Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 20

Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 20
20 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ítUKi'Kp, Líflínan, Barbara og Kicki. Píramíði Lone Larsen. „Hraun og menn ií Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Verk Arnar Þorsteinssonar. MYNÐLIST Vestinannaeyjar ÚTILISTAVERK 24 NORRÆNIR LISTAMENN/ 2 HEIMAMENN Framtiðarverkefni. Opið alla daga og nætur. Aðgangur öllum heimill. TRÚLEGA hefur stórum meira verið hugsað og hoggið í Vest- mannaeyjum á aflíðandi sumri en í annan tíma, í öllu falli hef ég engar spumir af viðlíka athöfnum á eyjun- um og nú áttu sér stað. Voru hér að verki 24 aðkomnir norrænir víking- ar í skúlptúrlist ásamt tveim heima- mönnum, flestir á miðjum aldri og yngri. Fóru átökin við grjótið og hraunið fram vítt og breitt um Heimaey, og þeim pataldri er enn ekki að fullu lokið, þar fyrir utan hefur ekki verið gengið frá stað- setningu nokkurra verka. Hér var ekki um frumsköp að ræða hvað sjálfan athafnavettvanginn áhrærir, því að það hefur færst í vöxt að kalla á lík umbrot myndhöggvara úti um allar trissur, jafnvel Græn- landi. Eru sums staðar árviss við- burður, auk þess sem höggmynda- sýningar í borgum og dreifbýlinu ásamt sérhönnuðum görðum fyrir skúlptúrlist spretta upp sem aldrei fyrr í öllum heimsálfunum fimm. Skyldar athafnir en að mestu innan dyra hafa einnig og lengi tíðkast um málara, teiknara og grafíklistamenn og það er af hinu góða að listamenn hittist og skiptist á skoðunum. Til muna farsælla að þeir taki á verki en fundi daglangt, skilji fleira eftir sig en suð í eyrum, óhreina diska og tóm glös. Þetta lífgar upp hvunndaginn og líkast til hefur höggmyndin vinninginn um menjai' framnínganna, því grjótið og járnið úti undir berum himni nær til flem en tvívíð list innan dyra. Fyrir nokkrum árum átti svipuð en alþjóðlegri athafnasemi sér stað í Hafnarfirði og þar sér hennar enn stað á afmörkuðu svæði, enn einum skúlptúrgarðinum. Til nánari at- hugunar, að hópurinn í Vestmanna- eyjum er svo til hinn sami og í Grænlandi og má setja spumingar- merki hér við, því þótt enginn sé í sjálfu sér að fetta fingur út í það, eru til fjölmargir myndhöggvarar aðrir á Norðurlöndum, og þá eru Færeyingar ekki á blaði en sem mun hafa sínar ástæður. Að íslend- ingum undanskildum, sem eru allir vel þekktir í sínu heimalandi, utan Vestmannaeyinganna, er hér mikið til um lítt þekkta listamenn að ræða þótt það segi minna um gæðin. Nor- rænir eiga vel að merkja heilan hell- ing af framúrskarandi myndhöggv- urum. Það hefur áður verið fjallað vel og skilmerkilega um fræmkvæmdina í Lesbók 31. júlí, forsögu hennar og framkvæmd í bak og fyrir. Oþarfi að endurtaka það hér, en þá voru átökin nýhafin og ýmsir lausir end- ar óhnýttir. Við það má þó bæta að kostnaðurinn í það heila mun kom- inn upp í tíu milljónir og af því mun framlag norræna menningarsjóðs- ins hafa numið tveim, hitt eru fram- lög frá Norrænu stofnuninni á Grænlandi, menntamálaráðuneyt- inu, Vestmannaeyjabæ og ýmsum fyrirtækjum. Vaxi einhverjum þetta í augum má vísa til þess, að upp- hæðin er svipuð og þekktur mynd- höggvari fær fyrir eitt verkefni á hinum Norðurlöndunum, sem