Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Sambaæði í Þýskalandi GIOVANNl Elber er ekki fyrsti Brasiiíumaðurinn sem leikur í þýsku knattspyrnunni, en aftur er hann er sá leikmaður sem olli þeirri fióðbylgju leikmanna frá Brasilíu sem nú tröllríður knattspyrnunni í Þýskalandi. Allir þekkja miðherjann Elber og samba-takta hans með Stuttgart og Bayern Miinchen. Færri þekkja hina frábæru knattspyrnumenn og ianda hans sem nýkomnír eru til liðanna í Þýskalandi. Þýska blaðið Sport-Bild fékk Elber til að segja álit sitt á löndum sínum. Elber byrjar á besta vini sínum í brasilíska landsliðinu - hinum 23 ára Emerson, sem leikur með Leverkusen. „Emerson og ég tölum saman daglega, þrátt fyrir að lið okk- ar séu harðir keppinautar og komi til með að berjast um meistaratitilinn," segir Elber, sem er undrandi á hversu framarlega Christoph Daum, þjálfari Leverkusen, lætur Emerson leika. „Hann er allt annar og enn betri leikmaður ef hann fær að sinna varnarhlutverkinu betur. Það hefur hann margsýnt með landsliðinu. Það kom fram í álfukeppninni í Mexíkó, þar sem hann fór á kostum. Emerson er mjög þekktur í Brasilíu og var meira að segja gerður að fyrirliða liðsins. Það er mikill heiður og sýnir hversu sterkur persónuleiki hann er. Hann er enn samt ekki eins góður og Romario eða Dunga, en hann verður betri.“ Ze Roberto, 25 ára, er snillingur með knöttinn og getur leikið hveða vöm sem er grátt með leikni sinni og hraða. Hann leikur einnig með Leverkusen. „Ze Roberto er leik- maður sem Bayem Miinchen vantar illilega í leik sinn. Við yrðum ósigr- andi ef hann væri innan okkar raða - hefur yfir miklum hraða að ráða og er fljótur að átta sig á aðstæðum hverju sinni. Það em fáir sem ráða við hann þegar hann er kominn á skrið, enda verða liðin að setja tvo menn honum til höfuðs er hann fer á ferðina. Eg hef heyrt að Ulf Kirsten hafi kvartað um að fá of fáar sending- ar frá honum, en það er Kirsten sjálf- um að kenna. Roberto sækir meira aftur og nær í boltann en Ulf Kirsten liggur bara frammi og bíður eftir sendingum. Þegar þeir hafa náð sam- an verða þeir sennilega hættulegasta framlínuparið í Þýskalandi.“ Robinson Ponte 22 ára og leikur einnig með Leverkusen. Hann er dýrasti leigði leikmaður deildarinnar, því Leverkusen borgar 120 milljónir króna í leigu fyrir hann á hverju ári. „Ponte á eftir að verða fastamaður hjá Leverkusen. Snilli hans er ótví- ræð, en hann á eftir ýmislegt ólært. Hann á eftir að ná upp meiri hraða og vera fljótari að senda knöttinn til samherja. Ponte þarf tíma, framtíðin er hans.“ Marcio Borges er 26 ára - fyrsti leikmaðurinn frá Brasilíu sem leikur hjá Bielefeld. Hann er varnarmaður og viðurkennir Elber að hann hafi verið undrandi þegar hann sá að hann var kominn til Þýskalands. Bor- ges kom frá Waldhof Mannheim til Bielefeld. „Borges hefur byrjað mjög vel og sýnt að hann getur líka verið stórhættulegur sóknarleikmaður þegar hann vill það við hafa,“ segir Elber. Rathino, hinn 28 ára leikmaður Kaiserslautern, er miðjumaður. Hann hefur töluvert setið á vara- mannabekknum hjá Otto Rehhagel. „Rathino er stundum eins og töfra- mús - læðist um völlinn. Þú veist ekki