Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 23 Frá opnun sýningarinnar „Paintings now! part II“. Til vinstri er hraunverk hluti verks Finnboga Péturssonar. MYNDLISTARMENNIRNIR Ragna Róbertsdóttir og Finnbogi Pétursson taka þátt í samsýningu 13 myndlistarmanna sem nú stendur yfir í Galerie Schiippen- hauer í Köln. Þau voru bæði við- stödd opnunina 3. september sl. ásamt Eddu Jónsdóttur, eiganda Gallerís Ingólfsstrætis 8, en þátt- taka þeirra í sýningunni er til- komin í framhaldi af listamess- unni í Madrid, sem þau fóru á fyrr á þessu ári. Edda segir verk þeirra Rögnu og Finnboga hafa vakið mikla at- hygli á opnuninni. Eftir Rögnu er stórt hraunverk í miðju salar- ins, 4x2 metrar að stærð, og tvö Ragna og Finnbogi sýna í Köln verk Finnboga eru til hliðanna, stórar álplötur með innbyggðu hátalarakerfi sem framleiðir hljóð líkt og jarðarhvin sem mætast í miðjunni fyrir framan verk Rögnu. Galleríið er að sögn Eddu all- stórt, hefur starfað í um 20 ár og aðallega sérhæft sig í flúxuslist. Nú hafi hinsvegar verið ákveðið Rögnu Róbertsdóttur og til hægri að hafa tvær sýningar um mál- verkið í nútímanum og hvernig það hafi breyst og þróast, en þessi sýning sem ber yfirskriftina „Pa- intings now! part 11“ er hin síðari í röðinni. I byrjun október efnir galleruð svo til umræðna um mál- verkið og stöðu þess. Sýningin í Galerie Schiippenhauer stendur til 23. október nk. Ragna tekur ásamt átta öðrum Iistamönnum þátt í samsýning- unni Microwave sem opnuð verð- ur í 123 Watts Gallery í New York 25. september. Kristján Guð- mundsson verður þar einnig með í för, þar sem til stendur að hann sýni í galleríinu á næstunni. Fjórar ferðir alla virka daga til Akureyrar: Fleiri ferðir REYKJAVÍK - AKUREYRI TIL frA BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA virka daga mán-fös 07:40 - 08:25 08:45 - 09:30 mán-fös 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 mán-fös 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 mán-fös 18:40 - 19:25 19:45 - 20:30 Laugardaga laugard. 08:40 - 09:25 09:45 - 10:30 laugard. 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 laugard. 17:40 - 18:25 18:45 - 19:30 Sunnudaga sunnud. 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 sunnud. 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 sunnud. 18:40 - 19:25 19:45 - 20:30 www.islandsflug.is sími 570 8090 Enn eykur íslandsflug þjónustu sína. Nú höfum við bætt við fjórðu ferðinni í síðdegisflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar og nýrri ferð á laugardagsmorgnum. Þjónustan um borð er einnig til fyrirmyndar. Þú getur látið fara vel um þig í sætinu og blaðað í Degi eða Viðskiptablaðinu með nýtt og ilmandi kaffi í bollanum. Taktu flugið með íslandsflugi! Skrifstofa íslandsflugs á Akureyrarflugvelli, sími 461 4050 •fax 461 4051 • aey@islandsflug.is ISLANDSFLUG gerir fleirum fært að fljúga Tveir fyrir ei til London 18. og 25. október frákr. 14.390 fyrir manninn Aðeins 100 sæti á sértilboði! Bókaðu á mánudag eða briðjudag og tryggðu þér petta ótrúlega tilboð til London Gildir 18. og 25. okt. frá mánudegi til fimmtudags London er tvímælalaust eftirsóttasta heimsborg Evr- ópu í dag og vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri, enda finnur þú hér frægustu leikhúsin, heims- þekkta listamenn í myndlist og tónlist, glæsilega veitinga- og skemmtistaði Kensington Gardens og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur þú tryggt þér 2 sæti á verði eins til London og valið um gott úrval hótela frá 2ja til 4ra stjörnu, allt eftir því hvað þér hentar. Aðeins 100 sæti á þessu einstaka tilboði. Glæsileg ný hótel í boði. Hvenær er laust? Flugsæti til London Verðkr 14,390 Flugsæti til London m. flugvallarsköttum. Ferð frá mánudegi til Fimmtudags, 18. og 25. október. Flugsœti kr. 21.200. Skattur kr. 3.790 x 2 = 7.580 kr. Samtals kr. 28.780, kr. 14.390 á mann. Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 7. og 14. okt. Verð kr. 29.990 Sértilboð 7. og 14. október, Grand Plaza, 2 stjömur, 4 nætur í 2ja manna herbergi, flug, gisting með morgunverði, skattar. Hótel í London Kr. 3.700 2 stjömur Verð á mann á nótl í 2ja manna herbergi, Bayswater. Kr. 4.200 3 stjömur Verð á mann á nótt í 2ja manna herbergi, Stakis. Kr. 5.300 3'/2-4 stjömur Verð á mann á nótt í 2ja manna herbergi, Kensington Gardens. Flug alla fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember. 30. sept. 4. okt. - 7. okt. - 11. okt. 14. okt. 18. okt. 21. okt. 25. okt. 28. okt. I. nóv. - 4. nóv. 8. nóv. - II. nóv. - uppselt laus sæti ■ 18 sæti laus sæti -11 sæti - 38 sæti - 21 sæti - 58 sæti - 39 sæti laus sæti - uppselt laus sæti laus sæti Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.