Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Mjólkursamlagið í Búðardal nýtur ávaxtanna af vel heppnaðri vöruþróun og færir út kvíarnar austur á bóginn
OKKUR hefur gengið vel á
undanförnum þremur ár-
um, fengið aukin verkefni
og verið heppnir með
vöruþróun þannig að neytendur
hafa tekið nýjungum frá okkur afar
vel,“ segir Sigurður Rúnar Frið-
jónsson, mjólkursamlagsstjóri í
Búðardal. Starfsemi Mjólkursam-
lagsins í Búðardal hefur vaxið mjög
á undanfömum árum. Pá var rekst-
ur mjólkursamlagsins á Blönduósi
sameinaður mjólkursamlaginu í
Búðardal um síðustu mánaðamót.
Sigurður Rúnar segir að Mjólk-
ursamlagið hafi lengi búið við
þröngan kost, sérstaklega hafi vant-
að birgðageymslur. „Við erum með
geymslur um allt hús, í gámum hér
fyrir utan og í 250 fermetra leigu-
húsnæði. A miðju síðasta ári voru
kannaðir möguleikar á viðbyggingu
og ákveðið að byggja 850 fermetra
húsnæði fyrh' birgðageymslu og til
að losa og lesta mjólkurbfla og
flutningabfla. Jafnframt er tækifær-
ið notað til að bæta kæliaðstöðuna,"
segir hann. Búið er að reisa við-
bygginguna og unnið að innrétting-
um og um leið að nauðsynlegum
breytingum á eldra húsnæðinu.
Framkvæmdum á að Ijúka fyrir 1.
nóvember.
Vaxandi starfsemi er ástæðan
fyrir því að ráðist var í að auka við
húsnæði fyrirtækisins. Stundað er
árangursríkt vöruþróunarstarf í
samstarfi við Mjólkursamsöluna í
Reykjavík og fleiri innlend og er-
lend fyrirtæki. Sumar vörumar
hafa slegið rækilega í gegn og eru
með athyglisverðustu mjólkurafurð-
unum á markaðnum.
Tíu sinnum
betri mótttökur
Framleiðsla á LGG+ hófst á
fyrrihluta síðasta árs. LGG+ er
svokölluð markfæða, styrkjandi
dagskammtur sem unninn er úr
fitulausri mjólk og inniheldur LGG-
gerla auk annarra heflnæmra gerla
og náttúrulegra efna. LGG-gerlam-
ir em náttúrulegir mjólkursým-
gerlar sem finnast í heilbrigðri
gerlaflóm sumra einstaklinga.
Regluleg neysla LGG+ er talin
bæta meltinguna og koma jafnvægi
á hana, veita mikið mótstöðuafl,
hafa fjölþætta vamarverkun og
stuðla að vellíðan.
LGG+ er framleitt í litlum flösk-
um og dósum. Móttökur neytenda
urðu tíu sinnum betri en áætlað var.
Þannig var reiknað með að vélamar
yrðu notaðar tvo dagsparta í viku.
Eftirspumin varð hins vegar svo
mikil að vélamar hafa gengið alla
virka daga og fram á kvöld þegar
eftirspumin hefur verið mest. Seld-
ar em nokkrar milljónir flaskna
sem þýðir að drjúgur hluti þjóðar-
innar fær sér styrkjandi dag-
skammt reglulega.
Framleiðsla LGG+ byggist á
einkaleyfi sem mjólkursamlagið
hefur frá finnsku fyrirtæki og varan
er markaðssett í samvinnu við sviss-
neskt fyrirtæki. I kynningarefni er
sagt að LGG+ sé sjálfsagður hluti
af hollu og heilsusamlegu mataræði.
