Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA í DAG
Hann orkti
kjark í þjóðina
Hannes Hafstein var fyrsti íslenzki ráð-
herrann, heimastjórnaráríð 1904.
Stefán Friðbjarnarson seglr hann hafa
orkt kjark í þjóðina og sungið trúar-
traust í brjóst hennar.
PAÐ var hvorki fjölmennið né
ríkidæmið á höfuðborgarsvæð-
inu á morgni 20. aldarinnar, sem
senn kveður. Reykvíkingar vóru
innan við sex þúsund talsins árið
1901. Það var nú allt og sumt.
Hafnílrðingar náðu ekki fjórum
hundruðum. Og þar sem Garða-,
Kópavogs- Mosfells- og Seltjam-
ameskaupstaðir skarta nú fögr-
um byggðahverfum var ekkert
þéttbýli. Landsmenn allir vóru
aðeins 77.290 talsins, 36.621
karlmaður og 40.669 konur.
Landsmenn vóm m.ö.o. færri en
íbúar í „landnámi“ Ingólfs Am-
arsonar einu saman
í dag.
En það var þor og
þróttur með vakn-
andi þjóð, þrátt fyr-
ir fámennið; þor og
þróttur sem leiddu
til stórra sigra í
sjálfstæðisbarátt-
unni: heimastjóm
1904, fullveldi 1918,
lýðveldi 1944. Síðari
helmingur aldarinn-
ar tjaldar einnig sm-
um stóm sigmm. I
ljdsi þeirrar stað-
reyndar að „föður-
land vort hálft er
hafið“ vóm útfærsl-
ur fiskveiðilögsög-
unnar í 4 mílur árið
1952, í 12 mflur 1958, í 50 mflur
1972 og loks í 200 mflur 1975
mikilvægir áfangar í baráttunni
fyrir efnahagslegu sjálfstæði ís-
lenzkrar þjóðar.
Arið 1904 var mikið sigurár í
íslands sögu. Miklu merkilegra
ár en menn í dag gera sér í
fljótu bragði grein fyrir. Þá var
þingræði í landinu fest í sessi.
Þá fengum við heimastjóm í sér-
málum okkar og stjómarráð
(ráðuneyti) í höfuðborginni,
Reykjavík. Fyrsti íslenzki ráð-
herrann var stjómmálamaður-
inn og skáldið Hannes Hafstein.
Hann settist á valdastól 1. febrú-
ar árið 1904, fyrir 95 árum. Það
er ekki lengra síðan að Islend-
ingar stigu þetta stóra skref inn
í nútímann - í átt til fullveldis.
„Ég vil stuðla að því,“ sagði ráð-
herrann árið 1904, „að allir
kraftar leggist á eitt um að hag-
nýta stjómarbótina sem bezt.“
Það fór vel á því að skáldið,
sem orkti áræði og framtak í
þjóðina, leiddi hana inn í 20. öld-
ina - öld fullveldis og framfara.
Skáldið sem sagði við þjóð sína á
erfiðum tímum: „Þótt þjaki böl
með þungum hramm, þrátt fyrir
allt þú skalt, þú skalt samt fram“!
I aldamótaljóði skáldsins horfir
hann fram á veginn og segir:
Fyrsti ráðherra
landsins, skáldið
Hannes Hafstein.
Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundum nýrra skóga.
Sé ég í anda knörr og vagna knúða
krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða og
prúða,
stjómfrjálsa þjóð, með verzlun eigin
búða.
Fyrsti íslenzki ráðherrann,
skáldið Hannes Hafstein, orkti
ekki aðeins áræði, framtak og
lqark í þjóðina á morgni 20. ald-
arinnar. Hann söng
ekki síður trúar-
traust í brjóst henn-
ar. Ákall til höf-
uðsmiðs himins og
jarðar er víða að
finna í Ijóðum hans.
Kvæðið, sem fyrr er
vitnað tfl, hófst á
þessum orðum:
Drottinn, sem veitti
frægð og heill til
foma, farsæld og
manndáð, vek oss
endurboma! Is-
landsvísur hans lýsa
sterkum tilfinning-
um tfl fósturjarðar-
innar og bjargfastri
trú á framsækni
þjóðarinnar. Þar
segir m.a.: Hjálpi Drottinn lýð að
læra - líf sem hæfir frjálsri sveit.
Þær enda á þessu ávarpi til fóst-
urjarðarinnar:
I þér kraftar bundnir bíða
barna þinna, fljóðs og hals.
Hvert þitt býli um byggðir víða
blessi Drottinn, faðir alls.
Tómas Guðmundsson borgar-
skáld segir í inngangsorðum
bókarinnar Ljóð og laust mál
eftir Hannes Hafstein að innsti
kjaminn í lífsskoðun skáldsins
felist í þessum ljóðlínum hans:
Sólkerfin sindrast sem neistar frá siung-
um steðja þínum,
og þó eru þínir vegir ei þráhuldir anda
mínum.
