Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 41

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 41* MINNINGAR FRIÐFINNUR S. ÁRNASON + Friðfinnur S. Árnason fædd- ist á Akureyri 5. september 1915. Hann lést á heimili sínu hinn 30. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónína Gunnhiidur Friðfinnsdóttir, húsfreyja, f. 8.9. 1885, d. 28.12. 1969, og Árni Stefánsson, trésmíðameistari, f. 8.6. 1874, d. 16.6. 1946. Þau eignuðust Ijórtán börn og komust ellefu til fullorðinsára. Friðfinnur var fimmti í systk- inaröðinni. Friðfinnur kvæntist árið 1940 Sigríði Kristínu Elíasdóttur frá Reykjavík, f. 13.10. 1926, d. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þríðju- dagsblað þarf gi’ein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. 26.9. 1981. Börn þeirra eru: 1) Jónina Gunnhildur, f. 8.12. 1940, maki Hallgrímur Þor- steinsson og eiga þau þrjú börn. 2) sonur óskírður, 3) Sigríður Dröfn, f. 21.3. 1946, maki Guðmundur Oskar Guðmundsson. Þau eiga þrjár dætur. 4) Jóhanna Krisljana, f. 3.9. 1947, og á hún tvo syni. Barna- barnabörnin eru átta. Seinni kona Friðfinns var María Magnúsdóttir, f. 8.10. 1917. Utför Friðfinns var gerð frá Akureyrarkirkju hinn 6. sept- ember. Þegar vinir eru kvaddh’ sækja á hugann minningar liðinna ára. Þannig fór mér þegar ég heyrði lát félaga míns, Friðfinns Ámasonar. Eg var svo heppinn að kynnast þessum glæsilega manni í veiðiferð fyrir tæpum 30 árum. Það fann ég fljótt að þar var á ferð mikið nátt- únibarn sem unni veiðimennsku og kyrrð fjallanna - alvörugefinn veiði- félagi þó stutt væri í grínið og bam- ið sem er í okkur öllum. Eftir það fóram við margar veiðiferðir saman, bæði á sjó og landi, og hef ég löngu sannreynt hvað góðan og traustan vin ég átti í Finna. Hann var mikið náttúrubarn, slyngur veiðimaður, bæði í ám og sjó, og átti hann lengst af lítinn bát sem hann notaði til þess að komast út á Eyjafjörðinn sem hann unni. Friðfinnur fór ungur til náms og lærði vélvirkjun í Reykjavík. Hann vann við fag sitt um tíma en fór síð- an í vélstjóranám. Að því loknu fór hann til sjós og var bæði á togurum og minni fiskiskipum, einnig var hann vélstjóri á norskum flutninga- skipum á stríðsárunum. Seinni hluta starfsævinnar vann Friðfinn- ur í landi við fag sitt í vélsmiðjunni Odda, kjötiðnaðarstöð Kea, hjá RARIK og Hitaveitu Akureyrar. Þá kenndi hann lengi við Vélskólann á Akureyri. Friðfinnur vai’ hógvær maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum en var sanngjarn og virti viðhorf annarra. Hann var heiðar- legur og trúr bæði vinum sínum og vinnu. Friðfinnur var fróður maður og hafði mikinn áhuga á að fylgjast vel með öllum nýjungum. Hann var minnugur með afbrigðum og gaman var að heyra hann segja sögur úr eigin reynslusjóði en þá var ekkert dregið undan. Oft var sögusviðið siglingar í niðamyrkri úti á regin- hafí - á stríðsárunum þegar sigla varð án ljósa eða þegar vél bilaði í brjáluðu veðri. Þá dugðu engin vett- lingatök en mikOvægt að hafa ákveðnar skoðanir og vera fljótur að taka ákvarðanir. Friðfinnur hafði gaman af ferða- lögum og má ég fullyrða að hann hafi verið einn sá fyrsti hér á landi sem innréttaði eigin húsbíl en það var í byrjun sjöunda áratugarins. Þann 11. janúar 1987 stofnuðu nokkrir félagar húsbílafélag og var Friðfinnur einn af stofnendum þess. Hann átti hugmyndina að nafninu Flakkarar sem félagið okkar fékk og hefur heitið síðan. Með Flökkurum ferðaðist hann bæði innan lands og utan ásamt Maríu sinni, sem var hans dyggur fóranautur um 15 ára skeið, og í mörg ár vora þau með í öllum skipulögðum ferðum sem Flakkarai’ fóra. Þau nutu þessara ferða og ekki síður við, ferðafélagar þeirra, sem nutum félagsskapar þeirra, gleði og gestrisni. Þau vora hrókar alls fagnaðar, enda minningamar ljúfar. Við Flakkarar kveðjum aldinn höfðingja og vin sem alltaf var ung- ur í hugsun. Hann hefur nú einn lagt upp í langferðina miklu en minningar um ógleymanlegar sam- verustundir í faðmi íslenskrar nátt- úra lifa í huga okkar. Elsku Maja, félagi okkar var lán- samur að geta verið með þér til hinstu stundar - við vitum að missir þinn er mikill. Við sendum þér, dætrum Friðfinns og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Flakkara, Bragi Steinsson. