Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ r UTSENDINGAR á dagskrá á annarri sjónvarpsrás til við- bótar þeirri sem fyrir er eru nú til alvarlegrar skoðunar hjá Ríkisútvarpinu og vonast Markús Orn Antonsson útvarps- stjóri til þess að hægt verði að ráð- ast í hana á afmælisári Ríkisút- varpsins á næsta ári þegar það verður sjötugt. I 16. grein útvarpslaga segir að Ríkisútvarpið skuli senda út tii alls landsins og næstu miða tvær hljóð- varpsdagskrár og minnst eina sjón- varpsdagskrá árið um kring. Jafn- framt er Ríkisútvarpinu heimilað samkvæmt sömu grein að senda út fleiri dagskrár hljóðvarps og sjón- varps í lengri eða skemmri tíma til alls landsins eða hluta þess sam- Icvæmt ákvörðun útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Áhersla á að þjóna landsmönnum öllum Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri segir aðspurður augljóst að Ríkisútvarpinu sé mjög þröngur stakkur skorinn með því að vera að- eins með eina dagskrárrás fyrir sjónvarpsefni. Líta verði til þess að það hafi verið mikið átak að koma sjónvarpi út um allt land og miklu meiri kröfur um þjónustustig í þeim efnum væru gerðar til sjónvarps Ríkisútvarpsins heldur en gert væri til annarra stöðva. Aherslan hefði Beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum hér á landi og erlendis eru fastur liður á dagskrá sjónvarpsins en verða oft til þess að hnika þarf til föstum liðum á dagskránni við mismunandi undirtektir áhorfenda eftir því hvort þeir eru íþróttaáhugamenn eða ekki. Nú kann að hilla undir breytingar í þessum efnum með annarri sjónvarpsrás Ríkisútvarpsins. verið lögð á að þjóna landsmönnum öllum og sjónvarpið hefði náð til hærra hlutfalls þjóðarinnar heldur en dæmi væru þekkt um annars staðar meðal Evrópuþjóða. „Hvað sem því líður eru breyttir tímar og við verðum þess áþreifan- lega vör að það er mjög mikið óhag- ræði fyrir okkur varðandi það dag- skrárframboð sem nútímasjón- varpsstöð þarf að geta boðið upp á að hafa aðeins eina rás og eiga að koma öllum efnisflokkum fyrir þar á góðum áhorfstíma svo að allir séu sæmilega sáttir. Þar af leiðandi tel ég að það sé mjög brýnt fyrir okkur að gera ráðstafanir til þess að fá aðra útsendingarrás og auka þar með möguleika okkar til að þjóna sjónvarpsáhorfendum," sagði Mark- ús. Hann sagði að í gegnum tíðina hefði það staðið í mönnum að ráðast í aðra útsendingarrás vegna þeirrar áherslu sem lögð hefði verið á að ná til landsins alls. Litið hefði verið á Ríkisútvarpið sem þjón- ustutæki í þágu allra landsmanna og hug- myndinni um aðra rás þokað til hliðar í gegnum tíðina vegna þe.ss að ekki væri hægt að ná til allra lands- manna í fyrstu atrennu. Augljóst mál væri að Ríkisútvarpið hefði ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að skapa skilyrði á svipstundu fyrir því að 99% þjóðarinnar næðu annarri rás. Uppbygging annarrar rásar yrði því fyrst að eiga sér stað á þéttbýlissvæðunum á suðvestur- horninu, en síðan yrði fljótlega hægt að fikra sig út um landið. í því sambandi mætti rifja upp að Rás 2 og sjónvarpið á sínum tíma hefðu átt sína frumbemsku á þéttbýlis- svæðunum og síðan hefði dreifing- arkerfið verið byggt upp í framhald- inu. „Ég tel alveg tvímæla- laust, ef tæknileg skilyrði eru til staðar og þessi framkvæmd verði innan viðráðanlegra marka fjárhagslega, að það eigi að ráðast í hana þó svo að við getum ekki lofað öllum landsmönnum að njóta þeirrar dagskrár þegar í upp- hafí. Þetta er það brýnt viðfangsefni fyrir nútímafjölmiðil að fá aðra út- sendingarrás að við getum ekki lát- ið ströngustu byggðasjónarmið aftra okkur,“ sagði Markús. Hann sagði aðspurður að það væri verið að skoða möguleikana