Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 29 samtali við Morgunblaðið að Ríkis- útvarpið hefði velt því fyrir sér að sjónvarpa á annarri rás til viðbótar þeirri sem fyrir væri, en vegna kostnaðar hefði ekki verið ráðist í það. Nú næði Sjónvarpið til 99,9% landsmanna og það kostaði nokkur hundnið milljónir króna að setja upp og reka annað sendikerfi, sem myndi þjóna öllum landslýð. Bjarni sagði að á síðasta vetri hefði Sjónvarpið í samvinnu við Landssíma Islands, Breiðvarpið, verið með tilraunverkefni í gangi. Tekið hefði verið á móti kappleikj- um í þýskum handknattleik, þar sem margir íslenskir handknatt- leiksmenn léku, og þeim dreift í beinni útsendingu um Breiðvarpið tvisvar í viku. Breiðvarpið næði enn aðeins til lítils hluta þjóðarinnar og strax hefðu komið fram umkvartan- ir vegna þess meðal annars frá Akureyri, þar sem væru miklir áhugamenn um handknattleik, yfir því að einungis lítill hluti þjóðarinn- ar hefði aðgang að þessu efni. Bjami bætti því við að það væri töluverð umræða um að Ríkisút- varpið ætti að þjóna sjómönnum á hafi úti betur en gert væri í dag. Það væri ekki hægt með þeim send- um sem Sjónvarpið hefði nú yfir að ráða. Verkefnin væru þannig mörg og kröfurnar til Ríkisútvarpsins margvíslegar. Hann sagði að það væri lykilatriði hvað varðaði ákvörðun um að hefja útsendingar á annarri rás að út- sendingin næði til landsins alls eða að fyrirsjáanlegt væri að það myndi gerast innan ákveðins tíma. „Við gætum hugsanlega byrjað fyrst hér á suðvesturhominu, en mjög fljót- lega yrðu kröfumar mjög háværar um að útsendingin næði til iandsins alls,“ sagði Bjami. Hann sagði aðspurður hvort þessi möguleiki væri til skoðunar nú hjá Sjónvarpinu svo vera. Fyrir nokkr- um áram hefði verið unnin skýrsla tengd þessum efnum innan Ríkisút- varpsins, þar sem möguleikar á þessu hefðu verið sérstaklega skoð- aðir og síðan hefði málið verið í deiglunni. Bæði væra skoðaðir möguleikar á að koma upp dreifing- arkerfi og eins væri þetta skoðað með tilliti til þróunar stafræns sjón- varps. Stafrænt sjónvarp myndi gjörbreyta aðstæðum í þessum efn- um, því þá yrði hægt að senda nán- ast ótakmarkaðan fjölda rása. Þar með yrði sú takmarkaða auðlind sem VHF/UHF-rásir væru í dag ekki lengur takmarkandi. Það væri hins vegar ekki ljóst hversu ör þró- unin yrði hvað varðaði stafrænar út- sendingar sjónvarps. Til viðbótar stofn- og rekstrarkostnaði dreifi- kerfis kæmi síðan sá rekstrarkostn- aður sem fylgdi rekstri annarrar sjónvarpsrásar, svo sem hvað varð- aði efnisöflun og dagskrárgerð. Bjarni sagði að í Svíþjóð og Bret- landi hefðu verið veittir umtalsverð- ir fjármunir til þróunar stafræns sjónvarps og þar væra menn komn- ir nokkuð langt á leið í þessum efn- um. Tilraunir hefðu einnig verið gerðar í Noregi og Danmörku. í Danmörku væra Danmarks Radio og TV2 að setja saman upp stafræn- an sendi fyrir Kaupmannahafnar- svæðið. Bjarni sagði einnig að það yrði sí- fellt erfiðara fyrir Sjónvarpið að standa undir þeirri kröfu almenn- ings að sinna öllum áhorfendum eins vel og kostur væri með því að senda einungis út efni á einni rás. Fleiri rásir þyrfti til. Með aukinni tækni og möguleikum til að senda út sérvalið efni á sérstökum rásum yxu kröfurnar