Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
VIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt fyrirtæki, TeleMedlce, stofnað um þróun og sögu fiarlækningabúnaðar
TELEMEDICE hf. er nýtt fyrir-
tæki sem stofnað var í þeim tilgangi
að þróa og selja færanlegan fjar-
lækningabúnað. Eigendur fyrirtæk-
isins eru Gagnalind hf., Margmiðlun
hf., Skyn ehf. og Sigurður A. Krist-
insson, læknir. Þessir aðilar hafa
sérþekkingu, hver á sínu sviði, sem
nýtist við þróun hugbúnaðar fyrir
fjarlækningar.
Slysatíðni sjómanna er gríðarlega
há miðað við aðrar atvinnustéttir í
landinu. Árið 1990 var fjöldi til-
kynntra slysa á sjó við Island um 600
tilfelli á ári. Þetta eru þó aðeins til-
kynnt slys og búast má við að talan
sé mun hærri. A tímabilinu 1980-
1996 voru dauðaslys meðal sjómanna
að meðaltali 9,4 á ári.
Þjálfun sjómanna varðandi við-
brögð við slysum á hafi úti er stöðug
og vaxandi. Hinsvegar er sjómönn-
um oft nauðsynlegt að komast í sam-
band við lækni þegar slys eða veik-
indi bera að höndum. Sjómenn hafa
mun lakari aðgang að heilbrigðis-
þjónustu en aðrir landsmenn. Talið
er að í allt að tveimur af hverjum
þremur tilvikum sem sjómenn leita
sér hjálpar læknis sé um veikindi en
ekki slys að ræða. Fjarlækningum er
því ekki aðeins ætlað það hlutverk að
aðstoða ef slys ber að höndum, held-
ur eru þær liður í því að bæta þá
heilbrigðisþjónustu sem sjómenn
njóta. Með nákvæmari greiningu á
aðstæðum verður auðveldara að
meta hvort senda þurfi þyrlu eftir
sjúklingi og eða hvort skip þurfi að
sigla í land. I báðum tilfellum er
kostnaðurinn mikill, hvort heldur
sem er fyrir útgerðir, tryggingafélög
eða þjóðfélagðið í heild. Kostnaður
við sjúkraflug Landhelgisgæslunnar
og heildarkostnaður við sjúkrahús-
vist er umtalsverður á hverju ári.
Slysatryggingar sem Trygginga-
stofnun ríkisins greiðir fyrir sjó-
menn eru rúm 35% af öllum slysa-
tryggingum sem stofnunin greiðir.
Það er hátt hlutfall ef tekið er tillit
til þess að sjómenn eru aðeins tæp
5% af starfandi fólki í landinu. Heild-
arkostnaður vegna slysa á hafi úti,
þ.e.a.s. bæði persónulegur og samfé-
lagslegur er um 2 milljarðar á ári og
er þá ekki reiknað með veikinda-
kostnaði nema að litlu leyti.
Augu, eyru og hendur
læknis í landi
Fjarlækningabúnaður Tel-
eMedlce mun gera kleyft að koma á
myndrænu og talrænu sambandi
milli skips og lands í slíkum tilvikum
og auðvelda aðilum að meta betur en
áður hefur verið hægt hvort nauð-
synlegt sé að sigla til hafnar, senda
björgunarþyrlu eða gera aðrar ráð-
stafanir. Þannig mun fjarlækninga-
búnaður auka öryggi sjómanna, auk
þess sem hann mun spara fé og auð-
velda að réttar ákvarðanir séu tekn-
ar. Veikist maður eða slasist úti á sjó
er hægt að senda upplýsingar um
líðan hans, rekja t.d. einkenni sjúk-
dómsins, senda myndir af sári sem
hann hefur hlotið eða hjartalínurit.
Upplýsingar berast um gervihnött til
læknis á bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur sem leggur mat á að-
stæður og leiðbeinir um meðferð eða
aðgerð. Segja má að búnaðurinn gefi
sjómönnum á hafi úti tækifæri til að
vera þannig augu, eyru og hendur
læknis í landi. Sérhver skipverji er
skráður í áhafnarskrá viðkomandi
skips þegar hann hefur störf. Þar
koma fram upplýsingar um heimilis-
lækni, ofnæmi, lyfjanotkun o.sfrv.
Við slys eða veikindi er þessi skrá
opnuð á nafni sjúklings og síðan tek-
ið til við að fylla í einkennalista. Not-
andi er þannig leiddur áfram með
spurningum sem hann svarar áður
en haft er samband við lækni í landi.