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýnt hafa okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SESSELJU GUÐFINNSDÓTTUR, Borg, Njarðvík, Borgarfirði eystra. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna deildar 14G á Landspítalanum fyrir góða umönnun í hennar veikindum. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Bóasson, Jón Helgason, Kristjana Björnsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Páll Haraldsson, Jakob Sigurðsson, Margrét B. Hjarðar, Jóhann Helgi Sigurðsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, RÖGNU GÍSLADÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Kirkjulundi 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4-D, Hrafnistu, Reykjavík, fyrir góða umönnun. Bjarni Guðmundsson, Margrét Bj. Richter, Sigurður H. Richter, Sigríður Bjarnadóttir, Róbert Jónsson, Sigrún Ósk Bjarnadóttir, Guðmundur G. Bjarnason, Elín Pálsdóttir, Ósk Gísladóttir, Sigurjón Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SÓLVEIGAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Grétar Ólafsson, Ásdís Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Halldór Óiafsson, Katrín Ólafsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sigrún Oddsteinsdóttir, Björg Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Þengilsdóttir, Stefán Eiríksson, bamabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐFINNU SVAVARSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða. Sigurður B. Sigurðsson, Svavar Sigurðsson, María Þórdís Sigurðardóttir, Bogi Sigurðsson, Marólína Arnheiður Magnúsdóttir, Enrique Llorens Izaguirre, Auður Finnbogadóttir, Gunnar Sigurðsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Hörður Óskar Helgason, Steinunn Sigurðardóttir, Agnar Kárason, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Rósa Finnbogadóttir, Ómar Sigurðsson, Una Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. J + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar KONRÁÐS GÍSLASONAR kompásasmiðs, Úthlíð 4, Reykjavík. Kærar þakkir til starfsfólks 5. hæðar umönn- unar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls við Kleppsveg. Bertha Konráðsdóttir, Málfríður Konráðsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Guðmundur Konráðsson og aðrir aðstandendur. + Við þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, LIS RUTH SIGURJÓNSSONAR, Háteigsvegi 26, Reykjavík. Pia Ásmundsdóttir, Kjartan Ásmundsson, Elín Geira Óladóttir, Egill Ásmundsson, Ari Rafn Sigurðsson, Lis Ruth Kjartansdóttir, Nína Kjartansdóttir, Ásmundur Giisson, Hólmfríður Leifsdóttir. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem minntust ástkærrar dóttur minnar og systur okkar, SIGNÝJAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Hverfisgötu 3, Hafnarfirði, og sýndu okkur samúð og hlýhug. Katrín Selja Gunnarsdóttir og fjölskylda. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KATRÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Vallarbraut 2, Njarðvík. Innilegar þakkir færum við öllum læknum og starfsfólki á deild 14G á Landspítalanum fyrir yndislega umönnun síðastliðna áratugi. Guð blessi ykkur öll. Björn Kjartansson, Jóhanna Young, Alan Young, Kristján og Kaylene, Katrín K. Farren, William J. Farren, Katrín, Jóhanna og Sumarrós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.