. Landsteinar Int. hf. Hugvakinn ehf. Menn og mýs ehf. Hugvit ehf. Teymi ehf. Þróun ehf. Landsbankl íslands hf. - VI&sklptastofa Laugavegl 77, 155 Reykjavlk, síml 560 3100, bréfsfml 560 3199, www.landsbankl.ls Meistaraskóti fyrir: Bakara Framreiðslumenn Kjötiðnaðarmenn Matreiðslumenn Kennsla hefst 6. september. Innritun ferfram í skólanum 16.-27. ágúst. Umsóknum fylgi staðfesting á sveinsprófi. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00-15.00. Frekari upplýsingar veitir deildarstjóri. m'-- HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN ___. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5530, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is Vantarþig88í [ Uppl. í sfma ^ V.IÍ! jpund ÍUl |mán.-fös. frá kl. 9-21 ^ f Heilir 'N sturtuklefar Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90, 72x92 og 80x120. Bæði ferkantaðir og bogadregnir. * \ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21, 533 2020. y Láttu vaða!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.