sífellt. Samsett rás eins og Sjónvarpið sendi út nú ætti undir högg að sækja í samkeppni við sérstakar fréttarásir, íþróttarás- ir, tónlistarrásir og svo framvegis. Sjónvarpið þyrfti að koma til móts við kröfur allra þessara hópa með einhverjum hætti, en það væri mjög erfitt þegar einungis væri hægt að senda út á einni rás. Önnur rás myndi breyta mjög aðstæðum ef og þegar í hana yrði ráðist. Þar yrði hægt að senda út íþróttaviðburði, stjómmálaumræður, menningarvið- burði, umræður á Alþingi og fleira efni sem skírskotaði til smærri hóps en alls almennings. Bjami sagði að þó möguleikar á ótspndimni annarrnr rásar væm tíl skoðunar hjá Sjónvarpinu hefðu engar tímasetningar verið ákveðnar í þeim efnum. Enda væri stofnun- inni þröngur stakkur skorinn fjár- hagslega. „Fjárhagslega verður dæmið að ganga upp,“ sagði Bjami. Aðspurður hvort til greina kæmi að rás eins og þessi væri lykluð og þar af leiðandi innheimt fyrir hana sérstök afnotagjöld sagði Bjarni að ekkert væri því tæknilega til fyrir- stöðu. Hins vegar yrðu þá áskriftar- og auglýsingatekjur slíkrar rásar að standa undir þeim kostnaði sem hlytist af stofnsetningu og rekstri hennar, því að öðram kosti megi gera ráð fyrir að samkeppnisyfir- völd geri athugasemdir og fram kæmu ásakanir um að sú rás væri niðurgreidd af afnotagjöldum. Aðspurður hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu tæknilega að ráð- ast í útsendingu á nýrri rás, ef Rík- isútvarpinu yrðu tryggðir tekju- stofnar til þess rekstrar, sagði Bjarni svo ekki vera og að hægt yrði tæknilega að finna lausnir á þeim vandamálum sem þar væra í veginum. Vita-A-Kombi andlitslínan Svissneska lækninum og vísindamann- inum dr. Paul Herzog tókst eftir áratuga rannsóknir að binda súrefni í fast form. Eitthvað sem engum öðrum hefur enn tekist að gera. Afraksturinn eru súrefnisvörur Karin Herzog sem byggja á tveimur alheims einkaleyfum, þar sem Vita-A-Kombi andlitskremin eru horn- steinninn. Vita-A-Kombi andlitskremin hafa eigin- tmms amg A SL m S nmiia, M auretnisvorurv Karin Hnrrnii \ Karin Herzog ...ferskir vindar í umhirðu húðar ■ Mánudagur 20. september: leika sem eru óþekktir í öðrum snyrtivörum, því í þeim er sameinað bundið súrefni og hlutlaust A- vítamín sem gefur bylting- arkenndan árangur í uppbyggingu og vörn IW húðarinnar. Uppfinn- 'lj ingar dr. Paul Herzog tAt. m greina súrefnisvörur Karin Herzog frá öll- um öðrum snyrtivör- \jjtr ( * undir ná sínu ° besta fram. Lyfjabúðin Mosfellsbæ kl. 14—18 Apótekið Iðufelli kl. 14—18 Fimmtudagur 24. september: Hagkaup Skeifunni kl. 14—18 Föstudagur 24. september: Hagkaup Skeifunni kl. 15—19 Lyfja, Grindavík, kl. 14 — 18 Borgarnes Apótek kl. 14—18 Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu jafnvel enn skjótari árangri. Hringdu í Önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520. 5TRIP TITANIUM ÞÚ Sparar 20%“40% þegar þú kaupir gleraugu hjá okkur. Það tekur aðeins 15 mínútur að útbúa öll algengustu gleraugu. OPTICRl STUDIO ^Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425 0500 [3 Þjónustu og ábyrgðaraðilar eru: Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaverslun Suðurlands B O G A R T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.