Með fjarlækningabúnaðinum er
þannig hægt að senda mun nákvæm-
ari upplýsingar í land en áður sem
leiðir til árangursríkari greiningar
og meðferðar. Heilbrigðisþjónusta
sjómanna færist því nær sem al-
menningur í landi nýtur að jafnaði.
Samsetning búnaðarins
byggð á þörf
Unnið hefur verið að samsetningu
búnaðarins í rúmt ár og vann Skyn
ehf. meðal annars að því verki,
ásamt Sigurði A Kristinssyni lækni
Heilbrigðisþj ónustan
færð um borð í skipin
Slysatíðni meðai sjómanna er hærri miðað við aðrar atvinnustéttir í landinu.
Þjálfun sjómanna varðandi viðbrögð við slysum á hafí úti er stöðug og
vaxandi en sjómönnum er hinsvegar oft nauðsynlegt að komast í samband
við lækni þegar slys eða veikindi ber að höndum. Helgi Mar Árnason ræddi
við talsmenn TeleMedlce um þróun og sölu á fjarlækningabúnaði sem gerir
sjómönnum kleift að koma á mynd- og talrænu sambandi milli skips og
lands og fá aðstoð lækna við mat á aðstæðum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Talsmenn TeleMedlce. F.v. Jón Bragi Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skyns ehf., Sigurður Ágúst
Kristinsson, iæknir, Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdasljóri Margmiðlunar hf., og Árni Geir Sigurðsson,
Gagnamiðlunar hf.
með styrk frá
Rannís. Jón
Bragi Björgvins-
son, fram-
kvæmdastjóri
Skyns ehf. segur
að gerð hafi ver-
ið úttekt á þeim
þörfum sem eru
úti á sjó og út frá
því fundnar þær
upplýsingar sem
læknir þurfi frá
skipinu til að
geta tekið
ákvörðun um
það hvort snúa
þurfí skipinu í
land, hvort hægt
sé að sinna sjúk-
lingnum um borð
eða jafnvel senda
eftir þyrlu. „Þeg-
ar slys ber að
höndum er gott
að geta sent
lækni í landi
mynd og fengið
þannig aðstoð til
að meta hversu
alvarlegt slysið
er. Hingað til
hafa sjómenn
eingöngu þurft
að styðjast við
talsamband við
slíkt mat og eins
og gefur að
skilja getur
lækni í landi
reynst erfitt að
gera sér grein
fyrir hvers eðlis
slysið er út frá
munnlegri lýs-
ingu, hvað þá
þegar ofan á bæt-
ast tungumálaerfiðleikar ef um er-
lend skip er að ræða. I sumum tilfell-
um er nauðsynlegt að framkvæma
línuritsbúnaður
með tölvunni og
þannig er til dæm-
is hægt að meta
hvort um er að
ræða millirifjagigt
eða hjartaáfall.
Þannig höfum
reynt að finna út
hvaða búnaður það
er sem skiptir
virkilega sköpum
úti á sjó. Eftir að
niðurstöður lágu
fyrir var kominn
grundvöllur fyrir
að því að hanna
búnaðinn."
Myndskeið á
margmiðlunar-
formi
Sigurður A.
Kristinsson, lækn-
ir, hefur víðtæka
reynslu af slysa-
vörnum sjómanna.
Hann hefur þjónað
sjómönnum í
Smugunni um
borð í varðskipinu
Óðni, er í þyrlu-
sveit Landhelgis-
gæslunnar og setið
í lyfjakistunefnd,
auk þess sem hann
sinnir kennslu
skipsstjórnar-
manna í Stýri-
mannaskólanum í
Reykjavík. Hann
hefur ennfremur
tekið saman
myndefni þar sem
sýndar eru ýmsar
aðgerðir sem gæti
þurft að fram-
kvæma ef slys ber
að höndum. Þetta myndefni hefur nú
verið fært á margmiðlunarform og
Fjarlækningabúnaðinum er komið fyrir í handhægri tösku, sem inni-
heldur fartölvu, stafræna myndavél, hjartalínuritsbúnað, heyrnartól
og hljóðnema, farsímatengingu og nauðsynlegan hugbúnað.
einhverskonar mælingar, til dæmis
ef brjóstverkur vekur grun um
hjartaáfall. Þessvegna fylgir hjarta-
er aðgengilegt í fjarlækningabúnaði
TeleMedice. Hann hefur ennfremur
staðið að framleiðslu kennslumynd-
bands fyirir sjómenn, en sambæri-
legt efni verður nú fært yfír á marg-
miðlunarform sem hluti af búnaði
TeleMedlce. Þannig verður hægt að
sjá myndskeið til leiðbeiningar úti á
sjó, hvernig t.d. á að setja upp æðar-
legg eða koma fýrir hálskraga. Árni
Geir Sigurðsson, verkfræðingur hjá
Gagnalind hf., segir það mikinn
styrk fyrir sjómennina að hafa að-
gang að þessum myndskeiðum.
