Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ I keppni við sj álfan sig Islenskt atvlnnulíf einkenndist til skamms tíma af miklum ríkisafskiptum. En á þessu ári hefur annar vandi, fákeppni og hættan á einokun vegna samruna stórfyrirtækja, verið ofarlega á baugi. Kristján Jónsson kynnti sér málið. „Fólk sem stundar sömu atvinnu- grein fer sjaldan hvert á annars fund jafn- vel sér til skemmtunar og afþreying- ar, svo að samræður þess endi ekki í sam- særi gegn almenningi eða einhverju ráða- bruggi um að hækka verð. “ Úr Auðlegð þjóðanna eft- ir Adam Smith í þýðingu Þórbergs Þórssonar. FRÆÐIMAÐURINN skoski sem fyrir rúmum tveim öldum lagði grunninn að kenningum markaðs- hyggju og frjálsrar samkeppni gerði sér vel grein fyrir þeim hættum sem slíkt samfélag yrði að sjá við. Ein af þeim væri sú að einkahagsmunir framleiðenda og sölumanna færu ekki alltaf saman við hags- muni almennings. Það þekkist í mörgum löndum markaðs- hyggjunnar að ríkið skipti sér af einka- rekstri og stundum hefur það verið gert með skelfilegum árangri. Hvers konar verð- lagseftirlit og innflutningshöft hér áður fyrr, sem allir eru nú orðnir sammála um að hafi verið mjög vondar lausnir, eru að mestu aflögð eða á undanhaldi. En þar með er ekki sagt að ríkisvaldið og löggjafmn eigi örugglega að halda að sér höndum. A undanförnum mánuðum og árum hafa stöðugt verið uppi bollaleggingar um að steypa saman bönkunum í einn eða tvo stóra, skipaflutningar milli íslands og ann- arra landa era nú að miklu leyti í höndum eins fyrirtækis, tryggingafélögin hika ekki við að hækka bifreiðaiðgjöld í einu vetfangi um tugi prósenta. Hagsmunirnir fléttast síðan saman með margvíslegu móti þegar eignarhaldsfélag Eimskips, Burðarás, á hlut í Flugleiðum og öðrum fyi-irtækjum á sviði samgangna og fjárfestir nú af kappi í sjáv- arútveginum. Nokkur útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki ráða þegar meiripartinum af kvótanum. Spurt er hvort hætta sé á að aðstæður hér útiloki að lögmál samkeppninnar virki. Neytendur eru tortryggnir þegar þeir heyra frammámenn stórfyrirtækjanna lýsa því hve mikið muni sparast með samruna fyrirtækja á sama sviði. Þótt sparnaðurinn sé augljós vita menn af reynslu að séu að- eins örfáir að berjast á markaðnum vofir ávallt yfir hættan á því að keppinautarnir skipti honum á milli sín í bróðerni. Nýlega lýsti Davíð Oddsson forsætisráð- herra áhyggjum sínum af því að samþjöpp- un á sviði smásölu matvæla hér á landi ýtti undir verðhækkanir og verðbólgu. Eitt fyr- irtæki á þessu sviði, Baugur hf., er með um helming allrar matvörusmásölu í landinu á sinni könnu en Baugur var stofnaður fyrir hálfu öðru ári. Fyrirtækið færði út kvíarnar í maí er það keypti 10-11 verslanirnar en það rekur auk þess Nýkaup, Hagkaup og Bónus-verslanirnar. Samkvæmt nýrri verð- könnun Neytendasamtakanna og ASI heíúr verðlag í Bónusi hækkað um 3,7% síðan í júlí. Forstjóri Baugs, Jón Asgeir Jóhannes- son, vísar því samt eindregið á bug að hækkanir á matvöni eigi sök á vaxandi verðbólgu. Hann segir að tekist hafi að hag- ræða í rekstri þannig að hærra innflutn- ingsverð hafi ekki komið fram í -verðlagi hér. En Samkeppnisstofnun hyggst athuga matvörumarkaðinn vel í ljósi samþjöppunar síðustu misserin og vonast til að