Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 34

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 34
34 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL Ný fískimiölsverksmiðja Óslands á Höfn í Hornafírði reynist vel Fjárfestingin grund- vallast á auknu hráefni „VIÐ vorum svo heppnir að fá einn farm af Húnaröstinni við lok vertíð- arinnar til að reynslukeyra verk- smiðjuna. Það gekk vel, ekkert kom upp á og mengunarvamabúnaður- inn stóð fyrir sínu,“ segir Björn Traustason, verksmiðjustjóri hjá fiskimjölsverksmiðjunni Óslandi ehf. á Höfn í Homafh-ði. Ósland byggði nýja verksmiðju síðastliðinn vetur og tók í notkun við lok vertíð- ar. Síðan hefur ekkert verið brætt þar sem engin sumarloðna hefur veiðst og nú er beðið eftir að sfldar- vertíðin hefjist og hugsanlega haustvertíð á loðnu. Fyrirtækið sem rak fiskimjöls- verksmiðjuna varð gjaldþrota fyrir nokkmm áram og þá eignuðust Borgey hf., útgerðarfélag Hún- arastar og Skinney hf. verksmiðj- una. Borgey eignaðist síðar hluta Húnarastar og átti verksmiðjuna að 80% hluta á móti 20% hlut Skinn- eyjar og á síðasta ári keyptu Olíufé- lagið og fleiri fjárfestar hlut Bor- geyjar. Nýjasta breytingin í hlut- hafahópnum er sameining Skinn- eyjar og Borgeyjar. Komið á tíma A undanfömum árum hefur verið keypt nokkuð af nýjum búnaði í bræðslu Óslands ehf. „En nú er gamla verksmiðjuhúsið komið á tíma, orðið ónýtt, auk þess sem kröfur era gerðar um mengunar- vamabúnað. Akveðið var að byggja ~r nýtt hús, enda ekki vit í öðra,“ segir Bjöm. Húsið var byggt í vetur og keyptir loftþurrkarar, pressa og sjóðari, auk nýs innmötunarbúnað- Starfræksla nýrrar fískimj ölsverksmiðju ✓ Oslands ehf. á Hornafírði hefur gengið vel, fíann stutta tíma sem hún hefur ______starfað eftir ______endurnýjun._______ Verksmiðjustjórinn sér fram á bjarta tíma og segir Helga Bjarnasyni að hugsanlegt sé að fá fleiri útgerðir inn í fyrirtækið til að tryggja betur hráefnisöflun. ar og mengunarvamabúnaðar. Bjöm segir að þetta sé fyrsti hluti endurnýjunar verksmiðjunnar, eftir sé að endumýja hluta vélanna og koma upp mjöltumum. Gamla verk- smiðjan er því rekin samhliða þeirri nýju. Bjöm segir að það gangi með samtengingu tölvukerfanna. Hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær ráðist verði í næsta áfanga endumýjunarinnar. Kostnaður við þennan fyrsta áfanga nemur um 420 milljónum kr. Verksmiðjan var gangsett undir lok loðnuvertíðar í vor, eins og áður segir, og reyndist vel, að sögn Bjöms. Starfsmenn fyrirtækisins vinna nú að undirbúningi næstu vertíðar. Mikinn reyk og lykt lagði yfir Höfn frá gömlu verksmiðjunni í vissum vindáttum. Nú á það að vera úr sögunni. Bjöm segir að mengun- arvamabúnaðurinn virki rétt. „Reykurinn hverfur og lyktin verð- ur í lágmarki. Við erum með nýja aðstöðu, húsnæði og tæki, og að lok- inni vertíð var allt þrifið vel og vandlega. Þannig verður það í fram- tíðinni og það dregur eins mikið úr lykt og mögulegt er,“ segir verk- smiðjustjórinn. Þarf að auka hráefnið Borgey og Skinney ráða yfir 3% loðnukvótans og 15-20% sfldarkvót- ans og leggja allan þann afla sem ekki fer tfl frystingar eða söltunar upp hjá Óslandi. Auk þess hefur verið tekið á móti afla af skipum fleiri útgerða. Bjöm segir Ijóst að verksmiðjan þurfi meira hráefni, fjárfestingin hafi grundvallast á því. Hins vegar séu útgerðimar almennt orðnar tengdar fískimjölsverk- smiðjum og erfitt að bjóða í ein- staka farma. Telur Bjöm hugsan- legt að fá fleiri útgerðir inn í félagið til að tryggja betur hráefnisöflun. Ósland hefur mest brætt úr 56 þúsund tonnum af hráefni á einu ári. Það sem af er þessu ári hefur verksmiðjan tekið við 33 þúsund tonnum. Ekki var hægt að gera bet- ur þar sem