Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ^ PN. ____ Þorskstofninn réttir úr kútnum ''il| D SEIÐAVÍSITALA þorsks hér við land ' er sú langhæsta sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1970. Til hamingju, þér hafið eignast enn fleiri milljarða, herra Þverá leigð til 2005 VEIÐIFELAGIÐ Sporður hefur endurleigt stangaveiðiréttindi í Þverá og Kjarrá til og með ársins 2005. Sporðsmenn hafa haft ána á leigu undanfarin ár, en hún er í röð bestu laxveiðiáa landsins. Er t.d. hæst á landsvísu á þeirri ver- tíð sem nú er að ljúka, með 2.140 laxa. Hækkun á leigu frá fyrri samningum bænda og sporðs- manna nemur 14% og heildarverð til bænda árið 2000 nemur 46,5 milljónum króna. Inni í þeirri upp- AEG hæð er hlutur landeigenda við ána uppkaupa netaveiðiréttinda bænda við Hvítá. Alls er veitt á fjórtán stangir í ánni, sjö á neðra svæðinu sem nefnist Þverá og sjö á efra svæðinu sem nefnist Kjarrá. Litla-Þverá er inni í samningunum en fylgir neðra svæðinu. Síðan 1974 hafa mest veiðst 3.558 laxar á svæðinu árið 1979, en fæstir 1.082 laxar árið 1984. Meðalveiði í Þverá/Kjarrá ár- in 1974-1998 er 1.906 laxar. Laxi landað í Kirkjustreng í Þverá á liðnu sumri. Örugg þjónusta Heiti Brútto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. ii Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Tilboðsverð stgr. HF 120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 29.900 HFL230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.900 HFL290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 35.900 HFL390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.900 EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900 EL 61 607 86 170 73 3 Já 60 1,62 53.900 MliAmciTn Æ Ð U R N I R Patreksfirði d: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgffrðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, i. Rafverk, Bofungarvík. Straumur, ísafiröi. Pokahornið, Tálknafiröi. I RMSSON RáDiOK^sr Lógmúla 8 • Sími 530 2800 Gelslagötu 14 • Sími 462 1300 Heílissandi. Guöni ..............ii Hallgrimsson, Grundarfiröl. Ásubúð, Búöardal. Vostflrðir Geirseyrarbúðin, M. Norðurtand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrimsfjarðar; Hólmavfk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. . Auaturtand: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnafiröinga, Vopnafirði. Kf. Stööfiröinga. (fn, KASK Djúpavogi. Suðurtand: Mosfell, Hellu. Árvlrklnn, Selfossi. Rás, Þortákshöfn. Brimne3, Grlndavfk. Norræn ráðstefna um kjör ungs fólks Miklar breyt- ingar hafa orðið Ráðstefna um kjör ungs fólks í stór- borgum hefst í dag með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur ræðu. Ráðstefn- unni verður svo fram haldið á vinnutíma á Hótel Sögu til hádegis á miðvikudag. Þátttakend- ur eru 190 frá borgum á öllum Norðurlöndum, fólk sem vinnur að æsku- lýðsmálum. Dr. Gestur Guðmundsson er einn af þremur aðalfyrirlesurum á ráðstefnunni. Hann var spurður hvað hann ætlaði að fjalla um í sínum fyrir- lestri. „Eg ætla að fjalla um breytingar á æskulýðsstai'fi í ljósi þjóðfélagsbreytinga síðustu áratuga." - Hverjar hafa þær breytingai• helstar verið? „Fólk fyrri tíma fæddist inn í sína stöðu í lífinu en nú verður fólk í miklu ríkara mæli að finna hana sjálft. Og þó að félagslegur arfur skipti miklu máli þá er hin endanlega ábyrgð á hverjum ein- staklingi að finna sér sinn farveg í lífinu. Þótt skólinn sé megin- stofnun samfélagsins til þess að styðja við þessa leit þá gerir hann það aðeins í samspili við marga aðra aðila og félagssam- tök ungs fólks skipta miklu minna máli í dag en þau gerðu fyrir nokkrum áratugum." -Getur þú útskýrt þetta með félagssamtökin nánar? „Hluti af því er að þessi leið til fullorðinsára er orðin miklu ein- staklingsbundnari. Menn fara ekki lífsbrautina eins mikið í hóp- um og t.d. var í ungmennafélög- um, kristilegum félögum, verka- lýðsfélögum og ungliðahreyfing- um stjórnmálaflokka.