Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 D 47
Stjórnar og fylgist með
viðhaldi vélbúnaðarkerfa
Kynna fjórðu
kynslóð
„Viðhaldsstjóra“
UM áratugaskeið hafa menn glímt
við þann vanda hvemig hægt sé að
halda utan um viðhald vélbúnaðar-
kerfa með skipulögðum hætti. Með
tilkomu einkatölvunnar opnuðust
nýir möguleikar í þessum efnum og
fijótlega spruttu fram viðhaldsforrit
sem áttu að auðvelda mönnum störfin. Akkillesarhæll flestra þessara kerfa
er hins vegar sá að þau eru bæði dýr og flókin í notkun. Fyrir 8 árum kom
hins vegar fram á sjónarsviðið íslenskt viðhaldskerfi sem ekki er þessu
marki brennt, enda hefur það slegið í gegn í íslenska fiskiskipaflotanum.
Þetta er Viðhaldsstjóri en fjórða kynslóð hans verður kynnt á sjávarútvegs-
sýningunni í Kópavogi.
„Við höldum því fram að hvaða
fyrirtæki sem er geti nýtt sér Við-
haldsstjóra og höfum byggt hann
þannig upp að hann henti fyrir jafnt
stórar sem smáar einingar. Við telj-
um að hann komi ekki aðeins að
gagni í stórum fiskiskipum eða fyr-
irtækjum heldur geti einstaklingur
sem til dæmis rekur skurðgröfu eða
vörubíl allt eins nýtt sér forritið
með góðum árangri," segir Davíð
Hafsteinsson, rafmagnsiðnfræðing-
ur. Davíð er framkvæmdastjóri Gol-
íats ehf. sem sér um sölu á forritinu
og þjónustu við notendur þess. As-
geir Guðmundsson sér um forritun,
hönnun og þróun
og vinna þeir fé-
lagar náið saman
þótt annar búi á
Akureyri en hinn
í Reykjavík.
Skipulagning og
stjórnun
Eins og nafnið
ber með sér hefur
Viðhaldsstjóri
það hlutverk að
skipuleggja,
stjórna og fylgj-
ast með viðhaldi
vélbúnaðarkerfa.
Forritið skiptist í
nokkra megin-
hluta sem allir
tengast saman í
eina heild. Tækja-
skráin geymir
tæknilegar upp-
lýsingar um öll
tæki og vélbúnað.
Þar er skráð heiti hlutarins, númer
og tæknilegar upplýsingar.
I verklýsingaskránni er hin eigin-
lega skipulagning viðhaldsins fram-
kvæmd. Þar kemur fram hve langur
tími á að líða á milli þess sem hlutur
er skoðaður eða endumýjaður og
hvaða varahluti á að nota til verks-
ins.
Þegar geyma þarf athugasemdir
sem koma upp við eftirlit, upptektir,
viðgerðir eða vegna bilana eru þær
skráðar í söguskrá. Þar er einnig
hægt að flokka athugasemdir á
margvíslegan máta.
Framleiðendur, umboðsmenn,
starfsmenn og þjónustuaðiiar eru
skráðir í nafnaskrána. í hana er
hægt að skrá inn ýmsar upplýsing-
ar sem gott getur verið að hafa, t.d.
hvaða vörur viðkomandi umboðs-
maður er með, tengiliði, sérsvið
tengiliða o.s.frv.
Eins og nafnið bendú til geymir
varahlutaskráin allar upplýsingar
um varahluti. Hvem varahlut er
hægt að tengja ákveðnum tæþjum
en það er þó ekki nauðsynlegt.
Geymslustaður, flokkur (t.d. legur,
pakkdósh', perur, penslar og máln-
•ng) og framleiðslunúmer, ásamt
birgðanúmeri hvers hlutar, em
einnig skráð í varahlutaskrá.
Þegar pöntun er gerð á varahlut
úr varahlutaskránni myndast pönt-
un í pantanaskránni. í henni er
hægt að breyta um birgja, setja inn
athugasemdir sem koma fram á út-
Prentun eða búa til pöntun fyrir
hluti sem ekki er talið nauðsynlegt
að eiga skráða í varahlutaskrá.
