Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 42

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 42
*42 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR INGVELDUR GUÐRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR + Ingveldur Guð- ríður Kjartans- dóttir fæddist í Þórisholti í Mýrdal 2. ágúst 1929. Hún lést á heimili sínu 9. september síðastlið- inn. Faðir hennar var Kjartan Einars- son, f. 27.8. 1883, d. 28.7. 1970, bóndi í Þórisholti. Móðir hennar er Þorgerð- ur Einarsdóttir, f. 28.3. 1901. Systkini hennar: Borghildur,_____________ f. 23.9. 1922; Einar Sigurður, f. 3.3. 1925, d. 18.12. 1970; Einar, f. 3.12. 1930; Sigur- geir, f. 7.3. 1938; Kristinn Matthías, f. 28.11. 1942, og Kjartan, f. 1.11. 1944. _ Ingveldur giftist Sigurði Ágústi Hafsteini Jónssyni, f. 24. maí 1929. Börn þeirra: 1) Þórdís Gerður, f. 18.2. 1949, maki Björn Snorrason. F.v. eiginmað- > Elsku frænka, ég kveð þig með fáeinum orðum. Það er auðvelt að hugsa en penninn er stirður. Fyi-stu minnigar mínar um þig eru þegar þið bjugguð í Árbænum. Ég fékk að gista hjá Villu og við vorum komnar í rúmið og áttum að fara að sofa. Við flissuðum og skríktum allt kvöldið, milli þess að þú komst inn, sussaðir á okkur, sagðir jafnvel stutta sögu og sagðir okkur að fara með bænirnar og svo að sofa. Það . var notalegt að heimsækja þig og r svo bjóst þú í fjölbýlishúsi, það var toppurinn, leiksvæði á 4 hæðum. En það var oft sem við komum að tómu húsi því hestarnir og jarðræktin í Skammadalnum áttu hug þinn allan, þá var stundum Davit) Itigcr Olrtfur Vtfmmtj. Uinsjou Útfmtrstj. LÍKKISTUVINNUSTOIA EYVINDAR ARNASONAR 1899 Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. t% ■w .ém ur: Kristinn S. Páls- son, f. 17.4. 1949, d. 21.10. 1987. Börn þeirra: Páll og Ing- veldur. Barnabarn: Christian Michael Isak. 2) Sigrún, f. 30.11. 1951, eigin- maður Jónatan Ólafsson. Börn: Sig- urður, Andrés og Jónatan. 3) Jón, f. 5.12. 1961, maki Margrét Thorsteins- son. Barn: Haukur. 4) Kjartan, f. 1.6. 1966, eiginkona Guðrún Gyða Ólafsdóttir. Börn: Daniel Páll, Saga Ýr og Ylfa Rán. 5) Vilborg Þórunn, f. 15.12. 1968, eiginmaður Heimir Ein- arsson. Börn: Aron og Sigurrós. Ingveldur Guðríður var lengst af húsmóðir í Reykjavík. Utför Ingveldar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. brugðið á það ráð að keyra upp í Skammadal og endaði það oftast með kaffí, kökum og ævintýrum. Þú kvaddir þetta líf þegar undirbúningur brúðkaups okkar Halldórs var í hámarki. Þú varst ekki að velta þér uppúr þeim örlögum er biðu þín heldur tókstu loforð af fólki að laugardagurinn 11. september yrði gleðidagur og því mætti hvergi breyta. Eg átti erfítt með taka því að þú kvaddir 2 dögum fyrir brúðkaupið mitt en ég hugga mig við að nú líður þér betur og minning þín býr í hjarta okkar. Við þökkum hlýhug í okkar garð, Guð geymi þig. Elsku amma, Villa, Kjarri, Sigrún, Nonni og Gerður, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Kristinsdóttir. Elsku besta Inga amma mín. Ég bara trúi því ekki að ég sitji hér og Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararsljóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ 31 ómabúdm Öa^ðsKom v/ Fossvogskirkjugarð Sími: 554 0500 sé að skrifa minningargrein um þig, ég mun eflaust ekki virkilega fínna fyrir því að þú sért dáin, fyrr en ég kem heim og engin amma, sú sem ég heimsæki fyrst. Þegar ég hugsa um þig fyllist hjarta mitt bæði af gleði og