Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 39 HOWARDI. GROSSMAN Howard I. Grossm- an dómai-i í Atlanta í Georgíu varð áttræður hinn 20. ágúst síðast- liðinn. Hann fæddist í Glasgow í Montana ár- ið 1919. Faðir hans var Sam Grossman, sem var eigandi Ford-um- boðsins í Glasgow, en móðir hans var Frances Segall, sem fædd var í Rúmeníu og fluttist í bernsku til Minneapolis. Grossm- an-fjölskyldan fluttist til Minneapolis árið háskóla. Hann tók lög- fræðipróf 1951 og framhaldspróf í lög- fræði 1953. Hann vann við lögfræðistörf fram til ársins 1961, en þá gerðist hann saksókn- ari alríkisstjómarinn- ar í Miami í Flórída. Arið 1971 varð hann dómari fyrir ríkis- stjóm Bandaríkjanna og er nú dómari við fé- lagsdóminn í Atlanta. Howard I. Grossm- an nýtur þess að segja þá sögu er hann hitti fyrst eigin- konu sína, Indíönu Jónasdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Sú saga er of löng til þess að hún verði rakin hér. Grossman dómari á tvo syni af fyrra hjónabandi. Stephen er flugvélahönnuður hjá Boeing- verksmiðjunum og býr í Kaliforníu og Robert er læknir í Senegal í Af- ríku. Indíana átti fyrir tvo syni. Er annar þeirra Stefán, sem er kvænt- ur Halldóru Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur, Elísabetu og Hel- enu, og búa í Reykjavík. Hinn er Harvey, sem býr í Atlanta. Dætur þeirra Grossmans og Indíönu em Eden, sem er lögfræðingur, og Sheri Ann, sem á „fullt hús“ af strákum, sem við í fjölskyldunni köllum „knattspyrnuliðið". Drengirnir eru Davíð, Jónathan, Joshua og Jeremy, sem kom með afa sínum og ömmu í heimsókn til Islands í júlímánuði síðastliðnum. Jeremy fetar í fótspor afa síns og hefur aðeins 12 ára hlotið náms- styrk. Grossman segir að ferðalag til Islands sé besta gjöf, sem nokkrum geti hlotnast. Landið ilmi af hreinleika og grænu grasi. Þess vegna tók hann Jeremy með sér í sumar, svo að hann gæti kynnst hinni íslensku fjölskyldu sinni og eignast minningar um fegurð landsins. Af þessu tilefni sendir Grossman kveðjur til Kristmunds Jónassonar og fjölskyldu, Sigríðar Pétursdóttur stjúptengdamóður minnar, Péturs Jónassonar mynda- smiðs, Friðberts Jónassonar lækn- is og fjölskyldu, Sigríðar Jónas- dóttur og fjölskyldu, Hansínu Jón- asdóttur og til Jóns Zóphóníasson- ar og fjölskyldu. Einnig til sonar síns, Stefáns, og fjölskyldu. Hafi hann gleymt einhverjum biður hann þá að fyrirgefa sér. Jeremy sagði hróðugur: „Ég er ♦ Islendingur," og hann ætlar að skrifa ritgerðir um Islandsförina og segja bekkjarfélögum sínum hve Island sé dásamlegt land. Grossman dómari vill sérstaklega þakka starfsfólki „Mávsins" fyrir góða þjónustu og vonast til að geta notið gestrisni þeirra næst þegar hann kemur til Islands. Donna J. Grossman. ^mb l.i is *\LL.T/\f= eiTTH\SA& /VÝT7 1931. Grossman dómari brautskráðist með láði frá Vestur-Menntaskólan- um árið 1937 og vann til verðlauna í ræðumennsku meðal mennta- skólanemenda í ríkinu það sama ár. Hann brautskráðist frá Minnesota- háskóla, með BA-próf, árið 1941 með ágætiseinkunn og á námsár- unum var hann rökræðufélagi fyrr- um varaforseta Bandaríkjanna, Hubert H. Humprey, og vann til verðlauna í ræðumennsku hið sama ár. Howard I. Grossman gegndi herþjónustu og var liðsforingi í Nýju-Gíneu, á Filippseyjum og í Yokohama, þar sem hann var félagi í herforingjaráði Douglas MacArthur hershöfðingja. Eftir stríðið stofnaði hann eigið fyrir- tæki og stundaði alþjóðleg viðskipti í New York, en lagði stund á lög- fræðinám á kvöldin við New York- sjálfsstyrking, samskipti. Kennar- ar: Anna Valdemarsdóttir og Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræðing- ar, Anna Sigurðardóttir, Björg Birgisdóttir, Sigríður Hulda Jóns- dóttir og Jónína Kárdal náms- og starfsráðgjafar. 