ætti að láta allar gagnrýnisraddir stein- þagna. Þetta fékk ég fyrst af öllu að vita og í óspurðum fréttum er til Vestmannaeyja kom, þar sem Árni Johnsen, sem er ábyrgur fyrir hug- myndinni, var staddur í flughöfn- inni, og að sjálfsögðu var heilsað upp á galvaskan þingmanninn. Avinningurinn felst svo ekki ein- ungis í verkum listamannanna, heldur einnig og öðru fremur því lífi sem heimsókn þeirra fæddi af sér, og þykir svo eftirsóknarvert úti í heimi. Kemur greinilegast fram í því að hverfi sem listamenn flytja í verða fljótlega þau eftirsóttustu og dýrustu í stórborgum, þótt þau hafi áður verið þau ömurlegustu og skítugustu. Þetta má að marggefnu tilefni enn einu sinni koma fram, því á þessu sviði er þroska landsmanna eitthvað ábótavant. - Miðað við stuttan undirbúnings- tíma og stutt vinnuferli hefur vel tekist í mörgum tilvikum og í sum- um mjög vel, þó eru enn ekki öll kurl komin til grafar vegna þess að sem fyrr segir er sumum verkanna ólokið og ekki hefur verið ákveðið hvar önnur verða staðsett. Þegar öllu er lokið verður ástæða til að gera sér aðra ferð til Vestmanna- eyja og rýna betur í verkin í heild sinni, ekki rétt að kveða hér upp einn allsherjardóm fyrr en allir sitja við sama borð. Sum verkanna eru mjög vel staðsett og drjúg prýði að þeim, en önnur virka dálítið ódýr og tilbúin og þó sömuleiðis ekki rétt að vísa hér til þeirra fyrr en öll eru komin á sinn stað og heildarmynd fæst. Heimsókn hluta úr degi er engan veginn fullnægjandi fyrir þann sem hér rýnir í hluti. Eitt má þó koma fram fyrir sérstöðu sína, sem er hve Erni Þorsteinssyni heíúr lánast vel með sitt verk. Hér er ein- faldlega komið skúlptúrverk þar sem fyrirferðin og þéttleikinn eins og streymir á móti skoðandanum og tekur í hendi hans, sem er afar sjaldgæft um íslenzk skúlptúrverk. Sér helst stað í bestu verkum Sigur- jóns Olafssonar og er þó ekki mikið samband þar á milli. Om hefur farið höndum um allan steininn og eins og hitt á sál hans, þannig að hann fær mál. Skyldi það rétt að verkið sé ekki fullgert og listamaðurinn hygg- ist krukka frekar í það, ætti pólitíið að vera á varðbergi og handtaka manninn áður en hann vinnur spjöll Lundi, eftir Pál Guðmundsson. Gert sérstaklega fyrir bæjar- veiturnar og staðsett verður á Stakkagerðistúni. Hoggið með hamri og meitli í gabbró frá Hornafirði. á því! Gild listaverk hafa nefnilega þann eiginleika helstan, að vera ekki fullgerð, þar er falinn leyndardóm- urinn er grípur skoðandann fyrir framan þau. Það eru einungis slakir listamenn sem klára verk með full- komleikann sem draumsýn, útópíu. Listaverk á alltaf að gefa fyrirheit um eitthvað á næsta leiti, eitthvað mikið óskeð og óhöndlanlegt, sem gerir þau einmitt svo óhagganleg og fullkomin, hluta af framrás allífsins. Að klára listaverk, að lesa það í botn, tæma það, er eins og að stöðva tímann fyrir fullt og allt, kyrrsetja framþróunina. Verður fróðlegt að sjá hvort verk Amar muni njóta sín jafn vel á snúningspunkti á Stór- höfða og við Stakkagerðistúnið í ná- grenni Akóges-hússins, þar sem ég horfði á það furðu lostinn. Fleira má gott segja um skúlptúrverkin og þannig vekur Líflínan (steingarður) fyrir neðan Eldfell, eftir Barböra og