sorg. Gleði yfír því að hafa átt þig sem ömmu, ömmu sem kenndi mér bæði ljóð og bænir, ásamt þvi að leiðrétta mig stanslaust í málfræð- inni, „mig langar, ekki mér lang- ar“; hvernig get ég gleymt því. Ég get nú ekki annað en brosað út að eyrum þegar ég hugsa til þess þegar þú komst til okkar í fyrrasumar og skemmtir þér vel þar sem við flatmöguðum við sund- íaugina og fórum út á strönd og það fyndnasta af öllu var þegar þú settist undir stýri á bátnum og gafst svo rosalega í að það lá við að við færumst úr hræðslu. Þessar góðu, fallegu minningar munu alltaf fá mig til þess að hlæja. Og sorg yfir því hversu sárt ég á eftir að sakna þín, ekki fleiri út- reiðartúrar, heimsóknir og ferskar nýuppteknar kartöflur úr Skammadalnum, en það sem mér finnst allra verst er að Kiddi litli fékk aldrei tækifæri til þess að kynnast frábæru langömmu sinni, nema í gegnum mínar minningar. Þú bara veist ekki hversu ánægð ég er að hafa getað komið heim í sumar með Kidda litla svo þú gætir bæði knúsað hann, kysst og séð hvað hann er fallegur og góður. Þó svo við vissum í hvað stefndi þá átti ég ekki von á því að þú færir svona fljótt, en ég þakka Guði fyrir að þú þurftir ekki að kveljast meira. Ég veit að þú ert komin á betri stað og ert alsæl með lífið og ég efast ekki um að pabbi, langafi, Siggi o.fl. hafí tekið á móti þér með fagnaðarlát- um og muni hjálpa þér að aðlagast. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt saman og sérstaklega fyi-ir að hringja í mig rétt áður en þú lagðir í hann, mér þótti vænt um það. Ég held áfram að tala við þig og ég bið Guð og englana að varðveita þig að eilífu. Ég, Willi og Kiddi munum sakna þín sárt en minningin lifir björt í hjarta okkar. Elsku mamma og Bjössi, þið stóðuð ykkur eins og hetjur í að hugsa um ömmu. Samúðarkveðjur til Sigga afa, Palla bróður, Sigrún- ar, Nonna, Kjarra, Villu, maka og barna. Samúðaróskir til systkina ömmu og allra þeirra sem voru svo lánsamir að þekkja hana. Elsku Þorgerður langamma okkar, inni- legustu samúðaróskir til þín, þú ert styrkurinn fyrir okkur öll. Astarkveðja. Þín Inga. Hvað gerist þegar þú deyrö? Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuáborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð2-Fossvogi-Sími 551 1266 BRYNJA OLAFIA RAGNARSDÓTTIR + Brynja Ólafía Ragnarsdóttir fæddist í Hlíð við Akureyri 29. sept- ember 1934. Hún lést á heimili sínu 4. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 14. september. Okkur langar til að minnast Binnu, móður- systur okkar, með nokkrum orðum. Þegar við hugsum tii bemsku og unglings- áranna finnum við að Binna hefur alltaf átt sérstakan sess í huga okk- ar. Hún var svo hlý og gefandi að auðvelt var að láta sér þykja vænt um hana. Við vorum í sumarvinnu hjá henni og Georg á Syðri-Reykjum nokkur sumur og reyndist hún okk- ur sem besta móðir, alltaf þolinmóð og óspör á góð ráð og leiðbeiningar. Þegar hugurinn reikar til baka til þessara ára koma upp margar, góð- ar og skemmtilegar minningar sem gott er að ylja sér við. Þegar farið var austur að Syðri-Reykjum til Binnu og Georgs um páskana fannst manni vorið vera komið. Páskaliljur í fullum blóma bakvið braggann hundruðum saman á heitu hverasvæðinu og við máttum tína eins og við vildum til að fara með heim. Ekki má gleyma öllum góða matnum hennar Binnu, alltaf dregnar fram alls kyns heimatilbún- ar kræsingar þegar komið var í heimsókn enda Binna þekkt fyrir matreiðslusnilli