Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 25 Unnið er að þvi að byggja við húsnæði Mjólkursamlagsins i Búðardal. Hér eru Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri, Sævar Hjalt;ison framleiðslustjóri og Elísabet Svansdóttir gæðastjóri í við- byggingunni. Tveir deildarstjórar voru ekki viðstaddir myndatöku, Jóhannes Haukur Hauksson, ostameistari og vöruþróunarstjóri, og Páll Svavarsson, mjólkursamlagsstjóri á Blönduósi. lagt niður mjólkurbú í Grundarfirði og bændur á norðanverðu Snæfells- nesi gengu inn í samlagið í Búðar- dal. Arið 1993 var lagt niður samlag á Patreksfirði og Búðardalsbúið hóf þjónustu við bændur í Vestur- Barðastrandasýslu, allt vestur í Arnarfjörð. Afram var starfrækt dreifingarstöð á Patreksfirði en nú hefur verið ákveðið að leggja hana niður og dreifa mjólkinni beint frá Reykjavík. Mjólkursamlagið í Borg- amesi var lagt niður í lok ársins 1995 en það hafði litlar breytingar í för með sér í Búðardal. Þó fluttist framleiðsla á sýrðum rjóma og Engjaþykkni í Dalina. Enn varð breyting í byrjun þessa mánaðar. Mjólkursamsalan í Reykjavík keypti eignir og rekstur mjólkursamlagsins á Blönduósi og fól Mjólkursamlaginu í Búðardal reksturinn. Með því tvöfaldast inn- viktun mjólkur hjá fyrirtækinu, fer úr tæplega 4 milljónum lítra í rúm- lega 8 þúsund lítra. Framleiðendum á mjólkursamlagssvæðinu fjölgar úr 53 í 110. Áfram vinnsla á Biönduósi Áfram verður framleiðsla í mjólk- ursamlaginu á Blönduósi og mjólk- ursamlagsstjóri stýrh- þar dagleg- um rekstri. Mjólkursamlagið á Blönduósi hefur sérhæft sig í fram- leiðslu á nýmjólkurdufti til sælgæt- isframleiðslu. Segir Sigurður Rúnar að það verði áfram framleitt ásamt viðbiti. Unnt er að auka hagkvæmni duftframleiðslunnar með aukinni sjálfvirkni og er verið að undirbúa fjárfestingar á Blönduósi í því skyni. Þá verður framleiðsla á skyri aukin á Blönduósi með því að sú framleiðsla sem fram hefiir farið í Búðardal verður flutt þangað. Mjólkurátöppun verður hætt á Blönduósi með sama hætti og í Búð- ardal. Reiknað er með að mjólkin sem ekki verður notuð til fram- leiðslu á Blönduósi fari til ostagerð- ar í Búðardal og sem neyslumjólk á höfuðborgarsvæðið. Verulegur sparnaður næst með sameiningu samlaganna. Samlegð- aráhrifin felast í minni stjórnunar- og skrifstofukostnaði og sérhæfingu framleiðslunnar. Fram hefur komið að sparnaðurinn er mældur í tugum milljóna og segir Sigurður Rúnar ljóst að verulegur spamaður náist þegar á næsta áin. „Þetta styrkir stöðu beggja rekstrareininganna og gerir okkur kleift að bæta þjónustu við mjólkurframleiðendur. Það skiptir miklu máli í þessum tveimur landbúnaðarhéruðum þar sem mjólkurframleiðslan er mikilvæg. Bæði samlögin hafa fengið mjög gott hráefni og það gerir okkur hugsanlega kleift að sækja á ný mið,“ segir Sigurður Rúnar. Samlögunum fækkar Nú þegar starfssvæði Mjólkur- samlagsins í Búðardal nær yfir Austur-Húnavatnssýslu er Vestur- Húnavatnssýsla með samlag á Hvammstanga eins og eyja í starfs- svæðinu. Þá er mjólkursamlag á Isafirði sem _ tekur við mjólk af bændum í Isafjarðardjúpi og á norðanverðum Vestfjörðum. „Við myndum vilja ná samkomulagi við mjólkurframleiðendur á þessum svæðum, til þess að tryggja okkar hag og þeirra," segir Sigurður Rún- ar þegar hann er spurður að því hvort til greina komi að útvíkka starfssvæðið enn frekar. „Við höf- um þegar óskað eftir góðu samstarfi við stjómendur mjólkursamlagsins á Hvammstanga og erum opnir fyr- ir öllum góðum hugmyndum, en engar viðræður hafa verið ákveðnar um kaup á samlaginu eða samein- ingu.