Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 46

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 46
46 D MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Undirbúa stofnun verslunar á Netinu VALDIMAR Gíslason - íspakk ehf. undirbýr nú stofnun viðskiptavefs (netverslunar) sem hefur það að markmiði að auðvelda upplýsinga- flæði og pöntunarferlið milli fyrir- tækisins og viðskiptavina þess. „Helstu viðkiptavinir fyrirtækis- ins eru fastakúnnar í kjöt-, fisk- og mjólkuriðnaði sem með reglulegu millibili panta vörur frá fyrirtækinu eða leita upplýsinga um vörur og þjónustu. í dag eru pantanir annað hvort sendar með faxi eða hringdar inn, sem krefst þess að starfsmaður slái þær inn og er þá hætta á alls kyns tefjandi þáttum eins og inn- sláttarvillum og misskilningi aðila á milli. Einnig fá nýjar vörur eða vörutegundir oft á tíðum ekki þá kynningu sem þarf vegna anna starfsfólks við móttöku pantana," segir í frétt frá fyrirtækinu. Þríþætt markmið Helsta markmið með stofnun við- skiptavefs er þríþætt: Að gera pönt- unarferlið sjálfvirkt svo að við- skiptavinir geti afgreitt sig sjálfir, gert sínar pantanir og fengið upp- lýsingar um vörur og þjónustu o.s.frv., að skrá upplýsingar um öll samskipti við viðskiptavini fyrir- tækisins og að auka svigrúm sölu- fólks til að heimsækja viðskiptavini fyrirtækisins. Afgreiðslutími pantana styttist „Viðskiptavefurinn byggist þannig upp að virkir viðskiptavinir eru með leyninúmer sem tryggja það að gögn, verð og samningar hvers viðskiptavinar eru læst öðr- um en honum. Vöruframboð er vel auglýst, viðskiptavinir geta auð- veldlega fylgst með nýjum og eldri stöðluðum pöntunum og fengið sendar um hæl upplýsingar um af- hendingartíma. Viðskiptavefurinn er tengdur beint við viðskiptakerfi fyrirtækisins. Vonast forráðamenn fyrirtækisins til þess að villutíðni í pöntunum minnki og að afgreiðslu- tími pantana styttist," segir í frétt fyrirtækisins. Ágætu viðskiptavinir! Velkomnir á sýningarbás B-128 Ásþétti - Dælur - Síur - Flutningskerfi Geislatæki - Vatnshreinsikerfi Ráðgjöf Hönnun innf lutningur^ Gúmmíklœðum blakkir fyrir loðnu- og síldarbáta Marningsreimar á lager Ýmsar gúmmíviðgerðir GÚMMÍSTEYPA P. LÁRUSSONehf. «"'”«6 RYÐFRÍTT STÁL - Nýjar vörur -Þekktgæði m - Mikið úrval Bjóðum viðskiptavini velkomna. jO I Damstahl Skútuvogur 6 • Sími: 533 5700 • Fax: 533 5705 Tölvumyndir hefja út- flutning á „WiseFish“ Allar upplýsingar saman í einu kerfí HUGBUNAÐARFYRIRTÆK- IÐ TölvuMyndir hefur nýlega hafið útflutning á upplýsinga- kerfinu WiseFish, en WiseFish er afrakstur átta ára vöruþróun- ar TölvuMynda og íslensks sjávarútvegs. I WiseFish-upplýsingakerfinu eru allar upplýsingar í eina og sama kerfinu; tímaskráning starfsmanna sem tengjast launakerfi, hráefniskaup og notkun sem skila sér í bókhald og til framlegðarútreikninga, vigtun inn og pökkun gefur upplýsingar um hvað er framleitt og hvað er í kössunum, gæðaskráningar tengjast einstökum köss- um og brettum í framleiðslunni, kerfið sér um að prenta út strikamerkja- miða með upplýsingum sem kerfið geymir, verkstjóri getur fylgst með gæðamálum og reiknað út stærðir eins og bónus, varan er svo að lokum skráð inn í kæligeymslu. Þetta tryggir fullkominn rekjan- leika gegnum vinnsluna og lagar- stjórnun verður mun skilvirkari þar sem hvert bretti er merkt nákvæm- lega. AUar upplýsingar skila sér beint í viðeigandi kerfi og stjóm- endur hafa ávallt heildaryfirsýn á rekstrinum. TölvuMyndir nýta sér hið alþjóð- lega upplýsingakerfi Navision Fin- ancials, en hafa smíðað sér kerfi fyrir sjávarútveg í sama umhverfi og saman mynda þau eitt kerfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta kerfi þarf síðan að hafa samskipti við bæði önnur tæki og við ytri aðila, þannig þarf upplýsingakerfið að geta tekið á móti upplýsingum frá ýmsum vinnslutækjum sem hafa áhrif á reksturinn. Kári Þór Guðjónsson, markaðs- stjóri TölvuMynda, segir WiseFish- kerfið undirstrika þá framsýni sem íslenskur sjávarútvegur sé þekktur fyrir. „Það er trú okkar hjá TölvuMyndum að nýting upplýs- ingatækni sé næsta tækni- bylting í sjáv- arútvegi og forsenda fram- þróunar í greininni. Um- hverfi sjávar- útvegsfyrir- tækja er að mörgu leyti ólíkara því sem það var fyrir 10-20 árum. Til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir er nauðsyn á enn betri upplýsingum sem verða að taka til- lit til allra þátta í rekstrinum, bæði innri og ytri. Upplýsingar gærdags- ins eru ekki fullnægjandi til að taka ákvarðanir í dag og því er nauðsyn- legt