Sé ég í sólþokuhilling, hve sorgin og
gleðin mætast,
og óljóst órar mig fyrir, að andans von
muni rætast.
Sólunni meiri er sálin, og sálnanna faðir
ertþú.
Sálimar saman þú leiðir um sóifegri,
leiftrandi brú,
brú frá lífi til lífs, til lífs, sem ei mannvit-
ið skilur,
lífs sem þú áttir frá eilífð, en ennþá
dauðinn oss hylur...
HUGSKOT
Í*>SV»
VELVAKMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Betri
læknisþj ónustu
ÞEGAR ég hef þurft að
hringja til að panta tíma
hjá mínum heimilislækni á
heilsugæslustöð sem er
stutt heiman frá mér skal
það ekki bregðast að eng-
inn tími er laus fyrr en
þremur tíl fjórum dögum
seinna. Ég spurði hvað ég
ætti að gera þvi ég væri
lasin og slæmt að þurfa að
bíða svo lengi. Svarið var
það að mér var bent á
læknavaktina. Hún er nú
ekki á góðum stað fyrir
mig. Ég þarf þrjá strætis-
vagna til að komast þang-
að og það er líka mikið
dýrara. Því ekki að nýta
heilsugæslustöðvarnar
betur og hafa þar á kvöldin
og um helgar lækni á vakt?
Þetta getur haft slæmar
afleiðingar ef fólk þarf að
bíða svona lengi eftir að
komast til læknis. Ég
treysti mér ekki sárlasin
til að þvælast í sex strætis-
vögnum í kulda og trekki
fram og til bakaýil að kom-
ast til læknis. Ég skora á
yfirvöld að laga þetta
ófremdarástand og gera
öllum fært að komast til
læknis með góðu móti en
það sé ekki forréttindi bfl-
eigenda að komast þangað.
Sjúklingur.
íslenskt nafn
á sjónvarpsstöð
VERIÐ er að opna nýja ís-
lenska sjónvarpsstöð á
næstunni og skilst manni
að hún eigi að heita Pop
Tv. Vil ég beina þeim til-
mælum til forráðamanna
stöðvarinnar að endur-
skoða nafngift stöðvarinn-
ar. Finnst mér ekki hægt
að hafa nafn stöðvarinnar
á lélegri ensku því í ís-
lensku eru til ágætis orð til
að nota bæði yfir tónlist og
sjónvarp. Ég skora á for-
ráðamenn stöðvarinnar að
efna til samkeppni um að
finna gott íslenskt nafn á
stöðina.
200462-5219.
Hringja í Margréti
EIGANDI UY-168 er vin-
samlegast beðinn um að
hringja í Margréti í síma
896 3178 þar sem hún hef-
ur ekki náð sambandi við
hann.
Dýrahald
Lína er týnd
LÍNA er brúnbröndótt 5
mánaða læða sem týndist
frá Birkihlíð 46, Reykja-
vík, að kvöldi 15. septem-
ber. Hún er merkt með
merkispjaldi og rauðri
hálsól. Hún er mjög mann-
elsk og gæti hafa leitað inn
í bílskúra eða geymslur.
Þeir sem hafa orðið henn--
ar varir hafi samband í
síma 568 6869.
Kettlingur
fæst gefins
FALLEGUR 3ja mánaða
kettlingur fæst gefins.
Kassavanur og nýspraut-
aður. Upplýsingar í síma
588 6613.
Tapað/fundið
Gullarmband
týndist
GULLARMBAND týndist
í síðustu viku. Skilvís finn-
andi vinsamlegast hringi í
síma 898 5449 eða
561 6559. Fundarlaun.
COSPER
Það er allt í lagi með Möggn frænku, ég heyri hana
blóta og ragna eins og venjulega.
HOGNI HREKKVISI
SecjfycJrrj facuxZL cu5 sé. fao/ctctgcjr. '•
Víkverji skrifar...
Bamiimyitilalökur I
1 5% afslóttur í september
Nethyl 2 * S. 587 8044 j
Stór hópur barna hóf skólagöngu
í haust, eins og árlega gerist.
Víkveiji heyrði smellna sögu úr ein-
um nýju bekkjanna: Eins og öll
önnur börn á undan þeim þurfa þau
að læra stafrófið og tfltekinn kenn-
ari - og eflaust einhverjir fleiri -
komst að því að ágæt leið til þess er
að láta bekkjarsystkinin raða sér í
stafrófsröð oft á dag. En þetta orð,
stafrófsröð, er tungubrjótur í munni
lítilla bama og þess vegna er bíó-
myndin Star Wars eins og hvalreki
á fjörur fátæks manns. Hvemig má
það vera? Jú, bömin segjast nefni-
lega fara í starwarsröð!