ljúka þeirri könnun fyrir áramót. Formaður Samtaka verslunarinnar gagn- rýndi Baug harkalega í maí sl. og sagði hann fyrirtækið þegar nota ofurafl sitt gagnvart innflytjendum og birgjum og sýna drottnunartilburði. Einkum hafa menn áhyggjur af því að upplýsingar um verð og kjör verði torfengnar. Olíufélögin hafa lengi verið þrjú um hit- una og í hvert skipti sem bensínverð hækk- ar fyllast neytendur tortryggni. Þeir taka eftir því að hækkunin er oft sú sama hjá öll- um og velta því fyrir sér hvort skýringin geti verið önnur en óformlegt samráð. En Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, fullyrti í sumar að fákeppni á þessum mark- aði hefði minnkað enda keyptu félögin elds- neyti frá mismunandi birgjum. Enn hefur varla nokkur lagt beinlínis til að fyrirtækjum með jafn mikla markaðs- hlutdeild og Baugur verði gert að skipta sér til að tryggja að samkeppni haldist, eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum í nokkrum tilvikum. Bent er á að þá myndu fleiri fyrirtæki, þ.á m. Eimskip, verða að sæta sams konar meðferð vegna hárrar markaðshlutdeldar. Þótt margir hafi áhyggjur af hærra matvöruverði er auk þess ljóst að þensla á fasteignamarkaði og hækkandi bensínverð hafa enn meiri áhrif á vísitöluhækkanirnar. Aðrir benda á að ríkisvaldið sem slíkt sé ekki með hreinan skjöld þótt samkeppnisyf- ii’völd þess reyni að tryggja góða hegðun. Fyrirtæki í ríkiseigu, Landssíminn hefur margsinnis fengið áminningu af hálfu sam- keppnisyfirvalda, það var á sínum tíma fyrir tilstuðlan forsætisráðherra þvingað til að draga til baka gjaldskrárhækkun. Flugleiðir hafa um árabil notið óbeins stuðnings af hálfu ríkisvaldsins eins og ríkisflugfélögin í Evrópu. Og stjórnvöld sáu til þess að dótt- urfélag Flugleiða nyti ríkisstyrks í flugi til Raufarhafnar. Sem varla er í anda frjálsrar samkeppni. BESTA leiðin tU að tryggja að fá- keppni standi ekki atvinnulífinu og efnahagnum fyrir þrifum hér á landi er að tengja hagkerfið sem mest við alþjóðahagkerfið með samningum um fríversl- un, að sögn Gylfa Magnússonar, hagfræðings við Háskóla íslands. Hann segir erfitt að heimfæra reglur í miklu fjölmennari löndum um leyfilega markaðshlutdeild upp á íslenskar aðstæður, hér verði menn að þreifa sig áfram í þeim efnum, láta reynsluna ráða. - Er hætta á að fákeppni sé að verða meiri- háttar vandamál í íslensku efnahagslífi? „Eg myndi nú ekki vUja vera með einhverj- ar stórkarlalegar yfirlýsingar um þjóðarvá í þessum efnum. Hins vegar er ábyggilga rétt að halda vöku sinni og nýta vel stofnanir eins og Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun, beita lögunum frá 1993 og styrkja starf þess- ara stofnana. Það getur verið að í einhverjum tilfellum sé réttlætanlegt að grípa inn í og banna samruna, brjóta upp fyrirtæki sem eru orðin markaðsráðandi. Það er þó neyðarúr- ræði og alltaf æskUegra að samkeppni nái að blómstra af sjálfu sér. Það er gott að ýta aðeins undir hana með því að setja stífar leikreglur, einnig með því að brjóta niður viðskiptamúra gagnvart út- löndum með fríverslun. Vegna samninganna um Evrópska efnahagssvæðið skiptir t.d. einkaumboð, sem einu sinni var afskaplega gróðavænlegt, nú miklu minna máli en áður. Hvaða íslenskur smásali sem er getur skipt við þann heildsala í