Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 21

Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 21 Septembertónleik ar í Selfosskirkju Réttvísinni þjónað TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju heldur áfram þriðjudaginn 21. sept- ember kl. 20.30. Flytjendur eru Margrét Bóasdóttir sópran og Bjöm Steinar Sólbergsson orgel. Þau Margrét og Bjöm hafa starf- að saman allt frá árinu 1987 er þau stofnuðu Sumartónleika í kirkjum á Norðurlandi. Þau hafa lagt áherslu á flutning íslenskrar kirkjutónlistar og einnig kynnt hana á tónleikum erlendis. Um þessar mundir er Islensk tónverkamiðstöð að gefa út geisla- plötu þar sem Margrét og Bjöm flytja perlur íslenskrar kirkjutón- listar fyrir söngrödd og orgel og einnig orgelverk íslenskra höfunda. A efnisskrá þeirra í Selfosskirkju er m.a. flutt verldð Faðir vor eftir Jón Leifs og Chacona Páls ísólfs- sonar íyrir orgel. Einnig flytja þau útsetningar Hróðmars Inga Sigur- björnssonar á sálmum úr fomum handritum, útsetningar Þorkels Sigurbjömssonar og sálmaforleiki og útsetningar Ragnars Björnsson- ar og Jóns Þórarinssonar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. KVIKMYIVÐIR Laugarásbfó/Bfóhullin INSPECTOR GADGET Leikstjóri: David Kellogg. Handrit: Dana Olsen, Kerry Ehrin og Audrey Wells. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Rupert Everett, Joely Fis- her og Michelle Trachtenberg. Walt Disney 1999. JOHN Brown er öryggisvörður sem dreymir um að vera lögreglu- þjónn sem bjargar samborgurum sínum á hættustundum og drýgir marga hetjudáðina. Til þess að sá draumur rætist þarf John fyrst að lenda í allsvaðalegu bílslysi og lenda í höndunum á vísindakonunni Brendu Bradford sem breytir kauða í mannlegt vélmenni sem er vel útbúið til að takast á við starf sitt sem Gadget rannsóknarlögga. Það er margt skemmtilega gert í þessari Disney-mynd um góða en misheppnaða náungann sem verður hetja að lokum og vinnur hug og hjarta draumadísarinnar. Eg hef ekki séð teiknimyndirnar sem kvik- myndin er unnin út frá, en mér þykja persónurnar skemmtilegar og leikur almennt góður. Gaman að sjá Rupert Everett í hlutverki vonda mannsins, og Matthew Broderick (sem annars er ekki hátt á vinsældalistanum) er fullkominn í hlutverk Gadgets. Allt útlit mynd- arinnar er ævintýralegt og glað- legt, brellurnar góðar og tónlist John Debney gerir mikið fyrir myndina; skapar skemmtilega stemmningu auk þess að vera oft brandari í sjálfri sér. Litlu börnin ættu að geta skemmt sér vel yfir þessum furðu- heimi með sínum furðulegheitum. Sagan sjálf er hins vegar ósköp þunn fyrir utan hugmyndina að persónu Johns Brown. Boðskapur- inn til barnanna er sá að maður eigi alltaf að láta hjartað ráða för, það muni koma manni til bjargar á lífs- ins mestu hættustundum. Hiidur Loftsdóttir Alþjóðlegi ljóðaúrval í þýsku riti ÞÝSKA tímaritið Text (1. hefti 1998- 99) er komið út. I ritinu sem gefíð er út í Stuttgart og Sergiu Stefanescu ritstýrir, birtist efni eftir fjölda höf- unda frá ýmsum löndum og er al- þjóðlegt svipmót á ritinu. Einkum setur ljóðlist svip sinn á þetta hefti. I heftinu birtist ljóð eftir Matthías Johannessen úr Sálmum á atómöld í þýðingu Wilhelms Friese en bókin í heild kom nýlega út í Þýskalandi í þýðingu hans. Meðal annarra skálda sem eiga ljóð í Text eru Duncan Bush, Steph- en Knight, Bastian Böttcher, Aioker- anjan Dasgupta og José F. A. Oliver. Text er gefið út af Ithaka Verlag, ritið má panta hjá Buch Julis, Charlottenstrasse 12, 70182 Stutt- gart. ihici SOKKABUXUR SIMI557 7650 Stálvaskar Intra stálvaskarnir fást í mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. TCHGIehf. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1083 Fást í byggingavöruverslurwm um land allt á öllum notuðum vinnuvélum, lyfturum, dráttarvélum og landbúnaðartækjum hjá Ingvari Helgasyni hf. Sýnishorn af útsöluvélum Allt að afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.