í þessum efnum nú. Það væri verið að gera úttekt á því hvaða breytingar þyrftu að eiga sér stað vegna nýrrar rásar. Sjónvarpið væri með aðra VHF-rás á höfuðborgarsvæðinu og gæti notað hana til útsendingar á dagskrá á því svæði. Reyndar hefði það tíðnisvið áhrif víðar og ef styrk- urinn yrði aukinn myndi það kalla á breytingar á sendakerfinu í nokk- urri fjarlægð frá höfuðborgarsvæð- inu, en það ætti ekki að vera óyfir- stíganlegt. „Þessi rás er til staðar. Ríkisútvarpið hefur haft afnot af henni undanfarna áratugi til að fylla upp í holur sem við köllum svo í móttökunni hér á höfuðborgarsvæð- inu. Hana er hægt að nota í þessu skyni og að því ber tvímælalaust að stefna. Tæknimenn okkar eru að gera þessar athuganir núna,“ sagði Markús. Aðspurður hvort menn hefðu fyr- ir sér einhverja tímaáætlun í þess- um efnum sagði Markús erfitt að fullyrða um hvenær af þessu yrði. „Ég vildi nú mjög gjarnan sjá svona tímamót verða í sjónvarpsútsend- ingum Ríkisútvarpsins á afmælisár- inu, þ.e.a.s. á næsta ári þegar stofn- unin verður sjötug,“ sagði Markús að lokum. Mikilvægt að tileinka sér nýja tækni jafnóðum Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra segir að vafalaust sé það fyrst og fremst tæknin og kostnaðurinn við að byggja upp dreifikerfi sem nái til landsins alls, sem standi í vegi fyrir því að Ríkisútvarpið hafi ráðist í útsendingu annarrar sjón- varpsrásar. Tækniþróun í þessum efnum sem öðmm sé mjög ör og það sé mikilvægt að tileinka sér hina nýju tækni jafnóðum og hún komi fram. „Ég hef beint því til Ríkisút- varpsins að kanna hvort ekki sé hægt að hefja hér sendingar um gervitungl. Ég hef ekki fengið svar við því bréfi frá Ríkisút- varpinu, en mér er sagt að þeir séu að athuga kosti í þeim efnum. Ég tel að það séu raunhæfar forsendur fyrir því að hefja útsendingar á íslensku efni um gervitungl og það eigi að kanna möguleikana í þeim efnum til hlít- ar,“ sagði Bjöm. Hann sagði einnig að í frumvarpi til nýrra útvarpslaga sem hann hefði flutt á síðastliðnum vetri væri gert ráð fyrir að farið yrði að huga að stafrænu útvarpi og sjónvarpi hér á landi. „Það er alveg augljóst að kröfumar til Ríkissjónvarpsins í þessum efnum em að breytast. Það er ekki eins mikið mál og það var áður að senda út á fleiri en einni rás,“ sagði Björn. Aðspurður hvort hann teldi æski- legt að Ríkisútvarpið sjónvarpaði á fleiri en einni rás sagði Bjöm að það væri skylda Ríkisútvarpsins að ná til landsins alls og það yrði að skoða hvaða kostnaður fylgdi slíkri rás. Þetta væri fjárhagslegt dæmi og tæknilegt úrlausnarefni. Tækninni fleygði fram í þessum efnum. Nú væri til dæmis hægt að ná í sjón- varpsdagskrár með tölvum. Að hans mati tengist þetta umræðu um þær tæknilegu breytingar sem eru að verða á þessu umhverfi. Hann hafi ítrekað sagt að það þyrfti að styrkja forsendur Ríkisútvarpsins til að vera virkur þátttakandi í þessari þróun. Hins vegar væru öllum skorður settar í fjárhagslegum efn- um og það væri spuming hvort nýta mætti það fjármagn sem væri til umráða með öðmm hætti en nú er gert. Ríkisútvarpið hefði líka þá sérstöðu að það mætti hafa tekjur af aug- lýsingum auk afnota- gjaldanna og hugsanlega mætti fjármagna fleiri rásir með meiri tekjum af auglýs- ingum. „Eins og ég hef margsinnis sagt tel ég að tæknilegt umhverfi, samkeppni og fjárhagsleg atriði kalli á að menn veiti Ríkisútvarpinu sambærilegt svigrúm í rekstri og keppinautarnir hafa,“ sagði Bjöm Bjamason menntamálaráðherra ennfremur. Bjami Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði í Erfitt að gera öllu efni skil á einni rás Rásin yrði að standa undir rekstrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.