Evrópu sem hann vill, þetta á við um flestar vörui-. Þetta er dæmi um það hvernig breytt lög draga úr vemdinni sem innflytjendur nutu og eru því umtalsverður ávinningur fyrir neyt- endur. Þá er áreiðanlega svigrúm tU að ná fram fleiri umbótum með því að leyfa hagkerf- inu að sameinast enn frekar því evrópska. Sjálfsagt eru líka möguleikar á opnun í vestur og hægt að semja við Bandaríkin og Kanada um fríverslun. Að sumu leyti er sá möguleiki enn meira freistandi en opnun tU austurs vegna þess að verðlag er almennt lægra í Norður-Ameríku en í Evrópu. Ég held því að neyðarúrræði eins og að brjóta með valdi upp fákeppnisfyrirtæki geti stundum verið réttlætanleg en vænlegra sé til árangurs, þegar á heUdina er litið, að tengja hagkerfið hér við stærri hagkerfi, bæði í austri og vestri. Þannig fáum við nauðsynlegt aðhald." Fákeppnl stöku slnnum eðllleg -Er fákeppni eðlUeg þróun þegar efna- hagskerfið er opnað, frelsið aukið og menn fá að nýta sér hagkvæmni stærðarinnar? „Það er alls ekki gefið að fákeppni hljóti alltaf að sigra. A ákveðnum mörkuðum má samt segja að fákeppni og jafnvel einkasala sé eðlUeg niðurstaða vegna þess að það reynist allt of dýrt að margir séu að gera sama hlut- inn. Það liggur í hlutarins eðli að þetta á sér- staklega við í smáu hagkerfi eins og okkar. Ef við tökum sementsverksmiðjuna sem dæmi er enginn grundvöUur fyrir tveimur slíkum verksmiðjum á íslandi, þessi eina hér nýtur fjarlægðarvemdar en er sennUega í það minnsta ef miðað er við hagkvæmustu stærð þannig fyrirtækis. Þetta mætti kalla dæmi um náttúrulega einkasölu af landfræðUegum or- sökum. Það þarf ekki að vera neitt ok í þessari tilhögun, hugtakið einokun stendur því varla undir nafni í því sambandi. Það er samt ekkert skrítið þótt við annars tölum á neikvæðan hátt um einokun af því að það getur verið mjög slæmt fyrir kaupanda að geta aðeins samið við fáa eða jafnvel einn selj- anda. Hætt er við að niðurstaðan verði léleg fyrir kaupandann og mikil samkeppni er auð- vitað alltaf betri fyrir hann. En stundum er of dýrt að vera með marga framleiðendur." -Við tölum um að láta hina „huldu hönd“ markaðarins ráða verðmyndun. En um leið viljum við að ríkið grípi inn í til að tryggja að fleiri en einn bjóði vöruna eða þjónustuna. Gengur þetta upp? „Þetta er vandmeðfarið. Ríflega aldarlöng reynsla er af því í Bandaríkjunum að ríkið reyni að koma í veg fyrir hringamyndun og fá- keppni með því að brjóta jafnvel upp fyrirtæki sem hafa náð að sölsa undir sig ákveðinn markað. Þótt Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir að vera á móti ríkisafskiptum hafa þeú’ verið í fararbroddi við að beita ríkisvaldinu á þennan hátt frá því á 19. öldinni. Þetta er ekki óumdeilt í landinu en þeir hafa samt þróað mikið þessar hugmyndir og framkvæmd þeirra. Það er því komin aldarlöng reynsla af því að hægt er að auka skilvirkni markaðssamfélags- ins með því að setja reglur um hvað megi þótt þá sé strangt til tekið verið að skipta sér af hinni huldu hönd Adams Smiths. En þetta er erfitt og mjög auðvelt að gera mistök í þess- um efnum. Svona tæki er hægt að misnota eins og öll önnur tæki.“ Gylfi segir að smæð og landfræðileg ein- angrun íslenska hagkerfisins sé bæði kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.