Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frá V og’um til Vest- dalseyrar sumarið 1939 * Eg var 12 ára þennan dag, segir Leifur Sveinsson, sem segir hér frá ferðalagi til Austfjarða, er hann fékk súkkulaði og rjómatertu á Hótel Elverhöj. ILOK júní 1939 var von á for- eldrum mínum og fjölskyldu í heimsókn að Vogum í Mývatns- sveit, þar sem ég dvaldi sumar- langt að vanda. Eg beið spenntur eft- ir því að sjá Steindórsbílinn renna í hlað með Jón Guðnason frá Landa- koti á Vatnsleysuströnd við stýrið, en hann var sá bílstjóri, sem oftast ók föður mínum og fjölskyldu hans. Eg varð því undrandi, þegar R-655, splunkunýr Chevrolet, árgerð 1939, birtist í heimreiðinni að Vogum og bílstjóri Ólafur Halldórsson frá Varmá í Mosfellssveit. Svo kom skýr- ingin, bíllinn, sem lagt vár af stað í frá Reykjavík, hafði bilað í Varmahlíð í Skagafírði, hjöruiiður hafði brotnað. Jón tilkynnti Steindóri um bilunina og sendi hann R-655 þegar norður að flytja fjölskylduna áleiðis að Vogum. Þar sem fjölskyidan var nú orðin sjö manns, er Haraldur bróðir minn bættist við, en hann var til sumar- dvalar í Reykjahlíð, þá var brugðið á það ráð að fá annan leigubfl frá Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri (BSO). Þetta var einn þriggja bíla, sem Júlíus Ingimarsson frá Litla- Hóli í Hrafnagilshreppi gerði út frá BSO. Líklegast Chevrolet, árgerð 1935, bflstjóri Steingrímur Níelsson frá Æsustöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Farþegar voru því þessir: Sveinn M. Sveinsson forstjóri Völ- undar hf., faðir minn (1891-1951), Soffía E. Haraldsdóttir, móðir mín (1902-1962), Guðrún Haralz, móður- systir mín (1910-1983), Sveinn Kjart- an Sveinsson, 15 ára (1924), Harald- ur Sveinsson, 14 ára (1925), Leifur Sveinsson, 11 ára (1927), Bergljót Sveinsdóttir, 4 ára (1935). Næsta dag var haldið af stað frá Vogum áleiðis til Húsavíkur og gist í Hótel Asbyrgi hjá þeim heiðurshjón- um Þórdísi Asgeirsdóttur frá Knarr- arnesi á Mýrum og Bjarna Bene- diktssyni póstafgreiðslumanni frá Grenjaðarstað. Bjami var afar kátur karl og fylgir mikil glaðværð afkom- endum hans og sakna ég sérstaklega sonar hans, Gunnars, hins kunna hrossaræktarráðunautar, sem er lát- inn fyrir nokkrum árum. Þegar Gunnari tókst best upp í frásögn, tel ég hann hafa verið með allra skemmtilegustu mönnum landsins. Ég man eftir Bjama að sækja okkur bræður niður að höfn í matinn. I minningunni hvflir ljómi yfir Húsa- víkurdvölinni, veðrið frábært, enda sumarið 1939 nú talið besta sumar 20. aldarinnar. Frá Húsavík var hald- ið yfir Reykjaheiði áleiðis að Lindar- brekku í Kelduhverfi, þar sem snæddur var hádegisverður hjá þeim heiðurshjónum Indriða Hannessyni og Kristínu Jónsdóttur, sem ráku þar veitinga- og gistihús. Þá var stefnan tekin á Grímsstaði á Fjöllum og gist þar hjá þeim heiðurshjónum Sigurði Kristjánssyni (1881-1959) og Krist- jönu Pálsdóttur (1881-1952). Sigurð- ar hefi ég áður minnst í Rabbinu „Fylg þú mér“ í Lesbók Morgun- blaðsins þann 11. apríl 1987. Við fjöl- skyldan vorum kunnug Páli syni þeirra hjóna, en hann hafði verið á meiraprófsnámskeiði í Reykjavík ár- ið 1938 og þá oft heimsótt okkur í Tjamargötu 36 ásamt félögum sínum á námskeiðinu, þeim Óskari Illuga- syni frá Reykjahlíð, Gesti Jónassyni frá Alftagerði og Kristjáni Þórhalls- syni frá Vogum, en sá síðastnefndi bjó hjá okkur meðan á námskeiðinu stóð. Um kvöldið snæddum við hið víðfræga Hólsfjallahangiket og er sú Gistihúsið á Egilsstöðum 14. ágúst 1999. Ljósmynd/Leifur Sveinsson Skriðuklaustur LjósmyndÆjörn Jónsson Hótel Elverhöj á Seyðisfirði í september 1999. máltíð mér enn í fersku minni 60 ár- um síðar, gæti jafnvel lýst einstökum bitum. II. Næsta morgun lít ég út um