Morgunblaðið - 15.08.1999, Side 54

Morgunblaðið - 15.08.1999, Side 54
54 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ 5 30 30 30 Mtasab qta Irá 12-18 og fran að sýrtagu sýitqanlaBa. 1W) Irá 11 lyrfH )rlQ|PfiL HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Fim. 19/8 örfá sæti laus. Fös. 20/8 örfá sæti laus. Fim. 26/8, fös. 27/8. SNYR AFTUR Fos 20/8 kl. 23.00, Síðasta sýning TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðró. Borðapantanir í síma 562 9700. S.O.S. Kabarett í leikstjórn Sigga Sigurjónss. lau. 21/8 miðnætursýning á menningarnótt Reykjavíkur HIRÐFÍFL HF.NNAR HÁTIGNAR sun. 15/8. Miöasala i s. 552 3000. Opiö virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. t v-.- ÍSLENSKA OPF.RAN ___illll Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Gamanleikrit (leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Fim. 19/8 kl. 20.00. Fös. 20/8 kl. 20.00. Fös. 27/8 kl. 20.00. Lau. 28/8 kl. 20.00. Fim. 2/9 kl. 20.00. Lau. 4/9 kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega FÓLK í FRÉTTUM Listahátíð krakka í Tjarnarbíói f september Morgunblaðið/Ásdís GUÐRUN Sóley Gestsdóttir, Helga Jónína Markúsdóttir og Gunnur Þórhallsdóttir eru frumkvöðlar og skipuleggjendur Listahátfðar krakka. Krakkar halda hátíð LISTAHÁTÍÐIR af ýmsu tagi hafa löngum verið haldnar fólki til ánægju og yndisauka og um þess- ar mundir eru þrjár ungar at- hafnastúlkur að undirbúa Listahá- tíð krakka. Listahátíðin er tilkom- in algjörlega að þeirra eigin frum- kvæði, þær sjá um allt skipulag upp á sitt einsdæmi og leggja áherslu á það að öll vinna við hátíð- ina sé í höndum krakka. Þær aug- lýsa eftir krökkum sem vilja koma með atriði á hátíðina og segja að það sé auðvitað skemmtOegast að atriðin séu sem fjölbreyttust. Krakkar geta því komið fram með dans, söng, hljóðfæraleik, töfra- brögð eða hvaðeina sem þeim kynni að detta í hug og eru allar hugmyndir vel þegnar. Allir krakkar velkomnir Hátíðin verður haldin í Tjamar- bíói helgina 25. til 26. september og eru stúlkumar nú í óða önn að leita eftir krökkum sem vilja taka þátt og er öllum krökkum velkom- ið að vera með. En hvemig skyldi þeim hafa dottið þetta í hug? „Fyrst datt Gunni í hug að það gæti orðið gam- an að halda danssýningu," segir Guðrún Sóley. „Svo talaði hún við okkur Helgu og við ræddum málið allar saman og ákváðum svo að það yrði ennþá skemmtilegra að halda sýningu með fullt af krökk- um og allskonar atriðum. Svo sögðum við fólki frá þessari hug- mynd og flestum fannst þetta mjög sniðugt svo við ákváðum bara að drífa í því að gera þetta.“ Tækifæri fyrir krakka Stelpumar em á tólfta ári og eru Gunnur og Guðrún Sóley bekkjarsystur í Vesturbæjarskóla. Helga er í Fossvogsskóla og kynntist þeim þegar þær æfðu all- ar saman ballett. Gunnur og Helga eru núna saman í Listdansskóla íslands en Guðrún Sóley er nýbúin að færa sig úr ballett yfír í djass- Nú er í bígerð heldur nýstárleg listahátíð og er sérstaða hennar fólgín í því að hún er alfarið í umsjón krakka. Birna Anna Björnsdóttir hitti þær Gunni Þórhallsdóttur, Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur og Helgu Jónínu Markúsdóttur sem fengu hugmynd- ina að Listahátíð krakka. nema að einhverjir sem eru að leita að krökkum til að leika í kvik- myndum eða auglýsingum muni koma og fylgjast með Listahátíð- ínm. Krakkar sjá um allt ballett og æfír hjá Djassballett- skóla Báru. Það að hafa æft dans í svona mörg ár hefur gefið þeim tækifæri til að taka þátt í sýningum og koma fram á sviði og segja þær að þeim finnist það mjög skemmti- legt. Helga segir að þær hafi stundum hugsað með sér að allir krakkar ættu að hafa tækifæri til að koma fram ef þeir hefðu á því áhuga. „Það eru ekki mörg tæki- færi fyrir krakka til að koma fram og okkur langaði tii að reyna að gera eitthvað til að bæta úr því,“ segir Helga. „Það er líka svolítið þannig,“ segir Guðrún Sóley, „að það eru alltaf sömu krakkarnir sem leika í leikritum og auglýsingum og svo- leiðis, en á Listahátíðinni gætu kannski komið fram einhverjir ný- ir, hæfileikaríkir krakkar." Gunn- ur bætir því svo við að þetta geti þannig líka verið tækifæri fyrir krakka til að koma sér á framfæri ef þau hafa áhuga á því að koma fram og að það sé aldrei að vita „Við leggjum áherslu á að það séum við krakkamir sem sjáum al- veg um þetta," segir Gunnur, „því stundum er það þannig þegar krakkar eru að gera eitthvað svona sjálfir og ætla síðan að fá smá hjálp frá fullorðnum að fullorðna fólkið fer að stjórna of mikið.