sína. Allar notalegu og skemmtilegu rabbstundirnar í litla eldhúsinu á kvöldin þar sem talað var um alla heima og geima, spáð í bolla eða lófa og hlegið og gantast langt fram á nótt. Manni finnst svo stutt síðan þetta var. Við kveðjum kæra frænku og sendum Ge- org og öllum aðstand- endum innilegar sam- úðarkveðjur. Hildur og Kolbrún. Við komum ný í Skál- holt, að nýrri stofnun og fastir starfsmenn voru aðeins tveir; Kri- stján Valur og Brynja. Hún umvafði okkur strax með sinni hæglátu hlýju og mér fannst ég bæði finna móðurlegt viðmót og ömmuígildi fyrir strákana. Umhyggja hennar fyrir okkur var ómetanleg. Ailtaf var hægt að leita til hennar og hjálpsemi hennar og ráð brugðust ekki. Brynja var óaðskiljanlegur hluti Skálholtsskóla þessi ár. Ekki aðeins hennar góði og fallega fram borni matur, heldur einnig viðmót hennar til gestanna og sú um- hyggjusemi sem henni var svo eðli- leg. Bæði við fjölskyldan og skólinn nutu listfengi hennar. Jóla- og af- mælisgjafir séstaklega skreyttar og umbúnar, borðdúkar og búningar í 17. aldar stíl - allt handarverk og hönnun Brynju. A þessum sjö árum hefur fjölgað gestum og starfsfólki en sá heimilislegi blær sem Brynja átti sinn stóra þátt í hefur varað. Á þessum vikum þegar við búumst til brottfarar kvaddi Brynja líka. Hljóðlátt hvarf hún og englamir hafa borið hana á höndum sér. Þessi ósérhlífna kona sem alltof snemma kvaddi er mér ein af hetjum hvers- dagsins sem aldrei gleymast. Margrét Bóasdóttir. FRIÐRIK HJALTASON + Friðrik Hjalta- son fæddist í Reykjavík 9. júní 1929. Hann andað- ist á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 12. september síð- astliðinn. títför Friðriks fór fram frá Jósefs- kirkju í Hafnarfirði 16. september. Friðrik Hjaltason er látinn eftir langa sjúkralegu, sjötugur að aldri. Friðrik var af merkri fjöl- skyldu kominn, faðir hans, Hjalti Gunnarsson, var bróðir Jóhannes- ar, fyrsta íslenska kaþólska bisk- upsins, og móðir hans; Ásta Ás- geirsdóttir, var systir Ásgeirs for- seta. Friðriki og systkinum hans var listfengi í blóð borið og var Gunnar, bróðir hans, ágætur gull- smiður og listmálari, María fékkst við listmálun er hægðist um í bú- skapnum og Jóhanna, systir hans, er þekkt hannyrðakona. Sjálfur var Friðrik prentari að iðn og starfaði sem slíkur, nokkuð lengi í Banda- ríkjunum þar sem ættmenni hans í Boston bjuggu, og síðan hér heima. Friðrik var smekkmaður á alian stíl og frágang, og hafði gaman af eigin smá list, eins og árlegum jólakortum sem hann gerði af alúð og sendi ættingjum og vinum. Hann var húmoristi og hafði gaman af gríni, og þá komst hann í kjörgrip er hann eignaðist People’s Almanac hið bandaríska sem upp- haflega var gefið út af Franklíni eldinga- meistara fullt af fá- gætum óþarfa fróð- leik. Ættartölum hafði hann gaman af og hann rakti ættir sínar og sinna allt til írakonunga vel fyrir íslands- byggð og sýndi hróðugur þeim sem vildu. Friðrik byrjaði snemma að sýsla við tölvur, og reyndi sig við ýmsar gerðir af Sinclair-tölvum, og fyllti af ættartölum, og síðar áttu Macin- tosh-tölvur og Espólín alla aðdáun hans. Friðrik var kær að ættingum sínum og sérstaklega var honum tíðrætt um börnin sín. Síðustu árin dvaldi Friðrik á Reykjalundi og á Skógarbæ, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar. Friðrik reyndist mér vel og kann ég honum þakkir fyrir. Blessuð sé minning hans. Andrés H. Þórarinsson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.