glugg- ann í herbergi okkar bræðra á Grímsstöðum. „Ansi er ullin hvít hjá þeim Grímsstaðabændum," varð mér að orði. Annað kom í ljós. Snjóað hafði um nóttina og var ullin, sem lá í hrúgum á túninu, því orðin „snjó- hvít“ í orðsins fyllstu merkingu. Eft- ir morgunverðinn var haldið á Möðrudalsöræfin. Eigi hafði verið langt ekið, þegar við rákumst á bif- reiðina R-4 fasta í skafli. Þetta var ríkisbifreið, ráðherrabíll Eysteins Jónssonar, bflstjórar þeir bræður Birgir og Kristján Thorlacius og þeir að sækja Eystein austur á land. Fljótlega tókst að ná R-4 úr skaflin- um og bflum okkar gekk vel yfir þetta haft. Ólafur Halldórsson bfl- stjóri á R-655 var allra manna fjörugastur og söng fyrir okkur heilu bragina, m.a. stórskemmtilegan brag, sem fjailaði um það, er frk. Guðlaug Arason skriftarkennari frá Flugumýri (1855-1936) datt í Tjörn- ina í Reykjavík, á leið sinni til kennslu í Miðbæjarbamaskólanum. III. Næsti áfangi var Egilsstaðir. Þar gistum við hjá þeim heiðurshjónum Sigríði Fanneyju Jónsdóttur og Sveini Jónssyni, en þau ráku Gisti- húsið á Egilsstöðum, sem áður hafði rekið faðir Sveins, Jón Bergsson, fram til ársins 1924, að þau hjón tóku við rekstrinum. Næstu viku var bækistöð okkar ýmist á Egilsstöðum eða í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað, þar sem frænka okkar Sigrún Blöndal hafði á hendi hótel- rekstur. Sigrún var þá nýorðin ekkja, maður hennar Benedikt G. Blöndal varð úti á Þórdalsheiði milli Reyðarfjarðar og Skriðdals þann 9. janúar 1939. Sigrún hélt samt áfram hótelrekstri allt til dauðadags, en hún lést 28. nóv. 1944. Það var mikið áfall fyrir Hallormsstað og Austur- land allt að missa þessi valinkunnu hjón. Skarð þeirra varð vandfyllt. Fjölskyldan var í eins konar pfla- grímsför um Fijótsdalshérað, því langafi minn Sigurður Gunnarsson (1848-1936) hafði verið prestur á Valþjófsstað 1884-1894, svo og þing- maður Sunnmýlinga 1891-1899. Amma mín Bergljót Sigurðardóttir (1879-1915) var því alin upp þar að hluta. Prestlaust var á Valþjófsstað sumarið 1939, en okkur þótti fróð- legt að skoða kirkjuna og gamla bæ- inn. Á Skriðuklaustri hittum við þá feðga Gunnar Gunnarsson eldra (1863-1949) Iangafabróður minn og son hans Gunnar Gunnarsson rithöf- und (1889-1975), sem þá hafði ný- Greinarhöfundur á steinboga- brúnni í Hallormsstaðaskógi um 1994. Ljósmynd/Björn Rúriksson Valþjófsstaðahurðin í Valþjófs- staðakirkju, gerð eftir frum- myndinni í Þjóðminjasafni af Halldóri þjóðhagasmið Sigurðssyni. lega keypt Skriðuklaustur. íbúðar- hús hans það hið mikla var þá í smíð- um og um þá smíði sagði Gunnar skáld: „Góður bóndi hefst fyrst handa um smíði útihúsa, en ég byrja á íbúðarhúsinu." Gunnar eldri var enn hress í bragði og sagði við okkur bræður: „Siggi bróðir plataði mig einu sinni í stúku, en það stóð nú ekki nema fram að réttum.“ Langa- langafi minn Gunnar Gunnarsson bjó að Brekku í Fljótsdal. Þar skammt fyrir ofan er Hengifoss, 118 metra hár, og þangað gengum við upp og þótti mikið til fossins koma. IV. Eina dagsetningin, sem ég hefi ör- ugga úr ferðalagi þessu er 6. júlí 1939, því þann dag héldum við til Seyðisfjarðar yfir Fjarðarheiði. Tæplega tveggja metra snjógöng voru á heiðinni, þrátt fyrir heitasta sumar aldarinnar. En til Seyðisfjarð- ar komumst við og var afmælisveisl- an mín haldin á Hótel Elverhöj, súkkulaði og rjómaterta. Ég varð 12 ára þennan dag og því er hann mér svo minnisstæður. Hótel Elverhöj stendur við Vesturveg 3 á Seyðisfirði og er byggt árið 1906 af norskum manni, Á.E. Berg sútara, en hann varð gjaldþrota árið 1912 og fluttist þá aftur til Noregs. Árið 1932 hefja þau hótelrekstur í Elverhöj heiðurs- hjónin Sigríður frænka mín Gísla- dóttir frá Skógargerði