Kicki upp ýmsar áleitnar hugleið- ingar. Píramíði Lonu Larsen fellur vel að umhverfínu, einfalt og hugvit- samlega útfært verk. Þá hefur Páll Guðmundsson frá Húsafelli náð að vekja ásjónu Freymóðs Þorsteins- sonar bæjarstjóra rækilega til lífs- ins. Þetta era allt verk á endanlegri staðsetningu að segja má og þó fleiri væri hægt að nefna eins og eyra Ma- rit Bente Norheim og lás Poul Bæk- höj skal staðar numið á ófullkominni rýni og beðið þar til allt er komið upp. Vil að lokum nefna ánægjulega heimsókn í lista- og minjasafnið, en þar eiga Vestmannaeyingar mikinn fjársjóð sem öllu betur þyrfti að hlúa að, gera að stolti og sóma stað- arins. Bragi Asgeirsson Fj ölskylduleikritið Töfratívolí frumsýnt KULA LUMPUR .*>★ „Eitl frcmsta hótcl heimsins“ flusturfönd Fieitta þijjl Stóra Taílandsferðin 16. sept. uppseld 3. nóv.: 8 sæti. -12. jan. 2000 örfá sæti. Undra-Taíland 7. okt.: 6 sæti. 24. nóv.: laus sæti. 12. des. jólaferð, fá sæti. 26. jan:10 sæti. Eftirsóttar ferðir, sem hljóta lof: „Ótrúíega sRemmtiíegt og ódýrtl* Þér býðst ekki betri kostur í vetur: 2 v. 4-5* hótei, rómuð fararstjórn, spennandi staðir og kynnisferðir. Verð frá kr. 104.900.- ‘MftLftSÍ<ll-(Þrenmn s(œr ígegní Umsögn farþega: Jíöfum aCdrá áðurfmið íjaftyjóða og ódýraferð. !puW<pmml‘ Næsta brottför 9. jan. 2000. FfROASKKIFSTOFAN ÍUIMSKLÚBBUR INGÓLFS Sími 562 0400 Útvalin í alþjóðl. samtökin EXCELLENCE IN TRAVEL á PENANGEYJU 5* JEitt fremsta hótcl heimsins“ Valiö bcsta nýja hótel heimsins 1998. Sérslæðasta hótel Asíu FJÖLLISTAHÓPURINN H.E.Y. frumsýnir barna- og fjölskylduleikritið Töfratívolí í Tjarnarbíói sunnudaginn 19. september. Þetta er ævintýra- leikrit með söngvum og leikjum þar sem áhorfendur hjálpa til við framvindu verksins. I fréttatilkynningu um verk- ið segir: „Frændi segir Teddu og krökkunum söguna af Töfra- tívolíinu og svörtu perlufest- inni. Fyrir langa löngu var Kiddi kúreki dæmdur fyrir að stela svörtu perlufestinni henn- ar fröken Melónu. Kiddi kúreki var einn af starfsmönnum Töfratívolísins, sem birtist einu sinni á öld. I Töfratívolíinu eru margir kynlegir kvistir: Brún- hildur og Lufsa eru systur sem aldrei eru sammála. Halli hestamaður eigandi hringekj- unnar og hesturinn hans, Sörli, birtast en þeir eru orðnir gaml- ir og lúnir, enginn vill koma í svona gamaldags hringekju. Jói byssa er skotskífustjóri. Aust- urlenskur guð, spámaður og doktor Önd eru í tívolíinu en þar eru einnig Bói og Bóbó, líf- verðir hins ógurlega prófessor Vaxmanns, sem á vaxbyssu og getur því gert vaxmyndir úr fólki. Tedda, ung stúlka sem er á réttum stað á réttum tíma þegar Töfratívolíið bfrtist, kynnist Þorra þúsundþjala- smið, starfsmanni tívolísins, sem hjálpar henni að leita að perlufestinni svörtu og sanna þannig sakleysi Kidda kúreka. Þau verða að passa sig á pró- fessor Vaxmanni sem vill vaxa alla. Með hjálp áhorfenda tekst þeim að finna perlurnar. Eins og í öllum góðum ævintýrum endar allt vel, en spurningin er hvort Töfratívolíið var draumur eða veruleiki." Leikarar eru Aino Freyja, Stefán Sturla, Skúli Gauta, Brynhildur Björnsdóttir, Níels Ragnarsson og Gunnar Sig- urðsson sem einnig er leikstjóri sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.