að allar skráningar og öll tæki skili sér samstundist inn í upplýs- ingakerfin. Þessar breyttu aðstæð- ur eru forsendur þeirrar hug- myndafræði sem WiseFish-upplýs- ingakerfið stendur fyrir,“ segir Kári. Kári Þór Guðjónsson, markaðsstjóri TölvuMynda hf. Kostnaður og mengun fylgir mikilli vatnsnotkun ^mmmmmmmmm^mmmmm vatnsnotkun í fisk- ■wt • /i n • * vinnslu á Islandi er gífurleg YmiS SOknariæn á og veldur hún oft nokkurri irniþ\ronfícnióla mengun auk mikils kostnað- umnveriismaia ar Ymsir mögUleikar eru á því að draga úr vatnsnotkun og bæta notkunina. Um er að ræða ýmis sóknarfæri á sviði umhverfismála, aðallega vatns- og frárennslismála sem samtímis bæta arðsemi og öryggi í rekstrinum. Önnur mál sem tengjast umhverfis- og öryggisstjómun koma einnig við sögu. Línuhönnun verkfræðistofa hefur sett upp sérstakt kerfi hjá rækju- vinnslunni Bakka í Bolungarvík þar sem vatnsnotkun er minnkuð og verulegur spamaður næst. A sjáv- arútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi kynnir Línuhönnun verk- fræðistofa nýjar og áhugaverðar áherslur fyrir fiskvinnslufyrirtækin. Óhófleg vatnsnotkun Fiskvinnslufyrirtækin era oftast stærstu vatnsnotendur í sveitarfé- lögum landsins og þar af leiðandi einnig helstu framleiðendur frá- rennslisvatns. Ekki er óalgengt að rækjuvinnslur hér á landi noti á bil- inu 70-100 tonn af vatni á hvert inn- viktað hráefnistonn. Bolfiskvinnslan liggur í þessu sambandi á bilinu 20-30 tonn á hvert hráefnistonn. Það er því ekki óalgengt að öflugar fiskvinnslur hér á landi greiði ár- lega um eða yfir 10 milljónir króna í aukavatnsgjald. Það er til nokkurs að vinna því yfírleitt má draga úr vatnsnotkun um og yfir 50% án mikils tilkostnaðar. Það era þrjár meginleiðir færar í þessu sambandi: Vatnsspamaðaraðgerðir og þjálf- un starfsfólks. Beislun og nýting jarðsjávar til t.d. þrifa. Endumýting vinnsluvatns til fleytingar eða flokkunar. Ofangreind atriði koma t.d. öll við sögu í nýrri og öflugri rækjuvinnslu Bakka hf. í Bolungarvík. Rækjan verður flutt með færiböndum á efri hæð hússins að pillunarvélum en ekki með hefðbundnum dælum. Jarðsjór verður notaður til þrifa og nýtt hreinsikerfi gerir kleift að end- umýta rúmlega 50 tonn af vinnslu- vatni á klukkustund. Það vatn nýtist til flokkunar á rækju. Utreikningar sýna að umrætt hreinsikerfi borgar sig upp á innan við 6 mánuðum. Mikið og efnaríkt frárennsli Allt það vatn sem notað er í fisk- vinnslu verður að frárennsli. Um mjög efnaríkt frárennsli er að ræða. Fisktægjur, hreistur, gragg og fita era dæmi um óuppleyst efni, en auk þess er að finna mikið magn líf- rænna efnasambanda í frárennslis- vatninu. Víða rennur frárennslið um eigin útrásir fyrirtækjanna í sjó fram. „A næstunni þarf að marka stefnu í fráveitumálum fiskvinnslu- fyrirtækja í tengslum við fráveitu- væðingu sveitarfélaga landsins sem lögum samkvæmt á að vera lokið fyrir lok ársins 2005. Efnamælingar á undangengnum áram sem fram- kvæmdar hafa verið af starfsmönn- um rannsóknarstofu umhverfissviðs Línuhönnunar sýna að fiskvinnslur á landsbyggðinni menga í persónu- einingum talið margfalt á við íbúa- fjölda þéttbýliskjamanna. Ekki er óalgengt að öflug fiskvinnsla hér á landi mengi á við 20-40 þús. íbúa. Áhugaverðast í þessu sambandi er sú staðreynd að umrædd meng- un sem mælist, er ekki kólígerla- menguð eins og finnst í venjulegu húsaskólpi, heldur er um að ræða hluta hráefnisins sem fer til vinnslu í húsunum. Það er til mikils að vinna að nálgast þessi efni og gera úr þeim verðmæti í t.d. ná- lægum fiskimjölsverksmiðjum, áð- ur en þau blandast húsaskólpi eða fara í sjó fram á borð vargfugls og meindýra. Aðferðirnar og tæknin til að takast á við þessi mál er þekkt. Því er ekkert að vanbúnaði fyrir íslenska fiskvinnslu að taka sig á, og sýna jákvætt frumkvæði í umhverfismálum," segir í frétt frá Línuhönnun. □ AUGLÝSINGAR ATVIMNA YMISLEGT TIL SÖLU Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Friðjón). _____KVÓTI KVÖTABANKINN Vantar þorskaflahámark til leigu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Til leigu fiskverkun á Fiskislóð Neðri hæð 250 m2: Kælir, frystitæki, ísvél, hrað- frystigámur, flökunarborð, roðflettivélar, vogir og margt fleira. Efri hæð: Kaffistofa og skrifstofa, geymsla 90 m2. Upplýsingar í síma 562 2738 og 894 3153. Til sölu á sama stað blásturfrystir, afköst ca 10—11 tonn á sólarhring. ^ón ^Asbjöznsson kfi. • Sigurnaglalína — ábót — beita • Sími 551 1747. ^ml )l l.is ALLTAf^ A/Ý7~7—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.