Stöðugt auknar vinsaeldir
Viðhaldsstjóri hefur slegið í gegn
°g fjöldi seldra eintaka nálgast nú
100. Talsvert er um að fyrirtæki hafi
verið að leggja öðmm viðhaldskerf-
um og taka Viðhaldsstjóra í notkun í
staðinn. Flestar stærstu útgerðir
landsins hafa þegar tekið forritið í
þjónustu sína. Má þar nefna Sam-
herja, Granda, ÚA, Þormóð ramma
- Sæberg, Vinnslustöðina, Harald
Böðvarsson hf., Snæfell, Fiskiðjuna
Skagfirðing, Þorbjöm hf., Fiskhnjöl
og Lýsi og margar fleiri. Einnig má
nefna fyrh'tæki og stofnanir í landi
eins og Sæplast, Bæjarveitur Vest-
mannaeyja, Mjólkursamlag KEA,
Vélskóla íslands, o.fl. „Þeir sem tek-
ið hafa Viðhaldsstjóra í þjónustu sína
skilja fæstir hvemig þeir komust af
Meðal notenda Viðhaldsstjóra er Gunnlaugnr Hafsteinsson, vélstjóri á
Gullveri NS 12. Hann segir forritið hafa valdið byltingpi á störfum vél-
stjóranna og mesti munurinn sé að þurfa nú ekki lengur að blaða í
gegnum stafla af stílabókum til að halda utan um viðhaldið eða
treysta á að hafa varahlutalagerinn í kollinum.
án hans. Á öllum stærri skipum er til
dæmis skiptikerfi í gangi og þegar
vélstjóri kemur um borð eftir frítúr
er engin hætta á að upplýsingar mis-
farist milli manna. I Viðhaldsstjór-
anum er á skammri stundu hægt að
sjá allt sem gert var í síðasta túr,
hver staða varahlutalagersins er,
hvaða verk em komin á tíma og svo
framvegis. Reyndir vélstjórar hafa
sagt mér að Viðhaldsstjórinn sé
mesta bylting sem þeir hafi kynnst
síðan þeir byrjuðu á sjó og stað-
reyndin er sú að ánægðir viðskipta-
vinir ei-u besta auglýsingin," segir
Davíð.
Viðmótið gert enn þægilegra
„Ég tel lykilinn að vinsældum
Viðhaldsstjóra vera þann hversu
einfalt og þægilegt foi-ritið er í
notkun. Menn þurfa ekki að búa yfir
sérstakri tölvukunnáttu til að nýta
sér hann og eru ótrúlega fljótir að
komast upp á lagið. Við hverja nýja
útgáfu höfum við kappkostað að
taka fullt tillit til ábendinga frá not-
endum og í fjórðu kynslóð Viðhalds-
stjóra, sem nú er verið að kynna,
má finna ýmsar nýjungar sem gera
hann enn notendavænni, eins og
gjarnan er sagt. Viðmótið er allt
liprara, minna þarf að ferðast með
músina um skjáinn og innsláttur er
auðveldai-i, svo eitthvað sé nefnt,“
segir Davíð.
Ein stærsta breytingin liggur í
breyttri uppbyggingu tækjaskrár-
innar, sem er aðalhluti forritsins.
Uppbyggingin auðveldar mönnum
að leita að tæki með því að rekja sig
í gegnum kerfið á svipaðan hátt og
gert er t.d. í Windows Explorer
þegar finna þarf tiltekna ski'á. Sum-
ir líkja þessari uppbyggingu raunar
við ættartré. „Éldri útgáfan er
reyndar upp byggð á sama hátt en
þar voru þrepin aðeins þrjú. Nú
hefur þeim verið fjölgað og er fjöldi
þeirra raunar ótakmarkaður," segir
Davíð.
Ekki bundið af númerakerfi
Þau viðhaldskerfi sem nú eru á
markaði eru byggð upp í kringum
númerakerfi, þ.e. öllum hlutum þarf
að gefa tiltekið númer svo kerfið
virki. Hinsvegar eru í gangi ýmis
númerakerfi og sum þeirra afar
flókin og illskiljanleg. „Auðvitað
væri best að það væri til eitt sam-
ræmt númerakerfi sem allir notuðu
en þannig er það því miður ekki. Við
veltum mikið fyrir okkur leiðum til
að leysa þetta vandamál og komust
að því að best væri að fela númera-
kerfið inni í forritinu í stað þess að
byggja forritið utan um númera-
kerfi eins og flestir gera. Til að skrá
hlut inn í nýju útgáfuna af Viðhalds-
stjóra og tengja hlutinn öðrum þátt-
um kerfisins þarftu því ekki að hafa
einhverja talnarunu tiltæka heldur
aðeins að vita hverju þessi tiltekni
hlutur tilheyrir.