“ „Það er líka oft ekki tekið neitt . mark á krökkum nema að það sé einhver fullorðinn með þeim,“ seg- ir Guðrún Sóley og segjast þær samt vera staðráðnar í því að halda því til streitu að gera allt sjálfar. Þær eru með tvo fullorðna ábyrgðarmenn en sjá þó sjálfar um alla vinnuna, þar á meðal að auglýsa, leita eftir styrkjum, hengja upp veggspjöld, leigja hús- næði og svo mætti lengi telja. „Nú vonum við bara að sem flestir krakkar hafi samband," segir Guðrún Sóley, „og við viljum leggja mjög mikla áherslu á það að þetta þarf alls ekki að vera ein- göngu þetta hefbundna eins og dans eða hljóðfæraleikur til dæm- is. Það væri gaman að fá eitthvað eins og fimleikaatriði, trúða eða töfrabrögð og í rauninni best að hafa þetta sem allra fjölbreyttast." „Svo ætlum við líka að halda myndlistarsýningu," segir Gunnur, „þannig að krakkar mega endilega koma með myndir sem verða þá hengdar upp í anddyrinu og fólk getur skoðað fyrir og eftir sýningu og í hléinu." Þær hvetja alla áhugasama krakka, sem vilja taka þátt í lista- hátíðinni, annað hvort með því að koma fram með atriði eða að vinna á einhvern annan hátt við fram- kvæmdina, til að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á josefiriaEsimnet.is eða torhEitn.is Láttu hann í friði! HÉR hefur lítill api skorist í leikinn í nautaati sem haldið var á Santo Domingo-hátíðinni í Nicaragua. Apinn er í eigu eiganda leikvangs- ins þar sem nautaatið fór fram og ætti hann því að vera nokkuð hagvanur og er ekki annað að sjá en að hann kunni réttu tökin. Kannski er hann að reyna að hjálpa nautabananum sem er ekki í eins góðri stöðu og hann, og ef til vill er hann að reyna að segja nautinu að láta hann í friði. MYNDBÖND Hartley upp á sitt besta Henry klaufi (Henry Fool) liaman/drama ★★★★ Framleiðandi, leikstjóri og handrits- höfundur: Hal Hartley. Aðalhlutverk: Thomas James Ray, James Urbaniak og Parker Posey. (144 mín.) Banda- ríkin. Háskólabíó, ágúst 1999. Bönn- uð innan 16 ára. HAL Hartley er einn áhugaverð- asti leikstjóri sem starfandi er í Bandaríkjunum í dag. Kvikmyndir hans bera sterk og sérviskuleg höf- undareinkenni en Hartley skrifar þær, leikstýrir og framleiðir venju- lega sjálfur. í Henry klaufa sem- ur hann auk þess tónlistina, sem er órjúfanlegur hluti af sérkennilegri hrynjandi myndar- innar. I Henry klaufa vinnur Hartley áfram með ýmis grunnstef sín sem snúast um seigfljótandi samskipti og tilvistarkreppur brauðstritandi al- múgans. Hér skipa þó vangaveltur um snilligáfu og gildi listarinnar þungamiðjuna. Segir þar frá lífskúnstnernum og vandræðageml- ingnum Henry sem kemur inn í líf sorphirðustarfsmannsins Simon Grim og dregur fram listamanninn sem býr innra með honum. Myndin býr þannig yfir mikilsverðri menn- ingar- og samtímaumræðu sem jafn- framt er sett fram í mátulega húmor- ískri fjarlægð. Kímnigáfa myndar- innar er reyndar einstök líkt og flest- ir aðrir þættir hennar. Handritið er hrein snilld og fær byr undir báða vængi í meðförum leikara sem kunna með sköpunarverk Hartleys að fara. Heiða Jóhannsdóttir Skapstór Oskubuska Úti er ævintýri (Ever After) Kó m <i n (í k ★★ Framleiðendur: Mirelle Soria og Tracey Trench. Leikstjóri: Andy Tennant. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Anjelica Huston og Dou- gray Scott. (100 mín) Bandaríkin. Skífan, ágúst 1999. Öllum leyfð. í UPPHAFI þessarar kvikmyndar sjáum við þegar öldruð hefðarfrú býður Grimms-bræðrum í heimsókn og segist óánægð með framsetningu þeirra á Ösku- busku-sögunni. Þvínæst segir hún þeim söguna um Óskubusku sem hét Danielle og var formóðir hefðar- frúarinnar. Á þessum for- sendum er hið sígilda ævintýri um stjúpdótturina ólánssömu endurtúlk- uð allrækilega og aðalpersónan gædd bæði gáfum og heillandi persónuleika sem prinsinn síðan kolfellur fyrir. Öskubuskan sem hér birtist er því allsendis ólík hinni góðhjörtuðu og fótnettu nöfnu sinni úr ævintýrinu. Efnistökin í þessari Öskubuskuút- færslu eru áhugaverð og er hér á ferðinni nokkuð skemmtileg og róm- antísk ástarsaga. Góður húmor léttir myndina, sem þó hefur nokkra galla. Atburðarásin flæðir illa og verður óþægilega stirðbusaleg á köflum. Drew Barrymore fótar sig illa í hlut- verki sínu sem Öskubuska og nær engan veginn valdi á enska hreimn- um. Utlit og umgjörð myndarinnar er hins vegar öll hin glæsilegasta og má vel mæla með henni sem hinni sæmilegustu skemmtun. Heiða Jóhannsdóttir i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.