Einnig er mælt með drykknum fyr-
ir fólk sem býr við ójafnvægi, rösk-
un og vanlíðan af völdum ytri þátta,
eins og streitu, kaffidrykkju, inn-
töku fúkkalyfja og geislameðferðar,
því það geti náð jafnvægi á nýjan
leik með daglegri neyslu. Tekið er
fram að það geti tekið LGG+ einn
mánuð að byggja gerlaflóruna upp á
nýjan leik og til að tryggja varanleg
áhrif þurfi drykkurinn að vera dag-
legur hluti mataræðis til framtíðar.
Sigurður Rúnar segir ekki erfitt að
standa undir þessum orðum. LGG-
gerillinn sé einn af þeim mjólkur-
gerlum sem mest hafi verið rann-
sakaður og heilnæmi hans staðfest
á ýmsan hátt. „Eg tel að varan hafi
ekki brugðist þeim fyrirheitum sem
við höfum gefið neytendum í kynn-
ingu. Við höfum fengið margar per-
sónulegar reynslusögur frá fólki
sem notað hefur drykkinn og haft
gott af. Veiku fólki sem notar lyf
hefur tekist að koma maganum í lag
með LGG+ og sumir eru famir að
taka nokkrar kippur af drykknum
með sér til sólarlanda til að koma í
veg fyrir óþægindi vegna breytinga
á mataræði.
Morgunblaðið/Golli
Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri í Búðardai.
Ætlum að
standa okkur
í samkeppninni
*
I Mjólkursamlaginu í Búðardal eru framleiddar nokkrar af
vinsælustu sérvöruunum sem mjólkuriðnaðurinn hefur
á boðstólum um þessar mundir. Starfsemin hefur vaxið hröð-
um skrefum og unnið er að stækkun húsnæðis. Samlagið hefur
nú tekið við rekstri mjólkursamlagsins á Blönduósi og tvöfald-
ar með því innvegna mjólk. Helgi Bjarnason ræddi við
Sigurð Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóra.
Feta-ostur vinsæll
Stöðugt er unnið að vöruþróun á
Engjaþykkni og Hrísmjólk og hefur
það skilað aukinni sölu. Meginhluti
þess sýrða rjóma sem hér er á
markaði kemur úr Búðardal og
hann nýtur enn vaxandi vinsælda,
vegna breyttra neysluvenja. Þannig
jókst salan verulega á síðasta ári. I
Mjólkursamlaginu í Búðardal eru
einnig framleiddir ostar, meðal ann-
ars Dalabrie, Dalayrja og Islenskur
Feta-ostur. Tekist hefur að halda í
horfinu með sölu Brie og Yrju, þrátt
fyrir vaxandi ostainnflutning. Um
150 tonn af ostum eru nú flutt inn
og verulegur hluti innflutningsins
er í beinni samkeppni við Dalabrie
og Dalayrkju. „Við verðum bara að
standa okkur enn betur á innan-
landsmarkaði og helst einnig að
flytja okkar vörur á erlenda mark-
aði,“ segir Sigurður Rúnar.
Islenskur Feta-ostur er fram-
leiddur í Búðardal og hefur fram-
leiðslan aukist mikið á hverju ári.
Telur Sigurður Rúnar að unga fólk-
ið kunni vel að meta þessa afurð og
Feta-osturinn sé nú að verða einn af
söluhærri sérostunum hjá Osta- og
smjörsölunni.
Leyfi til útflutnings
Aukin framleiðsla hefur í för með
sér aukna notkun hráefna og um-
búða og hefur sárlega skort hús-
LGG+ hefur slegið öll sölumet. Hér er verið að pakka þessum
styrkjandi dagskammti.
Seldar eru
nokkrar milljónir
flaskna sem
þýðir að drjúgur
hluti þjóðarinnar
fær sér styrkj-
andi dag
skammt reglu-
lega.
næði til að mæta þessum þörfum.
Með viðbyggingunni er unnt að
koma hlutunum betur fyrir og hag-
ræða á ýmsan hátt. „Við viljum
tryggja að fólk eigi aðgang að
mjólkurvörum í hæsta gæðaflokki |
og að framleiðslan sé arðbær," segir
Sigurður Rúnar mjólkursamlags-
stjóri.