Af öðrum endurbótum frá síðustu
útgáfu má nefna
auðveldari teng-
ingu við önnur
forrit, uppfærsla
og afritunartaka
er einfaldari og
möguleikar til að
afla sér upplýs-
inga með fyrir-
spurnum hafa
verið stórauknir.
Hægt er að láta
forritið geyma
tilteknar fyrir-
spurnir og
tengja þær síðan
hnöppum.
Þannig er til
dæmis hægt að
láta forritið finna
alla varahluti
sem notaðii' voru
í síðasta túr, hvað
var gert á síðasta
sólarhring og svo
framvegis. Þetta
er hlutur sem við erum mjög stoltir
af og eykur enn á möguleikana til að
sækja ýmsar upplýsingar í kerfíð,"
segir Davíð.
Möguleikar erlendis
Fram að þessu hefur ekki verið
lögð áhersla á að kynna Viðhalds-
stjóra utan Islands. Hann er þó í
notkun í nokkrum skipum erlendis
sem reyndar tengjast flest Islandi
með einum eða öðrum hætti. Má
þai- nefna skip dótturfélaga Sam-
herja. „Forsenda þess að eiga erindi
á erlendan markað er að klára
dæmið hér heima. Fram til þessa
hefur þýðing Viðhaldsstjóra á önn-
ur tungumál verið vissum erfiðleik-
um bundin en með nýjustu útgáf-
unni af Viðhaldsstjóra breytist
þetta. Þar með stóraukast mögu-
leikar á markaðssetningu erlendis
og það er hlutur sem við erum þeg-
ar farnir að skoða af alvöru. Ég get
nefnt að Slysavarnafélagið - Lands-
björg er að setja Viðhaldsstjóra í
björgunarbáta sína hringinn í
kringum landið. Guðmundur Þór
Kristjánsson á Isafirði, sem sér um
málið fyrir Slysavai'nafélagið,
kynnti forritið á alþjóðlegri ráð-
stefnu í Englandi þar sem voru
samankomnii- fulltrúar björgunar-
félaga sem gera út björgunarskip.
Þar vakti Viðhaldsstjórinn geysi-
lega athygli og nokkrir aðilar bíða
spenntir eftir nýjustu útgáfunni á
ensku. Af þeim viðbrögðum að
dæma eru ýmsir möguleikar fyrir
hendi,“ segir Davíð.
Þess má að lokum geta að Við-
haldsstjóri er framleiddur fyrir
mörg stýrikerfi, svo sem Windows
og Mac OS. Forritið er aðeins selt í
einni útgáfu og án takmarkana.
Sjómenn - útgerðarmenn
Starfrækjum fjarskipta- og gólfmarkað í Ólafsvík
Útvegum kör og ís og veitum þjónustu með lyfturum á bryggju.
simor 4361611 og 4361633. Voktsími 8947522. Fox 4361622
verkf ræðistof a
n wniTi ifcf ‘
ðjyiHMNHPI
MARKPOINT*
TEC
J>
L e i ð a n d 1 „,‘íill í a f 1 !|1
1) Itfj *!; i •1 (! ii ii i i * ■ >1 Ikí
llilll flij 92! m ff ii III
;4' 15 ‘653599
Velkomin í bás A096 á Sjávarútvegssýningunni
J. HINRIKSSON ehf.
Súðarvogi 4, Pósthólf 4154,124 Reykjavík,
Sími: 588 6677, Bréfsími: 568 9007, Netfang: poly-ice@itn.is
Heimasíða: http://www.itn.is/poly-ice
„Framleiðendur togblera i áratugi"
SÖLUHÆSTIR Á ÍSLANDI
1997 0G 1998
MEIRA EN
MARKAÐSHLUTDEILD
í LYFTURUM
SAMKVÆMT SKRÁNINQU VINNUEFTIRUTS RÍKISINS
Seglr það ekkl alft eem segja þart?
Kársnesbraut 102, • 200 Kópavogur* Sími 564 1600 • Fax 564 1648