“ - Hvernig brýtur ungt fólk sér braut í dag? „Það koma miklu fleiri aðilar að þessum málum í dag. Svo sem allir þeir aðilar sem vinna í gegn- um markaðinn, fjölmiðlar, aug- lýsingar og þeirra ímyndir, dæg- urmenning og tíska. Alla áratug- ina eftir seinna stríð hefur óform- leg unglingamenning haft mikla þýðingu til þess að vinna úr öll- um þessum mismunandi áhrifum. Þar er unglingurinn bæði einn af hópnum og líka einstaklingur. I þessari flóru fær æskulýðsstarf sem rekið er á vegum sveitarfé- laga það hlutverk að horfa á til- veru ungs fólks sem eina heild og spyrja sig; hvað vantar? Hvar er pottur brotinn í áhrifum annarra aðila?“ -Hvers vegna telur þú að þessar breytingar hafí orðið? „Þetta er nútíminn - þjóðfélags- breytingar sem hafa farið yfir all- an hinn vestræna heim en hafa kannski gerst óvenju- lega hratt hér á landi. Við erum að fara úr þjóðfélagi þar sem kyrrstaða ríkti og stéttaskipting inn í þjóðfélag sem er á stöðugri hreyfingu og hver ein- staldingur ber ábyrgð á sjálfum sér.“ - Menn geta sem sagt núí rík- ari mæli en áður orðið sinnar gæfu smiðir í efnahagslegu og stéttarlegu tilliti? „Félagslegar rannsóknir sýna að félagslegur arfur vegur gífurlega þungt en einstaklingar upplifa Gestur Guðmundsson ►Gestur Guðmundsson fæddist 1951 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1971 og dokt- orsprófi í félagsfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1991. Hann hefur starfað við kennslu hjá Kaupmannahafnarháskóla 1981 til 1987 en eftir það hefur hann starfað jöfnum höndum á íslandi og á Norðurlöndum við rannsóknir og kennslu á há- skólastigi. Nú er hann að vinna að rannsóknum á rokkmenn- ingu með tilstyrk Norræna vís- indasjóðsins. Gestur er kvænt- ur Kristínu Ólafsdóttur félags- fræðingi og eiga þau tvö börn en Gestur á einnig einn upp- kominn son. Úr kyrrstöðu í stöðuga hreyfingu það þannig að þeir séu sinnar eigin gæfu smiðir. Þeir eni það aðeins að litlum hluta. En um leið gerir þessi félagslegi arfur okkur ekki að hópum og heildum eins og hann gerði áður.“ - Hvaða félagslegi arfur skilar mönnum mestu? „Sá sem skilar mönnum mestu er sá arfur þar sem fer saman efna- hagslegur og menningarlegur arf- ur og þá á ég við menningu sem stendur sterk í okkar samfélagi.“ - Hvernig hefur æskulýðsstarf lagað sig aðþessum breytingum? „Skipulagt æskulýðsstarf á Norðurlöndum hófst á vegum borgaryfirvalda í öllum stærri borgum upp úr seinni heims- styrjöld. Framan af miðaði þetta starf að því að koma í veg fyrir að ungt fólk lenti á glap- stigum. Þá voru bast- og tága- vinnunámskeiðin, og mótorista- og morsnámskeið. En síðan má segja að æskulýðsstarf hafi ver- ið í vaxandi samkeppni við markað og hina óformlegu ung- lingamenningu. Snar þáttur er forvarnarstarf og vinna gegn misnotkun áfengis og annarra vímuefna. Vaxandi áhersla er lögð á að bjóða upp á skapandi starf, það er lítið pláss fyrir það í skólum og helmingur allra á aldrinum 16 til 25 ára eru utan skóla. Það sem einkennir allra síðustu árin í unglingastarfi er ......... áhersla á réttindi og skyldur ungs fólks sem uppvaxandi þjóðfélags- þegna. Lögð er vaxandi áhersla á að fólk taki þátt í að móta um- hverfi sitt en ungt fólk hefur mjög fáa farvegi til þess því það á ekki heimili, er ekki í fastri vinnu. Þess vegna skiptir miklu máli í unglingastarfi að ungt fólk fái að prófa sig áfram við að móta sitt umhverfi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.