engin sumarveiði var á MADE IN THE USA « The United States is a leader in high quality industrial, electronic, and marine equipment for the commercial fishing industry. Many U.S. manufacturers and products are represented at the ' í ',1 . HmMKSS' Icelandic Fisheries Exhibition -L toCwttUKKEKUmm. mÆ 1999 COMMERCIAIT SERVICE í Pick up a free brochure at the United States ofAmerica Department ofCommerce Bandaríkin eru leiðandi framleiðendur á gæðavöru á sviði iðnaðar, raftækni og útgerðar fyrir sjávarútveginn. Margir bandarískir framleiðendur og vörur þeirra verða kynntar á íslensku sjávarútvegssýningunni 1999. Náðu þér í bækling okkar á sýningunni. I(I:I AM)I( FlSHERIES FXIIIBITIOM 1 999 1 ■ 4 SEPThMBBR 1999 Sniiirinu, Kö<iv«*«/ur. /íí/wiiiI Sponsored by: Economic/Commercial Section, American Embassy, Laufásvegur 21, 101 Reykjavík, Phone: (354) 562-9100, Fax: (354) 562-9139, www.usa.is Morgunblaðið/Golli Tómlegt er um að litast um þessar mundir í nýju bræðsiunni hjá Birni Traustasyni, verksmiðjustjóra hjá Óslandi ehf. á Höfn. Ekkert hefur verið brætt frá því í vor en Björn vonast eftir góðri síldarvertíð. loðnu. „Vonandi verður góð sfldveiði í haust. Og hugsanlega loðnuvertíð í haust, af því hún veiddist ekki í sumar. Það hefur reyndar ekki gerst lengi en loðnan er best á þess- um tíma,“ segir Björn Traustason. Miklar sviptingar Ósland vinnur að endumýjun verksmiðjunnar á erfíðum tíma í greininni. Verð á afurðum lækkaði gífurlega á vertíðinni. Til að mynda lækkaði mjölverð úr 550 í 300 sterl- ingspund tonnið og lýsið úr 820 í 300 dollara tonnið. „Þetta era engar smásviptingar og það er erfitt að standa í fjárfestingum við þessar aðstæður. Hráefnisverð lækkaði á móti en það gerðist bara of seint. Reynslan sýnir að hráefnisverðið hækkar með afurðaverðinu en lækkar hægar þegar verðfall verður á mörkuðum. En þetta stefnir aftur í rétta átt, afurðaverðið smályftir sér.“ Bjöm segir að það hjálpi upp á sakimar að í nýju verksmiðjunni sé framleitt mun verðmætara mjöl en í þeirri gömlu. Og hann er bjartsýnn á framtíðinna, segir ekki annað hægt í nýrri og glæsilegri verk- smiðju. Fiskeldi vex stöðugt fískur um hrygg FULLTRÚAR frá 17 Evrópuríkj- um hittust á dögunum í Westport á Norður-írlandi tfl að taka þátt í ráð- stefnu samtaka evrópskra fiskeldis- framleiðenda. Þetta er í þrítugasta og fyrsta sinn sem samtökin hittast til skrafs og ráðagerða. Ágætt ástand í laxinum Framleiðsla á laxi fór í 500 þúsund tonn. Mesta aukningin í framleiðslu var í Skotlandi, Færeyjum og Nor- egi. Verð á laxinum hefur farið hækkandi og líta framleiðendur bjartsýnisaugum til framtíðar. Lík- ur eru á því að Bandaríkja- og Japansmarkaður eigi eftir að stækka töluvert á næstu áram. Framleiðsla á stóram silungi jókst um 15 þúsund tonn á síðasta ári. Framleiðslan var alls um 90 þúsund tonn. Helsta ástæða hækk- unarinnar var aukning í framleiðslu hjá Norðmönnum og Svíum. Verð á stóram silungi fóra lækkandi á síð- asta ári miðað við 1997. Um 230 þúsund tonn vora framleidd af minni silungi á síðasta ári. Verð á honum fór lækkandi líkt og á stærri silungi. Ráðstefnugestir voru sam- mála um það að erfið tíð væri í sil- ungseldi. Verð hefur verið lágt á meðan framleiðslukostnaður hefur stigaukist, sérstaklega vegna hærra verðs á vatni. Áll og flatfiskur framleiðsla á áli var um 10 þúsund tonn á síðasta ári. Verð á álnum hafa farið lækkandi vegna aukins innflutnings á frosnum ál frá Kína. Evrópumarkaðurinn virðist mettur og Japanir kaupa minna af álnum en áður. Framleiðsla á flatfiski, sérstak- lega sandhverfu og lúðu, hefur auk- ist lítillega. Talið er að miklir mögu- leikar felist í lúðueldi í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.