Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 14
14 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________________________VIÐTAL_____________________________ Baader-Island hefur þjónað fslensku fískvinnslunni í fjörutíu ár Ollu straumhvörfum í íslenskri fískvinnslu s Baader-Island heldur upp á fjörutíu ára starfsafmæli þessa dagana. Saga fyrirtækisins er samofín þróun í fískvinnslu hér á landi og það hefur lagt þung lóð á vogarskálar nútímavæðingar vinnsluhátta. Örn Arnarson tók hús á Einari Benjamínssyni framkvæmdastjóra Baader- Island og Þóri Einarssyni sölustjóra og fékk þá til að segja sér eitt og annað um þetta merka fyrirtæki. BAADER-fsland er með ráðandi stöðu á markaðnum fyrir fiskvinnsluvélar á Islandi. Enar Benjaminsson og Þórir Einarsson við eina af Baader vélunum. Árið 1955 gengu tveir menn á fund Benjamíns H.J. Eiríkssonar, sem var þá bankastjóri Fram- kvæmdabankans. Mennirnir voru Huxley Ólafsson úr Keflavík og Þjóðverjinn TJlrik Marth. Erindi þeirra félaga var einfalt. Þeir vildu að bankinn lánaði hraðfrystihúsum peninga til að kaupa Baader-flatn- ingsvélar. Benjamín bankastjóra leist vel á hugmyndina og fyrstu vélarnar komu til landsins ári síðar og síðari tíma vélvæðing fískvinnsl- unnar hófst. Baader-flökunarvél- amar ollu straumhvörfum í fram- leiðslu á bolfiski. Afli sem var tek- inn til vinnslu í frystihúsum jókst úr 180 þúsund tonnum árið 1957 í 258 þúsund tonn ári síðar. Þetta var aukning upp á 43% og er hún að mörgu leyti Baader-vélunum að þakka. Orðrómurinn spurðist út og snemma varð mikil eftirspurn eftir vélunum hjá fískverkendum. Vegna hamlandi áhrifa haftakerfís- ins sem var þá enn viðloðandi í ís- lenskum efnahag var ekki séð fram á að hægt yrði að standa í innflutn- ingi á vélunum án þess að stofna kringum það íslenskt fyrirtæki. í september árið 1959 var Baader- þjónustan stofnuð. Nafninu var seinna breytt í Baader-ísland og heldur fyrirtækið upp á 40 ára starfsafmæli þessa dagana. Neikvæðni í upphafi Það vill svo skemmtilega til að á þessum tímamótum er Einar, son- ur Benjamíns bankastjóra; fram- kvæmdastjóri Baader-íslands. Hann segir að Ulrik stofnandi fyr- irtækisins hafi kynnst vélvæðingu í fiskvinnslu og um borð í skipum í Þýskalandi. „Þegar hann flutti svo hingað og sá hversu skammt á veg menn voru komnir í þessum málum útvegaði hann sér umboð fyrir Baader hið snarasta." Einar segir að til að byrja með hafi heyrst efasemdar- og úr- töluraddir meðal manna í útvegin- um. „Það var eitthvað um neikvætt viðmót til að byrja með og eitthvað var um að menn héldu að fyrirtæk- ið væri að svipta menn vinnu. Þeg- ar menn fengu reynslu af vélunum breyttist það.“ 90% markaðshlutdeild Baader-vélarnar voru einráðar á markaðnum í upphafi. Þórir Ein- arsson sölustjóri hjá fyrirtækinu segir að það hafi lítið breyst. „Það var enginn að bjóða upp á neitt svipað. Þetta hefur í stórum drátt- um ekki mikið breyst. Að vísu er komin samkeppni á ákveðnum sviðum en í bolfisknum erum við sennilega með rúmlega 90% mark- aðshlutdeild. Það segir ef til vill meira en mörg orð um vinsældir vélanna hér á landi að ákveðin starfsgrein hefur verið nefnd eftir þeim,“ segir Þórir og vísar í störf Baader-manna, sem eru ómissandi um borð í vinnsluskipum. „En við einokun samt ekki markaðinn. Það er opið fyrir alla að koma inn á þennan markað.“ Einar er með kenningu um hvers vegna Baader-vélarnar eru nær einráðar í bolfiski hér á landi. „Ég held að samkeppnin við okkur hafi alltaf verið rekin á vitlausum forsendum. Menn hafa frekar reynt að undirbjóða okkur í stað þess að reyna að koma fram með betri vélar. Baader hefur ávallt lagt alla áherslu á gæði - það þýðir að vélamar okkar eru dýrari en það skilar sér til lengri tíma litið.“ Baader-vélar eru ekki fjöldaframleiddar Þeir félagar Einar og Þórir segja að stundum gæti misskiln- ings varðandi vélamar. Þær em ekki fjöldaframleiddar eins og margir halda. Einar segir að mest seldu vélarnar hafi ekki farið í mörgum eintökum. „Baader 189 er ein mest selda vélin okkar og er út um allt land. Það hafa aðeins verið framleidd 500 eintök af henni. Baader 440, sem er flatningsvél, var framleidd í um 1.000 eintökum. Þetta er ekki mikið miðað við fjömtíu ár.