og Hermann Hermannsson bryti hjá Ríkisskip. Við hernám Breta í maí 1940 fengu Bretar augastað á Hótel Elverhöj og leigðu hjónin þeim húsið fyrir aðal- stöðvar sínar og var þar jafnframt officeraklúbbur. Þetta er því sögu- frægt hús og getur Þóra Bergný Guðmundsdóttir arkitekt á Seyðis- firði hússins ítarlega í bók sinni, „Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstað- V. Sigurður Gunnarsson langafi minn var sem fyrr getur þingmaður Sunnmýlinga og mun hafa flutt frumvarp um lagningu Fagradals- brautar á Alþingi árið 1893 og feng- ið það samþykkt. Vegalagningunni var þó ekki lokið fyrr en 1909, fyrsti akvegur yfir Austfjarðafjallgarð, 325 m yfir sjávarmáli. Þótti fjöl- skyldunni því tilhlýðilegt að renna eftir braut þessari til Reyðarfjarðar og þaðan til Eskifjarðar. Hvenær fyrsti bíll fór um Fagradalsbraut er talið hafa verið árið 1916, þegar Kjartan Jakobsson frá Galtafelli í Ái-nesþingi hefur akstur á Ford-bif- reið sinni milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Kjartan átti ökuskírteini nr. 8. - Annar langafi minn í móður- ætt, Níels Eyjólfsson (1823-1885), var ættaður frá Helgustöðum í Reyðarfirði. Ekki minnist ég þess að sá bær hafi verið heimsóttur, þó þar séu merkustu silfurbergsnámur á Islandi. Hluta af Helgustöðum kynntist ég þó á háskólaárum mín- um, því silfurbergið í anddyri Há- skóla Islands (aðalbyggingu frá 1940) er einmitt þaðan. VI. Lesendur kann að undra, að greinarhöfundur ætli sér þá dul að muna atriði úr ferðalagi fyrir sextiu árum, en svo vill til, að ég á enn í fórum mínum einkunnabók úr Skóla Isaks Jónssonar fyrir veturinn 1934-5. Þar eru gefnar einkunnir fyrir hina aðskiljanlegustu hluti og m.a. stendur þar: „Minni gott“. Því er ekki við mig að sakast, heldur ísak, að ég tel mig hafa það, sem Bjarni Benediktsson kallaði „ofur- rninni". Haraldur bróðir minn hefur haft samband við Jón Guðnason bfl- stjóra, sem enn er hress og minnug- ur, 84 ára. I ágúst sl. heimsótti ég Gistihúsið á Egilsstöðum, þar sem afkomendur Sveins Jónssonar hafa nú tekið upp merki Jóns Bergsson- ar, er má segja að sé faðir Egils- staðakaupstaðar. Eigi fundust þar gestabækur Gistihússins frá 1939, né heldur á Héraðsskjalasafninu, en þar átti ég ánægjulegt samtal við Hrafnkel A. Jónsspn safnvörð. Guð- ný Bjarnar kona Árna Björnssonar læknis í Reykjavík var á Egilsstöð- um sumarið 1939 og „var á síman- um“ eins og það heitir á sveitamáli, en á Egilsstöðum var símstöð. Guð- ný (Lóló) var þá 17 ára og man ég vel eftir henni, svo og einum gest- anna, Gunnari Thoroddsen, en hann var þá erindreki Sjálfstæðisflokks- ins. Rifjuðum við Gunnar þetta stundum upp á aðalfundum Árvak- urs hf. og mundi hann þetta vel. Ég væri þakklátur þeim, sem kynnu að rekast á einhverjar villur í frásögn minni, ef þeir hefðu sam- band við mig, því „ofurminnið" er þrátt fyrir allt ekki óbrigðult. HEIMILDIR: 1) Ættir Austfirðinga eftir Einar Jóns- son, V.-IX. bindi, bls. 1160, Reykjavík 1962. Aðalútgefandi Austfirðingafélagið í Reykjavík. 2) Endurminningar II., bls. 246-250 eftir Magnús Bl. Jónsson, Reykjavík, Ljóðhús 1980. 3) Húsmæðraskólinn á Hallormsstað 1930-1980, afmælisrit eftir Sigrúnu Hrafnsdóttur, Reykjavík 1982, Bókaút- gáfan Þjóðsaga. 4) Bifreiðar á fslandi 1904-1930 eftir Guðlaug Jónsson, I. bindi, bls. 297, Reykjavík 1983, Bílgreinasambandið. 5) Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar eftir Þóru B. Guðmundsdóttur, Safna- stofnun Austurlands og Seyðisfjarðar- kaupstaður 1995. 6) Alþingismannatal 1845-1995, Reykja- vík 1996. Skrifstofa Alþingis gaf út. 7) Saga Gistihússins á Egilsstöðum, Morgunblaðið 11. júlí 1999. Höfundur er Wgfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.