xxx
Það gerist sem betur fer ekki oft
að dómarar mæti til íþrótta-
kappleiks í þannig ástandi að þeir
séu ekki hæfir tfl starfa. Því brá for-
ráðamönnum íraelska knattspymu-
liðsins Hapoel Haifa í brún þegar
þeir mættu á flugvöllinn í Tel Aviv á
miðvikudagskvöldið til að taka á
móti rússneskum dómurum sem
áttu að dæma Evrópuleik gegn
Club Bmgge frá Belgíu kvöldið eft-
ir. Dómaramir fjórir voru nefnilega
allir dmkknir við komuna til lands-
ins. Talsmaður Hapoel sagði þá m.a.
annars hafa gert tilraun til að
kjassa kvenlögregluþjón á flugvell-
inum og þeir tóku sig einnig til og
buðu upp á söng- og dansatriði á
sama stað. Forráðamenn félagsins
flýttu sér þá með þá í burtu, til að
forðast frekari vandræði. Haldið
var á veitingastað í Tel Aviv þar
sem þeir heimtuðu meira áfengi,
skv. fréttum, en fulltrúi Hapoel kom
í veg fyrir að þeir fengju meira að
drekka. Svo ágengir vora þeir hins
vegar við þjónustustúlkumar að
eigandi veitingahússins varð að láta
karlmenn taka við og sjá um að
þjóna Rússunum til borðs.
Leikurinn fór, þrátt fyrir allt,
fram á tilsettum tíma daginn eftir,
en Knattspymusamband Evrópu,
UEFA, fékk dómara frá Rúmeníu á
síðustu stundu, í stað þeirra rúss-
nesku. Fregnir herma að Rússarnir
fjórir verði jafnvel settir í lífstíðar-
bann frá dómgæslu.
xxx
Yikuritið Newsweek birtir í viku
hverri ummæli eða setningar
sem þykja skondnar eða athyglis-
verðar að einhverju leyti. í nýjasta
heftinu er meðal annars að finna
eftirfarandi setningu: „Sleppið við
Englendingana og njótið áreitis-
lausrar ferðar til Bandaríkjanna.“
Og þama er, skv. blaðinu, vitnað í
auglýsingu frá Flugleiðum, sem
væntanlega hefur birst í Skotlandi,
um flug þaðan til Bandaríkjanna,
með viðkomu í Keflavík, í stað þess
að fljúga frá Skotlandi með viðkomu
í Englandi.
Yíkverji getur ekki að því gert
að honum finnst heldur hjákát-
legt hve mörgum íþróttaáhuga-
manninnum, m.a. forráðamönnum
sumra félaga, er bersýnilega illa við
hve mikið hefur verið fjallað um
karlalið KR í knattspyrnu í fjöl-
miðlum í sumar. Fjölmiðlar, þar á
meðal Morgunblaðið, hafa einnig
verið gagnrýndir fyrir hvernig þeir
hafa fjallað um önnur lið. Þeir em
ekki taldir hafa fjallað nógu „vel“
um þau miðað við KR.
Rétt er að mikið hefur verið fjall-
að um Islandsmeistaratign KR í
knattspyrnu karla, enda er það
auðvitað mikil frétt þegar þetta
stærsta íþróttafélag landsins fagn-
ar loks sigri á þessum vettvangi
eftir 31 árs bið. Morgunblaðið fjall-
aði á mörgum blaðsíðum um meist-
aratign KR síðastliðinn þriðjudag,
en hafa verður í huga að þetta er
ekki í fyrsta skipti sem mikið er
fjallað um Islandsmeistara í þessari
vinsælustu íþróttagrein heimsins.
Hið sama var upp á teningnum þeg-
ar Vestmannaeyingar urðu meist-
arar, bæði haustið 1997 og í fyrra,
og a.m.k. stundum þegar Ákumes-
ingar fögnuðu sigri fimm sinnum í
röð, 1992 til 1996. Dálksentímetr-
arnir voru ömgglega ekki nákvæm-
lega jafn margir, en ítarlegar frá-
sagnir birtust þá í Morgunblaðinu
og viðtöl vom tekin við leikmenn,
þjálfara og forystumenn meistara-
liðsins. Greinar þessar voru birtar á
íþróttasíðum blaðsins, eins og gefur
að skilja, en umfjöllun var einnig
nokkur í sunnudagsblaðinu - t.d.
um Vestmannaeyinga 1997 og Ak-
urnesingana árið þar á undan.
Víkverji minnist þess ekki að
kvartað hafi verið undan mikilli
umfjöllun, þegar til dæmis Akur-
nesingar eða Vestmannaeyingar
áttu í hlut. Hvað þá árin sem Valur
og Fram áttu bestu lið landsins, eða
þegar Víkingar (1991) og KA-menn
(1989) urðu íslandsmeistarar. En
nú, þegar KR-ingar eru bestir,
virðast margir ekki geta unnt þeim
þess að hljóta alla þá athygli sem
raun ber vitni. Víkverji er ekki KR-
ingur, en honum ofbýður það sem
hann vill kalla öfund í garð Vestur-
bæjarfélagsins. KR-ingar eru best-
ir í sumar, og eiga umfjöllunina
skilið.