“ Telur Sigurður Rúnar að hinir gömlu múrar sem verið hafa á milli mjólkursamlagssvæða séu að hverfa. Stjórnendur í mjólkurgeir- anum og bændur hafí áður verið meira bundnir af hreppa- og sýslu- mörkum en séu nú farnir að hugsa meira um hagkvæmnina, á hvaða hátt væri best að framkvæma hlut- ina. Því mætti búast við frekari breytingum í framtíðinni. „Stöðug krafa um hagræðingu hefur leitt til sérhæfingar vinnslustöðva á undan- fórnum árum og fækkunar mjólkur- búa úr nítján í tólf. Eg sé það fyrir mér að eftir tvö til þrjú ár verði hér á landi 2-3 fyrirtæki í mjólkuriðnaði með nokkrar vinnslustöðvar," segir mjólkursamlagsstjórinn í Búðardal. Hann er þess fullviss að áfram verði unnin mjólk í Búðardal og í samlag- inu þar verði ein af þeim sex vinnslustöðvum sem hann reiknar með að eftir verði í landinu. Breytingar framundan Velta Mjólkursamlagsins hefur tvöfaldast á þremur árum og á eftir að vaxa enn með yfirtöku reksturs- ins á Blönduósi. Starfsmönnum hef- ur fjölgað um 10 á síðustu fimm ár- um, nú starfa þar 39, auk starfs- manna á Blönduósi. Mjólkursam- lagið er einn af mikilvægustu vinnu- stöðunum í Dalabyggð. „Við erum öflugur matvælafram- leiðandi, nánast í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins en þó í landbúnaðar- héraði þai- sem lögð hefur verið áhersla á umhverfísmál. Og eigend- urnir hafa staðið myndarlega að rekstrinum. Eg tel því að framtíð fyrirtækisins sé björt,“ segir Sig- urður Rúnar. Á næstu árum verða frekari breytingar í landbúnaði. Verð meirihluta mjólkurafurða er nú ákveðið af opinberum verðlags- nefndum en verðlagning allra mjólkurafurða verður gefin frjáls í síðasta lagi 1. júlí árið 2001 nema hvað ríkið mun áfram tryggja mjólkurframleiðendum ákveðið lág- marksverð. „Þetta er hluti af breyttum tímum og harðnandi sam- keppni á markaðnum. Eg tel að neytendur verði ekki varir við stór- kostlegar breytingar en samlögin þurfa að standa sig ennþá betur en þau gera í dag. Samkeppnin mun veita okkur aðhald, bæði framleið- endur annarra matvæla og innflytj- endur. Við höfum verið að búa okk- ur undir breytingarnar. Þar skiptir miklu máli að við erum aðilar að öfl- ugu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, og í starfi undanfarinna ára hefur verið tekið mið af breytt- um tímum. Við ætlum að standa okkur,“ segir Sigurður Rúnar Frið- jónsson, mjólkursamlagsstjóri í Búðardal. Frábær skemmtun í vetur IÐNO leikárið 1999 - 2000 Frankie (^Johnny FRANKIE OG JOHNNY eftír Terrence McNally - Frumsýnlng 24. september Þegar ástin knýr óvænt dyra, ertu þá tilbúinn til að taka á móti henni? Tvær einmana sálir finna hinn hreina tón í ástinni þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Óviðjafnanleg ástarsaga sem gerð var heimsfræg í samnefndri kvikmynd með Michelle Pfeiffer og Al Pacino í titilhlutverkum. Myndin var góð en leikritið er enn betra. Leikendur eru Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson undir leikstjórn Viðars Eggertssonar. STIðRNUR A ■■IIHIMII I SJEIKSPIR EINS OG HANN LEGGURSIG STJ0RNUR A MORGUNHIMNI eftír Alexander Galin - Frumsýníng 28. desember Atakanlegt og fallegt leikrit. Sögusviðið er Moskva árið 1980. Um leið og ólympíueldurinn er borinn til borgarinnar húkir hópur undirmálsfólks i köldum kumbalda svo það særi ekki ímynd Moskvuborgar. Á einni nóttu kynnumst við vonum, ástum og þrám þessa fólks sem hefur verið svikið um þátttöku i ólympiugleðinni. Eftir þessa nótt verður ekkert eins og það var... Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sjö manna leikhópi sem skipaður er nokkrum ffemstu leikurum landsins. Sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG (fluttur á 97 mínútum) - Frumsýning í lok febrúar Rússíbanaferð á hljóðhraða gegnum öll verk William Shakespeare i þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Frábært verk sem farið hefur sigurför um Bretland og Bandarikin og tekur nú ísland með trukki. Varúð! Sýningin er ekki fyrír hjartveika, bakveika, taugaveiklaða ogfólk sem tekur sig of hátíðlega. Iðnó tekurenga ábyrgð á afleiðingum. Þijár stórstjörnur af yngri kynslóðinni leika undir leikstjórn Mariu Sigurðardóttur. ROMMI eftír D.L Coburn - Tekií upp frá fyrra leikiri Ekkert lát er á vinsældum Rommí sem hefur nú gengið sleitulaust fyrir fullu húsi i heilt ár. „...öminnig um hvað leikhús er" G.S. Dagur „Bráðskemmtilegt, tragikómík afbestu gerð"S.A.B. Mbl „Guðrún Ásmundsdóttir náði svo fullkomnu valdi á persðnunni að hún sendi hroll niður bakið á manni. “ S.A. DV „Erlingur Gíslason átti sannkallaðan stórleik í hlutverki Wellers." G.S. Dagur Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason leika undir leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. -< ÞJONN i súpunni ÞJÓNN I SÚPUNNI - Tekið upp frá fyrra teikárí Sprellfjörug leiksýning sem kemur ætið á óvart. Leikurinn berst um viðan völl og alla leið út i Tjörn. Enginn er óhultur og ekkert er heilagt. Sýning sem er að verða sígild. „stórkostíeg" A.E. DV „bráðskemmtileg" S.H. Mbl „afbragðs skemmturí' G.S.H. Dagur Leikendur eru Edda Björgvinsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Kjartan Guðjónsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri er Maria Sigurðardóttir. MEDEA eftír Evrípídes - Frumsýnt um páskana Sígilt verk um blinda ást, botnlaust hatur, svik, hefnd og morð. í nýrri leikgerð Þóreyjar Sigþórsdóttur og Ingu Lisu Middleton. Sýning þar sem listamenn úr ýmsum áttum nýta möguleika ólíkra miðla á spennandi hátt Leikstjóri: Hilmar Oddsson Hönnun myndbandsatriða: Inga Lísa Middleton Leikmynd: Steve Christer Sett upp í samstaifi við Fljúgandi fiska og er á dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. teikir HAÐEOÍSLETKHUS LEIKIR eftír Bjarna Bjarnason - Frumsýnfng 6. oktðber Verðlaunaleikrit sem fjallar um leikina sem verða til þegar karlar eru f konuleit og konur eru í karlaleit. Leikstjóri er Hiimir Snær Guðnason. HADEGISLEIKHUS LEITUM AÐ UNGRI STULKU eftír Krístján Þórð Hrafnsson - Tekið upp frá fyrra leikári Eldfjörugt gamanleikrit um ólikt fólk. Sýningin var sýnd fyrir fullu húsi síðasta vetur. Linda Ásgeirsdóttir og Gunnar Hansson leika undir leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. HADEGISLEIKHU5 1000 EYJA SOSA eftir Hallgrím Helgason - Tekið upp frá fyrra leikári Leikrit um yndislega óþolandi náunga. Kjörið fýrir alla sem hafa einhvern tímann stigið upp í flugvél. Leikari er Stefán Karl Stefánsson og leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. HADEGISLEIKHUS K0NAN MEÐ HUNDINN eftír Anton Tsjekhov - Frumsýning í iok janúar Tsjekhov-aðdáendur geta nú glaðst, þvf í vetur verður þekktasta smásaga Tsjekhov sviðsett í fyrsta sinn hérlendis. Leikstjóri er Guðjón Pedersen en fyrri uppsetningar hans á verkum Tsjekhov hafa vakið verðskuldaða athygli. IÐNO-kortið mmmmmmmmm 3.sýning ViSA 0 FRIÐINDA KLÚBBURINN Þú velur! Sex leiksýningar og tvær gómsætar máltíðir á 7500 kr. fyrír korthafa VISA Vegna frábærra viðtaka er tilboðið framlengt til 30. september. Tryggðu þér fast leikhússæti á lágmarksverði. Veldu fjórar kvöldsýningar og tvær hádegissýningar. Að auki færðu tvær gómsætar máltíðir í hádegisleikhúsinu og 20% afslátt af allri starfsemi í húsinu. IÐNÓ - sími 5 30 30 30 - fax 5 30 30 31 netfang idno@idno.is - veffang www.idno.is ; * mrmm ■ Íf)HÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.