“ Einar segir að þessi litla fram- leiðsla og langur endingartími vél- anna sé bæði kostur og löstur fyrir fyrirtækið. „Þetta gerir það að verkum að til þess að fyrirtækið þróist og dafni verðum við að koma með nýjar og betri lausnir. Ef við geram það ekki er engin ástæða fýrir kaupendur að endumýja vél- amar.“ Þrátt fyrir mikla markaðshlut- deild og langan endingartíma vél- anna telur Einar ekki hættu á því að markaðurinn mettist. „Það er auðvitað nóg af Baader-vélum í landinu en það borgar sig ekki að nota gamlar vélar þegar er komin ný tækni sem skilar meiri fram- leiðni og nýtni á fisknum en það gerir einmitt nýja kynslóðin af vél- unum. Það hafa einnig orðið mikil kynslóðaskipti í sjávarútveginum á síðustu árum. Til okkar eru að koma ungir menn með ferskar hugmyndir sem vilja fá Baader- vélar. Ég held að við þurfum ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni meðan það gerist.“ Þórir segir að nýju vélarnar gefi góð íyrirheit. „Til að mynda karfavélarnar okk- ar, sem opna möguleika fyrir að vinna minni físk en áður. Það er hægt að skapa verðmæti úr fiski sem áður var dæmdur til gúanóv- istunar. Einnig hefur tölvutæknin skilað því að flökin, sem em koma úr vélunum, em miklu fallegri. Þessar vélar gefa aukna nýtingu, auka verðmæti og spara vinnuafl. Það blasir því við að það borgi sig að endurnýja vélarnar." Þróum vélarnar sjálfir í auknum mæli Baader-ísland hefur tekið mikl- um breytingum gegnum árin. Auknar áherslur hafa verið lagðar á að þróa vélarnar hér heima fyrir íslenskar aðstæður. Einar segir mikilvægt fyrir fyrirtækið að geta þetta. „Við emm til dæmis núna að breyta vél, sem vinnur síld fyrir gulllax. Við leggjum alltaf meiri áherslu á þetta. Við tökum vélar sem em til, breytum þeim fyrir aðrar tegundir. Við gerðum þetta ekki mikið áður en sinnum þessu í æ meira mæli. Við leggjum líka mikinn metnað í að hafa sem best- an lager og svo að við getum þjónu- stað viðskiptavini okkar sem best. Við eram farnir að framleiða meira af okkar varahlutum og það kemur sér vel íyrir viðskiptavinina vegna þess að þeir era ódýrari en inn- fluttir varahlutir." Einblínum á íslenska markaðinn Þrátt íyrir að mikil þekking og reynsla búi í fjörutíu ára gömlu fyrirtæki eins og Baader-Island hefur fyrirtækið ekki nema að litlu leyti hafið útrás til fjarlægra landa. „Við höfum selt vélar erlendis en við eram fyrst og fremst að þjóna íslenskum fyrirtækjum og við ætl- um að halda því áfram,“ segir Þór- ir. Einar bætir því við að þrátt fyr- ir að fyrirtækið búi yfir mikilli reynslu segi það ekki allt. „Við höf- um auðvitað mikla þekkingu á ís- lenskum aðstæðum. En málið er að íslenskar aðstæður gilda ekki ann- ars staðar í heiminum." íslensk sjávarútvegssýning án Baader-véla væri óhugsandi Menn geta velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtæki, sem er með rúmlega 90% markaðshlutdeild, sé að standa í því að kynna sig á sjáv- arútvegssýningu. Éinar segir að vissulega sé ekki bráðnauðsynlegt fyrir Baader-ísland að vera með. „En íslensk sjávarútvegssýning án Baader væri fáránleg. An okkar væri ansi stórt gat.“ Þeir félagar segja að Baader-ís- land verði með stærsta bás sem þeir hafi verið með á sýningunni til þessa. Þórir segir að fyrirtækið hafi aldrei sýnt jafn margar vélar á sýningunni. „Og við höfum aldrei verið jafn íslenskir á sýningu, í þeim skilningi að við höfum aðlag- að þær flestar sérstaklega fyrir ís- lenskar aðstæður." □ RYGGI í 90 ÁR 19D9 - 1999 Samábyrgð íslands byggir á 90 ára langri reynslu og þekkingu í að þjóna hagsmunum íslenskra sjómanna og útgerða sem sérhæft skipatryggingafélag. Rétt trygging skiptir sköpum ef í nauðirnar rekur. Þar er Samábyrgð íslands öllum hnútum kunnug. Samábyrgð Islands Pósthólf 8320, Lágmúla 9, 128 Reykjavík, SÍmi 568-1400, fax 581-4645, samabyrgd@samabyrgd.is Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit ... mbl.is/fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.