Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 31 Svo mikil var sparsemin að ég nýtti reiknirúllurta báðum meg- in. íslensk peysuhönnun á framtíð fyrir sér en það þarf að finna henni farveg. Á ís- landi er rík hefð fyrir því að prjóna flíkur til sængurgjafa. léttara íyrir mig að hætta þegar ég vissi að kennslunni yrði haldið áfram í Flensborgarskóla." Framundan er svo hannyrðasýn- ing í Kaupmannahöfn í vetur í sam- starfi við hannyrðaverslunina Sommerfuglen í Danmörku, og hefur íslenskum hönnuðum og hannyrðafólki verið boðin þátttaka í sýningunni. Tuttugu og tvö tonn á ári Þótt íslenska kvenþjóðin sé önn- un kafin frá morgni til kvölds hefur áhugi hennar á prjónaskap ekkert minnkað að sögn Auðar. „Kunnátta og verklagni hefur alltaf búið með þjóðinni, auk þess sem það hefur ætíð verið borin virðing fyrir þeirri iðju að prjóna flíkur. Fólki finnst gaman að skapa og gera eitthvað nýtt og þótt það sé störfum hlaðið finnur það sér tíma til að prjóna. Það er líka slak- andi og gott að stunda prjónaskap. Hann er gefandi og hægt að við- hafa hann nánast hvar sem er, til dæmis í sumarbústaðnum eða fyrir framan sjónvarpið. Það er líka viss umhyggja fólgin í því að pijóna flíkur á aðra. Sá sem prjónar velur lit, mynstur og snið, gefur af sjálfum sér og sendir skýr skilaboð til þess sem peysuna á að fá. Á íslandi er rík hefð fyrir því að prjóna flíkur til sængurgjafa og mæður prjóna gjaman skólapeys- ur á börn sín. Þær eru stoltar af því að láta börn sín hefja skóla- gönguna í nýjum, heimaprjónuðum peysum. En það er með prjóna- skapinn eins og annað í lífi konunn- ar, hún setur sjálfa sig í aftasta sæti. Prjónar fyrst á börnin, síðan á eiginmanninn og loks á sjálfa sig!“ Utivist landsmanna hefur aukist hin síðari ár og Auður er spurð hvort hún haldi að peysurnar muni sækja á í framtíðinni? „Eg veit að prjónaskapur er að aukast sem má ef til vill rekja til þess að gróft gam er að komast í tísku og ég held að alla langi til að eiga að minnsta kosti eina útprjón- aða útivistarpeysu." Góð sala segir þó margt um áhuga landsmanna á hlýjum flík- um. „Eg er mjög ánægð með söl- una og hún er mun meiri en víða annars staðar sé miðað við höfða- tölu. Við seljum núna 22 tonn af gami á ári.“ Innsæið hjálpar íslendingar fylgjast vel með tískunni og Auður segist vera með kröfuharða viðskiptavini hvað það snerti. „Það er því mjög mikilvægt að vera á réttum tíma með lit og snið. Ég fer tvisvar á ári til Noregs og vinn með framleiðendum Sand- nesgarns. Þá er spáð í tísku- strauma, liti og snið. Þrisvar tO fjóram sinnum á ári fer ég svo með markaðsstjórum á sýningar til Frakklands og Ítalíu og sé þá hvernig tískan mun verða næstu tvö árin. Það er mikið atriði að fylgjast með og vera með rétt gam og liti á hverjum tíma.“ Auður segir að mesta vinnan liggi í útgáfu prjónablaðsins. „Tími minn fer helst í að viða að mér efni. Ég reyni að finna hvar hjartað slær, hvað það er sem koma skal. Maður verður að hafa nefið iyrir tískunni og þá er það helst innsæið sem hjálpar.“ Auður segir að reynsla hennar sem kennari eigi eflaust sinn þátt í góðu gengi fyrirtækisins. „En auk hennar þarf sjálfsagt að vera gott samspil milli faglegrar þekkingar og viðskiptavits til að fyrirtæki sem þetta geti gengið. En það má með sanni segja að hinum félagslega þætti sem ég nefndi í upphafi hafi verið svalað, því á ferðum mínum bæði innan- lands og utan hitti ég margt fólk. Ég á góð samskipti við það og allir dagar era gleðidagar." Innréttingar Baðinnréttingar og hreinlætistæki Fyrir stærstu sem smæstu baðherbergi. Manud.-föstud. 9-18 Laugard. 10-14 Sídumúla 34 Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 Fax 588 7335 rérslunin.is http://www. Mánudaginn 20. september n.k. stendur Nýherji fyrir einstökum fyrirlestri á Grand Hótel. Þar mun Dr. Frank Soltis, einn af aðalhönnuöum IBM veita gestum innsýn í framtíð upplýsinga- tækninnar á komandi öld. Dr. Frank Soltis Fyrirlestur hjá Dr. Soltis þykir ávallt mikill fengur því hann hefur um árabil verið mjög áberandi í hinum ört vaxandi tölvuheimi. Áhrifa hans hefur gætt mjög í þróun vél- og hugbúnaðar sem og í almennri stefnumörkun IBM. Hann hefur hlotið margvíslegar viöurkenningar fyrir störf sín og á yfir 25 einkaleyfi á hlutum tengdum tölvutækni. Undanfarin ár hefur Dr. Soltis tekið þátt í hönnun PowerPC örgjörvans (64 bita RISC) ásamt þvi að leiða notkun þess örgjörva hjá IBM. Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, stendur frá 8:30-10:00. Aðgangur er ókeypis. Léttar veitingar í boði Nýherja. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku með rafpósti á netfang: omar@nyherji.is eða i síma 569 7700. Business Partner NYHERJI SkaftahliO 24 • Simi 569 7700 Slóö: http://www.nyherji.is Morgunverðarfundur um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.