Mjólkursamlagið sótti um leyfi til
útflutnings mjólkurafurða til landa
Evrópusasmbandsins og hefur nú
fengið það. Útflutningur er reyndar
ekki hafinn en tækifærið notað til
að yfirfara og skerpa áherslur í
gæðamálum. „Við erum með vörur
sem ég tel að við getum flutt út í
framtíðinni og fengið fyrir þokka- |
legt verð. Rannsóknir sýna að við
búum í tiltölulega hreinu umhverfi
og Island hefur þá ímynd í hugum
neytenda á mörgum markaðssvæð-
um. Þá hefur komið í ljós með þátt-
töku okkar í erlendum sýningum og
heimsóknum erlendra viðskiptavina
að íslenskar mjólkurafurðir eru í
háum gæðafiokki," segir Sigurður
Rúnar. Hann nefnir sýrðan rjóma
og Engjaþykkni og Dalabrie og
Dalayrju þegar hann er spurður að j
því hvaða vörur úr Búðardal hann
teldi eiga mest erindi á erlendan
markað.
Unnið faglega
„Við þurfum að sýna ákveðið
frumkvæði en njótum þess einnig
að vera hluti af mjög öflugu fyrir-
tæki, Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík, og eiga samstarf við aðra inn-
lenda og erlenda aðila. Með því móti
hefur okkur tekist að vinna mjög g
faglega að vöruþróun og markaðs-
setningu nýjunga. Við höfum líka
verið heppnir með vörur,“ segir Sig-
urður þegar hann er spurður um
ástæður velgengni Mjólkursamlags-
ins í Búðardal á sama tíma og ýmis
samlög hafa verið í óvissu og jafnvel
hætt starfsemi. Mjólkursamlagið er
í eigu Mjólkursamsölunnar í
Reykjavik.
Vöruþróunin heldur áfram og
bætt aðstaða mun auðvelda vinn- |
una. Sigurður Rúnar segir að á ji
næsta ári komi á markað tvær til
þrjár nýjungar sem hann vonast til
aðveki athygli.
í Mjólkursamlaginu í Búðardal
hefur verið pakkað mjólk, rjóma og
súrmjólk fyrir samlagssvæðið sem
nær yfir Dalina, norðanvert Snæ-
fellsnes og sunnanverða Vestfirði.
Akveðið hefur verið að hætta átöpp-
uninni 20. september og dreifa vör-
unum úr Reykjavík eftir það. Sig-
urður Rúnai- segir að Mjólkursam-
salan í Reykjavík reki eitt fullkomn-
asta átöppunarkerfi fyrir mjólkur-
afurðir og það sé þróað jafnóðum í
samræmi við þarfir neytenda. Minni
fyrirtæki hafi ekki sömu aðstöðu til
fylgja þróuninni. Því hafi verið
ákveðið að nýta hagkvæmustu
átöppunarverksmiðju landsins og
einbeita kröftum Mjólkursamlags-
ins í Búðardal að þeirri framleiðslu
sem þar hafi gengið best. „Við
styrkjum stöðu okkar fyrirtækis og
vonandi mjólkuriðnaðarins í heild
og sköpum okkur betri aðstöðu í ■
harðnandi samkeppni. Með þessari
breytingu fáum við aukið hráefni til
framleiðslunnar hér. Mjólkin fer í
verðmætari afurðir og svigrúm
skapast tfl að bæta við nýjum teg-
undurn," segir mjólkursamlags-
stjórinn.
Stöðug útþensla
Starfssvæði Mjólkursamlagsins í
Búðardal hefur stækkað verulega í
35 ára sögu þess. Fyrstu tíu árin
tók það einungis við mjólk frá
bændum í Dalasýslu. Arið 1974 var