af honum fyrr en hann sprettur skyndilega í'ram og gerir frábæra hluti. Hann er „Kokolores" - brand- arakarl - og við hlæjum mikið að fyndni hans. Það er ótrúlegt spaug sem vellur upp úr honum á góðum stundum. Staða Rathino hjá Kaiserslautern er hins vegar ekkert hlátursefni. Hann hefur átt við töluverð meiðsl að stríða og svo hefur hann verið að spila stöður sem falla honum ekki vel. Ekki bætir úr skák fyrir hann að Djorkaeff er kominn til liðsins og gerir samkeppnina enn harðari." Jesus Junior er annar Brasilíu- maðurinn hjá Kaiserslautern. Hann er aðeins 21 árs og hann hefur þegar sýnt í Evrópuleikjum hversu mikil- vægur hann er fyrir Kaiserslautem. „Junior þarf í augnablikinu að leika töluvert með varaliðinu því öll þrjú sæti útlendinga [utan Evrópubanda- lagsins] hjá Kaiserslautem eru mönnuð með afburðaleikmönnum. Ég hugsa að hann eigi eftir að fá sér þýskt vegabréf og þá er hann um leið orðinn fastamaður hjá góðu liði Ka- iserslautern," segir Elber um þennan stórefnilega sóknarleikmann. Evanilson, sem Dortmund keypti óvænt fyrir 400 milljónir rétt fyrir byrjun deildarkeppninnar, er 23 ára. „Eg óska Dortmund hjartanlega til hamingju með að hafa fengið Evanil- son, sem leikur sem hægri útherji. Hann er ný stjarna í brasilískri knattspymu - órtrúlega fljótur og einnig mjög góður varnarmaður. Evanilson á eftir að fmna sig vel við hliðina á Lars Rieken. Hann getur hlaupið endalaust - hvort sem er í vöra eða sókn. Er ótrúlega ósérhlíf- inn og verður Dortmund mun meiri styrkur en nokkur áttar sig á í dag. Evanilson er svo mikill hlaupagikkur, að ég hugsa að það þurfi að biðja hann að hægja á sér til að allir hæfi- leikar hans fái að njóta sín.“ Dédé, 21 árs, sem kom á síðasta ári til Dortmund er þegar orðinn stór stjarna í þýskri knattspyrnu. „Draumabakvörður sem spilar eins og sóknarmaður þegar Dortmund er með boltann og á flestar fyrirgjafir frá vinstri vængnum. Tækni Dédé er ótrúleg og er hann nú fastamaður í brasilíska landsliðinu eftir frábært tímabil með Dortmund. Hraði Dédé er ekki bara á vellinum, ég heyrði að hann hefði nærri keyrt Nienbaum, forseta Dortmund, niður á bíl sín- um,“ segir Elber. Hinn 23 ára Didi, er dæmi um að félögin fylgjast náið með brasilískum knattspyrnumönnum. Hann kom nefnilega til Stuttgart eftir að hafa verið með brasilísku sýningarliði í Þýskalandi. „Ég hefði reyndar aldrei tekið þátt í svona sýningarferðalagi til að reyna að fá samning,“ segir El- Einn nýliði er í sextán manna landsliðshópi kvenna sem Þórð- ur Lárasson landsliðsþjálfari kynnti í gær og mætir Ítalíu í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í næstu viku. Nýliðinn er Guðrún Sóley Gunnarsdóttir úr KR. Þá kom Helena Ólafsdóttir, fyrirliði íslands- og bikarmeistara KR, inn í landsliðið á ný eftir nokkra fjarveru. Annars er hópurinn þannig skipaður: Markverðir: Sigríður Pálsdóttir.....................KR Þóra B. Helgadóttir............Breiðabliki Aðrir leikmenn: Margrét Ólafsdótir ............Breiðabliki Rakel ögmunfisdóttir...........Breiðabliki Sigrún Ottarsdóttir............Breiðabliki Erla Hendriksdóttir..........Fredriksbergi Katrín Jónsdóttir..................Kolbotn