Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 37 SKOÐUN Ef takast á að fjölga íbúum á Eyjafjarðar- svæðinu er það frum- forsenda að góð sam- staða náist um mark- mið, segir Benedikt Björnsson. Þá er einnig hægt að fylgja málum betur eftir. vanda vel til verka við gerð mann- virkja. Mannvirki standa lengur en áður var. Þó er það svo að sumar byggingar eru börn síns tíma og eiga sér skemmri aldur en aðrar. Engu að síður getur reynst nauðsynlegt að stuðla að ýmsum nútímalegum fram- kvæmdum. Með því að skoða bygg- ingar síðustu áratuga má að nokkru lesa atvinnusögu þjóðarinnar. Varla verður það harmað að stórbyggingar voru reistar á Akureyri, Hjalteyri, Siglufirði og víðar fyrr á öldinni, enda þótt menn greini nú á um útlit þeirra og nýtingu. Telja verður að þorri íbúa á Eyja- fjarðarsvæðinu óski eftir framförum á öllum sviðum og geri ráð fyrir auk- inni velsæld og bættum hag. Frá þessu virðast þó vera nokkrar undan- tekningar meðal manna, þar sem ber á tilhneigingu þeirra til þess að snúa hjóli tímans í öfuga átt. Þess gætir í tengslum við afstöðu til nútíma at- vinnuþróunar. I frumvinnslugreinum, þ.e. í landbúnaði, fiskveiðum og - vinnslu, fækkar störfum óðfluga. Eignarkvótakerfið takmarkar einnig eða útilokar alla nýliðun innan þeirra greina nema e.t.v. á löngum tíma. Nauðsynlegt er að reyna að sneiða framhjá slíkum ófögnuði í nýjum at- vinnurekstri og smeygja af sér fjötri fortíðar. Ný störf og atvinnugreinar þurfa að koma til. Breiddin þarf að vera sem mest, þess vegna hefur Sam- vinnunefnd um svæðisskipulag Eyja- fjarðar lagt til að öll svið atvinnulífs verði skoðuð m.t.t. aukinnar sóknar. Eitt umdeildasta atriðið varðandi stefnumörkun samvinnunefndarinnar í atvinnumálum er lagning raflína að stóriðjusvæðinu við Dysnes. Ef sveit> arfélög, sem aðild eiga að svæðis- skipulagi Eyjafjarðar, taka afstöðu sem felur í sér kröfu um að raflínur skuli að mestu grafnar í jörð, þar sem þær liggja í gegnum sveitarfélagið, skapast vandi. Vegna kostnaðarauka við raforkuflutning, sem af þessu leið- ir, er tillaga um stóriðju að líkindum orðin óarðbær. Með þessu gæti málið aftur lent á upphafsreit og tiltekið at> riði í staðfestu aðalskipulagi ná- grannasveitarfélags yrði nánast skop- legt. Abyrgð sveitarstjórnarmanna er því mikil og er vonandi að þeir geri sér fulla grein fyrir því. Ef svo færi að stóriðjukostir teldust ekki raun- hæfir, séð frá ýmsum hliðum þess máls, verður engin slík raflína lögð. Stefnan er eingöngu sú að hér verði tiltækir möguleikar fyrir hendi, ef álitlegt tilboð gefst á fyrsta áratug nýrrar aldar. Nokkuð almenn samstaða hefur náðst um önnur helstu mál sem fram koma í tillögu samvinnunefndarinnar þegar frá er talinn nýr sorpurðunar- staður sem nokkuð skiptar skoðanir eni um. Nú á dögum er gert ráð fyrir að urðunarstaðir séu sómasamlegir og lagður sé metnaður í vandaða framkvæmd að öllu leyti. Sumh- telja þó að sorpbrennsla sé betri kostur. Eins og staða mála er nú hafði verið gert ráð fyrir að frumathugun færi fram á tilteknu svæði í landi Syðri- Bakka í Arnarneshreppi. Sveitar- stjórn hefur nú hafnað þessari tillögu. Það er því mjög mikilvægt að finna annan valkost sem tekinn verði til at- hugunar. Ef takast á að fjölga íbúum á Eyja- fjarðarsvæðinu er það frumforsenda að góð samstaða náist um markmið. Þá er einnig hægt að fylgja málum betur eftir. Samræmdur undirbún- ingur sveitarstjóma á svæðinu varð- andi landnotkun og margt annað mun án vafa skila mun meiri árangri held- ur en sérálit sem stefna í margar átt- ir. Megi náttúrufegurð og framfarir einkenna Eyjafjarðarsvæðið um ókomna tíð. Höfundur er arkitekt. barnaskórnir eru komnir SMÁSKÓR Sérverslun m/barnaskó í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. mbl.is FRUMSYNING: OVISSAN s?4:u. j.A'í. m-j»WKkmÆ% Mynd sem allir verða að sjá Á.Þ. RÚV www.sony.com Talin besta John Sayles (Lone Star) myndin til þessa. Var kynnt á nýafstaðinni Kvikmyndahátíð og hlaut frábærar viðtökur. Titillagið, Lift Me Up er sungið af Bruce Springsteen. Aðalhlutverk: Mary Elizabeth Mastrantonio (The Color of Money, The Abyss), David Stratnairn (River Wild, Dolores Claiborne) og Kris Kristoferson (Lone Star, Payback).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.