„Þegar slys ber að höndum verður
gjarnan mikil ringulreið um borð.
Með fjarlækningabúnaðinum geta
sjómennirnir hinsvegar nálgast
nauðsynlegar upplýsingar sem þeir
þurfa á að halda þegar þeir þurfa á
þeim þarf að halda. Kerfið leiðir sjó-
mennina skref fyrir skref í gegnum
ákveðið ferli en ef þeir eru farnir að
ryðga eða eru óöruggir varðandi ein-
stök atriði, geta þeir sótt viðkomandi
myndskeið eða upplýsingar. Þannig
felst einnig í þessu kerfi nokkurs-
konar endurmenntun,“ segir Árni
Geir.
Tryggir áframhaldandi
aðhlynningu
Sigurður segir oft erfitt að meta í
gegnum síma eða annað talsamband
hversu alvai’legt ástandið er en venju-
lega fái hinn slasaði sjómaður að
njóta vafans og reynt sé að koma hon-
um í land á einhvern hátt. I sumum
tilfellum sé hinsvegai’ um að ræða
meiðsli eða veikindi sem hægt sé að
ráða við um borð. „Fjarlækningabún-
aðurinn hjálpar til við að ákveða
hvernig best er að bregðast við. Hann
tryggir þar að auki áframhaldandi að-
hlynningu. Ef sjómaður slasast og
farið er með hann í land er auðveld-
lega hægt að senda upplýsingar um
viðkomandi sjúkling til sjúkrahúsa
eða heilsugæslustöðva þar sem tekið
er á móti honum. Kerfið hefur ákveð-
ið foi-varnargildi þar sem skráning
upplýsinga verður betri.“
Möguleikar á markaðssetningu
erlendis
Stefán Hrafnkellsson, fram-
kvæmdastjóri Margmiðlunar, segir
að fyi-st í stað verði lögð áhersla á að
selja og þjónusta íslenska skipaflot-
ann en einnig séu möguleikar á er-
lendri markaðssetningu. Eitt af
stærri verkefnum TeleMedlce sé
ennfremur að koma á fót fjarlækn-
ingamiðstöðvum, bæði hér heima og
erlendis. „Fjarlækningamiðstöðvar
sem eru búnar til þess að taka á móti
slíkum skeytum og læknar þjálfaðir í
að svara slíkum fyrirspurnum eru
lykilatriði. Við höfum hvatt stjórn-
völd til að útvíkka þá þjónustu sem
nú þegar er veitt íslenskum skipum.
Vonandi fæst þá vilyrði fyrir því að
erlend skip noti þessa þjónustu líka.
Á fjarlækningamið stöðinni byggjum
við sjúkraskrárkerfi Gagnalindar
sem nú er þegar í notkun á öllum
heilsugæslum hér á landi og búum
þar til viðbótareiningu sem tekur við
skeytum frá skipunum. Þannig
byggist upp saga sem gerir alla úr-
vinnslu þægilegri fyrir lækninn.
Stefán segir samskiptatæknina
byggða á Internetinu en búnaðurinn
sé sérhæfður að því leytinu til að
hann vinni á mjög lágri bandvídd.
„Það tekur því talsverðan tíma að
senda gögn, sérstaklega hljóð, í land.
En bandvíddin við skipin mun
aukast í framtíðinni og þá munum
við njóta þess,“ segir Stefán.
Ótal aðrir mörguleikar
Þegar eru í gangi tilraunir með
búnað frá TeleMedlce um borð í
nokkrum íslenskum skipum. Með til-
komu þessa nýja búnaðar verður ör-
yggi sjómanna betur tryggt ef slys
eða veikindi ber að höndum. Auk
þess mun búnaðurinn geta nýst til
hvers konar myndrænna sendinga
milli skips og lands, t.d. í tengslum
við afla, skemmdir, varahluti o.s.frv.
TeleMedlce tekur þátt í íslensku
sjávarútvegssýningunni til að kynna
fjarlækningabúnaðinn fyrir sjó-
mönnum, útgerðarmönnum og öðr-
um sem kunna að hafa not af honum.
Fyrirtækið stefnir að hafa vöruna
tilbúna til sölu á fyrsta ársfjórðungi
næsta árs.