Ásthildur Heigadóttir ..................KR Edda Garðarsdóttir......................KR Guðlaug Jónsdóttir .....................KR Guðrún J. Kristjánsdóttir...............KR Guðrún Sóley Gunnarsdóttir..............KR ber, en Dldi hafði heppnina með sér. „Stuttgart er frábært lið og þar tala ég af reynslu," segir Elber, sem lék áður með Stuttgart. Ailton, sem Werder Bremen fékk til sín í ár, er 26 ára sóknarmaður. Elber segist vera í stöðugu sambandi við hann. „Ég var náttúrlega ekki ánægður að Bremen stal af okkur bikarnum, en ég gat virkilega unnt honum þess sigurs. Ailton hefur ekki átt auðvelda daga hjá Werder Bremen og þurft að þola ýmsar að- finnslur, eins og að hann sé of feitur - og geti ekki leikið knattspymu. Hvoratveggja er rangt,“ segir Élber og bætir við: ,Ailton hefur aldrei ver- ið grannur, en samt alltaf sóknarmið- herji í háum gæðarflokki - skorar mikið af mörkum. Ef hann er metinn rétt þakkar hann fyrir sig með mörk- um í öllum regnbogans litum.“ Marcelo Bordon, 23 ára, kom til Stuttgart til að taka við af Hollend- ingnum Verlaat, sem óvænt fór til Ajax. „Hann á eftir að verða einn af burðarásum Stuttgart, þegar fram líða stundir. Þessi ljóshærði varnar- maður er ekki bara eins og Evrópu- búi í útliti - hann spilar þegar eins og evrópskur miðvörður. Bardon er mjög sterkur skallamaður og sterkur maður á móti manni. Hann hefur dýrslegt áhugamál - á átta hunda.“ Julio Cesar, hinn 36 ára varnar- jaxl, kom óvænt aftur í þýsku knatt- spymuna - gekk til liðs við Werder Bremen. Hann lék áður með Ilort- mund en fór á flakk og var síðast í Grikklandi. „Cesar er algjört fatafrík eftir langa vera sína á Italíu. Hann klæðir sig alltaf eins og hann sé að fara í eigið brúðkaupið," Elber. „Ces- ar er sem klettur - ákveðinn og þétt- ur fyrir. Þrátt fyrir aldur sinn á hann nóg eftir og verður Bremen mikill styrkur. Og það að hann kom hingað aftur sýnir að honum líkar hér vel líf- ið og að hann er stórt nafn hér.“ Paulo Sergio er dýrasti leikmaður Bayern Munchen. Hann kostaði liðið 500 milljónir króna. Hann var áður hjá Leverkusen og Roma og nú er hann kominn til besta liðs Þýska- lands. „Það var öllum mikið áfall þeg- ar hann meiddist illa í fyrsta leiknu - varð að fara í uppskurð við nára- meiðslum. Auðvitað er frábært að hafa landa sinn með sér í liði þegar maður leikur í útlöndum. Ég réð mér ekki fyrir kæti að Sergio var fenginn til liðsins. Hann er frábær knatt- spymumaður og góður félagi. Nú er hann að verða tilbúinn í slaginn á ný og við verðum frábærir sarnan," sagði Elber, sem á von á skemmti- legu keppnistímabili. Helena Ólafsdóttir........................KR Auður Skúladóttir ..............'.Stjörnuimi Ásgerður Ingibergsdóttir ............. .Val Rósa Stcinþórsdóttir ................. .Val Olga Færseth er meidd og gaf því ekki kost á sér og sama á við um Helgu Ósk Hannesdóttur, Breiða- bliki, og Ingu Dóru Magnúsdóttur, KR, en Helga og Inga vora í hópnum í síðasta leik - gegn Ukraínu. Viðureignin við Ítalíu verður ann- ar leikur Islands í riðlakeppninni. Fyrsti Ieikurinn, sem var við ljkra- ínu, endaði með jafntefli, en íslandi var úrskurðaður sigur, 3:0, þar