20. sept. - 22. nóv. kl. 16.00-19.00 (lOx). Mat á skólastarfi. Kennari: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir lektor í upjpeldis- og menntunarfræði við HI. Sýningar Þjóðarbókhlaða Sýning á handritum tónverka Leifs Þórarinssonar tónskálds, 1934-1998, 13. ágúst til 1. október. I tilefni þess að liðin eru 65 ár frá fæðingu Leifs Þórarinssonar tón- skálds voru handrit tónverka hans formlega afhent handritadeild Landsbókasafns Islands - Há- skólabókasafns til varðveislu. Tón- verkin eru til sýnis í forsal þjóð- deildar. Sýning á list inúíta í Kanada, qamanittuaq-teikningar eftir lista- menn frá Baker-vatni í Þjóðarbók- hlöðu 12. ágúst til 1. nóvember. Sýningin er sett upp hér á landi í tengslum við námskeið vísinda- manna og stúdenta við Háskólann í Guelph í Kanada, Bændaskólans á Hólum og Háskóla Islands. Arnastofnun Stofnun Arna Magnússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Hand- ritasýning er opin kl. 14-16 þriðju- daga til föstudaga 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 daglega 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýn- ingu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagna- söfnum á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjöl- mörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.js/ob/ Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Órðabók Háskólans. Ritmáls- skrá: http://www.lexis.hi.is/ ^ Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is. Nú er rétti tíminn til að endurnýja eldhústækin! ZANUSSI Kæliskápur með frysti > Rúmmál kælis 220L > Rúmmál frystis 60L > Sjálfvirk afþíðing í frysti >► HxBxD 165x55x60 jí Verð áður kr. 57.900 : Gamli skápurinn uppí -18.000 41 Þú greiðir stgr. kr. 39.900 Eldavél með blástursofni Fjölvirkur blástursofn > Undir- og yfirhiti > Grill og grillteinn > HxBxD 85x59,5x60 Verð áður kr. Gamla vélin uppí 57.900 -13.000 Þú greiðir stgr. kr. 44.900 Eldavél með keramik hellub. >• Fjölvirkur blástursofn > Undir- og yfirhiti > Grill og grillteinn > HxBxD: 85x59,5x60 Verð áður kr. 82.000 Gamla vélin uppí -17.100 Þú greiðir stgr. kr. 64.900 ZANUSSI Hljóðlát uppþvottavél > Tekur 12 manna stell > 4 þvottakerfi > Mjög hljóðlát > HxBxD 85x59,5x60 Verð áður kr. 57.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 42.900 Innb. ofn og helluborð > Helluborð innifalið > Fjölvirkur blástursofn > Undir- og yfirhiti > Grill og grillteinn tfiK : Verð áður kr. 47.300 Gamla vélin uppí -10.000 I Þú greiðir stgr. kr. 37.300 £ iM m m L t ZANUSSI Kæliskapur án frysti > 230L kælirými > Sjálfvirk afþíðing > Hitastillir > HxBxD 125x55x60 Verð áður kr. 42.900 Gamli skápurinn uppí -8.000 Þú greiðir stgr. kr. 34.900 >- Frí heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu. Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.