sem Ukraínumenn notuðu ólöglegan leik- mann í jeiknum. Lið Ítalíu er sterkt, um það er engum blöðum að fletta. Það lék til úrslita í síðustu Evrópukeppi og tap- aði naumlega, 1:0, fyrir Þýskalandi. Þá lék það einnig í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum í sumar, en féll úr leik í riðlakeppninni. Einn nýliði Reuters Giovanni Elber hefur fagnað mörgum mörkum með Stuttgart og Bayern Miinchen. Ætla sér að stöðva Duranona Björn Ingi Hrafnsson skrífar frá Skopje Stevce Stefanovski, þjálfari makedónska landsliðsins í hand- knattleik, segir að erfitt verði að vinna upp níu marka forskot íslenska liðsins frá fyrri leik liðanna og leggur áherslu á að stöðva Róbert Julian Duranona, er skoraði 12 mörk gegn Makedóníumönnum í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag. Búist er við um fimm þúsund áhorfendum á leik- inn í Kale-höllina í Skopje þegar Is- lendingar mæta Makedóníu í síðari leik þjóðanna í undakeppni Evrópu- mótsins í handkanttleik í Skopje í dag. „íslendingar era með frábært lið, eins og sást vel í fyrri leiknum, en enginn er þó hættulegri en stór- skyttan Duranona. Það er algjört lykilatriði að hafa hemil á honum en við höfum síðustu sex daga þróað sérstaka varnaraðferð til varnar stórskyttunni," sagði þjálfarinn. Makedóníumenn telja sig betur búna undir átökin við íslenska liðið en fyrir viku, líkamlegt ástand leik- manna sé betra aukinheldur sem þeir verði studdir af þúsundum áhorfenda í Kale-höllinni, sem sé stundum kölluð vítið. Státa makedónskir fjölmiðlar sig af því að liðið hafi aldrei beðið þar ósigur í handknattleik, ekki einu sinni fyrir andstæðingum eins og Spánverjum og Króötum, svo dæmi séu tekin. „Byrjunin ræður öllu í leiknum og vonandi verður heppnin með okkur. Fyrst og fremst verðum við að leika betri varnarleik og keyra á fullu frá fyrstu mínútu. Ég legg áherslu á að leikmenn líti hvorki á stiga- né leikklukkuna heldur keyri sig út all- an tímann. Við sjáum síðan til hvort það dugar okkur,“ sagði Stefanovski. Mikill handknattleiksáhugi virðist í Makedóníu. Fjalla fjölmiðlar þar í landi geysimikið um landsleikinn við íslendinga og er honum lýst sem ein- hverjum mikilvægasta landsleik í handknattleikssögu þess, ef marka má stærsta íþróttablað Skopje, höf- uðborgar landsins. Fjölmiðlar þar virðast hins vegar hræddir við ráss- neskt dómarapar er dæmir leikinn og telja að það verði Islendingum hliðhollt. Bílstjóri íslenska landsliðsins, er kom til Skopje á föstudagskvöld, sagði að allar götur borgarinnar hefðu verið auðar er sýnt var beint frá fyrri landsleik liðanna, er fram fór fyrir viku. Hann sagði ljóst að áhuginn yrði meiri nú og nefndi því til stuðnings að uppselt væri á leik- inn fyrir löngu. Hann sagði jafn- framt að öll makedónska þjóðin yrði sem límd fyrir framan sjónvarpið í dag er sýnt yrði beint frá seinni leiknum. Þess má geta að leikurinn verður einnig sýndur beint á RUV og hefst útsending kl. 17.50. Búist er við að sami leikhópur ís- lenska liðsins og mætti Makedóníu- mönnum í Kaplakrika hefji leikinn og að Guðjón Valur Sigurðsson og Magnús Már Þórðarson hvíli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.